Vís orđ Íslendinga (1)

97CD2F5AF874FAC8002E6815A3EEC2CDB5DBF7853461BCE7FF2EDF3EDB7C4DBC_713x0

Glöggt er gests augađ, en stundum getur einstaka Íslendingur séđ hlutina í réttu ljósi.

Dr. Halldór Björn Runólfsson, fyrrverandi safnstjóri Listasafn Íslands og kennari minn í litasögu í MH á 8. áratug 20. aldar. Hin vísu orđ hans féllu í viđtali 25. febrúar áriđ 2017 viđ visir.is. Margt annađ gott kemur frá Halldóri í sömu grein.

Halldór Björn talar í viđtalinu um Trumpinn í Íslendingum. Ég hef séđ marga hugsanlega ćttingja Trumps á Íslandi, en hef ekki komiđ orđum eins vel ađ lýsingunni á ţessu furđufólki og Halldór Björn Runólfsson gerđi ţegar áriđ 2017.

Viđ eigum engan hauk í horni í stjórnsýslunni. Viđ Íslendingar erum soldiđ fyrir ađ göslast bara áfram í ţessum efnum og mér finnst stundum eins og ţađ sé örlítill Trump í okkur ţar sem viđ metum ekki menntun og fćrni ađ verđleikum. „I love the un­educated!“ sagđi Trump og viđ eigum ţetta soldiđ til,“ segir Halldór Björn og hlćr viđ tilhugsunina.

Meistari Halldór heldur áfram og safnar ekki vinum međ ţví ađ segja sannleikann:

„Ţađ örlar enn á fordómum gagnvart menntun í listum og listfrćđum. Sumir virđast enn halda ađ ţetta snúist um fínar frúr og sjá fyrir sér Gissur gullrass og frú Rassmínu ađ reyna ađ draga hann á Wagner-sýningar en hann vill bara fara ađ spila viđ strákana í bakherberginu. Ţessi ranghugmynd er föst í okkur sem er synd og ţess vegna er ég alltaf ađ segja mönnum ađ listamenn, ekki síst myndlistarmenn, séu alls ekki fólk sem fellur í ţessa kríteríu fordómanna. Ţeir eru miklu nćr handverkinu – fólki sem er inni á verkstćđum og vill sjá hlutina verđa til. Ţegar ég horfi á ţessa flóru af listamönnum sé ég fólk sem vill nota hendurnar og skapa. Ţetta vilja menn ekki skilja ţví ef ţađ er ekki fiskur eđa hrávara ţá eru öll ljós slökkt óháđ ţví hversu mikil verđmćti myndlistin skapar. ...“


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af ţremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband