Fćrsluflokkur: Bloggar

Danska moldin geymir margt

untitled-duplicated-02.jpg

Ţađ er mikil íţrótt í Danmörku ađ fara um međ málmleitartćki um lendur bćnda sem ţađ leyfa og leita ađ fjársjóđum.

Í Danmörku finna málmleitarmenn nú orđiđ flesta ţá málmfundi og sjóđi sem bitastćđir ţykja í Danaveldi og víđar. Taliđ er ađ flestir hópar og klúbbar málmleitartćkjamanna séu heiđarlegt fólk sem skilar af sér verđmćtunum á tilheyrandi safn, sem síđan rannsakar fundarstađinn ţegar uppskeru á akri bóndans lýkur.

Lög í Danmörku, svokölluđ Danefćlov (Dánarfjárlög), sjá einnig til ţess, ađ ţeir sem sjóđina finna fái eitthvađ fyrir sinn snúđ. Tekiđ skal fram, ađ leit ađ fornminjum á Íslandi međ hjálp málmleitartćkja er ekki leyfileg almenningi eđa sérfrćđingum nema ađ fengnu leyfi Minjastofnunar Íslands (áđur Ţjóđminjavarđar). Ţess ber einnig ađ geta, ađ enn hefur ekki fundist óáfallinn silfursjóđur í Danmörku, líkt og gerđist á Miđhúsum áriđ 1980. Ísland hefur greinilega sérstöđu á međal ţjóđanna, einnig ţegar kemur ađ hreineika eđalmálma í jörđu.

Nýlega hafa fundist nokkrir merkir fundir í Danmörku međ ađstođ málmleitartćkja og alltaf má búast viđ ađ einhverju á Borgundarhólmi, eins og áđur greinir, en ţar voru menn ríkir á góđa málma á Víkingaöld, enda hafa ţar líklega búiđ margir víkingar og kaupahéđnar.

"Nýjasti" sjóđurinn sem málmleitartćkin hafa fundiđ á Borgundarhólmi (Bornholm) er mjög sérstakur. Eftir ađ nokkrar myntir höfđu veriđ teknar upp af fjársjóđaleitarfólkinu í málmleitargenginu "Nissebanden", gátu fornleifafrćđingar, sem kallađir voru til, náđ mestum hluta sjóđsins upp í moldarköggli. Hann er veriđ ađ rannsaka á Ţjóđminjasafni Dana. Sjóđurinn, sem hefur veriđ grafinn niđur nćrri bćnum og kirkjunni Vestermarie um 1080, inniheldur meira en 250 gullpeninga, silfurspennu, fingurbaug úr gulli og steypta silfurstöng.

Međal myntanna eru gulldínarar sem slegnir voru á Egyptalandi áriđ 1040, ţegar Al-Mustansir Billah (Abu Tamim Ma'add al-Mustanánsir billah) var kalífi í Kaíró. Hann komst til valda áriđ 1036, ţá ađeins 6 ára gamall, og ríkti fram til 1094. Einnig fannst viđ Vestermarie gullmynt erkibiskups í Köln sem hét Annó II, og sem uppi var 1010-1075. Erkibiskup var hann frá 1056 til 1075. Anno II var tekinn í heilagra manna tölu áriđ 1153.

anno.jpg
Myntin sem slegin var í Erkibiskupstíđ Annós II er af
gerđ sem ekki hefur áđur fundist eđa ţekkst.
 

Fornleifafrćđingar á Borgundarhólmi viljaendilega klína "víkingastimpli" á sjóđinn. Ég tel ţađ vera út í hött, ef yngstu gripir sjóđsins eru frá ţví um 1080. Fornleifafrćđingar og danskir fjölmiđlar velta ţví einnig fyrir sér hvađa tengsl "víkingar hafi haft viđ Egypta". Engin, er svariđ, en í Landinu helga, (Ísrael/Palestínu) ţangađ sem menn voru farnir ađ fara í suđurgöngur og krossfarir í lok 11. aldar, og Sigurđur Jórsalafari fór 1107-1108, voru ţessir dínarar gangmyntir og stundum löngu eftir ađ myntirnar höfđu veriđ slegnar.

Gulldínara frá valdatíma Al-Mustansir Billah kalífa er reyndar hćgt ađ kaupa fyrir 40.000 - 80.000 krónur stykkiđ hjá góđum myntsölum í dag. Fyrir fáeinum árum datt fornleifafrćđistúdent einn í Ísrael bókstaflega í lukkupottinn. Stúdentinn fann 108 gulldínara frá tímum Fatimída kalífatsins, sem Al-Mustansir Billah tilheyrđi, sem hafđi veriđ komiđ fyrir í leirkrukku í gólfi krossfarakastala í Arsur (Appolonia), norđur af Jaffa. Kastalinn var notađur af krossförum á síđari hluta 13. aldar. Myntirnar í krukkunni voru frá tímabilinu 908 - ca. 1100. 

Nýlega fannst sömuleiđis forn sjóđur á Fjóni sem innihélt leifar af hringspennu gylltri, sem einnig hefur á einhverju stigi veriđ sett steinum, áđur en plógar aldanna hafa eyđilagt gripina í sjóđnum. Í sjóđnum var einni heilt innsigli Nicolais nokkurs Hwide og mun sjóđurinn vera frá ţví um 1300-1350, eđa jafnvel síđar ef dćma skal út frá leturgerđinni á innsigli Nikolais Hvíta. Sjóđurinn hefur ţó ekki veriđ rannsakađur til hlítar. 


Konurnar í Andvörpum voru íslenskar

768c.jpg

Söfn eru aldrei betri en fólkiđ sem vinnur á ţeim. Ţetta á einnig viđ um bestu söfn í heimi, t.d. Louvre i París. Ég kem ađ ţví síđar.

Áriđ 1999 birti ég stóra opnugrein í Lesbók Morgunblađsins um teikningar meistara Albrechts Dürers. Ţćr tel ég vera af íslenskum konum. Á ţeirri skođun voru einnig sérfrćđingar 19. aldar, hollenskur sérfrćđingur á 20. öld og t.d. Björn Ţorsteinsson sem birti eina myndanna í bókum sínum um miđaldasögu. Ég bar ritháttinn á skýringum Dürers undir Stefán heitinn Karlsson, og hann las Eissland en ekki Eiffland eins og sumir ţýskir sérfrćđingar ćttađir frá Eystrasaltslöndum.

Vegna misskilnings ţýsk ţjóđlífslistamanns síđar á 16. öld. Joost Ammans, sem ekki gat lesiđ skrift Dürers, urđu ţessar konur, sem hann endurteiknađi, ađ líflenskum konum og međ tíđ og tíma héldu menn ađ ţćr vćru frá Líflandi, ţ.e.a.s. frá svćđinu á milli Eistlands nútímans og Lettlands.

heynes3_1227983.jpg
Í Heynesbók, AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu. Faldur drukknu konunnar í Heynesbók er mjög líkur faldi fyrirkonunnar á myndinni efst. Sjá enn fremur hér

 Ţegar ég hafđi á sínum tíma samband viđ Louvre og ţýskan sérfrćđing, fékk mjög hofmóđug svör, sérstaklega frá maddömunni í Ţýskalandi, sem ekki tók vel í erindi mitt, sem ég lét fylgja myndir úr íslensku handriti máli mínu til stuđnings, sem og ađrar upplýsingar, sem birtust í grein minni í Lesbókinni. Sumu fólki finnst ekki gott ađ breyta og umbylta fastfrosnum skođunum sínum.

768b.jpg

 

Tölvupóstur frá Inu Line

Ég gladdist ţví mjög í fyrra er ég fékk tölvupóst frá listsagnfrćđingi og sérfrćđingi í búningum eistneskum, sem heitir Ina Line, sem ţekkti fornleifafrćđing danskan sem ţekkti mig. Ina Line vildi vita, hvađ ég hefđi skrifađ um konurnar í lćrđri grein minni í Lesbók Morgunblađsins, sem hún hafi rekist á á veraldarvefnum. Ég sendi Line línu og sagđi henni ţađ í stórum dráttum, og hún var sammála mér. Engir búningar sem ţessir sem Dürer teiknađi, ţekkjast frá Eistlandi og Lettlandi. Menn hafa einfaldlega Lesiđ Eissland sem Eiffland. Lífland var á tímabili kallađ Eiffland.

Ef fariđ er inn á vef Louvre, er enn sagt ađ konurnar séu frá Livonie, en einnig er búiđ ađ bćta Íslandi viđ. Ţetta gćti hugsanlega ruglađ einhverja í ríminu, ţví Ísland og Lífland eru allfjarri hvoru öđru, og jafnvel ţó svo ađ einhverjir stórhuga menn hafi klínt Íslandi í Eystrasaltsráđiđ eftir afrek Jóns Baldvins og ekki síst Jóns Vals Jenssonar fyrir ţau lönd.

Líklegt ţykir mér ađ konurnar á myndum Dürers hafi veriđ samfeđra einhverjum af ţeim Pálum eđa Hannesum sem áttu allt á Íslandi  16. öld, og ađ ţćr hafi ţarna veriđ međ mönnum sínum sem ćtluđu ađ koma ár sinni vel fyrir borđ, ţegar Kristján II Danakonungur seldi Ísland hćstbjóđanda í Niđurlöndum. Karlanginn hafđi áform um slíkt, enda var hann á hausnum eftir hernađ gegn Svíum. Sigbrit Villomsdóttir, hin hollenska móđir látinnar frillu Kristjáns konungs, Dyveku, var honum innan handar. Sigbrit sá á tímabili um öll fjármál Kristjáns. Meira um hana og Stjána síđar.

768_2.jpg
Sjáiđ ţessa fínu sauđskinnskó međ bryddingum.

Ţess má geta ađ fyrir nćr 25 árum síđan fćrđi ég búningasérfrćđingi Ţjóđminjasafnsins, Elsu E. Guđjónsson, litmyndir af myndum Dürers úr safni auđmannsins og síonistans Edmonds de Rotschilds sem er varđveitt í Louvre. Vonađist ég til ţess ađ hún gerđi ţeim skil. Henni ţótti mjög ólíklegt ađ myndirnar sýndu íslenskar konur, en gat ţó ekki rökstudd ţađ á neinn hátt. Henni entist ekki aldur til ađ rita um ţetta eins og svo margt annađ.

Elstu myndirnar af íslenskum konum á erlendri grundu, ef ekki elstu myndirnar af íslenskum konum yfirleitt, eru teikningar meistara Albrechts Dürer. Einhvern tíman uppgötvar hiđ stóra Louvre ţađ, sem og ađ Ísland og Lífland hafi aldrei veriđ nágrannalönd. Ţangađ til ríkir franskur stórbokkaháttur og lítilsvirđing.

durerface.gif

Malbik er lausnin

706199

Eftir miklar vangaveltur hafa mér fróđari menn ákveđiđ ađ vernda náttúruna međ malbiki.

Ţetta er líklega ţađ sem koma skal. Sumir vilja ólmir stórhýsi ofan á viđkvćmar fornminjar og malbiksstígar um náttúruperlur eru auđvitađ kćrkomin lausn fyrir ađra fatlađa en ţá sem hella vilja malbiki yfir náttúruna. Fram međ hjólabrettin!

Eru Íslendingar ekki farnir ađ láta malbika og valta einum of mikiđ yfir sig, eđa eru ţeir hćttir ađ geta gengiđ á móđur jörđ nema ađ hún sé öll útötuđ í tjöru?

Icelandic Nature


mbl.is Göngustígar malbikađir í Dimmuborgum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ť Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband