Covid-19 setur á sumt fólk ljóta helgrímu
8.4.2020 | 09:17
Kórónufaraldurinn virđist kalla fram ţađ besta í sumu fólki, en ţví miđur draga ţađ versta fram í öđrum. Sumir segja svo sem ekki neitt og rćđa ađeins sjálfiđ, og enn ađrir sýna engar tilfinningar. Ţađ síđastnefnda getur jafnvel veriđ óhugnanlegra en sum hatursrćđan sem ţrífst í kófi og óvissunni kringum ţennan veirufjanda sem hrjáir sálina í okkur öllum um ţessar mundir.
Pestir og gyđingahatur
Löngum hefur einum ţjóđflokki veriđ kennt um flestar pestir, og ţađ er gyđingum. Syndhafurinn međ blóraböggulinn er dreginn fram viđ slík tćkifćri svo lítilmótlegar sálir geti upphafiđ sjálfar sig. Gyđingar verđa oft fyrir barđinu í alls kyns umrćđu. Ţađ er einnig tilfelliđ nú - líka á Íslandi.
Menn eins og Egill Helgason, sem hér um áriđ notađi öll tćkifćri til ađ klína einhverju í gyđinga, hefur alls ekki gert neitt slíkt eftir ađ veiran fór á stjá á Íslandi. Ţađ voru ţeir tímar ađ honum var ekki sjálfrátt, t.d. ţegar hann kallađi fyrirtćkiđ Mossach-Fonseca í Panama oft og iđulega Mossad-Fonseca áriđ 2016 (sjá hér). Hvađ vakti fyrir Agli?
Ţaulkunnugir menn vita ađ ég er óvenju árrisull og í morgun sat ég á klósettinu og skođađi skođanir FB-vina minna, sem eru allir hiđ besta fólk, upp til hópa. Ţađ furđađi mig nokkuđ ađ sjá, ađ gamall skólafélagi minn, Einar Gröndal, var međ skitukast á heilbrigđisráđherra Ísraels, sem er einn af ţessum svörtu herrum sem trúa á beinstýringu ađ ofan. Einsi Gröndal hafđi falliđ fyrir lygafrétt um manninn og birti hana - og trúir á eins og nýslegnum túskildingi. Best ađ vera ekki ađ vífilengja ţađ sem ég las á klóinu; hér getiđ ţiđ lesiđ ţađ - og ţađ smitar ekki, en er slćmt ţó ég hafi sprittađ ţađ tvisvar.
Hatursnćtur hjá Gísla Gunnarssyni
Í miđri heimspestinni gera menn sér ýmislegt til dćgradvalar og huggunar. Flest er ţađ uppbyggilegt og menn bera virđingu fyrir fórnarlömbum og ćttingjum ţeirra. En ţví miđur virđist Covid-19 hafa mjög annarleg áhrif á einsaka mann ţó svo ađ ţeir séu ekki smitađir.
Nokkrir íslenskir karlar hafa lengi safnast saman, stundum 5 og stundum fleiri en 10, og hanga nćturlangt á FB síđu fyrrverandi prófessors viđ HÍ. Ţađ hafa ţeir gert lengi. Ţeir smita ekki hvorn annan međ Covid-19 veirunni enda eru ţeir allir smitađir fyrir af öđrum ólćknandi vírus sem ekkert virđist vinna á. Ţegar ţúsundir manna deyja í Kína, Ítalíu og á Spáni er ţessum mönnum mest hugsađ til gćluverkefnis sem sameinar ţá á mismunandi hátt. Ţeir telja sig vera helstu stuđningsmenn Palestínuaraba á Íslandi. Nćturgestir Gísla Gunnarsson telja enga líđa meira en Palestínumenn. Einatt flýgur gyđingahatur á síđu Gísla.
"Ţjóđverjar voru ađ hugsa um fćđuöflun ţegar útrýmingarnar byrjuđu"
Fyrrverandi formađur félags múslíma á Íslandi fer međ stađlausa stafi um helförina gegn gyđingum í tengslum viđ umrćđu um fanga í Ísrael og Covid-19. Einn nćturgesta Gísla skrifađi eftirfarandi sögufölsun sem athugasemd hjá Gísla Gunnarssyni í umrćđu um Covid-19 veiruna sem fór fram fyrr í vikunni á FB Gísla:
"Ţjóđverjar voru ađ hugsa um fćđuöflun ţegar útrýmingarnar byrjuđu - fyrst nokkrar milljónir rússneskra stríđsfanga svo gyđingar, Sígaunar, fattlađir og svo hófust skipulegar útrýmingar á gyđingum ţegar annađ var búiđ." (sjá afrit af FB Gísla hér, međ umsögn Sverris Agnarssonar).
Ástćđan fyrir ţessari meira eđa minna röngu yfirlýsingu um "fćđuöflun" ţjóđverja, var nćturumrćđa um COVID-19 hjá Gísla Gunnarssyni.
Ţó ađ sá, sem skrifar ţessa bannsettu sögufölsun sé Íslendingur ađ nafni Ibrahim Sverrir Agnarsson (fyrrum formađur Félags múslíma á Íslandi), ćtla ég ekki ađ bregđa út af skođun minni á íslenskum múslímum og ţátttöku ţeirra í gyđingahatri sem kemur fram í grein minni í bókinni Antisemitism in the North (sjá bls. 78-79 hér).
Ţví miđur hefur mér oft sýnst ađ hinn gamli hippi Sverrir Agnarsson, er ungur og ćvintýragjarn gerđist hestasveinn og geitahirđi morđingjans Ghaddafis, sé greinilega mjög illa ađ sér í sögu og sér í lagi í sögu múslíma (sjá hér). Vonandi er ţađ eina ástćđan fyrir ţessum ógeđfelldu skrifum hans. Annars gerir hann sig sekan um lúmska hatursrćđu og heimildafölsun.
Áreiđanleika Sverris er örlítiđ ábótavant eins og alţjóđ má vera kunnugt um. Áriđ 2017 var Sverri dćmdur skilorđsbundnum dómi og miklar sektir fyrir gróft skattalagabrot (sjá hér). Nú notar hann nćturnar 1001 til ađ fremja önnur brot međ Gísla Gunnarssyni sem veitir honum pláss til ţess. Vísvitandi fölsun á sögu helfararinnar er ein margra tegunda gyđingahaturs, en gyđingahatur er einnig lögbrot á Íslandi.
Hver er eiginlega drifkrafturinn í nćturvinnu Gísla Gunnarssonar fyrir hrjáđar ţjóđir?
Hin furđulega söguuppstilling Ibrahims S. Agnarssonar vall út úr honum eftir ađ Gísli Gunnarsson hafđi birt ógeđfellda áróđursgrein úr vefriti sem kallast Middleeastmonitor, sem ekki er frćgast fyrir sannsögli eđa sanngirni. Ţar birtist eina af mörgum myndum ţeirrar bylgju sem nú tröllríđur löndum múslíma, ţar sem gyđingum, Ísrael og Bandaríkjunum er kennt um kórónavírusinn.
Gísli Gunnarsson er mjög lunkinn viđ ađ skaffa slíkar greinar handa áhangendum sínum og svo virđist sem heimildarýni sagnfrćđinnar sé horfinn út í veđur og vind hjá öldungnum og ćsingur múgsins fái ađ ráđa FB-martröđinni. Ekki vantađi heldur öfgafullar athugasemdirnar ţann 20 mars sl. er Gísli birti fyrrgreinda áróđursgrein (sjá hér). Ţví er haldiđ fram ađ COVID-19 veiran sé runnin undan rifjum gyđinga og ađ veiran hafi jafnvel veriđ búin sérstaklega til af Ísraelsmönnum til ađ losna viđ ákveđnar ţjóđir, en einna helst Palestínumenn.
Gísli gerir sjaldan athugasemdir viđ nćturvini sína sem bćta enn meir óskapnađi viđ ţađ rugl sem Gísli hefur fundiđ. Aftur á móti lokar Gísli og lćsir á menn sem í vinsemd benda honum međ rökum ađ hann sé ađ dreifa lygum og áróđri, og ađ hann espi menn upp til andgyđinglega athugasemda eins og ţeirrar sögufölsunar sem t.d. Ibrahim Sverrir setur fram.
Hér gauka ég einnig ađ lesendum efni, ţar sem fyrir utan fréttina frá Gaza má sjá og og heyra mikiđ safn hatursrćđu í heimi múslíma í tengslum viđ kórónaveiruna og ađrar pestir. Ţar er gyđingum kennt um kórónaveiruna og ýmsar pestir á einn eđa annan hátt. Fjölmargir múslímar sem sest hafa ađ í Evrópu á seinni árum eru ţví miđur farnir ađ viđra sömu rökin.
Sumt af ţví sem Gísli Gunnarsson dundar sér viđ á nóttinni á FB sinni er lýst vel af Felix Klein formanni ráđs ţýskra yfirvalda sem berst gegn gyđingahatri (sjá hér). Klein segir ađ hatursrćđa í kjölfar Covid-19 faraldursins sé fyrst og fremst beint gyđingum.
Gísli Gunnarsson er ţví greinilega međ á nótunum. En út frá fyrri misstökum Gísla og augljóslegri vanţekkingu hans á sögu gyđinga sem hann gerđi sig ađ "sérfrćđingi" í, ađ ţeim óspurđum og fór mikinn á Vísindavef HÍ, er ekki ólíklegt ađ hann vađi enn einu sinni í villu, ţótt honum ţyki málstađur sinn góđur. Međaliđ hjálpar ţví miđur ekki alltaf. Ef menn muna ekki hvađ gerđist í fyrra ţegar "gyđingafrćđi" Gísla voru vegin og léttvćg fundin, má lesa um ţau í ţessari grein (bls. 89-90) í ţessari bók. Svo langar mig ađ benda Gísla Gunnarssyni á ţessa grein, sem Gísli telur ugglaust ađ sé áróđur. Greinin inniheldur ţó engar lygar líkt og ţađ sem sá gamli tyggur hrátt upp úr döllum illrćmdra áróđursrita á netinu.
Málverkiđ efst er eftir laghentan, ítalskan kitsch-málara og öfgaţjóđerniskaţólikka sem tilheyrir sömu samtökunum og kaţólskur prestur á Íslandi (sem greint var frá hér). Listamanninum ţótti ţađ viđeigandi ađ nota náđargáfu sína til ađ mála gamalt minni gyđingahatara í miđju kórónukófinu í heimalandi sínu. Ef til eru Ítalir sem halda ađ hörmungar ţeirra nú séu gyđingum ađ kenna, er vitaskuld ekkert furđulegt viđ ţađ ađ nokkrir Íslendingar blandi veirum í stuđning sinn viđ "vinnuna" viđ gćluverkefnin, sem fer fram um miđjar nćtur ţegar ađrar sálir sofa saklausum svefni. En ţađ er samt sjúkt. Ţađ ćtti ađ vera orđiđ mönnum eins og Gísla Gunnarssyni eđa Sverri Agnarssyni kunnugt, ađ ţeir styđja Palestínuţjóđina akkúrat ekki neitt međ öllum hamaganginum í sér um miđjar nćtur. Ţađ vćri, held ég, hollara fyrir ţá karlana ađ sofa um nćtur.