Metin falla

Met Sandtorgum svart

Glöggir lesendur Fornleifs, (sem ţeir eru vitaskuld allir), muna kannski eftir grein um met frá fornrústinni Bólstađ í Álftafirđi og hliđstćđu ţess, nokkuđ minni, sem fundist hefur í grafreit norrćnna manna í Wales.

Í gćr frétti ég af meti (sjá mynd efst, sem tekin er af Tor-Erik Krokmyrdal) sem fundist hefur á Hálogalandi í Norđur-Noregi, og sem er af sömu gerđ - og mjög líkt metunum frá Bólstađ og Llanbedrgoch á Angelsey í Wales sem ég greindi frá áriđ 2013.

large better

Met frá Anglesey í Wales

 

435637

Metiđ frá Bólstađ í Álftafirđi vestri.

Norska metiđ fann fornleifafrćđingurinn Tor-Erik Krokmyrdal  sem nýlega lauk mastersnámi í fornleifafrćđi viđ háskólann í Tromsö. Hann fór um miđjan aldur í nám í fornleifafrćđi vegna brennandi áhuga síns á málmleitartćkjum.

Efniviđur ritgerđar hans voru merkir fundir sem hann hafđi fundiđ međ tćkjum sínum í Sandtorgum (Norska Sandtorg, upphaflega ef til vill Sandhörgi) i Tjeldsund, sem er í bćjarfélaginu Harstad í Ţrumu (Troms og Finnmark fylke) - ţađan sem margir landnámsmanna á Íslandi voru ćttađir. Hér á vefsíđu Háskólans í Tromsö má lesa um árangur mjög merkilegra rannsókna Tor-Eriks Krokmyrdals.

T-Erik telur Sandtorg geta hafa veriđ mikilvćgan verslunarstađ og byggir ţađ m.a. á rökum örnefnafrćđingsins og fornfrćđingnum Oluf Rygh sem uppi var á 19. öld. Mín ţekking á ţeim meistara er sú ađ ţađ verđur ađ taka hann međ fyrirvara ţegar kemur ađ örnefnarannsóknum hans, sem oft voru tómar stađhćfingar. Sandtorg ţarf ekki ađ hafa rótina torg líkt og sumir telja, heldur getur rótin vel veriđ hörg, og var ţví nafni ef til vill upphaflega Sandhörg. Hörg (eđa hörgur) voru heiđnir blótstađir kallađir og orđiđ ţekkist í ýmsum örnefnum á Íslandi (t.d. Hörgárdalur, Hörgsholt og Hörgshlíđ svo eitthvađ sé nefnt). Nafniđ getur ţví hćglega ţýtt blótstađur á Sandi. En viđ blótstađi og hof var oft blómleg verslun eins og síđar viđ útvalda kirkjustađi, eđa ţar sem fólk hittist oft ţegar menn fóru í stađ. Á Sandtorgi gćti ţví vel hafa veriđ blómleg verslun.

Ég hef gert Krokmyrdal viđvart um metin á Íslandi og í Wales, sem eru hliđstćđur metsins frá Sandtorgi, en hann ţekkti ţau ekki og ţau eru ekki nefnd í lokaritgerđ hans sem má lesa i heild sinni hér. Metin sem Krokmyrdal fann eru nefnd á blađsíđu 38. 

Screenshot_2020-07-15 Science brings to life the witnesses to the Viking-age in North Wales

Ég er nú alls ekki alveg sammála ályktun Krokmmyrdals um aldur metsins. Í kumlateignum í Llanbegdrgoch (mynd hér fyrir ofan),  ţar sem sams konar met hefur fundist, fannst mynt sem er frá  10. öld. Mannabein úr kumlateignum hafa einnig veriđ aldursgreind til 10. aldar og hér fyrir neđan get menn skemmt sér viđ ađ skođa túlkun á ţví hvernig fólkiđ sem ţar var heygt, leit út. Ţađ var allt innbyrđis skylt ađ sögn mannfrćđinganna. Mér sýnist nćsta víst ađ ţetta hafi veriđ Íslendingar, ja ef vera skyldi "Hálygingar" eđa Hálogaverjar eins og ţeir eru kallađir einhvers stađar í fornum ritum. En mig grunar einnig ađ mannfrćđingarnir/listammennirnir sem unnu ţessar styttur í Manchester hafi starfađ fyrir kvikmyndirnar Apaplánetuna. Höfukúpurnar og önnur bein í Llanbegdrgoch eru af fínlega byggđu fólk, en ég ţykist sjá samísk einkenni - og er vitaskuld međvitađur um ađ engum hafi dottiđ ţađ í hug í Wales, en mađur verđur ađ koma sínum metum viđ, eins og sagt var til forna.

Screenshot_2020-07-15 Science brings to life the witnesses to the Viking-age in North Wales(1)

Nú eru met af ţessari gerđ ţessi talin hafa veriđ framleidd á Bretlandseyjum eđa á Írlandi, og ţađ ţykir mér líklegt. Hins vegar er mjög athyglisvert ađ sjá víđáttumikla dreifingu ţessarar gerđar af metum nú. Líklega breytist myndin síđar, ţegar fleiri met finnast.

Ţyngdin er mismunandi. Metiđ frá Bólstađ er 86,5 gr. en Llanbedrgoch er léttara eđa 57,2 gr. Gaman vćri ađ fá ţyngd metsins frá Sandtorg.

Til gamans skal hér látinn fylgja elsti ritađi texti ţar sem nefnt er stađarnafniđ Sandtorg í Ţrumu, en hann er frá 1321 og varđar ađ sjálfsögđu kaup, og lesiđ nú ţađ sem Nútímanorđmenn skilja ekki bofs í. Ég hef lent á tali viđ frćđimenn í Noregi, sem ekki trúa ţví ađ ég og ađrir Nútímaíslendingar geti lesiđ texta sem ţennan:

Ollum monnum ţeim sem ţetta bref sea eđa heyra, senda
Ogmundr prestr a Ţrondarnese ok Jwar loghmađr a Haloghalande, Q.G. ok sina, yđr se kunnikt. at vit varom ţar hia i Oddzhusum i Vaghom a friadaghen nesta eptir kross messo vm varet anno domini millesimo, trescentesimo, vicesimo primo. er Helgi huasse lauk herra Ellingi Viđkunnar syni međ handa teke spannzleighu iarđar i Sandtorghe j sakareyri ţan sem Helgi var honom skylldugr, frialsa ok veđeslausa firir huerium manne. Ok til sanz vitnisburđar settom vit okor insigli her firir.

sandtorgÍ Sandtorgum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband