See you later alligator...
14.3.2018 | 20:34
í fyrra heimsótti ég land norđurljósanna og afturljósanna á hrađskreiđum rútum fullum af Kínverjum í spreng. Ég kom meira ađ segja tvisvar sinnum á ţessa framandi eyju á ţví herrans áriđ 2017.
Í annađ skiptiđ var ég ţar í nokkra daga um haustiđ. Ţá var ferđin m.a. gerđ til ađ fara í frćđilegan leiđangur. Ég fór ásamt tveimur gömlum og góđum vinum í afar merkilega rannsóknarferđ sem sagt verđur frá síđar hér á Fornleifi. Áđur en fariđ var úr bćnum, hitti ég liđsmenn mína, hvern fyrir sig. Fyrri leiđangursmanninn hitt ég í glćnýju/gömlu húsi í Austurstrćti 22 á veitingastađ sem Caruso heitir.
Austurstrćti 22, byggt 1801 en bćtt og breytt áriđ 1843
Ég kom nú í fyrsta sinn í Austurstrćti 22, eftir ađ húsiđ var "endurreist" eftir brunann mikla sem át upp gamla húsiđ áriđ 2007. Ég kom ţarna áđur í gamla húsiđ frá 1801/1843 áriđ 1994 eđa 1995 og ţá í fylgd arkitekts og ţáverandi starfsmann húsafriđunardeildar Ţjóđminjasafnsins, Guđmundar Hafsteinssonar. Ţá höfđu einhverjir framtaks samir menn gífurlega löngun til ţess ađ rífa niđur skorsteininn og eldstćđiđ í byggingunni. Löngu áđur keypti mađur gallabuxur í ţessu húsi. Síđar voru ţarna öldurhús og ýmsar vafasamar búllur, ţar sem fćstir vildu láta sjá sig sem gestkomandi.
Ţess má geta ađ Austurstrćti 22 er enn "friđlýst hús" (sjá hér hjá Minjastofnun) - kannski til ađ sýna ferđamönnum hve vel Íslendingar passa upp á minjarnar sínar. Eftir rúm 90 ár verđur líklega hćgt ađ friđa húsiđ og fljótlega ađ friđlýsa ţví bara líka.
Alligator í stofunni
Ţar sem ég sat viđ gluggann í Austurstrćti 22, varđ ég fljótlega meira upptekinn af norskum járnofni sem í stofunni var, en ágćtri pizzunni sem ég snćddi. Ég sá strax ađ einhver hafđi reynt ađ "endurgera" norskan járnofn, svo kallađan vindofn eins og ţessi tegund eru jafnan kölluđ í Noregi og oftast í Danmörku af ţeim sem ţekkja til tegundafrćđi ofna.
Sú uppsetning sem ég sá á Caruso var nú greinilega mest til skrauts, ţví ađeins sáust ţrjár hliđar ofnsins, og hafa ţeir sem gert hafa upp húsiđ ćtlađ sér ađ búa til eitthvađ sem líktist bíleggjaraofni (bilćgger). Á bíleggjurum gengur ein hliđin inn í ađaleldstćđiđ, pejsen, og er ofninn jafnan handan viđ vegginn og sömuleiđis eldhúsiđ. "Pćsinn" eđa bíleggjarinn, sem hugsanlega hefur veriđ í húsinu áriđ 1843, hafa síđan sameiginlegan skorstein. Hliđarnar á ofnplötunum á Caruso hafa voru kíttađar saman međ lituđu sillikoni eins og barmur sumra kvenna.
Eins og vindofninn stendur nú, virđist aldrei hafa veriđ kynt upp í ofni ţessum, ţví sú hliđ sem eldsneytiđ var sett inn í um lúgu, hefur veriđ múruđ föst út í vegginn, ef hún hefur ţá yfirleitt fylgt ţeim ofnleifum sem notađrar voru í ţessa skreytingu. Mér var mjög starsýnt á ofninn og tók nokkrar ljósmyndir af honum og spurđi starfsmenn, hvort ţeir ţekktu sögu ofnsins. Einn ţjónanna taldi víst ađ ofninn hefđi veriđ keyptur í tengslum endurbygginguna eftir 2009, en kunni ţó engin frekari deili á sögu hans.
Ţar sem mađur getur ekki alltaf séđ, hvort slíkir ofnar eru eftirlíkingar, nema ađ sjá bakhluta steyptra járnplatnanna (á ţátta viđ um mörg önnur apparöt), hef ég í raun ekki hugmynd um hvort ofninn er frá fyrri hluta 18. aldar eins og áletrun og stíll benda til, ellegar afsteypa frá 19. eđa 20. öld. En eftir ađ hafa talađ viđ Grétar Markússon hjá Argos, arkitektastofu ţeirrar sem sá um endurbyggingu hússins í gömlum stíl, veit ég ađ plöturnar sem voru notađar í endurgerđ ţessa eins konar ofns voru keyptar á uppbođi í Danmörku. Varla er líklegt ađ hlutar úr ófullkomnum ofnum hafi veriđ keyptir og líklegast ađ hann sé ekki eftirlíking, ţó ađ ég slái ţví ekki endanlega föstu. Kunnugir menn sem ég hef talađ viđ, hafa ekki séđ akkúrat ţessa gerđ ofna endurgerđa. Viđ fornleifarannsóknir á grunni hússins eftir brunann, sjá hér, kom ekkert í ljós sem minnti á ofnplötur og slíkar sá ég heldur ekki áriđ 1994 eđa 5 í gamla húsinu.
Ţess má hins vegar geta, ađ eldstćđiđ eđa eldstóin (pćsinn) úr upphaflega húsinu frá 1801 var eitt af ţví fáa sem ekki brann til kaldra kola í Austurstrćti 22 og var flutt í burtu í heilu lagi. Mér skilst á vefsíđu veitingastađarins Caruso, ađ eldstćđiđ hafi veriđ sett aftur í nýja húsiđ.
Grétar Markússon arkitekt hjá Argos tjáđi mér, ađ ofninn međ alligatormyndinni hefđi veriđ settur ţarna, ţar sem sýnilegt vćri á teikningum eftir viđgerđir á húsinu áriđ 1843, ađ ţarna hafi stađiđ ofn. Oft voru ţessir ofnar (vindofnarnir, sem plöturnar á Caruso eru úr) á síđari hluta 18. aldar tveggja hćđa, líkt og ofninn sem sést á málverki Carls Vilhelms Hoslř hér neđar.
Til ađ útskýra fyrir lesendum Fornleifs, hvernig svona ofn hefur litiđ út ţegar hann var nothćfur: Ţá stóđ hann einn sér međ fjórar hliđar úr járni sem hengdar voru utan á kjarna múrađan úr tígulsteinum. Allur ofnkassinn hvíldi á rammgerđum fótum, sem stundum voru úr tré en oftar járngrind. Upp af toppplötunni gekk síđan sívalt rör sem leitt var inn í skorstein hússins. Öskunni var mokađ út beint innan úr ofninum, og gjarna var járnplata höfđ á gólfi til ađ varna frá eldsvođum.
Hér sést er veriđ er ađ múra saman vindofn af ađeins yngri gerđ en ţeirri sem plöturnar í Austurstrćti 22 eru úr. Innst er ofnrúm úr tígulsteinum og utan á eru hengdar og múrađar steypujárnsplötur.
Bilćgger-ofn (bíleggari) skýringarmynd. Pejs eđa eldstćđi frá ţessum tíma hefur ţó líklega veriđ lćgri en sýnt er á myndinni. Menn hugsuđu ekki um vinnustöđu kvenna á ţeim tíma.
America Afflicta Gemens
Hliđarplöturnar tvćr á alls endis ónothćfum skrautofninum á Caruso eru myndskreyttar. Platan af langhliđ ofnsins sýnir fáklćdda indíánakonu sem situr kjökrandi á alligator. Fyrir framan hana er brotinn skjöldur og laskađur örvamćlir. Á bugđóttum borđa yfir indíánakonunni stendur á latínu America Afflicta Gemens, sem hćgt er ađ ţýđa yfir á islensku međ orđunum Hin bugađa og kjökrandi Ameríka. Ţetta myndmál er ćttađ frá Spáni, en ţekktast af koparristum frá Hollandi. Um miđja 17 öld voru fjórar myndir ristar í kopar af listamanninum Cornelis van Dalen sem sýna ástand heimsálfanna. Sjá t.d. hér. Myndin á ofninum á Caruso er unnin eftir ţví prenti.
Framleiddur í Noregi af Johan Jřrgen Schram
Á hinni ofnplötunni, sem er nokkuđ minni en sú međ indíánakvinnunni leiđu, má sjá fangamark Friđriks 4. á steinnál sem á situr kóróna. Á skyldi á ferningsfleti undir nálinni má lesa R.Arv og árstaliđ 1713. Ţetta segir okkur allt um uppruna plötunnar sem gerđ var áriđ 1713 (ef hún er ekki eftirlíking) og af öllum líkindum af manni sem hét Johan Jřrgen Schram, og sem upphaflega var ţýskur. Hann kom til Noregs frá Kaupmannahöfn áriđ 1703 en hafđi lćrt list sína í Hamborg.
Ofnar međ áletruninni R. Arv. voru framleiddir af Johan Jřrgen Schram í Noregi einhvern tíma á tímabilinu 1710-1721. R. Arv. ţýđir. Richelieus Arvinger. Erfingjar ţessar Richelieu höfđu sest ađ í Noregi. Einhvern tímann á 16. öld hafđi slćđst til Danaveldis herforingjaefni nokkuđ sem kallađi sig Richelieu, sem menn töldu vitaskuld franskan, en sem reyndist sleipari í ţýsku en frönsku. Hann sagđist vera af frönskum ađli kominn. Danir féllu fyrir ţessum manni, en sumir töldu ţó ađ ţarna vari kominn einhver ómerkilegur ţýskur málaliđi. En hann steig til metorđa eins og of gerist međ loddara. Ţótti afkomendum hans mikiđ til sjálfs síns koma og ćttin mćgđist viđ ýmsar eldgamlar ađalsćttir. En enn merkilegra ţótti mér samt ţegar ég fór ađ grúska meira í ţessari tegund af ofnum frá 18. öld, ađ í ljós kom ađ Regner Christoffer Ulstrup (1798-1836) landshöfđingi sem Jónas Hallgrímsson vann sem ritari hjá í Austurstrćti 22 var einmitt af ćttinni Richelieu. Hluti Richelieu-ćttarinnar í Danaveldi fluttust sem embćttismenn til Noregs og átti ćttin um tíma járnsteypuna í Noregi sem bjó til ţessa gerđ af vindofnum og margar ađrar. Ţess vegna stendur R.Arv. (Richelieus Arvinger) á gaflplötu ofnsins.
Ţađ er hins vegar hrein tilviljun ađ keyptar voru ofnleifar, sem framleiddar voru á 18. öld af sömu ćttinni, sem síđar bjó í húsinu í Reykjavík. En skemmtileg tilviljun er ţađ ţó vissulega. Jónas Hallgrímsson hefur líklega ornađ sér viđ einhvers konar vindofn í Austurstrćti 22. Mađur verđur eiginlega ađ vona ţađ fyrir Jónasar hönd.
Hliđar af vindofnum frá Egelands-vćrket ţar sem Johan Jřrgen Schram starfađi fyrir norska grein Richeleieu-fjölskyldunnar. Johan Schram hefur líklega boriđ nafniđ fram sem EGGELANDS WERCK. Sjá Nygĺrd Nilssen 1944.
Ađrir bíleggjarar og vindofnar á Íslandi á 18. og 19. öld
Ţar sem ekki er um auđugan garđ ađ gresja hvađ varđar steypujárnsofna frá 18. öld á Íslandi, ţótti mér merkilegt ađ slíkur ofn hafi veriđ settur í húsiđ eftir upplýsingum af teikningu frá 19. öld. Ugglaust voru vindofnar eđa bíleggjarar sjaldséđir á Íslandi á 18. og 19. öld, en ţeir hafa samt veriđ til í vandađri heldri manna húsum. Ein hliđ af ofni međ mynd af Friđriki 4. og Lovísu hans er ađ finna á Ţjóđminjasafni. Ofnplatan er ekki norsk eins og starfsmenn Ţjóđminjasafni álykta, heldur gerđ í Frederiksvćrk í Danmörku (sjá hér).
Skrautplata af öđrum ofni frá lokum 18. aldar hefur einnig varđveist á Bessastöđum. Hún hefur einnig veriđ greind alrangt ţar sem grein var frá henni í tengslum viđ fornleifarannsóknir á Bessastöđum. Platan frá Bessastöđum, sem er skreyti af gafli ofns, sýnir mynd Vilhjálm 3 (1652-1702) af Óraníu, sem var gerđur ađ konungi Englands áriđ 1889 og síđar einnig yfir Skotlandi.
Ef allar hliđar vindofnsins hefđu verđiđ keyptar í nýbygginguna í Austurstrćti 22, hefđu ofninn til dćmis haft ţessa hliđar: Fyrir utan gaflmyndina međ fangamarki Friđriks fjórđa og allegóríuna um Ameríku, hefđi líklega veriđ hliđ um allegóríuna um Afríku og gafl međ hlemmi ţar sem eldurinn var fóđrađur.
Konan sem hélt ein upp á afmćliđ sitt í Hörpunni
Nú, eftir eftirminnilega alligator-málsverđinn á Caruso, var mér nokkrum dögum síđar bođiđ af hinum leiđangursmanni mínum á Hollywood-tónleika í Hörpunni og í flottan mat á undan á veitingastađ ţar í húsinu.
Vegna tónleikahaldsins í húsinu ţetta kvöld átti vel viđ ađ miđaldra bandarísk kona sćti viđ nćsta borđ. Hún var skrafhreifin mjög eins og margra Kana er háttur. Viđ voru vart búnir ađ klára eđalkrásir, ţegar viđ vorum komnir í hörkusamrćđur viđ ţessa konu. Hún var greinilega örlítiđ eldri en viđ, upphaflega frá New York, einhleyp og af gyđingaćttum. Allt lét hún flakka. Hún sagđist vera á Íslandi til ađ halda upp á afmćliđ sitt. Hún hafđi fengiđ sér gríđarlega hamborgara. Rétt sem snöggvast hugsađi ég svo: "Hún hefur ţá fundiđ sér rétta stađinn til ađ kála sér eftir uppáhaldsmatinn". En hún reyndist nú lífsglađari en ţađ og fór eftir ađ hafa spurt okkur spjörunum úr um Íslands, ađ sýna okkur myndir af húsinu sínu nćrri fenjum Flórída.
Kannski leist henni vel á gestgjafa minn - Hann hefur nefnilega ţetta íslenska ađalsmannalúkk úr Húnaţingi. Frúin frá Flórída vildi líka sýna okkur heimilisdýrin sín. "Ooh" hugsađi ég, "Einhver helvítis púdelhundur", og spurđi snöggvast gestgjafa minn hvort tónleikarnir vćru ekki ađ fara ađ hefjast. Nei hún sleppti ekki haldinu, frúin frá Flórída, sem líka vann hjá stóru bandarísku fyrirtćki eins og allir CIA-njósnarar. Hún hóf nú ađ sýna okkur myndband í símanum sínum sem var tekiđ af öryggismyndavél viđ húsiđ hennar međan hún var á Íslandi. Heimilisdýriđ var risa alligator (Alligator missisippiensis) sem heimsótti og kannađi húsiđ hennar á nóttunni. Ţá vaknađi ég allur og greindi konunni frá ţví ađ ţetta vćri annađ alligator-ţemađ í sömu vikunni hjá mér og sagđi frá ofninum á Caruso.
Svo var rćtt um alligatora í nokkrar mínútur og vissi konan allt um ţau dýr. Ég var eiginlega helst farin ađ vona ađ eitt af lögunum á Hollywood-tónleikunum yrđi See you later alligator, after 'while crocodile međ Bill Haley. Óskin rćttist ţví miđur ekki. Sinfóníuhljómsveit Ísland getur ekki rokkađ, er mér sagt. Viđ bćtum úr ţví hér:
Ítarefni:
Fett, Harry 1905: Gamle norske ovne. Norsk Folekmuseums Sćrudstilling Nr. 3, Katalog. S.M. Brydes Bogtrykkeri, Kristiania.
Nygĺrd-Nilssen, Arne 1944: Norsk Jernskulptur I og II (Norske Minnesmerker). J.W. Cappelens Forlag. Oslo.
Meginflokkur: Fornminjar | Aukaflokkur: Húsagerđarlist | Breytt 8.10.2021 kl. 10:43 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.