Hver var listmálarinn SŢ?

466975024_3300953956705422_7811170904018190302_n

Fyrr á árinu spurđi ég fjasbókarvini, hvort ţeir vissu, hver hefđi málađ málverkiđ hér ađ ofan. Lítiđ var um svör.

Međ vilja greindi ég ekki frá sögu málverksins, eđa hvađ ţađ sýndi. Nú skal leyst frá skjóđunni í von um ađ einhver kveiki á perunni hvađ varđar listamanninn.

Listaverkiđ er alíslenskt og er málađ af . SŢ leigđi kjallarakompu af afa og ömmu á Hringbraut á 4. áratugnum. SŢ málađi ţarna vetrarmynd, útsýniđ út í garđinn fyrir framan Hringbraut 76 í Verkó (Verkamannabústöđunum) sem nú er búiđ ađ steindrepa eftir viđgerđir sem fóru ţar fram. Reynitrén, sem er enn hríslur á málverki SŢ, voru felld, steinveggurinn fyrir fram var mölvađur mélinu smćrra, sem tók sinn tíma ţví steypan og bindingar í Verkó eru međ ólíkindum góđar. Viđ viđgerđirnar voru einnig drepnar rósir afa og ömmu, sem ţóttu svo fallegar, ađ greint var frá í dagblöđum. Sömuleiđis var myrt sjaldgćf klifurplanta sem fađir minn hafđi međ sér frá Hollandi og sem Ingólfur Davíđsson grasafrćđingur mun hafa skrifađ um. Á Íslandi er arkitektúr alt, en umhverfiđ er ekki svo mikilvćgt og er ţví fórnađ á altari arkitektadýrkunar.

Afi og amma gáfu mér ţetta málverk, og hékk ţađ síđar í frábćrri íbúđ sem ég og kona mín vorum međ á leigu á Neshaganum á síđasta áratug 20. aldar. Nú er ég ađ íhuga nýjan ramma og viđeigandi stađ á veggnum heima hjá mér í Danmörku.

Afi, Vilhelm Kristinsson (ekki fréttamađur), sem ég hef skrifađ mikiđ um á blogginu, vegna ţess ađ hann reyndist mér svo vel, sagđi mér frá málaranum sem bjó í kompunni, á 4. áratugnum. Afa ţótti málverkiđ svo fallegt, ađ hann keypti ţađ af SŢ - eđa tók ţađ upp í leiguna. SŢ bjó í kompunni áđur en gyđingurinn Hans Mann Jakobsson bjó ţar eftir ađ hann missti annađ auga sitt. Afa ţótti málverkiđ svo fallegt, ađ hann keypti ţađ af SŢ. Hans Mann Jakobssyni var hjálpađ af afa og Ţorsteini Steffensen (ekki leikara) sem bjó á hćđinni fyrir neđan afa og ömmu, ásamt indćliskonu sinni Guđrúnu, sem keđjureykti örlitla pípu međ afar fúlu tóbaki. Í minningunni man ég mest eftir tóbakslyktinni, sem blandađist viđ ilminn af signum fiski og öđru ţjóđlegu ómeti. Guđrún var afar barngóđ kerling og skemmtileg, og ég sat oft međ ömmu í eldhúsinu hennar. 

En ég man ef til vill betur eftir síendurteknu ati sem hún stóđ í viđ drykkjumann, sem ódrukkinn var ţó hinn vćnsti mađur, sem bjó til vinstri á 1. hćđinni. Er hann var fullur var hann öđrum íbúum til mikils ama, en ţó ekki eins og kona hans sem átti viđ önnur vandamál ađ stríđa en drykkju. Ţannig getur fátćktin leikiđ menn grátt, ef ţiđ vissuđ ţađ ekki. Sá vínhneigđi, Gunnar V.J., var óskilgetinn sýslumannsson, lćrđur járnsmiđur, sem vann í saltfiski úti í "ćttararfleifđ" minni Örfirisey. En hugsanlega er hann minna ţekktur sem afi kaupmannsins Jóns Geralds Sullenbergers sem kom nýlega viđ sögu á Íslandi, ţegar hann vildi gefa verkamönnum og öđrum betri kjör í verslun sinni en einokunarklíkurnar gefa. Gunnar, afi Jóns Geralds Sullenbergers, sem afi sagđi mér ađ hefđi veiđ nasisti, braust inn á skrifstofu Kommúnista í Reykjavík ásamt nokkuđ yngri Hauki Morthens og flýđu ţeir í kjölfariđ til Kaupmannahafnar. Nú, ekki meira um ţađ. Best er ađ mála ekki of margar minningar.

Myndin eftir SŢ sýnir útsýniđ úr kjallara fátćkra Reykvíkinga á 4. áratugnum, og enn var ekki búiđ ađ reisa tvíbýlishúsin beint á móti viđ Hringbrautina. Ţađ sem ég heillađist af sem ungur var frábćr hćfni málarans međ pensilinn. Ég hef tekiđ ljósmyndina ţannig ađ dýptin í pensilsförnum sjáist sem best. Hún minnir á vissan hátt á sumar myndir van Gogh, hvorki meira né minna.

Margir sem hafa séđ myndina, án ţess ađ vita nokkuđ um hana, eru fullvissir um ađ franskur meistari hafi veriđ ađ verki. En ţetta var "bara hann SŢ", sem ég veit ţví miđur enn engin deili á. Getur einhver hjálpađ mér međ upplýsingar um SŢ?


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband