Lambert van Haven á dós

IMG_5229 b

Byggingameistari fyrsta hluta Kirkju Vors Frelsara í Kaupmannahöfn, n.t. á Kristjánshöfn, var ćttađur frá Hollandi. 

Meistari sá hét Lambert van Haven (ćttarnafniđ boriđ fram fan Hafen), stćđilegur og rauđhćrđur arkitekt, sem alist hafđi upp ađ mestu í Björgvin í Noregi. Lambert van Haven skildi margt annađ eftir sig í Danmörku en ţessa merku kirkju sína, sem Danir hafa ekki alveg áttađ sig á ađ eigi náinn "ćttingja" í Amsterdam.

Hins vegar vita margir ölţambarar, ađ lítiđ brugghús á Ámakri (Amager Bryghus) bruggađi fyrir nokkrum árum síđan ágćtan bjór sem ber á dósinni gamanmynd af byggingameistaranum í nútímabúningi međ húđflúr á handleggjum. Ţví miđur hafa ţeir engin áform um ađ brugga meiri Lambert ađ sinni.

Ég er sannast sagna ekki mikiđ fyrir bjór, en hef smakkađ ţennan og fram boriđ. Er hann í minningunni ágćtur, og vissulega ekkert í líkingu viđ ţađ sull sem Lambert drakk á sinni tíđ. 

Fyrir um mánuđi síđan, ţegar ég var ađ hreinsa skápa í eldhúsinu, fann ég gamla Lambert van Haven bjórdós sem er kominn á tíma og farin ađ bólgna lítillega. Nú ţegar ég er búinn ađ hella úr henni í vaskinn, langar mig ađ minna á ađ elsta myndin sem til er af kirkju van Havens á Kristjánshöfn má finna á merkri altaristöflu í kirkjunni ađ Miklaholti (Eyja- og Miklaholtshreppi). Hćgt er ađ lesa altaristöfluna hér á Fornleifi og einnig í tímaritinu VIND nr. 41 áriđ 2021

Skál fyrir ţví og lífinu - og Lamba heitnum úr Höfnum.

lambert_van_haven_1359612


Bloggfćrslur 26. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband