Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Penis destitutus in litore

imgp5108_b.jpg

Sigurđur Hjartarson kenndi mér í MH á sínum tíma (sjá hér) og var međal bestu kennara sem ég hef haft. Sigurđur hefur síđar orđiđ ţekktastur fyrir ređursafn sitt, Ređurstofuna sem varđ ađ Hinu Íslenzka Ređasafni, sem fyrst var til húsa í Reykjavík, svo á tímabilinu 2004-2011 á Húsavík og nú í furđulegu samlífi međ Tryggingastofnuninni á Laugavegi. Fornleifur er á ţví ađ ţađ sé hvergi meiri reisn á nokkru safni á Íslandi, nema ef vera skyldi á Skógasafni, hjá fremsta fornfrćđingi ţjóđarinnar Ţórđi Tómassyni.

Ţessi myndasyrpa er tileinkuđ Sigurđi Hjartarsyni. Hvalveiđasýning sjóferđasafns Hollendinga, Scheepvaartmuseum, í Amsterdam, sem ég heimsótti nýveriđ, espađi mig upp í ţetta typpa-show. Pennateikningin efst blasti viđ flennistór, ţegar inn í sýninguna var komiđ. Börn hlupu út af hrćđslu.

Ég segi síđar frá sýningunni en ţessi röđ mynda af strönduđum hvölum međ skaufann úti, fínu fólk og phallólógum? ađ mćla lengd hans, deili ég hér međ lesendum mínum. Hćgt er ađ stćkka hverja mynd međ ţví ađ ţukla međ músinni á hval ređriđ (ekki klikka).

bzrson.jpg
Hvalrekinn í Berckhey áriđ 1598, teikning frá 1599.
 

Áriđ 1598 strandađi hvalur á ströndinni viđ Berckhey í Hollandi, ţar sem einnig heitir Katwijk nćrri Scheveningen, ţar sem ég bađađi á ströndinni sem barn. Hvalrekinn og teikningar ýmissa listamanna af honum frá 17. og 18. öld er gaman ađ skođa og sér í lagi ţann gífurlega áhuga sem menn sýndu hvalređrunum. Upplýsingar um myndirnar er hćgt ađ sćkja á RijksStudio Rijksmuseums.

rp-p-ob-52_992.jpg
rp-p-ob-52_992b.jpg

  rp-p-ob-80_362.jpg

Hvalreki varđ nćrri Ancona á Ítalíu áriđ 1601. Notuđust Ítalir viđ hollenska list til ađ lýsa ţeim atburđi. Einu sinni rak ítalskan mann ađ Íslandsströndum, Paolo Turchi ađ nafni og var hann frá Ancona ef ég man rétt, en viđ ćfđum einu sinni og stćltum vöđva okkar hjá Hrafni heitnum og Ágústu Johnsson.

rp-p-ob-80_362_b.jpg
 
rp-p-ob-80_361_1.jpg
 
rp-p-ob-80_361_b.jpg
 
rp-p-ob-80_355.jpg
Listamađurinn sem bar ábyrgđ á ţessu var ekki áhugasamur um hvalaređur.
 
 rp-p-ob-4635_1231442.jpg
 
rp-p-ob-4635_b_1231445.jpg

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband