Víkingar mćltu sér mót í Óđinsvéum 3. maí 2023

Bamberger

Í gćr ók ég alla leiđ til Óđinsvéa, ţar sem ég međ tveggja daga fyrirvar fyrirvara skráđi mig á ráđstefnu í háskólanum Syddansk Universitet (SDU) - sem enn má kalla Odense Universitet. Ađ finna tiltekinn ráđstefnusal á háskólanum í Óđinsvéum, er álíka og ađ verđa villtur í völundarhúsi. Ţađ tók mig drykklanga stund ađ finna salarkynnin O100, en ég kom sem betur fer tímanlega eftir langan gang eftir ranghölum ađal lćrdómseturs Fjóns.

Í gćr var haldin Ţverfagleg Víkingaráđstefna. Ţćr hafa veriđ haldnar í 40 ár á mismunandi stöđum ţó međ hléi í farsóttum. Ég fór á nokkrar ţessara ráđstefna er ég var stúdent í Árósum forđum, en svo hef ég gert langt hlé ţangađ til í gćr, og ég varđ ekki fyrir vonbrigđum. Else Roesdahl, fyrrverandi prófessor minn í viđ Miđaldafornleifafrćđideildina viđ Árósaháskóla, og einn af frumkvöđlum ţverfaglegu ráđstefnanna um Víkinga flutti yfirlitsfyrirlestur, svo ég gat ekki látiđ mig vanta.

Landsýn Greer Jarrets

Ég varđ ekki fyrir vonbrigđum. Ţarna voru flutt góđ erindi. Sérlega naut ég ţess ađ heyra um rannsóknir Greer Jarrets sem stundar rannsóknir viđ háskólann í Lundi. Hann hefur ásamt nokkrum ađstođarmönnum í norskum ćttćringi sem sver sig í ćtt viđ skip víkingaaldar rannsakađ strandferđir manna viđ Noregsstrendur á Víkingaöld; Til dćmis hvađa ađferđir menn höfđu viđ siglingar, t.d. siglingar eftir landsýn (landkenningu) og ađrar ađferđir. Greer tjáđi mér ađ hann vćri ađ hefja rannsóknir sínar á ţví hvađ segir um slíkt í íslenskum miđaldabókmenntum.

Snekkjufrćđi

Michael Lerche Nielsen lektor viđ Hafnaráskóla flutti afar áhugaverđan fyrirlestur um örnefni í Danmörku sem hafa forliđina Snekker- og Snekke, og sem sum geta vísađ til "snekkja" sem sum skip á víkingaöld voru kölluđ. En nöfnin geta tengst svo mörgu öđru líkt og Lerche Nielsen benti á.

Ţar sem fađir minn var geymdur á Fríslandi í síđara stríđi hjá ţremur mismunandi fjölskyldum, kom nafniđ á bćnum Sneek upp í höfđi mér. Á frísnesku mun sneek vera stađur sem skagar fram eđa er hćrri umhverfiđ. Ţađ fćr mann til ađ hugsa um Snekkerhřjer í Danmörku, sem lektor Lerche Nielsen greindi frá, sem vart hafa nokkuđ međ herskip danskra víkinga ađ gera. En hver veit, kannski dregur Sneek nafn sitt af ţeim snekkjum sem Egill Skallagrímsson og ađrir ribbaldar sigldu á til Fríslands, ţar sem Egill forfađir framdi grimmdarleg fjöldamorđ. Löngu síđar flutti fađir minn inn King-piparmyntur til Íslands, en ţćr eru framleiddar í Sneek og eru vissulega heimsfrćgar í Hollandi. Nú er King-verksmiđjan ţví miđur komin á hendur sćnskra sykurvíkinga hjá fyrirtćki sem ber hiđ frekar ókrćsilega nafni Cloetta. 

 

KING SNEEK

Fjársjóđir í Fćsted

Ađ öđrum ólöstuđum var afar áhugavert ađ heyra Lars Grundvad (Museet Sřnderskov i Vejen kommune) segja frá rannsóknum sínum á stórfenglegum sjóđum og byggingarleifum sem fundist hafa í Fćsted á Suđur-Jótlandi. Gripirnir sem fundist hafa í Fćsted (HBV 1498) koma margir víđa ađ. Grundvald sýndi okku m.a. bjöllu frá Bretlandseyjum, ţó jafnmargar slíkar bjöllur hafi fundist á Íslandi og Bretlandseyjum (sjá t.d hér og hér), voru ţćr nú líklega ekki framleiddar á Fróni. Nú er ein, frá 10. öld fundin í Fćsted og stćkkar nú útbreiđslusvćđi bjallnanna.

Fyrirlestur Else Roesdahl

Bamberger

Lokapunktinn setti svo the Grand lady of Viking studies Else Roesdahl sem m.a. sagđi gestum sögu ţverfaglegu Víkingaráđstefnanna, en hafđi einnig kafla um rannsóknir sínar á Bamberg skríninu sem varđveitt er í Bayerisches Nationalmuseum í München.

Nú vara ég landsmenn mína strax viđ ađ reyna ađ gera skríniđ íslenskt, líkt og sumir ţeirra hafa reynt međ taflmennina á British Museum, sem forđum fundust á Ljóđey (Lewis í Orkneyjum). Skríniđ er ekki kassi fyrir taflmenn - eđa er ţađ ţađ? Ţađ verđur einhver biđ á ţví ađ hćgt verđi ađ gera DNA rannsóknir á rostungstönninni í Bamberg-skríninu vegna frćđilegs stirđleika í Ţýskalandi. Ţćr gćtu sýnt af hvađa stofni rostungurinn var. En ţangađ til verđur skríniđ aldanskt, í Mammen-stíl (sem ber nafn Mammen sem er stađur 10 km, eđa svo austan viđ Viborg (Véborg) og - ekki síst vegna ţess ađ fyrir nokkrum árum fundust leifar álíka skríns í jörđu viđ Haldum kirkju ca. 20 km. NV af Árósi (sjá hér). Skrín ţessi verđa ţví seint tekin frá Dönum, ţó eitt ţeirra sé ţví miđur hálfgerđur niđursetningur í München.  

Ţess ber ađ geta, ađ álíka skrín, sem í laginu eins og skáli var eitt sinn til í kirkjunni í Cammin í Pommern. Skríniđ hvarf ţví miđur í síđari heimsstyrjöld Menn telja líklegt ađ ţađ hafi veriđ sama skríniđ og Snorri Sturluson segir frá ađ Eiríkur Sveinsson Danakonungur/Erik Ejergod (d. 1103) hafi gefiđ Sigurđi Jórsalafara Noregskonungi (d. 1130) sem gaf ţađ kirkjunni í Kungshälla (Kóngshellu) austan Málmhauga (Malmö) á Skáni. Ţví var síđan rćnt af Vindum áriđ 1939 sem gerđu strandhögg á Skáni og varđveittu ţeir ţađ í dómkirkjunni Kamién í núverandi Póllandi. Hvernig Snorri vissi ţetta allt, er svo annađ mál - en Íslendingar eru, eins og allir vita, ávallt međ nefiđ niđur í hvers manns koppi.

camminskrinet-skatten-som-forsvant-fig-3-660Ein af mörgum afsteypum af Cammin-skríninu, ţessi er í Oslo.

The male strip finale

Rúsínan í pylsuendanum á ţessari góđu ráđstefnu var eins konar male-strip-finale ungs fornleifafrćđings, er tók ţátt í ráđstefnunni. Hann var hvattur til ađ sýna ráđstefnugestum hve steindur hann er um kroppinn (sjá mynd efst). Hann brá sér ţví úr kyrtli sínum og gaf gestum "én pĺ Bambergskrinet".

Já, ţannig eiga auđvitađ allar ráđstefnur ađ vera. Ég hef leyft mér ađ setja bláa velsćmisrćmu yfir rassskoruna á manninum međ flúriđ. Ţar var hvort sem ekkert fornfrćđilegt ađ sjá og hann á örugglega eftir ađ ţakka mér ţađ góđviljaverk. Ţađ er Else Roesdahl, sem klappar módelinu lof í lófa. Henni voru einnig ţökkuđ góđ störf gegnum árin.

Ég ţakka svo fyrir mig og er farinn ađ hlakka til nćstu ţverfaglegu Víkingaráđstefnu.


Bloggfćrslur 4. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband