Hér í sumar mun ritstjórn Fornleifs af og til skemmta sér í djúpum bókmenntahugleiđingum.
Ţađ gerist afar sjaldan, enda ritstjórnin öll lítiđ gefin fyrir alls kyns uppspuna og lygaverk. Aftur á móti verđur grafiđ frekar djúpt fyrir fornleifafrćđing og hjálparkokka hans, myndu sumir ćtla. Lagi eftir lagi verđur flett úr gleymsku fortíđarinnar međ undirristuspöđum og teskeiđum eins og fornleifafrćđinga er siđur.
Ađ ţessu sinni skal eigi grafiđ í eitthvađ ómerkilegt kotbýli á afdal. Ég leyfi mér ađ grafa í eitt helgasta vé landsins, meginstöđ íslenskrar menningar, sjálfan Laxness, enda ţarf ég engin leyfi eins og Halldór og Hannes. Hér verđur ţó ekki krufiđ og krukkađ í leyfisleysi eins og Hannes gerđi.
Ég ćtla ađ vona ađ útvarđasveit HÍ í gúmmísellum hvalbeinsturna sinna, eđa enn síđur hlerunardeild afturhaldsboru íhaldsins, fari ekki úr límingunni, ţó ég bćti ýmsu viđ upplýsingar bíógrafara Laxness - ţeirra Halldórs međ leyfiđ og Hannesar hins leyfislausa. Stór verk ţeirra standa fyllilega fyrir sínu, hvert á sinn hátt, en ýmislegt vantar upp á eins og oft gerist, og ţá er nú gott ađ ađ hafa fornleifafrćđinga til ađ grafa dýpra. Ég mun bćta viđ nokkrum bútum, sem bókmenntafrćđingar kalla svo (fragmenter/totter í Danmörku), og heimilda skal svo sannarlega getiđ.
Ritstjóri Fornleifs viđurkennir strax og fúslega, ađ hann er enginn Laxness-alfrćđingur líkt og sumir landar hans. Hann hefir aldregi lesiđ Laxness spjaldanna á milli eđa upphátt fyrir konuna sína í rúminu á kvöldin. Hann er ekki einn af ţessum mönnum sem telja sig vita hvađ Laxness hugsađi. Ég er ekki einu sinni međ rykfallinn Laxness uppi í hillu viđ hliđina á Íslendingasögum líkt og margir góđir Íslendingar.
Einnig má taka til, ađ sumt ţađ sem ég hef lesiđ eftir Laxness finnst mér sannast sagna harla leiđinlegt og afar misjafnt ađ gćđum. En vitaskuld verđskuldađi karlinn Nóbelinn sinn, svo ekki sé minnst á ţjóđina sem hann lýsti.
Ég hef fengiđ gögn í hendurnar sem bćta örlitlu viđ söguna sem menn reyna ađ steypa saman um Laxness, og ég reyni ađ segja frá ţeim af auđmýkt.
Fyrirspurn frá Puerto Rico
Fyrsti búturinn - ja kannski er ţetta vćn sneiđ af ţjóđlegri brauđtertu - fjallar um beiđni sem H.K. Laxness barst snemma árs 1974, vegnar frćgđar sinnar. Ţá hafđi samband viđ Laxness mađur, búsettur suđur á Puerto Rico. Karl sá hét Earl Parker Hanson (1899-1978).
Hanson var eins konar heimsborgari; Bandaríkjamađur ćttađur frá Danmörku, fćddur í Berlín en ólst upp í Milwaukee í Wisconsin. Afi hans og amma höfđuđ flust til Vesturheims, nánar tiltekiđ á flatneskjur Wisconsinfylkis. Sonur ţeirra Albert Hanson (f. 1864) fćddist í Korsřr á Vestur-Sjálandi, áđur en fjölskyldan flutti yfir Atlantsála. Móđir Earls, Adelaide (Lida) Erika Fernanda Siboni (f. 1870), var komin af ítölskum óperusöngvara sem sungiđ hafđi sig inn í hjörtu Kaupmannahafnarbúa kringum 1800.
Víkingnum í Albert Hansen (Hanson) dauđleiddist í borubćnum Milwaukee og hann strauk á 22. ári til Danmerkur, ţar sem hann kvćntist áđurgreindri Lidu Siboni. Albert leiddist reyndar líka í Danmörku, ţar sem hann var viđ verkfrćđinám. Ađ ţví loknu flutti hann til Berlínar ţar sem hann var uppfinningarmađur - ţar leiddist honum líka. Í Berlín fćddist ţeim Hanson-hjónum sonur, sem skírđur var Earl Parker Hanson. Og ţađ var svo mađurinn sem skrifađi Laxness bréf áriđ 1974.
Earl Parker Hanson póserar á forsíđu bókar sinnar um Puerto Rico.
Síma-Hanson
Áđur en Laxness kemst ađ, verđur ađ geta ţess, ađ bćđi Albert Hanson og sonur hans höfđu gert stopp á Íslandi.
Albert hafđi sjarmađ heldri manna stúlkur upp úr sauđskinnsskónum ţegar hann dvaldi hér í átta mánuđi áriđ 1885. Var hann ađ sögn sonarins, Earls, sem getur auđvitađ hafa logiđ ţví, kallađur "Fallegi Hanson" af íslenskum kvenpeningi.
Eftir ađ hafa lokiđ verkfrćđinámi í Kaupmannahöfn, og nýfluttur Berlínar, lét Albert sig dreyma um ađ snúa til Íslands á vit ćvintýranna. Ţađ rćttist líka eins og oftast hjá ćvintýramönnum. Skrifađi hann á undan sér til ráđamanna og spurđi, hvort áhugi vćri á ritsímavćđingu í landinu. Menn sýndu ţví lítinn áhuga vegna fjármagnsleysis. Albert fór ţví sjálfur til Íslands og "mćldi fyrir símanum á eigin kostnađ" eins og sonur hans greindi frá í Tímanum áriđ 1977 .
Síđar kom Albert aftur upp til Íslands og mćldi meira og leiddist ekki, ţökk sé stúlkunum. En ţegar loks kom ađ ţví ađ Íslendingar fylltust meiri áhuga á sćstrengjum en ţegar Bjřrnstjerne Bjřrnson hafđi nefnt ţá fyrst viđ Íslendinga, gat Albert Hanson ekki tekiđ verkiđ ađ sér á Íslandi en danskt fyrirtćki mun ţađ hafa notađ teikningar hans. Nánar má lesa um fyrstu áratugi rit- og talsímans á Íslandi í Andvara í janúar 1905, ţar sem lítillega er minnst á hlut Hansons í ađ koma til landsins besta hjálpartćki íslendinga, fyrr og síđar, fyrir orđróm, kjaftagang og slúđur.
Sonur Alberts, Earl Parker Hanson, sá er ritađi Laxness bréf, áriđ 1974, var einnig nokkuđ merkilegur karl. Hann hafđi mikla útţrá, líkt og danskir og ítalskir forfeđur hans, og dauđleiddist í Milwaukee eins og nágrannastúlkunni Goldu Mabovitch. En hún kemur hér ekkert viđ sögu. Var bara sett hér inn til ađ ćsa sumt fólk upp. Hún varđ síđar forsćtisráđherra Ísraelsríkis.
Earl fór sjálfur til Íslands á 3. áratug aldarinnar, ţar sem hann ferđađist um međ syni konu sem "Fallegi Hanson" hafđi sjarmađ á Íslandi. Sá piltur kenndi honum blautar, íslenskar drykkjuvísur. Earl kunni ţćr enn og söng fyrir blađamann Tímans áriđ 1977, er hann heimsótti Ísland ásamt konu sinni.
Hanson hafđi ţekkt Vilhjálm Stefánsson persónulega og skrifađi ćvisögu hans. Ţađ gladdi Íslendinga svo mikiđ ađ Earl Parker Hanson fékk fálkaorđu fyrir áriđ 1953. Annars starfađi hann lengst af fyrir Bandaríkjastjórn og sem ráđunautur í Líberíu í Afríku, í Puerto Rico og í Kanada. Ef ekki vćri fyrir ţessa grein, hefđi hann líklega alveg gleymst eftir nokkur ár.
Aftur ađ efninu
Nú var ég nćrri búinn ađ gleyma mér í ćttfrćđihrauni um Íslandsvininn Earl Hanson.
Erindi Earls viđ Laxness, sem ekki má gleyma, var bókmenntalegs eđlis. Hanson vildi fá stuđning Laxness til ađ hafa áhrif á Nóbelsnefndina í Stokkhólmi. Hann vildi láta hana gefa brasilíska skáldinu og kommúnistanum Jorge Amado (1912-2004) verđlaunin 1974. Amado var í miklu uppáhaldi hjá Hanson og mörgum öđrum. Laxness ţekkti t.d. Amado.
Earl Hansen hefur einhvern tíma snemma árs 1974 haft ţađ á orđi viđ rektor háskólans á Puerto Rico, Arturo Morales Corrión, hve gott skáld honum ţćtti Amado. Rektorinn skrifađi Hanson og sagđi ţađ prýđisgóđa hugmynd ađ bjóđa honum til Puerto Rico til ađ kynna Amado fyrir eyjaskeggjum (sjá hér).
Hanson (myndin hér til vinstri var tekin af ljósmyndara Tímans, er Hanson heimsótti Ísland haustiđ 1977) rauk ţá strax til og ritađi til forlags sem gefiđ hafđi út eina af bókum hans sjálfs. Ţađ var sama forlag og löngu áđur hafđi gefiđ út Sjálfstćtt fólk í Bandaríkjunum - Alfred A. Knopf Inc. Ţađ var mikill hamur í Hanson, sem var nýrisinn upp úr veikindum. Hann bađ Alfred Knopf um heimilisfang Amados. Forlag Alfred A. Knopfs hafđi nýveriđ gefiđ út eina af bókum Amados.
Einkaritari Alfred A. Knopfs, Gretchen Bloch, kona af gyđingaćttum, eins og ţađ heitir á íslensku, sem gekk jafnan međ kattargleraugu, sendi Hanson heimilisfang Amados um hćl, ţví ţá seldist bók Amados víst ekkert sérstaklega vel í Bandaríkjunum, jafnvel verr en Indipendent People Laxness hér um áriđ.
Ţar sem Hanson líkađi svo vel viđ skrif Amados, stakk Gretchen Bloch upp á ţví í bréfi sínu, ađ Hanson hafi samband viđ Nóbelsnefndina í Stokkhólmi og mćlti međ Amado til bókmenntaverđlaunanna (sjá hér) - og ţađ gerđi Hanson ţegar í stađ ţann 7. febrúar 1974 (Sjá hér).
Hanson bćtti um betur og ritađi einnig John Steinbeck (sjá hér), sem sýnir ađ Hansom hafi ef til vill orđiđ Elli kellingu ađ bráđ í nýyfirstađinni sjúkdómslegu sinni. John Steinbeck gekk nefnilega í gegnum sáluhliđiđ á himnum áriđ 1968. Steinbeck svarađi ţví ekki erindi Hansons eftir hefđbundnum leiđum.
Hanson sendir ţvínćst Laxness línu, enda nefnir hann Laxness í bréfi sínu til Nóbelsverđlaunanefndarinnar. Hann biđur Knopf um heimilisfang Laxness, en ritari Knopfs sagđist ekki getađ hjálpađ honum međ ţađ, ţar sem forlagiđ hefđi ekkert samband viđ Laxness lengur.
Earl dó hins vegar ekki ráđalaus og ritađi Laxness, Reykjavík, Iceland utan á bréf sitt til Laxness, enda kominn af dönsku gáfufólki. Og viti menn, Laxness fékk bréfiđ, ţví ţá vissu allir Íslendingar međ lágmarksgreind hvar hann bjó og ađ hann ćtti hvítan Jagúar, sem var nćsti bćr viđ Rolls Royce.
Sko - takk Illugi J. fyrir ţetta frábćra stílbragđ - bútinn međ bréfaskiptum Hansons viđ Laxness fá ţeir Halldór og Hannes ekki fyrr en í nćstu fćrslu, eftir svona tvo daga, sirkabát. Ţeir mega vitna í ţessa búta mína í endurútgáfum sínum á ćvisögum Laxness, ef ţeir gera ţađ kórrétt. Fjölskylda Laxness má líka hlađa ţessu niđur í leyfisleysi.
Ég er hins vegar enn í vafa um, hvort turnbúar HÍ megi lesa ţessar heitu fréttir. Ći jú. Ţeim verđur vart meint af ţví, en ţeir verđa ađ sćkja um sérstakt leyfi í ţríriti og leggja viđ bólusetningarvottorđ á skrifstofu rektors, ţegar hann kemur úr sumarfríi.
Athugasemdir
Ég skildi ţig ekki alveg Fornleifur, ţú ert samt á ţeim aldri ađ vera ekki kominn međ rugluna, svo líklegast hef ég fengiđ sólsting í hitasólinni í dag hér fyrir austan.
Sammála ţér ađ Laxnes er misfyndinn, en segđu mér eitt í alvöru, lastu Heimsljós án ţess ađ skella upp úr líkt og kellingar gerđu í gamla daga??
Ef ekki, ţá hlýtur eitthvađ hafa veriđ af kvennamálum ţínum.
Sólarkveđjur ađ austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2021 kl. 20:36
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.