Sorgardagur fyrir menninguna í Kaupmannahöfn

IMG_1994 b

Það er nú ekki svo, að Dönum sé illa við menningararf sinn. Því fer fjarri.

En Danir, eins og ég þekki þá versta, eru allir í því að spara sér snúninga og að ná sér í góðan "díl". Byggingariðnaðurinn hér í landi er fullur af hröppum. Það vita allir Danir, sem hafa margir lent iðnaðarmönnum sem eyðileggja meira en þeir bæta og hafa aðeins áhuga á einu, og það er innihaldið í veski þolendanna.

Verkkaupar eru upp til hópa þolendur fólskulegra hrappa. Jóskir iðnarmenn eru þess vegna rómaðir í Danmörku. Þeir ku vera heiðarlegri og vandvirkari en kollegar þeirra hér á djöflaeyjunni Sjálandi. Fólk leitar stundum af Jótum til at vinna verk fyrir sig í þeirri trú að útkoman verði betri.

Marga þekki ég sem ekki gátu notað eldhús sitt í marga mánuði vegna loddara sem fólkið keypti vinnuna af. Slíkir "meistarar" eru oft með ólærða útlendinga í vinnu, en vissulega er sökin dönsku meistaranna en ekki starfsmanna þeirra sem eru að reyna að lifa af í hinni stórkostulegu Evrópu nútímans, þar sem "meistarar" vilja ekki borga mannsæmandi laun. Keðjuverkun græðginnar er ljót.

Þótt viðgerðir á gömlu verðbréfahöllinni í Kaupmannahöfn hafi staðið yfir, var það fé úr einum af sjóðum Mærsk-skipafélagsins sem borgar brúsann. Ríki, sem notar milljarða í þátttöku í stríði  hefur greinilega ekki ráð á því að halda menningararfi þjóðarinnar við.

Þó varla hafi það verið nefnt í fréttum danskra miðla, þá er Børsen í raun ekki einungis menningararfur Dana sem nú fuðrar upp á sólríkum aprílmorgni. Byggingin er hollenskt meistarastykki í alla staði og hollenskir voru byggingameistararnir sem byggðu þetta glæsilega hús,  sem 21. öldin eyðileggur vegna subbulegrar græðgi. Hollensk menningarsaga hlýtur hér einnig mikið afhroð í Græðgisdanmörku nútímans.

Maður samhryggist þeim Dönum sem kunna að meta menningarverðmæti, en Danir verðskulda ekki hrós í þetta sinn. Árið 1992 brann Kristjánsborgarkirkja vegna sjúklegrar ástríðu og brennuvargshátt Dana um áramót, sem aðeins ein þjóð kórónar. Menningararfurinn á Íslandi er því einnig í hættu. Arkitektar hafa valdið ólýsanlegum skaða á Íslandi, jafnvel þeir sem eiga að sjá um viðgerðir á húsum. Menningarástin er svo sem svo, þegar geymslur Þjóðminjasafns Íslands eru staðsettar á virku gossprungukerfi sem nú er farið í gang. Það kostar ekkert að hugsa, en að viðhald menningararfs kostar alltaf skilding og hann verður að vera til ef þjóðin vill ekki vera algjörlega menningarsnauð IKEA-nýlenda.

Sem betur fór hefur enginn týnt lífi eins og mildur Konungur Dana Friðrik 10. bendir á í tilkynningu hér í morgun:

Screenshot 2024-04-16 at 11-49-32 LIVE Brand i Børsen i København

Ljósmyndin efst við þessa minningargrein Fornleifs, er frá byrjun 20. aldar. Hana er að finna í safni Fornleifs. Þjóðminjavörður Fornleifs keypti hana ódýrt af Bandaríkjamanni sem keypti myndina á tombóluverði, er virðulegi safn í Bandaríkjunum  losaði sig við gripi, sem þeim þótti ekkert varið í. Safn af myndum eins af stofnendum safnsins lenti á EBay. Þegar þessi ljósmyndmynd, sem er handlitið skyggnumynd, var tekin var endurgerður turninn á Verðbréfahöllinni rúmlega 120 ára og höfðu menn lagt sig í líma við að halda í rétta mynd drekanna sem turninn er kenndur við. Fæstir Dana vita, að drekar þessir voru viðvaningaleg viðleitni hollenskra iðnaðarmanna til að sýna krókódíla, sem þeir höfðu líklegast fæsti barið augum. Þeir gerðu vel og einnig meistararnir sem gerðu við turninn á 18. öld. 21. bíður hins vegar upp á græðissjúka brennuvarga.

Screenshot 2024-04-16 at 11-44-36 LIVE Brand i Børsen i København


Bloggfærslur 16. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband