Orkneyjar 2024
2.5.2024 | 19:15
Brátt halda ţrír íslenskir vitringar, gamlir skólafélagar úr MH, til Orkneyja til ađ fylla fróđleiksbrunna sína og lithíumbatterí. Eiginkonur ţeirra tveggja, sem auđvitađ eru miklu fróđari en karlarnir, og einn Skoti frá engri međalborg (No mean city, eins og ţeir kalla ţađ í Biblíunni og í Glasgow) slást međ í för.
Fariđ verđur til ađ skođa fornmenjar, frćđast um sögu eyjanna, fćrast í sannleikann um örnefni međ meiru. Fyrir hópnum fer doktorsnemi á sjötugsaldri sem rannsakar nú örnefni í Orkneyjum. Ţćr rannsóknir stundar hann viđ háskólann í Glasgow í hjáverkum. Hér er ţó ekki um ađ rćđa hóp gamalmenna sem hafa lesiđ Orkneyinga sögu og ţátt, Hákonar sögu og annađ gott, og ţađ sér til óbóta á rándýru námskeiđi sl. vetur. Sá hópur Íslendinga verđur einnig í eyjunum í maí, og munum viđ ungmennin vćntanlega heyra og sjá gamlingjana skjögrast um síđustu dagana okkar í Orkneyjum, en ţá byrjar víst frćđfylliríđ hjá gamla fólkinu.
Merkar fornleifarannsóknir hafa fariđ fram á Orkneyjum á síđustu 30 árum. Ţar bera hćst, ađ mínu mati, rannsóknir Chris. D. Morris prófessors míns í Durham og samnemanda míns, David Griffiths.
Skotamynstriđ (tartaniđ) tilheyra ekki klaninu McWilliam, heldur sýna brot af óbreyttum fatnađi tískuflónsins Fornleifs.
Á síđasta ári keypti ég og las ađ mestu dođrant (676 bls.) Morris um rannsóknir hans og annarra á yngstu leifunum i Birsay (Birgisey). Ţađ er vafalaust merkasta bók sem komiđ hefur út međ fornleifafrćđi Skosku eyjanna.
Um daginn bćtti ég síđan viđ annarri frábćrri bók David Griffiths og annarra um rannsóknirnar á Skaill (Skála) (sjá mynd efst). Ég hef sett inn myndir af ţessum meginverkum, sem íslenskir fornleifafrćđingar og íslensk bókasöfn međ virđingu fyrir bókum, fróđleik og sjálfum sér verđa ađ eiga.
Ađ Skála rannsakađi Dave Griffiths og hans teymi fornan skála, sem ađ grunnplani svipar mjög til sumra fornra rústa á Íslandi. Ţađ er svo sem ekkert furđulegt, ţegar ţess skal gćtt ađ einhverjir norrćnna manna sem settust ađ í í Orkneyjum (og Hjaltlandeyjum) komu frá Norđur-Noregi og margir ţeirra héldu síđan áleiđis til Íslands eftir dvöl á Bretlandseyjum.
Ţađ er ţví engin furđa ađ mannabeinarannsóknir Hans Christian Petersens, sem ég var međ í án ţess ađ vera mćldur, hafi sýnt ađ međal landnámsmanna hafi veriđ um ca 15 % Samar og ca.15% ("Keltar", Péttar og írar) frá Skosku eyjunum og Írlandi. Skýrslu Petersens er m.a. hćgt ađ nálgast hér. Rannsóknir Íslenskrar Erfđagreiningar á DNA í fornum mannabeinum sem fundist hafa á Íslandi gaf afar lélegar niđurstöđur, enda erfđaefniđ of illa varđveitt til ađ spá í allar eyđur genamengisins eđa veita vitsmunaleg svör viđ spurningum - ef ţćr voru yfirleitt einhverjar ađ viti hjá ţví fyrirtćki.
Margir Íslendingar, blanda af Sömum, Norđmönnum, "Keltum" og öđru flóttafólki, fara ţví til "gamla landsins" í sumar, og fćstir ţeirra án ţess ađ hafa fengiđ sér einhverja veskju í pela eđa úr glasi. Biđ ég ţví gamalmennin í rútunni, sem ferđast međ úreldar leiđsögubćkur frá 13. öld, ađ haga sér skikkanlega í eyjunum og krota ekkert dónalegt á veggi Orkahaugs. Ef einhver ţeirra er međ Gauks sögu Trandilssonar í bakpokanum, hefđi ég áhuga á ađ fá afrit.
Heyrt hef ég einnig, ađ hópur aldurslitinna lćkna, sem alls stađar hafa veriđ í golfi eđa á lystiskipum, "been there og done that" fyrir skítalaunin sín, verđi í eyjunum í júlí. Ef Rússar hefđu fariđ ţarna í svo miklum mćli sem Mörlandinn ćtlar ađ gera í sumar, hefđi Orkneyinga fariđ ađ gruna ađ yfirstandandi innrás Íslendinga stćđi fyrir dyrum.
Sjálfur kemst ég nú loks til Orkneyja. Christopher D. Morris hvatti mig mjög til ferđast til skosku eyjanna, er ég dvaldi viđ rannsóknir á fornleifafrćđideild háskólans í Durham á Norđimbralandi (rétt sunnan viđ Newcastle). Ţađ var á síđustu öld, nánar tiltekiđ 1988-89. Sú dvöl var hluti af doktorsnámi mínu í Árósum. En ekkert varđ úr eyjahoppi mínu ţá, ţví ég smitađist illa af hermannaveiki í Noregi (á ţingi í Haugasundi) og kom međ tvíhliđa lungnabólgu til Durham og fór beint á sjúkrahús í 10 daga. Nú verđur bćtt úr litlu víđförli á 20. öld. Allar pestir eru um garđ gengnar, nema ef vera skyldi stríđćsingurinn sem nú veikir menn mest.
Síđar fara sérfrćđingarnir í fyrsta holli Íslendinga í Orkneyjum vonandi saman til Hjaltlandseyja. Ţá verđ ég sjálfur, ađ minnsta kosti, búinn ađ fá mér kjöltu, ređurpyngju af sútuđum fressketti fyrir pundin smá og sekkjapípu. Vonast ég til ţess ađ Eggert Pálsson frá Trymbilsstöđum í SHÍ, sem er Hobbískoti, vilji slást međ í ţá för og leika fyrir okkur á pípu sína og pákur, ţegar viđ nemum ţar á ný gamalt land okkar, rćnum klaustur og nauđ... Nei, nú stoppar ţú Fornleifur. Viđ munum bara skođa smáhesta og sauđfé fornt og glćpina sem lögreglufulltrúinn Jemmy Perez reynir stundum ađ leysa í ţáttaröđ sem ber nafn eyjanna.
Svo, ţegar ég er snúinn aftur heim frá Orkneyjum í lok maí, eftir tveggja daga endurnćringardvöl í Auđunarborg (Edinburgh), fer ég í sendiráđ lýđsins á Íslandi til hans Sanktipétursborgar-Árna og kýs réttan forseta til ađ vakta yfir veldi lýđsins á Íslandi og smćla fram í stríđsmenn heimsins sem bráđum munu umturna öllu vegna grćđgi í lithíum fyrir nýju leiktćki kapítalistanna (rafbílinn). Rússar búa svo vel ađ eiga stćrstu námur af lithiummi sem ţekktar eru, nú er námur í S-Ameríku eru ađ tćmast.
Fyrir utan landnámsmenn og örnefni ţeirra mun fyrsti ísl. hópurinn á ferđamennavertíđinni í Orkneyjum vitaskuld líka skođa miđaldaminjar. Ţar ber hćst Magnúsarkirkja í Kirkwall, sem einmitt er talin haf veriđ byggđ undir áhrifum frá dómkirkjunni í Durham. Dómkirkjuna í Durham ţekki ég vel og hef mikiđ skođađ ţegar ég dvaldi i Duram fyrir löngu og ţađ í gömlu kvennafangelsi sem hafđi veriđ umbreytt í stúdentagarđ. Durham heimsótti ég svo aftur fyrir tveimur árum síđan og var allur orđinn betur stćđur en ţegar ég var ţar í tćpt ár. Allur almúginn og fátćkir afkomendur námumanna sem vinkona Hannesar Hólmsteins banađi, hafa neyđst til ađ flytja frá bć hinna nýríku. Krataháskólinn í Durham hefur orđiđ skóli fyrir ríkra manna börn međan ESB-ćvintýri Breta var upp á sitt besta.
Skip Sankti Magnúsar kirkju í Kirkwall. Ljósmyndin er Laterna Magica skyggnumynd frá 1905 sem Fornleifur keypti sér nýlega á Kornvöllum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)