Valtýr á fimmkall

Nordboernes Skibe B

Í gćr var fallegt veđur í Kaupmannahöfn. Sólskin en kalt. Fór međ frúnni í bćinn, ţar sem hún ţurfti ađ býtta einhverri tískuflík, en ég ađ kaupa sérhannađar möppur fyrir möppudýriđ í mér.

Viđ lölluđum á móts viđ sólina niđur Křbmagergade og sá ég ţá ađ Vanggaards Antikvariat (sem annars er til húsa í Fiolstrćde) var međ bókamarkađ. Allar bćkur og hljómplötur voru seldar á 5 krónur. Ţarna voru vitaskuld staddir margir slefandi biblíufílar međ ranann niđur í gömlum skruddum; en einnig fólk sem keypti bćkur í metramáli.

Ég kastađi mér yfir smáritakassana og fann ţar sjö góđa bita fyrir fimm krónur stykkiđ, t.d. óinnbundiđ eintak af Bjarnar sögu Hítdćlakappa frá 1847 í útgáfu Halldórs Friđrikssonar (sem var ritstjóri Fjölnis 1947-48) en einnig lítil ritgerđ eftir Valtý Guđmundsson: Nordboernes Skibe i Vikinge- og Sagatiden. Ţetta er sérrit sem var gefiđ út af félagsskap sem kallađur var Udvalget for Folkeoplysningens Fremme. Ritiđ kom út áriđ 1900 og var selt hjá G.E.C. Gad.

Ég átti fyrir bók Valtýs Privatboligen pĺ Islandi Saga-Tiden.

Privatbolig Valtýs sá ég um daginn á hvorki meira né minna en 23.000 ÍSK hjá gírugum íslenskum fornbókasala sem berst í bökkum. Privatboligen hćkkar greinilega eins og fasteignir Bjarkar. Mér ţótti ţví mikill happafengur ađ ná í víkingaskipabók Valtýs fyrir fimmkall - sem eru 103 sleipar ískrónur og rétt rúmir 50 aurar ađ auki. Hver segir svo, ađ ekki sé hćgt ađ verđa forríkur á fornbókmenntum eđa söguklámi?

mynd Valtýr

Engan furđar ađ Valtýr brosi.

Ég keypti sömuleiđis eintak af pólitíska skemmtiritinu MuldVarpen frá 1947, ţar sem neđanstćđ teikning Bo Bojesens (1923-2006) birtist. Hún kallast Síđasti Kokkteillinn. 5 krónur -/ kostađi atómkokkteill sá. Ţađ er líklega rík ástćđa fyrir ţví ađ borgin viđ sundin heitir Kaupmannahöfn og ađ svikahrappar og kúlulánafurstar eru enn á ţingi á Íslandi. Ég sel Moldvörpuna á 50.000 kall nćst ţegar ég er á Íslandi, ţví ţar eru allir orđnir svo stríđsóđir.

Bo Bojesen 47


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurđsson

Óska ţér til hamingju međ hagkvćm og möppudýr kaup Fornleifur.

Hér er ţađ í nytjaverslun Rauđa krossins sem gersemarnar dúkka upp, fólk ađ losa sig viđ bóka-arfinn í metravís.

Fyrir nokkrum árum var ég ađ leita heimilda í Grímu Ţorsteins M Jónssonar, og fór á bókasafniđ hér í bć, enda Ţorsteinn héđan af Hérađi.

Mér var tjáđ ađ bćkurnar vćru ekki til á bókasafninu og ţví sem nćst ófáanlegar, en ég gćti reynt ađ nálgast ţćr á Hérađskjalasafninu sem er í sama húsi. Ţar var ekki hćgt ađ fá bćkurnar lánađar, en ég mátti lesa á stađnum, sem ég gerđi.

Ţegar ég kannađi hjá fornsölum ţá var Gríma verđlögđ á yfir 20 ţús. Stuttu seinna rambađi ég á nytjamarkađ RKÍ og sá Grímu verđlagđa 8 ţús, vel međ farin 5 bindi og stóđst ekki mátiđ. Ekki fyrir löngu sá ég Grímu enn á ný á nytjamarkađi RKÍ og var hún veđlögđ á ekki neitt, eđa frjáls framlög.

Já ţćr eru víđa stundađar nú bókabrennurnar eftir ađ fólk hélt ađ arfurinn og viskan vćru komin á veraldarvefinn. Reyndar er Gríma nú komin á vefinn, en hvađ lengi veit náttúrulega engin.

Passađu ţig á ađ verđa ekki kexruglađur af síđasta kokteilnum ţarna í Köben.

Magnús Sigurđsson, 6.2.2023 kl. 19:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband