Brennisteinsfjöll í Fornleifssafni

315284 bFyrir rúmlega 200 árum síđan létu menn sig ekki dreyma um Teslur og álíka skammtímagaman. Úkraína var ekki til og forfeđur Trumps ráku hóruhús í Ţýskalandi. Velbúinn hestvagn var ekki á allra fćri og lestir og gufuskip voru enn draumsýn.

Ţá var uppi prestur, mótmćlendatrúar, Gottlieb Tobias Wilhelm ađ nafni. Wilhelm (1758-1811) gladdist međ Guđi sínum yfir náttúrunni og visku, sem hann leitađi ađ og miđlađi af jöfnum höndum. Á árunum 1792-1812 kom út í heimabć hans, Augsburg, ritsafniđ Unterhaltungen aus der Naturgeschichte. Wilhelm var kominn af prenturum, og var fađir hans koparstungumeistari.

Wilhelm var stórtćkur og alls komu út 25 bindi af ritsafninu. Enn er er hćgt ađ rekast á ţađ á góđum fornbókasölum, en ţađ gerist ć sjaldnar, ţví á 20 öld rifu menn oft úr ritsafninu myndirnar, römmuđu ţćr inn og hengdu upp á veggi sína.

Wilhelm vissi ýmislegt, gagnstćtt ćđimörgum í dag, um okkar litla land í norđri. Rit hans minnti örlítiđ á annađ alfrćđirit fyrir heldri mann börn, sem lásu upplýsinguna og voru óhjákvćmilega greindari en mađur einn, harla ómerkilegur, sem í dag telur sig stjórna heiminum; Einnig greindari ţeim sem vilja aka vögnum á batteríum, fullu af grunnefni sem brátt er uppuriđ, ef ekki verđur hćgt ađ granda Rússlandi.

Ţađ var ritröđ Friedrichs Johanns Berduchs (1747-1822). Hann var bókaútgefandi í Weimar, Áriđ 1895 hóf hann handa viđ ađ gefa út mikla ritröđ, sem var ćtlađ heldri manna börnum til frćđslu og uppbyggingar. Verkiđ bar heitiđ Bilderbuch für Kinder: enthaltend eine angenehme Sammlung von Thieren, Pflanzen, Früchten, Mineralien  etc., og kom verkiđ út í 12 bindum frá 1795 til 1830.

Ég hef áđur skrifađ um ţá útgáfu, ţar sem myndin hér fyrir neđan af eldgosum á Íslandi birtist. Ţađ er eins gott ađ Trump forseti sé ekki í bókaútgáfu, ţví ţađ myndi leiđa til ómerkilegra bćklinga um alsćlugrćđgi, klof kvenna, tćknina viđ ađ kalla hótanir samningatćkni og annarrar óţarfa salernislesningar.

Heiminum fer ţví miđur ekki alltaf fram.bertuch_vol_4_3b B


Bloggfćrslur 11. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband