Prentmótagerđ Hermanns Bertholds í Berlín og víđar

IMG_2323 c

Gamall skólafélagi úr MH, sem ég ferđađist međ til Orkneyja fyrr í ár, ásamt öđru góđu fólki á sama reki og viđ, fćrđi mér merkileg bók ađ gjöf í ársbyrjun. Hann hafđi fundiđ bókina á fornbókasölu í Reykjavík. Hann taldi bókina vera gersemi fyrir mig, og ţađ er hún svo sannarlega, enda er ţetta fágćt og frekar verđmćt bók.

IMG_2313 c

Bókin er eins konar katalóg yfir prentmót og stafi, upphafsstafi og alls kona bókarskreyti sem fyrirtćki Hermanns Bertholds í Berlín og víđar gáfu út. Stofnandi fyrirtćkisins Berthold, var ekki gyđingur. Hann bjó til stafagerđir fyrir ýmis tungumál, sem frćđimenn ţurftu öđru hvoru ađ nota. Áriđ 1924 gaf fyrirtćki Bertholds út stafabók fyrir hebreskar, arameískar og jiddískar bćkur. Útgáfan var gerđ međ ađstođ Josephs Tscherkassky frá Kiev, sem hafđi lengiđ rekiđ prentsmiđju fyrir hebreska prentun, Tanach-útgáfur (Gamla Testamentiđ), bćnabćkur alls kyns, sem og allra handa prentun á jiddísku, og allt niđur í bođskort og jafnvel bíómiđa. Bókin var endurprentuđ áriđ 1940, en bróđurpartur ţess upplags lenti á bókabrennum nasista og er sú útgáfa enn sjaldgćfari en katalógurinn frá 1924.

IMG_2315 c

Bókina sem MH-ingurinn gamli fann, bar stimpil frá stofnun í Kaupmannahöfn, sem ekki er lengur til. Ţađ var Den Grafiske Hřjskole. Ekki var bókin úr bókasafni skólans, heldur hefur hún öllu heldur veriđ seld ţar áhugasömum prenturum framtíđarinnar, sem hugsanlega höfđu áhuga á ađ prenta á hebresku eđa jiddísku. Lítiđ hefur ţó veriđ um slíkt í Danmörku.  Hugsanlegt er ţó einnig, ađ bókin góđa hafi veriđ í einhverju handbókasafni skólans.

IMG_2317 c

En ţađ er ţó stađreynd, ađ í Danmörku elska menn ekki bćkur eins mikiđ og sumir Íslendingar gjöra.

Bókasafni Den Grafiske Hřjskole var ađ sögn komiđ fyrir á Konunglega Bókasafninu (KB), en ţađ hefur ekki fengiđ eintak af téđri bók. Hiđ Konunglega Bókasafn Dana á ađeins eitt eintak, sem komiđ er úr einkabókasafni David Simonsens yfirrabbína (1853-1932).

Screenshot 2024-09-05 at 11-31-14 David Simonsen lex.dk – Den Store Danske

Simonsen var svo mikill bókafíkill, ađ annađ eins hefur vart ţekkst - hvorki fyrr né síđar. Konan hans, Cora, var lítil mjóna, annars hefđi hún ekki komist um íbúđ ţeirra hjóna fyrir skruddum. Bćkur söfnuđust upp á gólfinu, og "allt í einu var komiđ bókaborđ - og bókastóll". Ţetta var fyrir ţann tíma ađ menn fengu rykofnćmi. Sem betur fór komst Konunglega Bókasafniđ í safn Simonsens ađ honum látnum. Ţađ er einstakt, en nú hefur ţví veriđ hraukađ inn í eitthvađ pakkhús í iđnađarhverfi utan Kaupmannahafnar.

Ţeir sem hafa áhuga á meiri fróđleik um prentmótaframleiđsluna hjá Hermann Berthold, geta lesiđ sér til óbóta um prentmótabćkur forlags Hermanns Bertholds hér.

Hér má finna afar lúiđ eintak af bókinni fyrir 400 "bucks"" bandarísk - ef einhver hefur áhuga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband