Félagi Árni, sendiherra okkar í Kaupmannahöfn

Arni

Mér til mikillar gleđi hefur loks veriđ sendur dugandi og ekta sendiherra til Kaupmannahafnar, sem ekki er úr embćttisverksmiđju Sjálfstćđisflokksins.

Árni Ţór Sigurđsson, gamall skólafélagi í MH, var vart búinn ađ skella hurđinni í lás í Moskvu, ađ hann fékk lyklavöldin í Kaupmannahöfn. Ţannig á ađ gera ţađ.

Ég leyfđi mér ađ óska nýjum sendiherra lýđveldisins til hamingju, og tel víst ađ nú verđi ég loks bođinn aftur í sendiráđiđ, líkt og ţegar ég veitti Svavari heitnum ráđ og fékk danskvand fyrir.

Ég skrifađi eftirfarandi á FB sendiráđsins, sem ég má búast viđ ađ verđi ţvegiđ ţegar menn koma til vinnu nk mánudag.

Mér finnst húfan hans Árna fara honum svo vel og legg til ađ hann fái leyfi til ađ bera ţetta höfuđfat sem embćttishatt.

Eins tel ég ađ ţađ fari Árna vel ađ aka um á hrađskreiđum sportsbíl, silfruđum, líkt og forveri hans hefur gert á miklum hrađa. Mađur verđur ađ vera á hrađskreiđum bílum til ađ mćta tímanlega í hanastél. Ég lýsti ţví í fyrra, hvernig bíll er ekki alltaf nóg fyrir hrađskreiđa sendiherra. Ţyrla eđa dróni gćti orđiđ lausnin, eins og umferđin er oft í Kaupmannahöfn.

Ţessa lofrćđu ritađi Fornleifur á FB sendiráđsins:

Ekki hefur komiđ betri mađur í embćttiđ síđan Svavar Gestsson gegndi ţví. Allir hinir hafa veriđ íhaldsrindlar og sér í lagi einn sem dundađi sér viđ ađ kaupa málverk og skran, ef hann rćgđi ekki landsmenn sína á skransölum Kaupmannahafnar. Ţađ er ţví bylting, ađ Árni sé kominn á koppinn í Křben. Vertu velkominn kammeráđ Árni. Eitt ber ađ varast hér í landi, og ţađ eru eggin. Ţau eru harđari, ódýrari og ferskari en ţau sem kastađ var í ţig á Íslandi í síđustu byltingu. Lifi byltingin í Kaupmannahöfn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband