Nú fer allt í hund og rófu

20241026_122908

Í Covid-faraldrinum, nánar tiltekiđ áriđ 2022, rakst ég á kassa á skrankaupstefnunni e-Bay. Ţađ var afar rammgerđur kassi sem hinn merki mađur Mark Watson hafđi átt.

Watson, sem var guđfađir íslenska fjárhundsins - eins og viđ ţekkjum hann í dag, sýndi áriđ 1939 skyggnumyndirnar og hélt fyrirlestra í íslenska skálanum á New York World Fair í New York sumariđ 1939. Tryggir lesendur Fornleifs geta lesiđ um ţađ afrek hans og ástríđur (hér) og skođađ myndasýningu hans (hér) í nýuppsetningu Fornleifs međ tilheyrandi hetjutónum.

20241026_122931iceland_pavillion

Skjöldurinn á skála Íslands á sýningunni í New York var eins og framhliđ medalíunnar sem búinn var til fyrir Ísland.

Sumir kannast kannski viđ medalíu ţá sem gerđ var í tilefni ađ ţátttöku Íslands á sýningunni áriđ 1939, og enn ađrir kynnu ađ ţekkja bók Watsons The Iceland Dog 874-1956: A Research on the Icelandic Sheepdog by Mark Watson, Wensum Kennels, Nicasio, California, 1956, en í henni greindi hann frá starfi sínu viđ ađ gera íslenska hundinn ađ fullgildum kynstofni á međal geltandi brćđra um allan heim. 

Ég lćt hér fylgja myndir af medalíunni, en bókina góđu getur hundafólkiđ hugsanlega fengiđ ađ láni á góđum, íslenskum bókasöfnum - ef ţau hafa ekki veriđ spöruđ til Heljar, svo ađ í stađinn sé hćgt ađ senda grćna sokka til Úkraínu.

Bókin sýnir ţeim sem ţetta skrifar, ađ Watson var fyrst og fremst glađur amatör, eins og ţađ er stundum kallađ. En stundum eigum viđ ţeim meira ađ ţakka en spangólandi skýjaglópum í fílabeinsturnum fjórđa flokks háskóla eins og t.d. eru reknir  á Íslandi. 

Skođiđ aftur ljósmyndasýningu Watsons i New York áriđ 1939 og geltiđ og urriđ endilega í mig, ef ţiđ hafiđ einhverju viđ ađ bćta, sem mćtti upplýsast og bćta viđ vitneskjuna um hinn góđa Watson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband