Ísland í töfralampanum: 4. hluti

13_miss_kjolhufa_copyright.jpg

Unga konan á myndinni hér fyrir ofan var rangleg talin norsk ţar til fyrir skemmstu. Hún, eđa öllu réttara myndin af henni, var til sölu sem hvert annađ aflóga rusl á eBay, og hún var í söluefni dćmd til ađ vera Norsari, eđa ţar til Fornleifur fann hana og gerđi henni hćrra undir höfđi.

Nú er sömuleiđis komiđ í ljós, ađ myndin er mjög sjaldgćf. Hún er ekki til í söfnum og ţangađ til ađ ţetta eintak fannst var myndin af ţessari hárfögru kona ađeins nefnd í sölulistum fyrir glerskyggnur međ myndum frá Íslandi frá 19. öld.

Ekki er hćgt ađ búast viđ ađ fáfróđir Bretar viti hvađan háeđalborin íslensk kona kemur, ţegar hún er nefnd til sögunnar sem "Woman wearing Hufa". Ţađ stendur svart á hvítu á mjóum límmiđa á kantinum á skyggnumyndinni. Ţađ var einmitt titill skuggamyndar nr. 13 í syrpunni England to Iceland sem upphaflega kom út hjá Riley brćđrum í Bradford um miđbik 9. áratugar 19. aldar.

Fyrir utan húfuna góđu, ber búningur hennar og skreyti öll einkenni íslensk upphlutar. Hún, blessunin búlduleit, er á sauđskinnsskóm ţar sem hún rakar á fullu á ljósmyndastofu í Reykjavík. Greinilegt er ađ ţetta var hefđarpía úr bćnum, ţví svona héldu ekta sveitakonur ekki á hrífu, ţó svo ađ rakstur hafi ávallt tengst rómantík og lír. Vćntanlega hafa útlendingar sem horfđu hugfangnir á syrpuna England to Iceland haldiđ ađ íslenskar konur trítluđu út á tún eđa út í mýri í sparifötunum. Af ţessu má einnig sjá ađ landkynningarstarfssemi hefur í árdaga sem síđar veriđ eintóm lygi og glansmyndagerđ, eins og svo oft síđar. Fyrst komu vitaskuld Landnáma og Íslendingabók.

Ţetta eintak af syrpunni England to Iceland af nr. 13. "Woman wearing Hufa" var selt af E.G. Wood í Lundúnum, sem á einhverju stigi keypti réttinn til ađ selja Íslandsskuggamyndir Riley Brćđra og kallađi hana A travel to Iceland. Eins og hćgt er ađ lesa á miđanum í efra vinstra horninu var E.G. Wood til húsa á 1 & 2 Queen Street i Cheapside í London. Heimilisfangiđ gefur til kynna hvenćr myndin hafi veriđ framleidd. Ţetta var heimilisfangs E.G.Wood árin 1898-1900. Myndatakan, sem eignuđ verđur Sigfúsi Eymundssyni fór hins vegar fram í byrjun 9. áratugar 19. aldar og jafnvel fyrr.

13_miss_kjolhufa_detail.jpg

Garđahúfa einnig kölluđ Kjólhúfa

Húfan sem konan ber, er heldur ekki hvađa húfa sem er. Ţessi húfa kallast Garđahúfa en einnig kjólhúfa og eru nokkrar ţeirra til á Ţjóđminjasafni. Ein ţeirra er nauđalík húfunni sem unga konan á myndinni er međ. Ţetta vissi Fornleifur ekki fyrr en nýlega, ţví greinilega hefur Garđahúfunni/kjólhúfunni ekki veriđ gert hátt undir höfđi í yfirreiđ um sögu íslenskra Ţjóđbúninga. Ţetta höfuđfat íslenskra kvenna á 19. öld hefur heldur ekki ekki hlotiđ náđ hjá hávirđulegri ţjóđbúninganefnd, en formađur nefndarinnar Lilja Árnadóttir safnvörđur á Ţjóđminjasafni Íslands upplýsti Fornleif ađ garđahúfur og kjólhúfubúningur séu ekki "löglegur" ţjóđbúningur.

Er eitthvađ samsćri í gangi gegn ţessu höfuđfati? Hér međ stofnar Fornleifur vinafélag Garđahúfunnar/kjólhúfunnar í von um ađ ţetta séríslenska höfuđfat, sem notađ var á 19. öld, og hugsanlega fyrr, verđi gert hćrra undir höfđi.

kjolhufa.jpg

Ein af nokkrum Garđahúfum/kjólhúfum á Ţjóđminjasafni Íslands. Hún var skráđ og varđveitt í Nordiska Museet i Stokkhólmi og hefur safnnúmeriđ NMs-38809/2008-5-130, en er nú (síđan 2008) í varanlegri varđveislu Ţjóđminjasafns. Húfunni er lýst sem: "Kvenhúfa (kjólhúfa). Efni svart flujel. Gullvírsborđi, 1,7 ađ br., efst og marglitur, rósofinn silkiborđi nćst, br. 2 cm. Tvöfaldur kross af ţeim á kolli: (hér er teikning). Á jöđrum efst eru bryddingar, međ rauđu silki innst og svörtu flujeli ytri: Baldýruđ stjarna eđa 5 blađa blóm er á hliđum efst. Silkiskúfar, grćnir og rauđir ađ aptan og framan efst. L. 27, samanl., h. 16 í miđju, 9 viđ enda, br. um miđju 17,5 cm. Gefin af R.A. Fóđruđ međ hvítum striga." Ţó ţađ komi ekki fram í skráningu, held ég ađ ţetta sé lýsing Matthíasar Ţórđarsonar sem skráđi íslenska gripi í Nordiska Museet.

Uppruni Garđahúfunnar/kjólhúfunnar eđa "Tyrknesku húfunnar"

Uppruni Garđahúfunnar er einnig mjög á huldu. Í grein sem Daniel Bruun skrifađi í Eimreiđina áriđ 1905, er ţetta upplýst um Garđahúfuna, og ţar birtist einnig brot af sömu myndinni og notuđ var í skuggamyndina hér ađ ofan: 

Sérstök tegund var »garđahúfan« eđa »tyrkneska húfan« (22. og 23. mynd), sem óefađ er mjög gömul á Íslandi. Hún minnir á fald ţeirrar konu, er stendur framar á 1. mynd; en sú mynd er frá lokum 16. aldar. Jafnvel brúđir hafa boriđ slíkar húfur fram ađ 1868. Yfirleitt virđist smekk kvenna ađ hafa veriđ variđ á ţann hátt: Jafnhliđa eftirsókninni eftir háa faldinum var og eftirsókn eftir fallega skreyttum húfum.

Hvađan heitiđ tyrkneska húfan kemur, skrifar Daniel Bruun ekkert um.

gar_ahufa.jpgEin af garđahúfum ţeim sem Daniel Bruun birtir myndir af í grein sinni í Eimreiđinni áriđ 1904.

Garđahúfunni/kjólhúfunni hefur svo um munar veriđ rutt út af síđum sögunnar. Getur hugsast ađ ţessi húfa sé síđbúinn ćttingi falda sem voru margs konar á Íslandi frá ţví á miđöldum? (Sjá hér). Mest af öllu líkist ţessi húfa höfuđfati karla í Serbíu, sem kallast sajkaca. Sá hattur varđ síđar betur ţekktur í annarri gerđ sem Titovka, og var slík húfa notuđ af flokksmönnum Josip Broz Titos sem börđust vasklega gegn nasistum. Vitaskuld eru engin tengsl ţarna á milli frekar en viđ svarta kjólhúfu Dorritar Moussaieff sem hún bar ţegar hún heimsótti fyrrverandi páfa ásamt eiginmanni sínum (sjá hér).

Eins er víst ađ konan á myndinni er hálfgerđ huldukona, og ţćđi Fornleifur allar upplýsingar um hana (ţó ekki símanúmer hennar). Er hún formóđir einhvers í hinum gríđarstóra lesendaskara Fornleifs, ţá hafi ţeir vinsamlegast ţegar samband viđ Fornleif, einn í einu. Fornleifur leyfir sér ţó ađ detta í hug, ađ konan sé engin önnur en hin ćvintýralega Sigríđur E. Magnússon, kona Eiríks Magnússonar bókavarđar í Cambridge (sjá hér). Fornleif grunar ađ neđanstćđ mynd Sigfúsar af konu í peysufötum međ gítar sýni sömu konu og ţá sem ber garđahúfuna á skuggamyndinni. Ţá er nú ekki langt í ađ mađur láti sér detta í hug ađ húfan hafi veriđ ein af mörgum hönnunarverkum hinnar litríku Siggu. Ekkert skal ţó fullyrt, ţví svipađar húfur ţekkjast úr Flatey, Vopnafirđi, Reykjavík og frá. Kannski var ţetta höfuđfat algengara en viđ höldum.

gitar Sigga.jpg

Sigríđur E. Magnússon á yngri árum? og á eldri árum.

sigga_rokk_1261148_1282246.jpg

Garđahúfan/Kjólhúfan er frćgari en menn halda

Ţó ađ ćđstaráđ ţjóđbúninganefndar hafi stungiđ 5 tommu nálum í allar óskir um ađ garđahúfan/kjólhúfan sé löglegur hluti íslensks ţjóđbúnings, ţá var kjólhúfan nokkuđ ţekkt í ţeim hluta Evrópu ţar sem menn keyptu og notuđu súpukraft í matargerđ sína. Súpukraftfyrirtćkiđ Liebig hafđi ţađ fyrir siđ ađ setja frćđsluefni á lítil spjöld í pakka eđa viđ dósir međ súpukrafti. Oft voru ţetta litríkar myndasyrpur um lönd og ţjóđir. Ţýskur, sjálfmenntađur efnafrćđingur Justus Freiherr von Liebig (1803-1873), hóf um miđja 19. öld ađ framleiđa ţurrkađan kjötkraft međ alls kyns "bćtiefnum" til ađ bćta heilsu vina sinna sem hríđdrápust úr kóleru og alls kyns magakvillum (efnaeitrunum og geislun).

Kjohufa Liebig

Fullvinnsla á dýrahrćjum fyrir súpukraft var fljótlega flutt til Uruguay og síđar til Argentínu, ţar sem ţýskir innflytjendur og nautgripahjarđir ţeirra eyddu landgćđum međ ofbeit svo Evrópubúar gćtu fengiđ ódýrt, ţurrkađ kjötsođ. En ţrátt fyrir meira eđa minna ómeđvitađa landeyđingu var fyrirtćki Liebigs Fríherra í mun um ađ frćđa fólkiđ sem keypti kraftinn í teningum (sem einnig gengu undir heitinu OXO) eđa sem duft í dós. Ţetta var ţví miklu menningarlegri kraftmiđstöđ en t.d. Maggi og Knorr sem sérhvert mannsbarn á Íslandi ţekkir og sem aldrei hefur nokkuđ barn frćtt. Frá og međ 1875 og fram á 8. áratug 20. aldar sendi fyrirtćkiđ Liebig/OXO frá sér um 11500 myndir á 15 tungumálum.

Tvćr seríur međ myndum međ íslensku efni voru settar í pakka međ kjötkrafti frá Liebig (sjá meira um ţćr síđar) og í einni ţeirra var mynd sem grafin hafđi veriđ eftir myndinni af konunni međ kjólhúfuna sem upphaflega seld var í sem skuggamynd hjá Riley Brothers og E.G. Woods. Konan međ hrífuna og Garđahúfuna var ţví međ ţekktari íslenskum konum áđur en Björk sönglađi sig til frćgđar og Vigdís varđ forseti - og aldrei hafa ţćr stöllur sett svo mikiđ sem tána í súputeningapakka. Liebig syrpan međ sex myndum sem Kjól-/Garđahúfu-konan birtist í kallađist á ţýsku Liebig Bilder Serie 846 "Island, das Land der Edda" og var fyrst gefin út áriđ 1911-1912. 

Manni leyfist líklega ađ spyrja: Hvers á ţessi frćga garđahúfaeiginlega ađ gjalda, ţá er hún ekki má teljast til búnađs íslenskra ţjóđbúninga?

kjolhufa_2.jpg

Fáni Dana, Rřdgrřd med flřde, var enn notađur á Íslandi ţegar Garđahúfan var upp á sitt besta, en ekki er hún ćttuđ úr Danaveldi.

Höfundur myndarinnar og aldur

Myndasmiđurinn sem tók myndina af konunni međ Garđahúfun var vafalaust Sigfús Eymundsson. Ţađ er auđséđ á handmálađa tjaldinu á bak viđ hana sem einnig  sést á nokkrum pappírskópíum eftir Sigfús sem varđveittar eru á Ţjóđminjasafni Ísland, sem sjá má á Sarpi. (sjá t.d. hér, hér, hérhér og hér). Sá möguleiki er einnig fyrir hendi, ađ einhverjir hafi fengiđ stúdíó Sigfúss Eymundarsonar ađ láni, en ţá mynd nafns síns notađist hann lengi á ljósmyndir sínar.  Ţađ verđur ekki útilokađ hér ađ ađrir hafi fengiđ ađ nota stúdíótjöld Sigfúsar - eđa jafnvel ađ Sigfús hafi tekiđ myndir fyrir Burnett og Trevelyan (sjá 3. hluta).

Myndin hefur ađ öllum líkindum veriđ tekin í byrjun 9. áratug 19. aldar um 1881-83. Myndin er skömmu síđar nefnd í sölulistum Riley Brćđra og síđar í lista E.G. Woods.  

tjaldi_1282235.jpg

Undirskriftasöfnun til stuđnings Garđahúfunni/Kjólhúfunni

Ţeir sem vilja hefja Garđahúfuna aftur til vegs og virđingar, líkt og ţegar hún var stjarna á kjötkraftsmyndum, mega vinsamlegast setja nafn sitt hér í athugasemdirnar. Konur og menn og ađrir sem vilja sauma sér slíkar húfur geta ugglaust fengiđ frekari upplýsingar á Ţjóđminjasafni Íslands. Skammt er í Gleđigöngur og hvađ er meira tilvaliđ fyrir menn sem ganga í kjól en kjólhúfa. Skúfhúfan, skotthúfan, spađafaldurinn, sér í lagi krókfaldurinn, skildahúfan, skarđhúfan og skautiđ ćttu ađ fara ađ vara sig. Konur eru fyrir löngu farnar ađ ađ kasta skúfhúfunni. Ţađ er orđinn löglegur réttur heimavinnandi karla ađ ganga međ ţessa hatta, líkt og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkurţorps sýndi okkur, en slík apparöt eru nú ef til vill einum of nýmóđins fyrir Fornleif. Setjum ţví brúna punktinn hér.

30522627.jpg

Auglýsing áriđ 1919 í Ţjóđólfi. Aldrei tapađi neinn Garđahúfu.

Upplýsingar um garđahúfur/kjólhúfur á Ţjóđminjasafni Íslands:

Ţjms. 279  ; Kölluđ garđahúfa
Ţjms. 2052 ; Garđahúfa frá Hofi í Vopnafirđi.
Ţjms. 2457 ; Garđahúfa frá Reykjavík.
Ţjms. 4509 ; Garđahúfa frá Reykhólum í Reykhólasveit.
Ţjms. 4642 ; Skráđ sem kjólhúfa. Frá Heydalsseli í Strandasýslu.
Ţjms. 9206 ; Garđahúfa úr Flatey á Breiđafirđi.
(Sjá mynd hér fyrir neđan).

gar_ahufa_2.jpg

Og loks sú sem var međal gripanna sem komu frá Nordiska Museet 2008.
2008-5-130; Skráđ sem kjólahúfa. Sjá mynd ofar

Ţakkir fćr Lilja Árnadóttir fyrir ađ veita upplýsingar um garđahúfur Ţjóđminjasafns. Húfurnar hafa ţví miđur ekki allar veriđ ljósmyndađar enn, og ţess vegna er ekki hćgt ađ sýna ţćr hér.

Fyrri kaflar

Ísland í töfralampanum 1. hluti

Ísland í töfralampanum 2. hluti

Ísland í töfralampanum 3. hluti


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jćja! Hvernig halda ekta sveitakonur ţá á hrífu? Ţessi kona heldur hárrétt á hrífunni. Varst ţú aldrei í sveit á ţínum sokkabandsárum?

Reyndar held ég ađ hrífan ein sýni ađ konan er íslensk (eđa ađ myndin sé í ţađ minnsta tekin á Íslandi).
Ég man ekki til ţess ađ hafa séđ svona hrífur í Noregi og sá ég ţó forn vinnubrögđ eins og ađ hengja hey upp á snćri til ađ ţurrka ţađ (hesjur).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 26.5.2016 kl. 21:29

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţá er ţú kemur hér viđ Torfi, er ţađ iđulega til ađ tala međ andagt um eitthvađ annađ en ţađ sem skiptir máli. Ég međtek ađ ţú sért meiri sérfrćđingur í íslenskum sveitakonum en ég. En ekta sveitakonur sem elska Guđ og biđja er ekki örvhentar eins og konan á myndinni, nema ađ allir á bćnum séu svo skyldleikarćktađir ađ ţeir séu ţađ líka. Ekta sveitakona sem bölvar gyđingum fram ađ páskum gengur ekki međ fingurgull í heyskap eins og ţegar hún er ađ plokka í gítarinn sinn. Íslenskar sveitakonur voru ekkert hjaltalín eđa postulín, og pössuđu vel sitt pjátur, silfur og gull og voru ekki međ ţađ á sér til ađ auka sársaukann viđ heyvinnuna. Svona hrífur eru til í Noregi, en ţađ kemur ekki málinu viđ. Allt nema konan sýnir okkur ađ myndin sé frá Íslandi. Garđahúfan (sú "tyrkneska), upphluturinn, sauđskinnsskórnir sem og tjaldiđ hans Sigfúsar.

Taktu eftir ţví, hvernig hún heldur á hrífunni, Torfi. Eins og jómfrú um typpi.

Ekta sveitakonur tóku í hrífuna eins og ţessi hér fyrir neđan á myndinni frá Skagaströnd, sem virđist ţar á auki hafa fariđ í sömu fötin og formćđur hennar á landnámsöld gengu í viđ heyannir. Ţađ var greinilega mikill munur á fólki á Íslandi. Hvar varst ţú eiginleg í sveit, Torfi?

420903818402778_1282276.jpg

FORNLEIFUR, 27.5.2016 kl. 04:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband