Fćrsluflokkur: Ćttfrćđi
Villatal
2.9.2020 | 19:52
Vegna viđlođandi gróusagna utan ritstjórnargangsins á Fornleifi um ađ Vilhjálmarnir í fjölskyldu sendisveins Fornleifssafns séu úr Árnessýslu, skal slíkt slúđur hér međ kveđiđ niđur fyrir fullt og allt. Menn verđa ađ fara ađeins lengra međ ćttfćrsluna en austur fyrir fjall.
Ekki má skilja ţetta ţannig, ađ sendisveininn hafi eitthvađ á móti ţví ađ vera úr Árnessýslu. Nei, svei mér ţá, nei, en hann langar ţó ekki til ađ menn haldi ađ hann sé skyldleikarćktađur eins og ritstjórinn.
Hér verđa kynntir til sögunnar nokkur ađeins föngulegri menn en konungur sá sem greint var frá í fćrslunni hér á Fornleifi um daginn. Reyndar bera allir karlarnir sem sagt verđur frá hér há-konunglegt og keisaralegt nafn. Vilhjálmur heiti ég og fađir minn hét ţađ líka, ţó hann hafi upphaflega heitiđ Willem. Afar mínir voru báđir ađ fyrsta nafni Willem og Vilhelm á Íslandi (sem ég hef skrifađ um hér, hér og hér) og langafi minn var einnig Willem. Ég telst ţví vera Vilhjálmur 4. í minni fjölskyldu og geri ađrir betur. Fáar fjölskyldur eiga eins marga Villimenn.
Willem I
Fyrstur Vilhjálmanna var langafi minn í Hollandi. Ţegar fađir hans fćddist var Willem Frederick 1 Hollandskonungur (1772-1843) viđ völd. Hann var krýndur konungur Niđurlanda áriđ 1815 (ţmt Belgíu fram til 1830) og stórhertogi af Lúxemborg). Áđur, eđa frá 1813 til 1815 hafđi hann stjórnađ ţví sem skilgreint var sem Furstadćmiđ Hollandi (sem varađi í ađeins tvö ár eftir Bonapartekonungana tvo). Bar hann ţá nafniđ Willem VI Frederick.
Fjölskylda mín var svo ţakklát borgararéttindum, sem Willem I veitti ţeim, ađ nú skyldu allir heita Willem eđa Frederick, ađ minnsta kosti sem annađ nafn. Eitt af ţví fáa sem ég veit um Willem Izäk er ađ amma hans var frá Livorno á Ítalíu og var hann ţví mjög rómantískur, dramatískur og skapstór. Hann rak trésmíđaverkstćđi sem sérhćfđi sig í dyrabúnađi, hurđum og ţiljum, m.a. í opinberar byggingar í Amsterdam. Hann var međ verkstćđi sín í Amsterdam, en ađallega í Dordrecht, ţar sem vinnuafliđ var ódýrt. Ekki held ég ađ hann hafi sjálfur veriđ trésmiđur, en hurđir ţćr sem verksmiđja hans framleiddi voru sumar mjög veglegar og á stundum útskornar af listamönnum og síđan ţykkt lakkađar. Ţćr má enn sjá í gamla ráđhúsinu í Amsterdam og í hráefniskauphöllinni Beurs van Berlage (sem ber nafn arkitektsins H.P. Berlage). Ég veit afar lítiđ um karlinn, annađ en ađ amma mín var lítt hrifinn af honum og kallađi hann dachshundinn (langhundinn) ţótt lágur vćri hann í loftinu - hún átti víst viđ andlitsdrćttina.
Fađir minn man eftir afa sínum er fjölskyldan kom saman og bar Vilhjálmur fyrsti ţá alltaf háan hatt um hátíđir. Pabbi sagđi ađ skeggiđ á honum hafđi stungiđ eins og kaktus ţegar hann kyssti hann á kinnina. Svo ekki hefur karlinn veriđ allvondur ef hann var góđur viđ börn. Ég skođađi stoltur nokkrar hurđir hans hér um áriđ, ţegar mér var bođiđ ađ flytja svokallađan Capita Selecta fyrirlestur viđ Fornleifadeild Háskólans í Amsterdam, sem ţá var til húsa viđ Singel.
Willem II
Sonur hans og nafni fór ađrar brautir og skráđi sig í hollenska herinn, ţó fađir hans vildi ađ hann héldi áfram hurđaframleiđslunni. Hann var í verkfrćđisveit hersins. Efst er mynd af honum (međ háa hattinn) međ liđi sínu rétt eftir fyrri heimsstyrjöld. Ţađ var stíll yfir karli.
Fađir minn og hann voru harla ólíkar týpur. Hermađurinn var fyrir aga og nákvćmni og fađir minn greindi mér frá ţví ađ hann hefđi vikulega tekiđ alla skó og gljápússađ ţá og rađađ ţeim međfram veggnum í forstofunni. Síđar varđ hann starfsmađur í landvinningadeild innanríkisráđuneytis Hollands í den Haag, fram til 1941/42. Hann var landmćlingamađur ađ mennt og verksviđ hans í ráđuneytinu var umsjón međ landuppbyggingu í IJsslemeer (nánar tiltekiđ ţví svćđi sem heitir Nordoostpolder). Hann var einnig mjög gefinn fyrir fleiri kvenmannshendur en ţćr tvćr sem venjulega eru í bođi fyrir góđa menn; Hann lét sér víst ekki nćgja konu ţá sem hann kvćntist. Ţannig var ţađ einnig međ einn bróđur hans, sem ađ sögn átti konur í ţremur heimsálfum, m.a. í Indónesíu. Ég ţarf víst ađ fara ađ finna frćndur mína í austurálfu.
Afi minn í garđi sínum í den Haag áriđ 1940.
Ţriđji Vilhjálmurinnn, fađir minn, bjó fyrstu ćviár sín alveg á horninu viđ Waterlooplein, ţar sem nú er óperuhús Amsterdam en ţar sem áđur var Holdsveikradíki (Leprosengracht). Ţegar nýja óperan (Stopera) var byggđ hafđi pabbi á orđi ađ hann hefđi fćđst á sviđinu í óperunni. Skömm var ţví ađ ţví ađ hann söng aldrei og var vitalaglaus.
Fađir minn ţótti ekki neinn fyrirtaksnemandi í skóla og frekar dreyminn og listrćnn ađ ţví er sagt var. Vilhjálmur embćttismađur átti ţađ til ađ vera mćttur utan viđ skóla föđur míns til ađ skođa einkunnabók sonar síns. Sú árátta, ađ hafa gífurlega "ambisjón" fyrir hönd barna sinna er mjög óholl hegđun gagnvart börnum. Fađir minn hjólađi í hrađi frá skólanum og umhverfis alla borgina til ađ koma í veg fyrir ađ hitta á föđur sinn og einkunnarbókarkontroll hans. Ţađ segir sig ţví sjálft ađ fađir minn burstađi sjaldan skóna sína og hafđi ekki hina ströngu sýn á lífsformunum og fađir hans hafđi haft. Ţađ var líkast til ein af skýringunum á ţví ađ engin bönd, heldur ekki axlabönd, heldu honum ţegar hann komst í stríđsterturnar og allan góđa matinn á Íslandi. Hér eru nokkrar myndir af pabba 4 ára (fyrir ofan), 14 ára fyrir stríđ, og um tvítugt eftir stríđ.
Vilhjálmur IV
Ađ lokum eru tvćr myndir af síbreytilegum ásjónum ástsćls yfirsendisveins og ritstjóra Fornleifs, Vilhjálms bastarđs IV, einrćđisherra málgagnsins Fornleifs. Hann ţótti afar ljúfur drengur í ćsku - en ţađ varađi nú ekki lengi og versnar enn.
Hér er hann svo áratug síđar, orđinn kommúnisti og greinilega ađ sleppa sér í skopstćlingu á borgaralegum Travolta-glímuskjálfta án ţess ađ vera á nokkru sterku nema kannski Prins Póló og Ţjóđviljanum. Eins og sjá má, fyrir meira en fjórum áratugum síđan, fór ţetta allt á verri veginn. Ekki er vert ađ rćđa framhaldiđ.
Takiđ eftir blendingsţróttinum í ţessum sauđ
Ég tók mér hlé á ţessu hugmyndaleysi fjölskyldunnar ţar sem kónganöfunum er klínt á drengi sem ţökk fyrir eitthvađ sem sjálfsagt má ţykja. Sonur minn er ţví ekki neinn Villi, ţótt William, Vilhelm og álíka pjátursnöfn séu mjög í tísku í Danaveldi um ţessar mundir. Ruben, en ţađ heitir hann, ţakkar sínu sćla fyrir ţađ. En ţađ kom nýr Villi (Vilhelm) í fjölskylduna fyrir 10 árum síđan, No 5, og ég treysti víkingunum Villa eđa Valla bróđur hans til ađ halda ţessari konunglegu hefđ í heiđri eđa einfaldlega ađ láta strákana sína heita í höfuđiđ á sendisveini Fornleifs í stađ einhvers díkjakonungs.
Kannski skrifa ég um konur fjölskyldunnar seinna. Ţćr voru, og eru, í raun miklu merkilegri en karlpeningurinn, en ţađ er svo erfitt ađ segja frá slíku og viđurkenna ţađ.
Ađstođarmađur Hundadagakonungs
23.1.2019 | 08:25
Nýlega sýndi ritstjórinn á Fornleifi ţrjár fágćtar og gamlar ljósmyndir, laterna magica skyggnur, teknar af bandarískum ljósmyndara. Ţćr eru hluti af litlu safni Kaupmannahafnarljósmynda sem er nú varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndir ţessar sýndi ritstjórinn á FB Gamle Křbenhavn. Myndirnar eru frá ýmsum stöđum í Kaupmannahöfn. Ţćr eru frá lokum 19. aldar og eru ekki ţekktar í söfnum í Danmörku. Fornleifur náđi í ţćr á uppbođi í Bandaríkjunum.
Einn af ţeim sem gerđi athugasemdir viđ ljósmyndirnar var mađur sem bar hiđ kunnuglega ćttarnafn Effersře, Henrik Effersře. Ég vissi strax ađ ţarna vćri kominn fjarskyldur ćttingi úr Fćreyjum. Ţegar ég sýndi Kaupmannahafnarbúum međ áhuga á gömlum ljósmyndum, mynd af ungum manni sem gondólađi á furđulegri uppfinningu sinni á Slotsholmskanalen fyrir framan Christiansborgarhöll sem ţá voru rústir einar) rétt fyrir aldamótin 1900.
Stakk ég upp á ţví viđ Effersře ađ mađurinn á myndinni vćri ef til vill einhver Efferře´ren, og kannski frćndi okkar. Ţá kom í ljós ađ Henrik Effersře var ekki íslenskum ćttum fyrir ekki neitt. Hann hafđi gífurlegan áhuga á ćttfrćđi, sem ég hef hins vegar ekki. Ég gat ţó látiđ honum í té betri upplýsingar um forfeđur okkar á Íslandi, en hann hafđi áđur haft, bćđi af Islendingabók.is, en einnig úr handritađri ćttarbók sem ćttfrćđingur einni reit fyrir móđurafa minn Vilhelm Kristinsson (sjá hér, hér og hér) um 1920.
Greinilegt er ađ Engeyjarangi ćttarinnar (svo kölluđ Engeyjarćtt), sem kominn er út af Pétri Guđmundssyni (1786-1852) einum af yngri brćđrum Jóns (forföđur míns), hefur eignađ sér ćttartengslin viđ Jón greifa og Effersře-ćttina í Fćreyjum. Ţađ er frekar fyndiđ, ţví altalađ var í fjölskyldunni í gamla daga ađ Pétur litli vćri líkast til lausaleiksbarn; Ţađ skýrir kannski ágćta hćfileika hans til ađ safna auđćfum, sem ekki var öđrum gefiđ í systkinahópnum sem taldi í allt 12 börn.
Svo greinir ţessi fjarfrćndi minn sem ćttađur er úr Fćreyjum, en býr eins og fjölskylda hans hefur gert síđan um 1930 á Sjálandi, frá ţví ađ hann eigi ljósmynd af Jóni Guđmundssyni (sjá efst) sem var bróđir langalangalangalangafa míns Gísla Guđmundssonar (1787-1866). Ţetta ţóttu mér tíđindi í lagi. Jón er langalanglangafi Henrik Effersře.
Frćndi minn - Jón greifi
Jón Guđmundsson (1774-1866) var enginn annar en Jón greifi, ađstođarmađur Jörundar Hundadagakonungs Jürgen Jürgensens/Jřrgen Jřrgensens), sem allir Íslendingar ţekkja, en vita fćstir ađ hann átti ćttir ađ rekja til Sviss (sjá hér).
Jón fékk ekki greifatitilinn af Jörundi. Nafnbótin kom til af ţví ađ Jón var ritari hjá Frederik Christofer Trampe greifa (1779-1832) og sinnađist ţeim. Trampe rak Jón umsvifalaust úr ţjónustu sinni. Eftir ţađ gáfu spéfuglarnir í höfuđstađnum Jóni greifatitilinn. Taliđ er ađ Jón hafi átt mikilla harma ađ hefna, ţegar hann gekk í liđ međ Jörundi og setti Trampe stiftamtmann af.
Er skammlíft veldi Jörundar hrundi gerđi Jón sér grein fyrir ţví ađ hann yrđi ađ koma sér af landi brott. Hann lenti í Fćreyjum 1816 og gerđist ţar góđur borgari, kennari og ýmislegt annađ. 1817 tók hann upp ćttarnafniđ Effersře (oft kallađ Effersö á Íslandi) sem er eins og menn vita "fordönskun" af hinni í eina tíđ fögru undurfögru eyju Örfirisey, sem var í eigu föđur hans Guđmundar Jónssonar (1757-1826) og konu hans Guđríđar Ottadóttur (1756-1826). Ţau hjónin eignuđust 12 börn, en fjögur dóu barnung eđa í ćsku.
Myndin af ađstođarmanni Jörundar er líklega frá ţví um 1865. Hann situr ţarna settlegur öldungurinn ásamt fćreyskri konu sinni, Súsönnu Olesdatter (f. 1797) frá Vestmanna (Vestmannahavn) á Straumey.
Ekki veit ég til ţess ađ ađ ljósmynd af Jóni Guđmundssyni hafi birst á Íslandi fyrr en nú. Ţađ kann ađ vera, en ef svo er ekki, er einu sinni allt fyrst. Vart er hćgt ađ komast nćrri Hundadagakonungi en ţađ. Ljósmyndir af honum eru ekki til og málverk og höggmynd á brú virđast ekki međ vissu sýna sama manninn.
Einnig er til mynd af ţeim hjónum hverju fyrir sig. Hér er ein ţeirra af Jóni.
Fornleifur lýsir hér međ eftir málverki af lífverđi Jörundar í bláum treyjum sínum međ korđa og mikla reiđkápur yfir herđar, ţar sem ţeir fara ríđandi um héruđ á stertsstýfđum hrossum. Ţangađ til ţađ verđur grafiđ upp, er hér mynd Jörundar sjálfs af dansiballi í Reykjavík. Ćtli Jón Guđmundsson hafi veriđ góđur lancier-dansari viđ undirleik fiđlara og trymbils? Hvađ kunnu ekki menn sem ólust upp í Örfirisey og Skildinganesi? Er ţetta ekki hann viđ hćgri gluggann ađ bjóđa frúentimmeri upp í polka?
Ţakkir
Mig langar ađ ţakka Henrik Effersře fyrir ađ leyfa mér ađ sýna myndina af forföđur sínum hér á Fornleifi. Mér er sönn ánćgja af ţví, sér í lagi ţegar ég hugsa til ţess ađ ekki er einu sinni víst, hvort til er mynd af langafa mínum Kristni Egilssyni, sem kominn var af Gísla Guđmundssyni, bróđur Jóns greifa. Svo vitađ sé til eru engar eldri myndir til af fólki í minni grein ćttarinnar undan Guđmundi Jónssyni, ađrar en af tveimur börnum Kristins heitins.
Ćttfrćđi | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvađ á ţetta fólk sameiginlegt?
7.5.2014 | 08:45
Myndin sýnir Humphrey Bogard, Jacqueline Kennedy-Onassis, Black Jack Bouvier og Cornelius Vanderbilt. Ţiđ ţekkiđ vitaskuld öll hann Bogie. Hin snoppufríđa Jackie var eins og allir vita bara gift honum JFK og síđar skipakónginum Onassis, en Jack Bouvier var fađir hennar. Cornelius Vanderbilt var frćgur athafnamađur og miljarđamćringur og forfađir trilljónamćringa. Nokkrir Íslendingar hafa ugglaust búiđ á hótelum sem kennd eru og voru viđ ţá ćtt.
Allt á ţetta fólk á ţađ sameiginlegt ađ hafa veriđ afkomendur eins manns, Anthony Janszoons van Salee sem flutti til Ameríku frá Hollandi áriđ 1629. Antonius Jansen (1607-1676), eđa Anthony Jonson eins og enskumćlandi samtímamenn kölluđu hann, var međal fyrstu hollensku íbúa Nýju Amsterdam (New York). Í skjölum frá ţessum frumbyggjatíma Long islands og Manhattan er ritađ ađ hann hafi veriđ mulatto og síđar er einnig vísađ til hans sem The Turk, The Terrible Turk, van Fez og Teunis.
Stúdía Pieter Paul Rubens (1577-1640) af negra. Musées Royaux Des Beaux-Arts, Brussel.
Komin af sjórćningja
Öll ţessi viđurnefni voru engar tilviljanir. Anthony var sonur Jans Janszoons frá Haarlem í Hollandi (ca. 1570-1641). Jan Janszoon var enginn annar en sjórćninginn Murat Reis (yngri) sem talinn er hafa stađiđ á bak viđ Tyrkjaránin á Íslandi áriđ 1627.
Jan Janszoon var kaupmađur og skipstjóri sem gerđi út frá Cartagena á Spáni, en síđar hóf hann ađ herja á Spánverja og gerđist ađ lokum sinn eigin herra í hinni síđarnefndu útgerđ. Hann var tekinn höndum af sjórćningjum í Alsír og gekk í ţjónustu ţeirra og tók nafniđ Murat Reis og gerđist múslími. Ekki má rugla honum viđ sjórćningja međ sama nafn sem kallađur var Murat Reis eldri, en sá var ćttađur frá Albaníu.
Jan Janszoon/Murat Reis átti margar konur, og var önnur kona hans ţeldökk og múslími frá Cartagena á Spáni. Hún var móđir Antons og einnig bróđur hans Abrahams, sem síđar fluttu báđir til Hollands og ţađan áfram til Ameríku. Taliđ er ađ ţeir brćđur hafi báđir veriđ múslímar. Taliđ er ađ Anthony hafi fćđst í Salé í Marokkó, eđa ađ minnsta kosti alist ţar upp. Ţess vegna tók hann sér nafniđ van Salee.
Anthony Janszoon hefur vart veriđ skrifandi. Hann undirritađi skjöl međ A[nthony] I[anszoon] og greinilega međ viđvangslegri rithönd.
Anthony Janszoon, sem var víst afar dökkur á brún og brá og risi af manni, gekk ađ eiga Grietje Reyniers (Grétu Reynisdóttur), ţýska konu sem hafđi skandalíserađ ćrlega í Hollandi fyrir saurlifnađ sinn og vergirni. Ţau voru gefin saman á skipinu á leiđ til Nýju Haarlem. Međ henni átti Anthony fjórar dćtur: Evu, Corneliu, Annicu (sem er formóđir Vanderbiltanna) og Söru og af ţeim er fyrrnefnt frćgđarfólk komiđ.
Vegna ósćmilegrar hegđunar hvítrar eiginkonu sinnar í Nýja heiminum neyddist Antonius van Salee ađ flytja frá Manhattan og Long island yfir á Coney Island (sunnan viđ Brooklyn í dag). Coney Island, var allt fram á 20. öld einnig á tíđum kölluđ Turk's island eđa Tyrkjaeyja, og líklegast međ tilvísunnar til Antons van Salee
Prófessor einn, Leo Hershkowitz viđ Queens University, taldi ađ Anthony van Selee hafi aldrei snúiđ til kristinnar trúar. Kóran, sem taliđ er ađ hann hafi átt, mun hafa veriđ í eigu eins afkomenda hans ţangađ til fyrir tćpum 90 árum síđan. Ţví miđur veit enginn hvar kóraninn er niđur komin nú. En ćtli Anthony van Salee hafi getađ lesiđ Kóraninn, ef hann gat ekki skrifađ nafn sitt međ rómverskum bókstöfum?
Jackie Kennedy vildi ekki vera negri
Ţegar Jackie Kennedy var eitt sinn beđin um ađ koma fram og segja frá "afrískum rótum" sínum, ţ.e. forfeđrum sínum i Sale í Marokkó og Cartagena á Spáni, til ađ vera manni sínum innan handa í baráttu hans gegn kynţáttamismunun, mun Jackie hafa krafist ţess ađ vitnađ vćri til van Salee-ćttarinnar sem gyđinga. Frúin vildi ekki vera af blökkukyni - ţá var nú betra ađ vera gyđingaćttar.
Ţá vitiđ ţiđ ţađ. Fína fólkiđ í Ameríku eru afkomendur ţýskrar portkonu, sem og sjórćningjahöfđingja sem réđst á Íslendinga áriđ 1627 og sem olli ţví ađ Vestamanneyingar voru međ PTS (post traumatic stress) í 200 ár ţar á eftir, og sumir enn.
Play it again, Sam, eins og afkomandi sjórćningjans sagđi í Casablanca. Ţađ verđur víst ađ setja Árna Johnsen í ađ krefjast bóta fyrir Tyrkjaránin.
Skyld fćrsla: Mínir brćđur, víđar er fátćktin en á Íslandi
Ćttfrćđi | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)