Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur

Grímur ThomsenÁriđ 2022 kom út hjá Hinu íslenska Bókmenntafélagi afar merkilegt greinasafn um Grím Thomsen (1820-1896). Bókin ber titilinn Feiknstafir; Ráđgátan Grímur Thomsen, sem mér finnst reyndar lélegt heiti. Ţađ ţykir ritsjórunum Sveini Yngva Egilssyni og Ţóri Óskarssyni líklegast ekki.

Guđni Th. Jóhannesson fyrrv. forseti ritađi prýđis formála og svo eru 14 mislangar, en mest heldur snubbóttar ritgjörđir um "ráđgátuna" miklu.

Skemmtilegust ţeirra greina sem ég hef ţegar lesiđ, er grein Más Jónssonar um eyđsluklóna Grím Thomsen, sem sýnir ađ Thomsen var hinn versti spređibassi, líkt og Íslendingar eru víst oft međ fé annarra, og í tilfelli Gríms međ fé foreldra sinna.

Hugsa menn til ţess, hvernig magistersritgerđ Gríms um Byron viđ Hafnarháskóla (útg. 1845) varđ allt í einu gerđ ađ doktorsritgerđ, mörgum árum eftir ađ hann ritađi ritgerđina, ţá gćti bruđl gullsmiđssonarins frá Bessastöđum, sem gerđi móđur sína enn veikari en hún var ađ upplagi, skýrt ţann furđulega akademíska bitling. Doktorsnafnbót Gríms er hugsanlega hćgt ađ skýra međ undirborđsgreiđslum til fátćkra prófessora. Hugsast getur ađ ţeim gćti hafa ţótt ţađ bót fyrir orđspor deildar sinnar viđ háskólann ađ ţar hefđi setiđ mađur og doktor, sem nú var mikilvirtur embćttismađur í utanríkisţjónustunni.

Ţar sem ég hafđi áhuga á Grími og ćvistarfi hans er ég var yngri, langađi mig mjög í ritiđ Feiknstafi um ráđgátuna Grím Thomsen. Hún varđ varđ mér fátćkum kvistakademíker harla dýr eftir háan sendingakostnađ og tollafár sćnsks okurfyrirtćkis, Postnord, sem tekist hefur ađ knésetja hiđ danska sendibréf, svo ekki sé talađ um hin safaríku dönsku ástarbréf, og ţađ ađ fullu. Finnst mér ţess konar póstdráp (Postmord) nokkuđ keimlíkt tollahefnd Trumpsins í Kananslandi, og endar slík grćđgi gagnvart streymi ţekkingar í algjörri menningarlegri fátćkt, ţar sem menn ţurfa ađ hugsa sig ţrisvar um áđur en ţeir kaupa sér bókstaf á pappír.

Aftast í ţessu annars ágćta riti um Thomsen, er ritaskrá Gríms Thomsens (ritađ Ritaskrá Gríms Thomsen án eignarfalls-essins í bókinni). Ţví miđur er ósamrćmi í tilvitnunum höfunda viđ ritalistann aftast. En nóg um ţađ. Ţetta er mjög áhugaverđ bók, sem ég ćtla ađ taka mér góđan tíma til ađ lesa spjaldanna á milli.

Áđur en ég keypti bókina Feiknstafi, hafđi eg fariđ á svokallađa hollenska útsölu hjá Fornbókaversluninni Vangsgaard í Kaupannahöfn og fundiđ ritdóma tvo eftir Grím, sem ekki eru ţekktir á Íslandi eđa á međal höfunda Feiknstafa. Hollensk útsala er alv3g örugglega heldur ekki ţekkt fyrirbćri á Íslandi, ţar sem allt hćkkar og jafnvel margra missera afgangar á margra ára gömlum lager. Hollensk útsala fer ţannig fram, ađ á međan hún stendur lćkkar verđiđ um ákveđin % á eins vikna fresti. Í landi grćđginnar er slík hagfrćđi vćntanlega mjög mikil fjarstćđa.

Fyrr í ár (2025) var var ég svo heppinn ađ koma viđ á hollenskri útsölu hins ćruverđuga Vangsgaards Antikvariat, sem í ár hafđi leigt sér búđarpláss í öngstrćtinu Rosengĺrden. Ţegar ég kom inn í bráđabirgđabúđina, utan úr kuldanum, voru ţar fyrir nokkrir sóđalegir gamlir menn ađ róta í gömlum hljómplötum og einn í siđlegu klámi. Ég hélt rakleitt ađ ţví sem gamalt var og án safaríkra líffćramynda.

Ţar fann ég m.a. möppu eina sem seld var á skitnar 30 nútímakrónur (DKK). Mappan hafđi tilheyrt einhverjum menningarvita sem safnađi ţví sem frú Frú Thomasine Gyllembourg (1773-1856), sonur hennar Johan Ludvig Heiberg (1791-1863) og kona hans Johanne Luise Heiberg (1812-1893) höfđu skrifađ í tímarit og bćklinga. 

Upphaflega hét frú Gyllembourg, Thomsine  Christine Buntzen, en tók nafniđ Heiberg er hún giftist hinum geđstirđa P.A. Heiberg (1758-1841), sem ađ hluta til var af norskum ćttum. Sökum móđgunar viđ hiđ úrkynjađa majestet Dana dagađi hann uppi í Frakklandi í útlegđ sem hann var dćmdur í fyrir ađ segja of mikiđ af sannleika um kónginn og hans vitstola ćtt.

Eftir skilnađ viđ hinn landflótta Heiberg, giftist Thomasine sárafátćkum sćnskum baróni, sem fćrđi henni ekkert annađ en fínt og forfranskađ ćttarnafn. Hinn sćnski Carl Fredrik Gyllembourg-Ehrensvärd, sem hafđi leikiđ "smáhlutverk" viđ morđiđ á sćnska konunginum Gústafi ţriđja, var dćmdur í Svea Hofret til ađ missa ćru, eignir og vera hálshöggvinn; en hćstiréttur mildađi dóminn niđur í brottvísun úr landi og afsali á ađalstign og á öllum borgararéttindum. Carl Fredrik fékk  aldrei almennilegt embćtti eđa lífsviđurvćri í Danmörku og geispađi golunni áriđ 1815, ţá orđinn barróni. Thomasine, IMG_20250407_0012 csem Íslendingar sumir muna eftir á dönskum 1000 króna peningaseđlum, og ţađ fyrir síđustu seđlaútgáfu (mynd t.v.), braust fram sem rithöfundur komin á sextugsaldurinn. Ekki má ţó rugla seđlinum međ henni viđ mynd af tengdadóttur hennar, ţ.e.  konu sonar hennar, Johan Ludvigs Heibergs, en hún hét Johanne L(o)uise Heiberg, sem var fćdd inn í hálfgyđinglega fjölskyldu og sárafátćkt sem Louise Pätges. Móđir hennar hafđi boriđ ćttarnöfnin Hirschhorn og Hartwig, og var hún ađ sögn ađ hluta til ćttuđ frá Hollandi, sem reyndar er rangt. Vangamynd Johanne Luise er enn um sinn ađ finna á einum af ţeim 200 króna seđlunum dönsku sem enn eru í gyldi.

Johanne Luise

Ţađ voru einmitt bćkur Tomasine Heiberg Gyllembourg, sem Grímur Thomsen gagnrýndi í tveimur árgöngum af Tidsskrift for Litteratur og Historie. Ritin voru Een i alle (útg. 1840, sem má lesa hér í heild sinni) og Nćr og Fjćrn (útg. 1841).

IMG_4973 b

IMG_4970 b

Skánir V.Ö. Vilhjálmsson 2025.

Ritdómarnir, sem ég fann á hollensku útsölunni hjá Vangsgaards fyrr í ár, voru gefin út hjá Reizels Forlag (sjá Een i Alle hér). Grímur var mjög dómharđur í garđ rithöfundarins og fór ekki eins blíđum orđum um ágćti verkanna og heimsspekingurinn Sřren Kierkegaard gjörđi áriđ 1846 í heilu bókarkorni: En literair Anmeldelse. To Tidsaldre, Novelle af forfatteren til "en Hverdagshistorie", udgiven af J.L Heiberg. Kbhv. Reitzel 1845, anmeldt af S. Kierkegaard. Kierkegaard var náttúrulega bölvađ snobb.  Fyrrnefndir ritdómar Gríms er ekki finna í íslenskum bókaskrám.

magdalene_thoresenŢótt ein af ráđgátunum í tengslum viđ Grím sé, hvort hann hafi yfirleitt haft líkamlegan áhuga á konum, ţá viđgekkst hann son, sem mjög fjörug, og nćrri ţví vergjörn norsk kona, Magdalene Thoresen (upphaflega Kragh; 1819-1893), undurfögur ásjóna hennar sem tryllti menn eins og Grím hér t.v.) kenndi honum í Kaupmannahöfn. En reyndar fyrst ţegar drengurinn var kominn á fullorđinsár. Axel Peter Jensen hét meintur sonur Gríms, og dó ungur í Kína er hann var í danska flotanum.

Um samband sitt viđ Grím, skrifađi frú Thoresen (áriđ 1866) til Johanne Louise Heiberg tengdadóttur Thomasine (Heiberg) Gyllembourg, ađ hún hafi hitt Grím ţegar hann var ungur í Kaupmannahöfn. Hann var árinu yngri en Magdalene. Hún skrifađi ađ hann vćri en "vill, eiendommelig skikkelse, en naturkraft med en demonisk vilje, og at han gjorde henne gravid. Siden, kan hun fortelle, har hun grepet hřyt og lavt for ĺ mette den kjćrlighetslengelsen som bare en som mann som han kan mette. Í ljósi fyrri skrifa frú Thoresen, ţá hafđi hún áđur (1851) veriđ ţeirrar skođunar "at hun elsket ham mer enn han elsket henne." Svona safarík smáatriđi vantar auđvitađ tilfinnanlega í bók sem gerir Grím ađ ráđgátu.

 - Jamm og já. Kannski var Grímur karlinn bara eđa fy, eđa eitthvađ annađ sem menn merkja međ bókstöfum í dag - og er mönnum, mannleysum og kynlegum kvistum ţví meiri ráđgáta en áđur. Líklegast ţykir mér ţó, ađ Magdalenu inni norsku hugnađist vel eyđslusemi íslenska stúdentsins frá Bessestadt. Örlćti og gjafir gera karla stundum meira "sexí" en ţeir í raun og veru eru - en ţađ er vitaskuld misjöfn kennd á međal kvenna. En kynţokki hefur alltaf veriđ afar óţekkt stćrđ og misjafnlega greind af misjafnlega vel greindum konum. Hallast ég ţó, sem algjör frístundagreinir međ misantrópíska eiginleika, frekar ađ ţví ađ grćđgin sér líbidóinu ávallt sterkari í mannverunni - hvers kyns sem hún er.

Fundur minn á greinum Gríms Thomsens á hollenskri útsölu hjá Vangsgaard, hefđi komiđ sér vel, hefđi útsalan fariđ fram fyrr. Fyrir bragđiđ er ritaskrá Thomsens í ritsafninu Feiknstafir snubbóttri en hún ćtti ađ vera, en íslensk akademía lifir ţađ örugglega af eins og margt annađ sem hún er ađ afreka ţessa dagana, ţegar kynjafrćđi og kukl virđast hlađin í alla skapađa hluti.

Grímur Thomsen, ţessi merki mađur, skildi hins vegar eftir sig meira en fróđustu og bestu menn héldu. Hvort hann var ráđgáta, er svo annađ mál.


Bloggfćrslur 20. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband