Vreeswijk og augun hans

corneli2

Ég sá í gćr seinni hluta tvíţáttungs í sjónvarpinu hér í Danmörku, sem fjallađi um líf og sorgir sćnsk-hollenska trúbadorsins Cornelis Vreeswijks. Ţetta voru frábćrir ţćttir um stórskáld sem ţjáđist á ýmsan hátt, en gaf heiminum samt svo mikiđ, og meira en flestir. En eins og allir var hann langt frá ţví ađ vera fullkominn, og sá ţví ekki ađ ađrir liđu mjög vegna óútreiknanlegrar hegđunar hans. 

Hann kippti sér greinilega ekki upp viđ ađ Svíar báru aldrei nafn hans rétt fram. En í seinni ţćttinum gerđi einn mađur ţađ rétt, og fát kom greinilega á Vreeswijk (Freysvík) í beinni útsendingu.

Ég hef ávallt haft miklar mćtur á rödd og textum Vreeswijks. Í hinni miklu súpu ţjóđarbrota sem sest hefur ađ í Niđurlöndum síđan á 16. öld, hefur mér líka ţótt gaman ađ líta inn í stór vot möndluaugu meistarans, ţar sem ég hef séđ fólk sem kom međ fyrstu gyđingunum sem flýđu frá Portúgal til Hollands og sumir međ "millilendingu" í Bayonne eđa međ smástoppi í Antwerpen.

Nú getur Vreeswijk einnig hćglega hafa fengiđ möndluaugun sín frá forfeđrum sem voru Baskar, Armenar eđa ítalskir gyđingar, og kannski er til erfđaefni sem hćgt vćri ađ rannsaka. Gćti hugsast ađ einhver forfeđra hans hafi veriđ frá Freysvík í V-Húnaţingi. En sjaldan hef ég séđ karla eins og hann af ţeim slóđum og til er ţorp sem kallast Vreeswijk ekki langt frá Utrecht. En eftirnafniđ var nú einnig ţekkt á međal gyđinga, m.a. í den Haag. Hér fyrir neđan er brot úr málverki Rembrandts af lćkninum Ephraim Bueno (sem m.a. sat á skólabekk i Leyden nokkru á undan Íslendingum, sem ţar voru í námi sjá hér). Hann kom frá Portúgal. Undanfariđ birtast ć fleiri rannóknir, ţar sem genatýpan (genamengiđ) er sögđ meira samhliđa phenótýpunni (útlitinu). Slíkar yfirlýsingar voru vitaskuld hćttulegar, ţegar nasistar náriđluđust á líkamsmannfrćđinni, enda hlustuđu ţeir ekki á rök - og DNA-iđ var sem betur fór ekki komiđ inn í umrćđuna.

Bueno minor


Bloggfćrslur 1. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband