Hallćrisplaniđ

Hallćri b

Fornleifssafn á ţessa ljósmynd, sem tekin var af nokkuđ merkum, sćnskum ljósmyndara, Hans Malmberg (d. 1977). Myndin er af konum gangandi um bílastćđi í fimbulkulda á Ingólfstorgi. Ljósmyndin er frá byrjun 6. áratugar síđustu aldar.

Samkvćmt stimpli The Daily Telegraph aftan á myndinni, er myndin stimpluđ í febrúar 1957. Stimpillinn er ţó töluvert yngri en myndin, sem The Daily Telegraph keypti af Camera Press Ltd. í Russell Court / Coram Street (sem er víst ţar sem heitir Bloombury í West End). 

Ţegar myndin hér fyrir ofan var tekin, hét torgiđ enn Hótel Íslandsplan. Nú er ţarna Ingólfstorg og allt mikiđ breytt. Mogginn, sem vaktađi yfir "Hallćrinu" úr höll sinni er meira ađ segja fokinn eitthvert langt útí móa.

Hans-MalmbergLjósmyndarinn Hans Henry Malmberg gaf áriđ 1951 út bók um Ísland - međ ađkomu Helga P. Briems sendiráđsnauts sem forđum í Ţýskalandi nasismans varnađi ţví ađ gyđingar frá Kiel, sem vildu flýja, kćmust til Íslands - "vegna ţess ađ ţeir vorum međ dýra hringa á fingrum" ađ sögn Helga.

Í bókinni, sem gefin var út af Nordisk Rotogravyr í Stokkhólmi, birtist minni gerđ af myndinni hér efst á bls. 122.

Hans Henry Malmberg var um tíma kvćntur íslenskri konu, Margréti Guđmundsdóttur (1928-2010). Margrét var fróm Kvennaskólastúlka af Ránargötunni og síđar flugfreyja hjá Flugfélaginu.

Screenshot 2024-02-09 at 10-04-54 gettyimages-3422207-1024x1024.webp (WEBP Image 786 × 1024 pixels) — Scaled (62%)í Svíţjóđ vann Margrét hjá SAS. Ţess má einnig geta, ađ Margrét vann fyrstu verđlaun í alheimskeppni flugfreyja í Lundúnum áriđ 1950 og geri ađrar betur. Flugfreyjurnar međ kleinuhringinn negldan í hnakkann, sem í dag ţröngva sér eđa hristast eins og beinakerlingar gegnum ganga Icelandair-véla, gćtu örugglega hafa lćrt ýmislegt af Margréti heitinni. Reyndar hafa flugfreyjur nútímans miklu minna pláss til ađ athafna sig á en Margrét og stöllur hennar fyrir 60-70 árum síđan. Minningargrein um Margréti í Morgunblađinu (sjá Timarit.is) upplýsir ađ hún hafi síđar starfađ viđ verslunarstörf í Stokkhólmi, en svo dreif hún sig í nám og gerđist leikskólakennari í Stokkhólmi.

Aftur í Kvosina. Löngu síđar, er lúđalegir smurolíuapar úr Kópavogi, eđa alla leiđ ofan af Skipaskaga, hófu komur sínar til Reykjavíkur, breyttist nafniđ á torginu vitanlega í Hallćrisplaniđ. Annađ var ekki mögulegt í stöđunni.

Fornleifur kynntist Hallćrisplaninu (Hótel Íslands og Ingólfstorgi) á annan hátt, en ef til vill mun betur en sum ungmenni sem voru sólgnari í brennivín og smurolíu í nóttinni en ég. Ég man fyrst eftir torginu ţegar mađur fékk sem barn ís í Dairy Queen búđinni, eđa fór í Geysi. Afi keypti oft međ kaffinu í Björnsbakaríi fyrir kaffistofu sína í Hafnarhúsinu (sem ég skrifa brátt um) og amma vann á Thorvaldsens Basar. Ég fór međ pabba á Moggann međ prentmót fyrir auglýsingar eđa til ađ heimsćkja hinn samkynhneigđa Rotterdam-gyđing Ringelberg í Rósinni í Vesturveri. Rósin var síđan flutt um set yfir götuna, ţar sem áđur hafđi veriđ heildverslun Árna Ingólfssonar. Ég fór stundum međ mömmu til ađ kaupa nótur í Vesturveri og stundum var komiđ viđ hjá skrýtna Magga? (held ég hann hafi veriđ kallađur) í tóbaks og sćlgćtisversluninni Ţöll í Veltusundi. Ţar sporđrenndi mađur pylsum og skolađi ţeim niđur međ Spur, Póló, Canada Dry eđa öđrum framandi drykkjum sem héldu tannlćknum Reykjavíkur viđ efniđ.

Ţöll varđ svo ađ hallćrissjoppunni Halló áriđ 1980, en ţangađ kom ég kannski tvisvar, enda formlega fluttur af klakanum. Síđar held ég ađ ţessi stađur hafi m.a. fengiđ heitiđ Texas. Oft tók ég strćtó viđ Ingólfstorg, t.d. ţegar ég hafđi sankađ ađ mér bókum hjá Snćbirni og ég vann einnig í Hafnarhúsinu viđ hreingerningar eitt sumar. Mér ţótti ekki sérlega krćsilegt ađ hefja tilhugalíf á ţessum slóđum í miđju landnámi Ingólfs , líkt og ţeir sem sóttu í Hallćrisplaniđ, enda heilluđu rúntar mig ekki og ég átti mér ekki ţá heitustu ósk ađ eignast bíl, og tók ég bílpróf aftökuseint. Eftir 1980, er ég flutti af landi brott, kom ég afar sjaldan á Ingólfstorg.

Ţegar ég minnist á ţetta, er ég kannski frekar ađ hugsa um fólk sem safnađist saman á torginu til ađ sýna öđrum kaggana sína og til ađ fara rúntinn og á óvissukelerí, sem í dag myndi vart gefa minna en 2 ár fyrir nauđgun og líklega MeToo brennimerki á enniđ og níđgrein eftir Illuga Jökuls í ofanálag. Tímarnir breytast og mennirnir međ.

Til er ágćt FB-síđa, ţar sem Hallćrisplaninu eru gerđ skil af fólki sem dvaldi ţar löngum (en ţó mest megnis í nóttinni). Sumir tóku sem betur fór ágćtar ljósmyndir á ekta myndavélar, og ţćr myndir er hćgt ađ stúdera. Ég ţekki mjög sjaldan ţá sem eru á ţeim myndum. Af ţví má kannski álykta, ađ ég hafi veriđ betri borgara barn, en ég er ekki svo viss. Viđ erum bara á mismunandi ţrepum (ţjóđfélagsstigans) og gerum álíka lítiđ gagn öllsömul.


Bloggfćrslur 9. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband