Gamli golfvöllurinn viđ Minni Öskjuhlíđ og Mjóumýri ... og Hvassaleiti

i-Tc7hdRJ-X2

depositphotos_2829666-stock-photo-golf-ball  Nýlega rakst ég á ţessa frábćru mynd hér fyrir ofna á vefsíđunni Golfmyndir.is. Hún var á međal mynda úr safni feđganna Ingólfs og Hans Isebarn.

Kylfingur, (sem mér finnst afar ljótt orđ), er ađ fara ađ munda kylfuna í pútt á ţeim hluta vallarins sem var enn fyrir framan nýbyggđ rađhús í Hvassaleiti. Myndin sýnist mér ađ sé tekin kringum 1962, en ţá voru foreldrar mínir (og ég og systur mínar) enn ekki flutt í eitt af húsunum ţarna ađ baki kylfingsins. Foreldrarnir keyptu húsiđ fokhelt af föđurbróđur Björgvins Halldórssonar, sem ekki réđ viđ kostnađinn. Björgvin mun hafa búiđ ţarna hjá föđurbróđur sínum í einhverja mánuđi. Sá hét Ásgeir og móđir mín kallađi ţví ávallt eitt herbergja hússins Ásgeirsherbergi, og ţar mun alţýđudrengurinn Bjöggi "Bó Hall" hafa sofiđ. Síđar var ţetta herbergi mitt í um 14 ár, eđa ţar til ég flutti utan til náms áriđ 1980. Enn mun vera reimt ţarna í herberginu. Annađ hvort syngur Bó Hall, eđa ég leik á langspil - eđa viđ tökum lagiđ saman.

Screenshot 2023-02-14 at 09-29-56 Kylfingur - 1. tölublađ (01.09.1938) - Tímarit.is b

Til er minjaskráningarskýrsla, ţar sem fjallađ er um gamla golfskálann, sem var nćrri Háuhlíđ, ţar sem grá bygging Veđurstofunnar var reist margt síđar. Skýrslan fjallar einnig um ađrar minjar í Minni Öskjuhlíđ. Golfskáli Golfklúbbs Íslands, sem var vígđur af Ingrid prinsessu og Friđriki erfđaprinsi 1. ágúst áriđ 1938, er nú löngu horfinn, en ég man vel eftir húsinu.

Screenshot 2023-02-14 at 09-30-40 Kylfingur - 1. tölublađ (01.09.1938) - Tímarit.is

Ingrid prinsessa kemur til vígslu skála Golfklúbbs Íslands áriđ 1938. Ljósmyndirnar tvćr hér ofar eru úr félagsblađinu Kylfingi 1938.

Minjaskráningarskýrslan inniheldur ýmsar leiđar villur. T.d. er ţví haldiđ fram ađ Borgarleikhúsiđ hafi veriđ ţar sem golfvöllurinn var. Svo var ekki. Bćđi Kringlan og Borgarleikhúsiđ risu úti í mýrinni eđa efnisnámu sem ţar hafđi orđiđ til. Ţar sem leikhúsiđ er var ágćt mýrarmoldarnáma. Líkast til er verslunarskólinn ţar sem hćgt var ađ ná sér í góđa mýrarmold.

Merkur höldur einn danskur, Sřren M. Břgeskov ađ nafni, sem var enn međ smábýli vel fram á 7. áratuginn ţar sem Rauđakross-húsiđ er nú og lítiđ eitt austan viđ ţađ og sunnan, nýtti sér ţessa mold, sem og fađir minn sem sótti ţar mold í garđinn okkar, ţegar hann varđ til um 1966-67. Fékk hann m.a. hjálp til ţess af Frits (Frederik) Haverkamp garđyrkjumanni í Hveragerđi, sem var heitttrúađasti gyđingur Íslands á ţeim árum.

Leifar golfvallarins voru enn nýttar af mönnum sem púttuđu fram á 8. áratuginn og í lok ţess 7. ćfđi frćgur kringlukastari ţar köst sín. Eitt sinn týndi hann einni kringlunni sinni og var hún í vörslu minni sumarlangt ţangađ til móđir mín skilađi henni til réttra ađila. Kúlukastari, hreinn sveinn, ćfđi ţarna köst síđar á 8 áratugnum, ţegar hann var ekki ađ aka strćtisvagni. Ég er alveg viss um ađ ég hafi séđ hann kasta yfir 20 m. og jafnvel ađ setja heimsmet ţarna á síđustu holum gamla golfvallarins.  

Viđ krakkarnir í Hvassaleitinu, sem bjuggum í borgaralegum rađhúsum, međ útsýni yfir "grín" Golfklúbbs Íslands, notuđum ţetta svćđi mikiđ til leikja. Synir smáborgaranna sem áttu golfútbúnađ léku ţarna golf ţegar grasiđ hafđi veriđ slegiđ. Viđ sem áttum feđur sem ekki hugnađist slík letingjaíţrótt, fengum stundum allranáđugast ađ prufa nokkur högg og pútt. Ţar međ lauk ţeirri dellu og hafđi ég aldrei síđan hina minnstu löngun til ađ "leika" golf. Fyrr hefđi ég ţegiđ nám í sekkjapíku, en bođ um ađ stunda golf međ heildsölum og smásálum.

Síđar í lok 8. áratugarins arkađi mađur yfir mýrina og yfir tvíspora Kringlumýrarbrautina í alls kyns veđrum og fćrđ til ađ komast í MH. Stundum var fćrt á hjóli. Vetur voru ekki eins snjóléttir ţá og á 9. áratugnum og reiđ ég ţá í menntaskólann međ latínustílana handa Teiti Ben á Apachehjólinu mínu (sjá hér).

gamla hjóliđ

Ţess ber ađ geta, ađ minningarfćrsla ţessi varđ til ţökk sé Eflingu og lögmanni samtakanna. Hann er Isebarn ađ ćtt. Ţegar ég ćtlađi ađ grafast fyrir um ćttir hans (sem ađ hluta til koma frá Noregi), ţá rakst ég á golfmyndina efst, ţar sem ćttingi hans er ađ pútta snemma á 7. áratugnum.

Einhvern tímann munu Eflingarliđar hugsanlega hafa efni á ađ leika golf, en ekki fyrr en ţeim verđa greidd mannsćmandi laun. Má ég frekar mćla međ kringlukasti. Ţess ber ađ geta ađ verslunarmiđstöđin Kringlan ber ekki nafn eftir fyrrnefndri kringlu kringlukastarans, sem átti gamlan táfýlu-Skoda, heldur hét mýrin ađ hluta til Kringlumýri, og brautin ţar vestan viđ varđ náttúrulega ađ Kringlumýrarbraut.

Ţar sem Morgunblađiđ var um tíma til húsa í Kringlumýrinni,  áđur en flutt var allt austur í Hádegismóa, var oftast nćr stćrsta áramótabrenna borgarinnar. Sagt er ađ menn hafi oft fundiđ reykjarlykt neđan úr neđsta kjallara á Moggahúsinu viđ götuna Kringlu. Eitthvađ var ađ minnsta kosti ađ brenna viđ. Önnur merkari brenna var einnig á gamla golfvellinum, rétt norđan viđ ţann stađ, ţar sem Listabraut og Efstaleiti skerast í dag, ekki nema langt pútt suđaustur af ţeim stađ sem Isebarn á myndinni efst er viđ ţađ ađ slá kúluna.

Eitt sinn reiknađi ég út, hvert Mogginn vćri kominn áriđ 2121 ef alltaf skyldi horfiđ til austurs međ sama hrađa og gerđist á 20. og snemma á 21. öld. Mér reiknađist svo til, ađ blađiđ hefđi ţá herstöđvar sínar undir Eyjafjöllum eđa í Ţórsmörk. Ţađ verđur ekki dónaleg ađ birta smásálarlegar árásir á vinnandi fólk á ţrćlakaupi undan Eyjafjöllum.

Áfram Efling, ţar var fallegt ađ sjá lögmanninn Isebarn fara holu í höggi fyrir Eflingu. Kallast ţađ ekki fara á pari yfir fálka?

Screenshot 2023-02-15 at 06-23-46 Íslandsmót 1944

Benedikt Bjarklind og Robert Waara í Skagafirđi 1944. Myndin er fengin ađ láni á Golfmyndir.is

Ţađ er athyglisvert ađ skođa blađiđ Kylfing á fyrstu árum ţess og sjá alla smákaupmennina og heildsalana međ "handycap" og ćttarnöfn sem stunduđu ţessa íţrótt í árdaga hennar á Íslandi. Ţarna voru Kjaran, Bernhöft, Kvaran, Fjeldsted og Bjarklind.

Bandaríkjamađur, sem kom međ hernum, finnskur gyđingur ađ uppruna frá Michigan, Robert Otto Waara (ađ nafni, rak á fjörur félagsins og hann kenndi mönnum eitt og annađ nytsamlegt. Waara var skrifstofublók í hernum og hafđi augljóslega tíma aflögu til ađ kenna Íslendingum eitt og annađ í ţessari merku íţrótt sem Skotar halda fram ađ sé fundinn upp af ţeim, ţó svo ađ elstu golfkylfurnar hafi nefnilega fundist í Hollandi. Waara tók međal annar ţátt í gólfmóti í Skagafirđi áriđ 1944. Ţađ var ţó ekki hans vegna ađ í kjallaranum í golfskálanum í Minni Öskjuhlíđ var útbúiđ finnskt sauna. Ýmsar "safaríkar" sögur fóru af finnsku bađi golfklúbbsins, allt ţangađ til ađ sú bađmenning komst víđar í notiđ á Íslandi. En áhugi á félaginu og golfíţróttinni var ađ sögn fróđra manna óneitanlega ţessu bađhúsi félagsins ađ ţakka.

Waara kvćntist íslenskri konu Ólafíu Sigurveigu Sigurbjörnsdóttur (1916-2004). Saman ráku ţau golfvöll og svokallađan country-club í Falmouth. Afkomendur ţeirra búa vítt og breitt um Bandaríkin.

Ola Waara

Ola (Ólafía) Waara

Waara

Waara međ tveimur börnum sínum

Braggabyggingar Breta og Bandaríkjamanna, í og viđ golfvöllinn í Reykjavík, var Golfklúbbi Íslands greinilega mikiđ áhyggjuefni áriđ 1944 eins og sjá má í ţessu bréfi. Sumir ţessara bragga, og rústir annarra, voru enn uppistandandi í minni ćsku á svćđum kringum golfvöllinn. Břgeskov bóndi hafđi nýtt sér einn ţeirra eđa endurbyggt, en flestir stóđu ţeir úti í móa eins og viđ strákarnir í Hvassaleitinu kölluđum ţađ svćđi sem ţeir voru á sunnan viđ hitaveitustokkinn. Ţar hefđi ţurft ađ rćkta upp land til ađ hafa ţar golfvöll. Ég man ađ einum bragganna var bílaverkstćđi.

Hér var ekki farin hola í höggi eins og í finnsku bađstofunni forđum, enda frá mörgu ađ segja.

Rannsóknir mínar á golfkúlum um 1971

Mig langar ţó ađ ljúka ţessu golfhjali mínu međ skýrslu um rannsóknir mínar á golfkúlum sem ég fann á víđavangi á Gamla golfvellinum í Reykjavík. Mig langađi ađ vita, hvernig ţessar kúlur voru búnar til. Ég skar nokkrar ţeirra upp eins og fornleifafrćđinga er siđur. Sumar sprungu hálfgert međ einhverju púđri sem var innan í ţeim, en ađra ţeyttu af sér lögum af gúmmíteygjum međ mikilli ákefđ, ţegar ytri skelin var farinn af og ţrýstingur leystist úr lćđingi. Undust ţá tćgjurnar af međ frethljóđi og eftir var ađ lokum ómerkilegur, lítill gúmmíbolti innst í kúlunni. Ég er ekki viss um ađ allir kylfingar viti ţetta, en ţví má bćta viđ ađ kúlurnar eru gerđar á annan hátt í dag.

Fariđ nú ekki ađ skera kúlurnar ykkar nema ađ ţiđ hafiđ forgjöf eđa ađ ţiđ hafiđ rekist á lítinn birdie úti í móa.

Screenshot 2023-02-15 at 08-50-00 Öskjuhlíđarvöllur

Hér sést gamli golfvöllurinn áriđ 1962 og rađhúsin í Hvassaleiti sjást í bakgrunninum. Kylfingar eru sagđir vera á fyrsta teig en Fornleifur telur ađ hann hafi veriđ nokkru vestar. Mynd úr safni Arnkels Bergmanns Guđmundssonar á Golfmyndir.is


Bloggfćrslur 15. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband