Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2024

200 skífur á Stöđinni eđa bara mjólkursteinar

FB_IMG_1720299904434

Dr. Bjarni F. Einarsson er búinn á vertíđ sinni á Stöđ í Stöđvarfirđi í sumar. Ekki vantađi heldur stuđfréttir ţetta áriđ (2024). Fyrr á árum hafa margar fréttir komist í annála og veriđ teknar fyrir í harđri gagnrýni Fornleifs, sem hefur reynt ađ sjá ţađ skemmtilega í allri vitleysunni sem stundum vellur ţarna upp úr moldinni fyrir austan.

Bjarni F. Einarsson greindi í ár sérstaklega frá skođunum sínum á hringlaga steinflögum sem ţar finnast í tugatali. Ţćr eru flestar manngerđar og úr steini sem er ađ finna í Stöđvarfirđi og á Austfjörđum - en ekki frá framandi löndum eins og perlan frćga, sem Bjarni langsótti ţađan fyrir nokkrum árum. Bjarni greindi frá ţví í sumar, ađ einhver gárungur hefđi stungiđ upp á ţví ađ ţetta vćru spilapeningar (enska: jettons) og ađ Stöđ vćri fundiđ elsta, íslenska spilavítiđ. Enn taka menn íslenska fornleifafrćđi greinilega ekki mjög alvarlega. Af hverju skyldi svo vera? 

Nú síđast greindi Bjarni sjálfur frá ţví ađ hann hallađist ađ ţví ađ skífurnar hringlaga sem ţar finnast í miklum mćli, hafi veriđ einhvers konar tappar á dýrabelgi, sem menn fluttu fulla af lýsi til Noregs, vel ađ merkja lýsi sem unniđ var spölkorn frá sjávarsíđunni. Ţarna áđur fyrr gerđu menn allt til ađ tefja fyrir sjalfum sér,

Fyrir utan ađ ég trúi ţví hvorki, ađ lýsi hafi veriđ flutt til Noregs alla leiđ frá Íslandi, né ađ búaseta í Stöđvarfirđi hafi hafist miklu fyrr en ţađ hefđbundna landnám sem viđ getum stađfest međ mismunandi ađferđum og heimildum til síđari hluta 9. aldar, ţá tel ég tappakenningu Bjarna fámóta fjárstćđukennda. 

Lesa fornleifafrćđingar sér ekki til í bókum um fornleifafrćđi Vestnorrćnna landa? Lengi hafa fundist flatar steinskífur viđ fornleifarannsóknir á Skotlandi, í Orkneyjum, og á Hjaltlandi. Flestar ţeirra eru tengdar Péttum, en sumar hafa ţó fyrir vissu fundist í mannvistarlögum norrćnna manna sem settust ţar ađ, og ţađ mestmegnis friđsamlega. Margar ţeirra eru međ skreyti en ađrar ekki. Ţar, líkt og í Stöđvarfirđi, er ósköp lítiđ vitađ hvađ menn gerđu međ ţessa steina, annađ en ađ merkja sér eitthvađ - hugsanlega til ađ merkja vöru líkt og ţeir notuđu svokallađa pulsupinna og vörupinna á miđöldum.

Kannski hafa komiđ Péttar  (Enska: Picts) til Íslands međ landnámsmönnum og veriđ ađ búa til svona skífur í frístundum sínum, sem ţeir hafa svo fullklárađ kaldar vetrarnćtur í búum norskra höfđingja og sjórćningja í Orkneyjum sem sóttu eitthvađ gott, annađ en lýsi, til stórrar eyju í norđri. Norđmenn settust ađ á Orkneyjum í lok 8. aldar. 

Ef Norđmenn hafa vitađ um Ísland, fyrr en almennt er álitiđ, ţá er hugsanlegt ađ ţeir sem tóku Hjaltland og Orkneyjar hafi hugsanlega fariđ međ vinnuafl til Íslands á 9. öld, ef til vill mörgum áratugum fyrir hiđ háheilaga 874 árstal 12. aldar manna sem reyndar vissu sínu viti. 

FB_IMG_1720267357827

Ćtli kona ţessi sem nýlega var ađ grafa upp Péttaminjar í East Lamont, Perthshire á Skotlandi hafi hugmynd um ađ steinninn sem hún heldur á hafi ef til vill veriđ notađur til ađ flóa mjólk. Steinarnir hér fyrir neđan fundust í Jarlshof á Hjaltlandseyjum , ásamt mörgum fleirum, og teljast steinarnir tilheyra menningu Pétta. ţađ er ég nú ekki viss um. Myndin efst er frá sama stađ. 

 

canmore_image_SC01134047

Fornleif langar hins vegar ađ sjá eitthvađ meira bitastćtt frá Bjarna í Stöđ en steinskífur til ađ geta ályktađ eitthvađ grjóthart um slíkt. Kannski eins og eina röđ af 30 kolefnisgreiningum sem ekki eru mótsagnakenndar, líkt og sendisveinn Fornleifs lét sjálfur gera á fornleifum frá Stöng í Ţjórsárdal. Ţćr lokuđu á ruglurök íslenskra jarđfrćđinga um ađ búsetu hefđi lokiđ ađ fullu á Stöng og í Ţjórsárdal eftir gosiđ í Heklu áriđ 1104.

Nauđsynlegt vćri einnig fyrir Bjarna Einarsson og starfsmenn hans ađ finna gripi sem međ vissu eru aldursgreindir fyrr en 874. Slíkt hefur hann ekki í höndunum enn sem komiđ er.

Bjarni er vissulega duglegur fornleifafrćđingur og líklega skilar margra ára erfiđi hans einhvern tíman árangri. Viđ gefum ekki upp vonina, og látum ekki ruglađar indverskar perlur, sem Bjarni taldi sig hafa fundi, eđa ađra arfavitlausa auglýsingamennsku standa í vegi fyrir ţví. 

En fáum nú ţessar 30 kolefnisaldursgreiningar sem upp á vantar fyrir trúverđugar yfirlýsingar um landnám fyrir landnámiđ.

facebook_1720263451479_7215307875594316613

Jólasveinninn kom einnig fyrstur allra til Austfjarđa, fyrir Landnámiđ á Stöđinni. Fyrstu áramótin voru hugsanlega haldin fyrir austan enda kemur tíminn fyrst austur eins og kunnugt er...

Mjólkursteinar 

Annars heldur sendisveinn Fornleifs sig vita, hvernig hringlulaga steinar sem ţessir voru notađir. Sendisveinninn telur ţetta vera mjólkursteina. Setti mađur ţá vel heita af eldi, einn eđa fleiri, í botninn á grýtum, ţá sauđ mjólkin ekki upp úr eđa brann viđ. Segir frá ţessu í  Ljósvetninga Sögu:

Ţá kom Guđmundur (Eyjólfsson á Möđruvöllum) heim og var ţađ siđur hans ađ koma til hvers húss er var á bćnum og er hann gekk til öndvegis ţá lagđist hann upp og talađi viđ Ţórhall. Sagđi hann Guđmundi draum sinn og eftir ţađ réttist Guđmundur upp og var ţá fram kominn matur. Mjólk var heit og voru í steinar.

Ţá mćlti Guđmundur: "Eigi er heitt."

Ţórlaug mćlti: "Kynlega er ţá" og heitti steinana aftur.

Síđan drakk Guđmundur og mćlti: "Eigi er heitt."

Ţórlaug mćlti: "Eigi veit eg nú Guđmundur hvar til kemur heitfengi ţitt."

Og enn drakk hann og mćlti: "Ekki er heitt."

Ţá hneig hann á bak aftur og var ţegar andađur. 

Lesiđ enn fremur í bók meistara Ţórđar Tómassonar Mjólk í mat (2016), bls. 87. 

Skotavinafélagiđ á Íslandi biđur Bjarna Einarsson vćnstan um ađ fá sér smá veskjutár (Wiskey) međ flóamjólk og hunangi og íhuga málin betur. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband