Bréf frá svörtum sauđ

s-l1600aa.jpg

Ţetta er stórmerkilegt bréf sem er til sölu. Furđulegt er hins vegar ađ ţađ hafi hafnađ á Íslandi. Upplýsingar sem seljandinn veitir er einnig nokkuđ ábótavant. Bréfiđ er frá manni sem kallar sig áriđ 1824 Jorgen Jorgenson (upp á enskan máta). Ţađ er sent bróđur hans, Fritz Jürgensen. Fritz var gćlunafn yngri bróđir sósíópatans og loddarans sem ritađi bréfiđ og sem viđ Íslendingar ţekkjum sem Hundadagakonunginn.

Fritz hét í raun og veru Frederik og var úrsmiđur, líkt og fađir ţeirra brćđra og afi ţeirra í móđurćtt í Sviss. Fritz sem fékk bréfiđ áriđ 1824, var fađir danska úrsmiđsins og skopmyndateiknarans Georg Urban Jean Frederik Jürgensen, sem oftast var kallađur Fritz líkt og fađir hans og nafni.

1798-uj-travels-to-paris-to-study-with-breguet.jpg

Eldri bróđir Jörundar Hundadagakonungs, Urban J. Jürgensen.

Ekki vissi ég til ţess ađ afkomendur úrsmiđsins Jürgensen hefđu sest ađ á Íslandi, og tel ţađ vitaskuld nćsta ólíklegt. Einkasonur Fritz, ţess sem fékk bréfiđ áriđ 1824, dó barnslaus og hefur líklega erft bréfasafn föđur síns og nafna, ţmt bréf frá svörtum sauđ fjölskyldunnar sem sat í steininum í London og beiđ ţess ađ verđa sendur down under. En hvernig bréfiđ hefur svo endađ hjá sölumanni á lágu nesi viđ Faxaflóa uppi á Ísland og loks á eins ómerkilegum stađ og eBay ţykir mér furđu sćta.

Án ţess ađ draga í efa heiđarlegan uppruna bréfsins ţá leiddi ţessi frétt strax hugann ađ stórfelldum ţjófnuđum sem hafa átt sér stađ, bćđi í Konunglega Bókasafninu og á Ríkisskjalasafninu/Landsarkivet for Sjćlland á síđustu árum.

Vona ég ađ núverandi eigandi hafi örugga eigendasögu fyrir bréfiđ ef ég tćki upp á ţví ađ kaupa ţađ.

Viđ lestur bréfsins ţótti mér merkilegt ađ sjá ađ skurđlćknirinn, efnafrćđingurinn, líkţjófurinn, lögmađurinn og ćvintýramađurinn John Pocock Holmes, sem einnig varđ frćgur áriđ 1845 fyrir ađ hafa fyrstur manna útbúiđ pemmican á Bretlandseyjum fyrir leiđangra um óţekkt svćđi í Kanada, hafi tekiđ ađ sér ađ taka á móti og senda bréf Jörundar áriđ 1824.

1745-jurgen-jurgensen-arrives-in-le-locle-and-works-with-hourie.jpg

Afi Jörundar Hundadagakonungs, JF Houriet, og dóttir hans Sophie Henriette, sem giftist Jürgen Jürgensen úrsmiđ, föđur Jörundar Hundadagakonungs og Fritz (Frederiks) úrsmiđs, sem fékk bréfiđ frá bróđur sínum áriđ 1824.


mbl.is Bréf frá Jörundi til sölu á eBay
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband