Dorrit og Ólafur á Hanukkahhátíð í Reykjavík 2018

Dorrit og Ólafur Ljósmynd Gabriel Rutenberg

Hin síunga og vinsæla Dorrit Moussaieff og karlinn hennar óframfærni, hann Ólafur Ragnar Grímsson, sem og t.d. þýski sendiherrann á Íslandi mættu í gær við fyrstu opinberu tendrun ljósa á Chanukka. Fyrsta ljósið var kveikt á risavaxinni Hanukkíu, áttaarma ljósastikunni, sem notuð er til að minnast ljóshátíðarinnar. Átta ljós verða tendruð á næstu dögum fram til 9. desember til að minnast þess er gyðingar vígðu aftur musterið sitt árið 164 fyrir okkar tímatal eftir að þeir höfðu sigrað Grikki sem um tíma höfðu gerst herrar í landinu helga.

Reyndar eru ljósin á ljósastikunni stóru rafmangsljós, sem er ef til vill viðeigandi á Íslandi,þar sem rafmang er enn ódýrt, því Ísland er ekki með í ESB. En við tendrun ljósanna minnast gyðingar ólívuolíunnar sem gyðingum tókst að skrapa saman eftir sigurinn gegn Grikkjum til að tendra stikuna góðu, sem reyndar var sjöarma (smáatriði), í Musterinu í Jerúsalem.

Myndin er tekin af vef Gyðinglegu miðstöð Chabad hreyfingarinnar á Íslandi (Jewish Center of Iceland).

Fornleifur óskar öllum ljóss í svartnættinu. Eftir Klausturkráardrukktúr útsendara myrkrahöfðingjans er um að gera að upplýsa borgina og landsmenn alla sem mest. Chag Hanukkah Sameach. Borðið Latkes og sufganiot og fagnið ljósinu í öllu myrkrinu.

Mumbai

Einhvern tímann verður ljósastikan í Reykjavík stærri en jólatréð á Austurvelli. Það verður að lyfta rabbínanum upp til að kveikja. Þessi mynd er tekin í Mumbai) á Indlandi.

20151209_163944

Þessa mynd, af ljósahátíðareiðhjóli Chabad-manna í Kaupmannahöfn, tók ritstjóri Fornleifs fyrir fáum árum (2015) í Kaupmannahöfn við tendrun stikunnar á Ráðhústorginu þar. Þar dönsuðu menn sér til hita, en mér sýnist að slíkt hafi ekki gerst í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband