Hvar er krossinn á Bessó?
23.6.2020 | 09:11
Fjör er loks ađ fćrast í yfirstandandi forsetakosningar, sem hingađ til hafa veriđ hálfdaufar.
Ekki er ađ sakast viđ forsetann. Hann ţarf ekkert ađ ađhafast og er ţađ viturlegast í stöđunni. Hann er bara mađur sem fylgir starfslýsingu sinni og heldur ekki eins og lítiđ brot ţjóđarinnar ađ hann búi í Bananaríkjunum.
Einn örgustu stuđningsmanna kauphallar-Franklíns fór mikinn á FB sinni í gćr, 22.júní 2020, og setti fram nćr vatnshelda ameríska samsćriskenningu um hvarf krossins á spírunni lágreistu á Bessastađakirkju. Hafiđ ţiđ tekiđ eftir ţví ađ krossinn er farinn?
Ţvílíkt og annađ eins.
Enginn kross var á turnhattinum á 19. öld. Turninn stóđ fullbyggđur áriđ 1823, og ţađ ártal stóđ á vindfánanum.
Stuđningsmađur Franklíns skrifađi reyndar tvćr fćrslur; Ein fauk út í Álftanesvindinn seinni partinn í gćr, ţví hann sá ugglaust ađ hann hafđi hlaupiđ örlítiđ á sig, ţótt hann hefđi glögglega sýnt fram á ađ kross sem á kirkjunni fallegu var sé horfinn. Kross var líklegast ekki settur á Bessastađakirkju fyrr en eftir 1940, eđa eftir lýđveldisstofnun.
Fyrri fćrsla mannsins leiddi til ţess ađ vinir áskoranda Guđna forseta fóru mikinn. Sumir töldu ađ Guđni hefđi látiđ fjarlćgja krossinn vegna ţess ađ hann vćri trúlaus. Ađrir töldu víst ađ hann hefđi horfiđ í skjóli nćtur vegna ţess ađ forsetafrúinn er gyđingur (sem hún reyndar er ekki).
Menn ţurrkuđu sem betur fer ekki skítuga skó sína á Dorrit blessuninni í ţetta sinn. Stuđningsmenn Franklíns töldu sumir hverjir ađ kirkjan vćri orđin moska, en ađrir voru vissir um ađ Kínverjar hefđu keypt krossinn af kirkjunni.
Stuđningsmenn Franklíns eru svo sannarlega ekki alţjóđasinnar, nema í samsćriskenningunum sínum - svo mikiđ er víst.
Fyrir fáeinum árum misstu Íslendingar enn einu sinni af stórgóđri heimild um Bessastađi. Vasinn á myndinni, sem bođinn var upp í Kaupmannahöfn og sem Fornleifur ritađi ţá um, sýnir ekki kross á Bessastađakirkju. Ţetta er međ nákvćmustu myndum af kirkjunni frá 19. öld. Vasinn er í miklu uppáhaldi hér á ritstjórnarskrifstofunni.
Stuđningsmađur Franklíns hafđi hringt í forsetaembćttiđ og ţjóđkirkjuna og ţar komu allir af fjöllum. Ég held meira ađ segja ađ ţjóđkirkjan hljóti ađ hafa benti manninum á, ađ ţađ ţurfi ekki ađ vera kross ofan á kirkjum.
Eftir ađ ég hafđi vinsamlegast bent stuđningsmanni Franklíns á ađ til vćri prýđisgóđ skýrsla um útlit, ţróun og viđgerđir Bessastađakirkju eftir Ţorstein Gunnarsson arkitekt og leikara. Í skýrslu ţeirri kemur óbeint fram ađ kross hafi ekki veriđ á turnspírunni fyrr en á 20. öld. Hann hvarf síđan viđ viđgerđir á kirkjunni áriđ 1998. Á 19. öld og fram á ţá 20. var á turnspírunni flötu spjót sem gekk međal annars í gegnum ríkisepli og vindfána međ byggingarári kirkjunnar.
Benedikt Gröndal málađi ţessa mynd áriđ 1844. Engan Kross má sjá en fluga hefur nćr dritađ á vindhanann á turninum sem var reistur úr grjóti úr Gálgahrauni. Ćtli Gröndal hafi veriđ alţjóđasinni eđa kommi?
Ţegar ţarna var komiđ viđ sögu sá stuđningsmađurinn ađ sér og fjarlćgđi allar athugasemdir, og byrjađi upp á nýtt. Hann leitar eđlilega enn ađ krossinum, ţví kauphallaforsetar verđa vitaskuld ađ hafa kross til ađ krjúpa viđ ţegar ţeir setja fólk á hausinn.
Ţrátt fyrir nýja fćrslu um krossleysiđ á Bessó er aftur komiđ fólk á FB stuđningsmanns Franklíns sem veltir fyrir sér krossleysi vegna Kínverja og Múslíma. En ţeir hafa nú veriđ fullvissađir um ađ Ţorsteinn Gunnarsson Arkitekt sé á bak viđ hvarfiđ og augu hans er auđvitađ hálfkínversk.
Eina spurningin sem réttmćt er varđandi Bessastađakrossinn er ţessi: Af hverju var ekki sett upp upphaflegt spíruskreyti, fyrst menn voru ađ setja kirkjuna í sitt upphaflega form.
Kirkjan á Bessastöđum stendur hálfkollótt án krossins sem var sett á turnhattinn flata á seinni hluta 20. aldar. Best vćri ef Guđni fagnađi sigri sínum međ ţví ađ kosta nýtt turnspjót međ epli, vindfána og öđru pjátri. Nóg hefur Guđni sett af gulli til hliđar og hann er áhugamađur um sögu og er mér um margt sammála, en auđvitađ ekki um allt.
Stuđningsmenn Franklíns er annađ hvort svo ungir eđa svo ellićrir ađ ţei muna ekki eftir ţessum 5 kalli. Framhliđ hans sýnir styttuna af Ingólfi ţrćlahaldara og stöđvarbraskara, sem sögulaus ţjóđ vill rífa niđur af manngćsku viđ blökkumenn í Bandaríkjunum. Bakhliđin sýnir Bessastađakirkju án Kross. Ekki er nema von ađ krónan hafi falliđ ţúsundfalt í gengi eftir ađ ţessi seđill sá dagsins ljós. Best hefđi veriđ ef á fimmkallinum hefđi stađi in God We Trust eins og á dollurunum á peningaeik Franklíns westur í Ammríku.
Ritstjórn Fornleifs telur víst, ađ ef kauphallar-Franklín ćtti nokkra von um ađ verđa forseti, ţyrfti ekki ađ setja vindhana á kirkjuna, ţví einn yrđi fyrir í Bessastađastofu. Flöktandi dalur (dollar) kćmi vćntanlega í stađ vindfánans og gylltur kjétbauti (hamborgari) í stađ ríkiseplisins og jafnvel kjúklingabiti af klofnum hana. En ţannig steikarteinn (á franklínsku kallast slíkur teinn Barbecue skewer) verđur ţar nú ekki.
Athugasemdir
Ţeir sem ekki sjá mun á vindhana og krossi ćttu nú sennilega ekkert ađ gapa mikiđ á torgum í nafni hvađa málstađar eđa manns sem er. Kosningar eđa ekki.
Ţakka snarpan pistil.
Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.
Halldór Egill Guđnason, 24.6.2020 kl. 02:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.