Frćndi minn međ hundakerruna

IMG_0713 sharp b

Fađir minn sagđi mér nokkru sinnum af frćnda sínum einum, sem hét Roiter (Royter) ađ eftirnafni og var úr móđućtt ömmu minnar sálugrar í Hollandi. Ţessi frćndi var fćddur á 19. öldinni en fađir minn hafđi ţó séđ hann. Karl ţessi var ekki alveg eins og fólk er flest, og ţví ef til vill miklu betri fyrir bragđiđ. Hann hafđi ofan af fyrir sér af sölumennsku hvers konar, og fór um sveitir Hollands, norđarlega og seldi alls kyns varning sem hann ók međ um ţjóđvegina í hundakerru. Ţess konar kerrur kalla Hollendingar Hondenkar.

Svo vel gekk ţessi sölumennska ađ karlinn varđ nokkuđ auđugur en lifđi sparlega. Hann fékk á einhverju stigi stóra medalíu, eđa ţađ sem á Íslandi var kallađ ćrulaunamedalía (á dönsku: Fortjenstmedalje), frá konungsvaldinu. Karlinn átti enga afkomendur og ég á ţví ţessa medalíu í dag. Ég geymi hana vel til ađ minna mig auđmjúkan á hvađa kotungsliđi ég er kominn af, ţegar ég er ekki ađ monta mig af ţeim sveitaómögum sem eru forfeđur mínir á Íslandi fyrir utan kynóđa munka, fáeinum prestsskratta og vergjarnar prófastsmaddömur, sem ég rćđi sem minnst.

Ţegar ég sá ţessa mynd, laterna magica-glerskyggnu frá 10. áratug 19. aldar, til sölu um daginn á Kornvöllum á Englandi, hjá herra White sem selur mér laterna magica skyggnur, gat ég ekki á mér setiđ og gaf mér myndina í sextugs-afmćlisgjöf. Mađur verđur ađeins sextugur einu sinni á ćvinni.

Myndin sem er framleidd á England, er mjög vandlega lituđ og sýnir ungan sölumann međ kerru sem dregin var áfram af hundum. Sláninn sem rak ţetta eyki seldi grćnmeti í den Haag í Hollandi. Ekki get ég stađsett myndina nákvćmlega út frá bakgrunninum. Fólkiđ umhverfis grćnmetisnjólann sýnist mér geta veriđ af gyđingaćttum, enda var ţađ ekki óalgengt ađ gyđingar í den Haag seldu grćnmeti. Mér finnst pilturinn furđulíkur föđur mínum á yngri árum. Ţađ er ţví viđ hćfi ađ sýna ásjónu hans á svipuđum aldri á skólabekk í den Haag áriđ 1941, skömmu áđur en hann var sendur til Fríslands. Til den Haag hafđi fjölskyldan flust um 1935 frá Amsterdam.

Wim

Grćnmetissláninn á myndinni sem ég keypti virđist nú ekki hafa hugann mikiđ viđ salatiđ eđa blómkáliđ. Hann heldur á blekpenna (lindarpenna), sem hann virđist afar stoltur af.

IMG_0713  sharp detalje

Ţví verđur viđ ađ bćta ađ hundakerrur voru ekki sjaldséđar í Hollandi og Belgíu, sér í lagi á Flandri og víđar - á 19. öld og langt fram á ţá 20.

Líkast til eiga margir Hollendingar frćndur og frćnkur sem höfđu viđurvćri af ţví ađ selja varning sem dreginn var um strćti og vegi af hundum. Ţađ var ekki fyrr en 1963 ađ hundakerrur voru bannađar međ lögum í Hollandi, vegna krafna um dýravernd frá bónuđum gólfum ESB. Dráttarhundar urđu ađ leita sér ađ annarri vinnu.

Magic-Lantern-Glass-Slide-Photo-Children-Dog-Pulled

Hundar draga mjólk á Flandri. Laterna magica skyggna frá 1890-1900.

Mér ţykir hundakerra nokkuđ rómantískt fyrirbćri. Hver veit nema ađ mađur fái sér slíka kerru og teymi fyrir henni tvo veglega hvutta og falbjóđi íslenska menningu og skreiđ fyrir utan ESB hallirnar í Brussellu.

1-goat-cart-fox-photos

Ţór Óđins-Jarđarson á ađ undirbúa för međ Tanna 1 og Tanna 2 fyrir framan höll sína Bilskirni? Eđa er ţetta ađalsdrengur á Englandi?

Hér í lokin lćt ég svo flakka ýmsar myndir af netinu af fólki sem áttu kerrur og vagna sem dregnir voru af hundum og geitum. Átti Öku-Ţór ekki slíkan vagn sem hann ferđađist í međ hjálp geithafranna Tanngnjósturs og Tanngrisnirs? Kannski hefur Ţór veriđ hollensk hugmynd eins og svo margt annađ.

Netherlands-DOG-CART-Holland-Zeeland-Walcheren-Hondenkar-earlyÁ eyjunni Walcheren viđ landamćri Belgíu.

cbe37e8ac657871649e80506afefeb22-800

Belgian_dogs_trained_to_draw_quick-firing_guns

Belgískur hermađur međ kanónuhunda; Líklega í smáskotaliđinu.

Mjólkurvagninn

Mjólkurvagninn í Belgíu um 1885.

06b5792bdc7122867abc7a55f2d0dd2c

Í Frakklandi voru menn alltaf međ önnur kerfi. Ţess ber ađ geta ađ ţessi reiđmennska hefur enn ekki veriđ bönnuđ í ESB.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband