Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2025

Pabbi og hundurinn hans, sem ég man ekki hvađ hét

Wim i Nord-Amsterdam 1931

Eftir ađ afi minn og amma í Hollandi fluttu frá íbúđ viđ Waterlooplein í Amsterdam, ţar sem nú stendur borgaróperan í Amsterdam, og löngu fyrr hafđi veriđ síki sem hét Leprosengracht (Holdsveikrasíki), héldu ţau međ einkasoninn rauđhćrđa út í sveitasćlu í Noord-Amsterdam, ţangađ sem mađur tók ferju í ţá daga.

Úti í hćttulegri "hálfnáttúrunni" ţótti ömmu minni nauđsynlegt ađ fá sér hund. Afi minn henti gaman ađ ósk hennar og vali á hundi. Fenginn var blakkur hundur af kyni belgískra lögregluhunda (Malinois). Ţetta var afgamalt og góđlátleg grey og engir lögreglustćlar eftir í honum, og eins víst ađ honum hafi aldrei veriđ sigađ á nokkurn mann. Amma mín vildi fá hundinn, ţar sem sígaunar (Sinti frekar en Roma) voru međ búđir úti á velli ţar skammt hjá, ţar sem áđur höfđu veriđ ćfingabúđir knattspyrnuliđsins AJAX, sem upphaflega var ađ mestu knattspyrnuliđ gyđinga.

Föđur mínum, sem nýlega varđ 99 ára á himninum, ţótti afar vćnt um hvutta, og var aldrei banginn viđ sígauna og lék sér međ börnum ţeirra og borđađi hjá ţeim broddgelti sem steiktir höfđu veriđ í leirhjúpi. Ţá uppskrift hafđi ég heyrt um löngu áđur en ég las um hana í smásögu eftir Thomas eđa Heinrich Mann í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ.

Ég man ekki lengur hvađ hvutti ţessi hét - en einhvern tímann sagđi fađir minn mér ţađ. Líklegt ţykir mér ađ Hvutti hafi ekki veriđ hreinrćktađur Rassenhund og ţessi góđlátlega skepna gerđi víst aldrei sígaunum mein og hefur líklegast hvorki veriđ sígaunahundur né snati löggunnar í Hollandi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband