Fćrsluflokkur: Kirkjugripir
Dýr er Drottinn
25.4.2014 | 21:05
Nú er frekar ólögulegur, skagfirskur Jesús til fals fyrir 4,6 milljónir króna og hefur Ţjóđminjasafniđ forkaupsrétt. Mér finnst ţessi Kristur nokkuđ dýr miđađ viđ gćđi. En hvađ veit ég?
Safnaramiđstöđin heitir fyrirtćkiđ sem er međ róđuna til sölu fyrir einhverja afkomendur bćndakirkjueigenda sem geymt hafa ţennan kross og ţurfa nú líklega ađ kaupa sér betri bíl eđa búa til sólstofu, frekar en ađ horfa á óvinsćlan mann hanga á veggnum hjá sér.
Rómverkur stíll?
Safnamiđstöđin upplýsir ţetta á smettiskruddu sinni:
"Einstakur róđukross úr Reykjakirkju í Rómverskum stíl.
Hann heldur sér vel ţrátt fyrir ađ vera orđinn nokkurhundruđ ára, róđukrossinn úr Reykjakirkju í Tungusveit. Gripurinn er frá 13.-15. öld, er 80 cm á hćđ og 55 á breidd. Ţessi einstaki gripur er nú til sölu hjá okkur og bíđur nýs eiganda sem tekur ađ sér ţađ verkefni ađ varđveita hann fyrir nćstu kynslóđir."
Ađstandendur Safnaramiđstöđvarinnar vita greinilega ekkert hvađ ţeir eru ađ selja og eru búnir ađ búa til nýjan stíl. Listasagan mun vart ţakka ţeim fyrir ţađ klámhögg. Vitanlega er átt viđ rómanskan stíl, en krossinn er reyndar alls ekki í rómönskum stíl, frekar en "rómantískum". En svona fágćtur stíll gćti hins vegar veriđ ástćđan til ţess ađ menn vilja fá heilar 4,6 milljónir króna fyrir Krist sinn.
Ţađ er gaman ađ skođa. hvernig ţessi róđa hefur ţróast, ţví ađ Jesús úr Tungusveit er frá mismunandi tímum og er mismunandi vel byggđur, sem og í misgóđum holdum.
Samsettur Kristur
Greinilegt er, ađ frá hálsi niđur á tćr er Kristur í gotneskum stíl ţegar sá stíll var ungur. Ţessi hluti Kristmyndarinnar er frá 13. öld og er listilega útskorin. Enn eru báđir fćtur negldir hver fyrir sig líkt og var venjan í rómönskum stíl en ţetta hélst stundum ţegar gotnesk list var ađ ryđja sér til rúms. Engin sveigja er ţó komin í hina mjóu fótleggi Krists, en lendarklćđiđ er fariđ ađ falla samkvćmt hinum nýja stíl. Brjóstkassi Guđssonarins er ber og magur, og ţađ sést sérhvert rifbein og ţjáningin ţar á milli. Ţarna er kominn hin gotneska líkamsbygging hins líđandi Krists.
Svo gerist eitthvađ furđulegt. Handleggirnir á hinum mjóleggjađa og mergsogna Kristi fyrir neđan háls eru eins og handleggir líkamsrćktarmanns og nćrri ţví eins langir og fótleggirnir. Ljóst er ađ ţessu armar eru ekki frá 13. öld, en öllu heldur frá 16. eđa jafnvel 17. öld. Lúkurnar eru lokađar en ţađ sést sjaldan á Kristi á miđaldakrossum. Á 17. öld hefur einhver snikkari líklegast splćst saman handleggjalausum Miđaldakristi og ţessum stćltu, heimasmíđuđu handleggjum sem hann hefur tálgađ til, og ugglaust haft vel vaxinn Skagfirđing sem fyrirmynd og líklegast sjálfan sig.
Miđađ viđ stćrđ höfuđsins á ţessum Skagfirska Kristi ţykir mér líklegt ađ ţađ ţađ sé einnig frá 16. eđa 17. öld. Sjálfur Krossinn er hugsanlega frá sama tíma og Jesúslíkneskiđ fyrir neđan háls, en krossinn er hins vegar of stuttur.
Ég hef litađ krossinn, svo menn geri sér grein fyrir hinum mismunandi hlutum hans.
Fyrst ţegar ég sá ţennan samsetta Krist hugsađi ég, ađ kannski vćru einhver brögđ í tafli. Ţađ er hins vegar erfitt fyrir mig ađ segja til um ţađ án ţess ađ sjá krossinn međ eigin augum. Ég vil ekki gefa 4,6. milljónir til ţess, og ekki fyrir nokkurn kross. Ég set ekki verđ á slík verkfćri, enda bannar siđfrćđi fornleifafrćđingsins mér slíkt.
Gripurinn er ađ mínu mati gott dćmi um nýtni manna fyrr á öldum og fátćkt. Miđaldalíkneski sem hefur veriđ í lamasessi hefur veriđ ađ mínu mati veriđ lagfćrt og notađ áfram í lúterskum siđ. Ţess vegna hefur ţessi róđa menningarsögulegt gildi og ćtti ađ vera á safni.
En dýr ţykir mér ţessi samsetti Jesús. Kannski getur seljandi fengiđ meira í Evrópu, ţar sem menn gefa góđar evrur fyrir allt og selja jafnvel ömmu sína.
Michelangelo á 500 milljónir, íslenskur Sveitakristur á 4,6 millur
Áriđ 2008 keypti ítalska ríkiđ útskorna Kristsmynd eftir Michelangelo fyrir hálfan milljarđ króna. Miđađ viđ ađ listamennirnir á bak viđ Krist frá Reykjum í Tungusveit voru ţrír óţekktir menn, er verđlagiđ á Hverfisgötunni kannski heldur dýrara en í stórborgum Evrópu.
Verđlag á krossum á Íslandi hefur veriđ sett mjög hátt. Lesendur mínir muna kannski eftir "krossinum", eđa réttara sagt ólögulegum sandsteinshnullung sem sendur var á Kristnisýningu í Ţýskalandi, ţótt alls endis vćri óvisst hvort um kross vćri ađ rćđa.
Kirkjugripir | Breytt 3.12.2019 kl. 16:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Hjón og ljón
23.12.2013 | 15:27
Oft er erfitt ađ segja til um aldur gripa. Nýtni eđa endurnotkun verđur til ţess ađ gripir frá ýmsum tímum eru settir saman og valda ţá oft vísindamönnum miklum heilabrotum. Ţessi virđulegu útskornu hjón, sem vafalaust hafa fariđ á flakk, hafa lent á spýtu sem líklega er miklu eldri en ţau. Á spýtuna, sem er undir ţeim, eru skorin tvö ljón. Bćđi ljónaspýtan og hjónin eru úr birki og hafa einhvern tíma veriđ máluđ. Nú er ljónaspýtan orđi mjög máđ en litirnir á karli og kerlingu eru ennţá greinilegir.
Sé hugsađ ađ uppruna verksins er fátt til stuđnings. Jón Jónsson hreppstjóri á Munkaţverá í Eyjafirđi gaf safninu gripinn áriđ 1873 en honum fylgdi engin saga. Ţví verđur ađ leita upprunans í hlutnum sjálfum.
Mannslíkönin ná rétt niđur fyrir brjóst og eru 27 cm og 35 cm ađ hćđ. Bćđi líkönin eru samsett. Framhlutinn af hempu konunnar er sérstakt stykki Ţađ er fellt undir háls henni og ađ bakhluta hempunnar. Ţessi framhluti er festur međ trénöglum sem ganga í genum líkaniđ. Líkan karlsins er sett saman á svipađan hátt, ţar er treyjubakiđ fellt i ađ aftan en nćr sá hluti upp á hnakka. Í gegnum karlinn eru líka tveir naglar til ađ halda honum saman.
Karlinn og kerlingin eru vafalaust skorin út á seinni hluta 18. aldar eđa fyrri hluta ţeirrar 19. Konan hefur kraga um hálsinn og er í hempu međ leggingum í kringum hálsmáliđ og niđur međ börmum. Hempan er krćkt niđur á mitt brjóstiđ, en ţar fyrir neđan sér í rautt. Ţessi búnađur kemur vel heim og saman viđ búninga um aldamótin 1800. Ţá höfđu pípukragarnir vikiđ en undirlag ţeirra hélst sem kragi. Höfuđklútar voru algengir og hempan var notuđ fram yfir aldamótin 1800. Klćđnađur karlsins er líka dćmigerđur fyrir ţennan tíma. Hugsanalegt er ađ karlinn og kerlingin hafi upphaflega veriđ fest á
rúmstólpa eđa stól. Í Ţjóđminjasafni er til rúmstokkur međ stólpa frá Laufási í Eyjafirđi, frá miđri 18. öld, sem á er skoriđ mannslíkneski og svipar til hjónanna frá Munkaţverá.
Spýtan sem líkönin standa á er 39 cm ađ lengd. Ljónin sem á hana eru skorin liggja og snúa hölum saman og leggja ţá upp á bökin. Afar ólíklegt er ađ hjónin hafi upphaflega stađiđ á ljónaspýtunni. Ţau passa illa á hana, standa út af og falla ekki vel ađ yfirborđi spýtunnar. Auk ţess er stíll útskurđarins allur annar. Ljónin sem hafa stór og sakleysisleg kringlótt augu međ bogadregnum augabrúnum eru greinilega í rómönskun stíl og svipar mjög til ljóna sem algeng eru í alls kyns kirkjulist á 12 og 13. öld. Líkjast ţau ljónum á útskurđi í norskum stafkirkjum, á dönskum granítkirkjum og skírnarfontum frá
Gotlandi.
Athyglisvert er laufskrúđiđ á milli ljónanna. Nćrri alveg ein ljón međ laufskrúđ á milli sín eru á broti úr steini sem fannst viđ fornleifarannsókn í dómkirkjunni í Niđarósi. Hann var undir turni elstu miđaldasteinkirkjunnar. Tvö ljón međ tré, blóm eđa pálmasúlu á milli sín eru oft á steinbogum fyrir dyrum kirkna frá fyrri hluta miđalda, sérstaklega ţó í Danmörku. Algengt er í miđaldalist ađ tvö ljón beri súlu eđa tré, sem táknađi súlu sannleikans, ţ.e.a.s. krossinn, Tvö ljón međ laufskrúđ á milli sín eru í miđaldalist oft undirstađa róđu, lífstrésins sem á latínu heitri arbor vitae, öđru nafni crux florida, eđa blómakrossinn
Mjög líklegt er ađ ljónaspýtan hafi upphaflega veriđ undirstađa róđukross á altari eđa ofan á kórţili. Róđa ţýđir upphaflega staur eđa eđa súla. Ferkantađ gat er í gegnum miđja spýtuna og gćti kross hćglega hafa veriđ skorđađur ţar. Hugsanlegt er einnig ađ götin, sem líkönin hafa veriđ skorđuđ í, hafi upphaflega veriđ fyrir Maríu mey og Jóhannes, sem oft eru sýnd standa viđ krossinn.
Ţađ er ekki hćgt ađ útiloka ađ ljónaspýtan sér frá ţví um 1200, en hugsanlega er hún eitthvađ yngri. Á Munkaţverá var kirkja og klaustur frá árinu 1155 til siđaskipta. Ţess má geta ađ um leiđ og líkneskin komu á safniđ komu fleiri hlutir frá Munkaţverá, m.a. fjöl frá miđöldum sem hugsanlega er komin úr kirkju (Ţjms. 964).
Grein ţessi er eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson og Berglaugu Skúladóttur og birtist áriđ 1994 í hinni stórmerkilegu bók Gersemar og ţarfaţing; Úr 130 ára sögu Ţjóđminjasafns Íslands. Ritstjóri Árni Björnsson, bls. 32-33. Heimildaskrá á bls. 282.
Hjónin og ljónin hafa safnnúmeriđ Ţjms. 960.
Ljósmynd Ívar Brynjólfsson, Ţjóđminjasafn Íslands.
Viđbót: Höfundur er í dag ekki lengur sammála aldurgreiningu á hjónunum, sem byggđu á frćđum Elsu E. Guđjónssons. 1750-1775 finnst mér líklegri aldur út frá tísku karlsins, jafnvel ţótt tekiđ sé tillit til ađ tískan hafi ekki komiđ eins fljótt til Íslands og úti í hinum stóra heimi.
Kirkjugripir | Breytt 22.2.2022 kl. 06:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Alveg met
9.9.2013 | 16:09
Eins og ég hef áđur útlistađ er sjónminniđ góđur eiginleiki og kemur sér vel ţegar mađur rekst á eitthvađ merkilegt á stćrsta ruslahaugi sögunnar. Hann er ađ finna í ţeim hluta hins mikla syndadals sem kallast veraldarvefur, ţó vel fjarri Klámholti, ţar sem meginţorri fólks í dalnum ku ala manninn í göngum, götum, holum og alls kyns ranghölum.
Um daginn rakst ég á met (sjá einnig hér) sem fundist hefur í Wales, nánar tiltekiđ sem lausafundur nćrri rannsökuđum kumlateig norrćnna "víkinga" á stađ sem heitir Llanbedrgoch (boriđ fram Hlanbedrchock, en ţýđir ţađ skrýtna nafn Patrekstún eđa Patreksland). Llanbedrgoch er á eyjunni Angelsey.
Metiđ, sem er úr blýi, á sér hliđstćđu á Íslandi. Metiđ íslenska fannst áriđ 1931 á fornbýlinu Bólstađ í Álftafirđi vestri (í Helgafellssveit) (sjá hér). Ekki kannast ég viđ ađ sams konar met hafi fundist annars stađar en á Íslandi og í Wales, en á heimasíđu ţjóđminjasafni Wales er talađ um líkt met hafi einnig fundist á norđur-Englandi. Reyndar er metiđ á Englandi minna en ţađ íslenska, ađeins 57,2 gr. međan ţađ íslenska er 86,5 gr. Metin eru hins vegar međ sams konar skreyti.
Sennilega verđur ađ breyta aldursgreiningu á íslenska metinu sem á Sarpi er tímasett frá 900-1100 e. Kr. Grafreiturinn í Llanbedrgoch á Angelsey í Wales, sem Dr. Mark Redknap viđ ţjóđminjasafn Wales hefur stýrt rannsóknum á, er frá 9. - 10. öld, en skreytiđ á metinu og á mörgum gripum frá kumlateignum í Llanbedrogoch sver sig í ćtt viđ 8.-9. aldar skreyti á Bretlandseyjum.
Lengi hefur veriđ taliđ ađ blýmet eins og ţessi, sem á var sett skreytt ţynna úr málmi, eins og á ţessum tveimur metum, vćri írskt fyrirbćri í flokki međ gripum sem túlkađir eru sem "Hyberno-Norse". Mörg slík met eru afar vel gerđ og er gylling einatt varđveitt á málmţynnunni. Nýlega birtist ágćt grein eftir Mariu Panum Baastrup í SKALK (4:2013), sem lýsir ţannig metum sem fundist hafa í Danmörku.
Nú hallast fornleifafrćđingar frekar ađ ţví ađ ţessi met hafi veriđ framleidd víđar á Bretlandseyjum en bara á Írlandi. Ţessi met höfđuđu mjög til norrćnna manna á 9. öld sem ţá voru mikiđ á ferđinni á Bretlandseyjum og voru ţeir miklir kaupahéđnar og voru met á reislur ţeirra örugglega vinsćl vara. Útbreiđsla einnar gerđa meta á Íslandi, í Wales og á norđur-Englandi sýnir líflega verslun.
Margir telja ađ málmplöturnar sem sett voru á blýmetin hafi veriđ plötur af helgum skrínum, írskum eđa skoskum sem norrćnir menn rćndu úr klaustrum og kirkju og bútuđu niđur til annarra nota.
Mjög líklega hefur veriđ smelt (emaljering) í reitum skrautsins á blýmetinu frá Bólstađ, ţó ţađ komi ekki fram í doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárn, Kuml og Haugfé, eđa öđrum heimildum. En leifar smelts er ađ finna á metinu frá Llanbedrgoch.
Mest minnir mynstriđ á lóđunum frá Llanbedrgoch og Bólstađ á myntriđ á einni hliđ helgidómaskrínsins sem kennt er viđ Rannveigu, sem líklega var norsk kona sem uppi var á 10. öld. Á botnplötu skrínsins er rist RANVAIK A KISTU ŢASA. Samkvćmt rúnasérfrćđingum hafa rúnirnar veriđ ristar á 10. öld. Skrín Rannveigar er mjög lítiđ, ekki nema 13,5 sm ađ lengd. Mynstriđ á skríninu svipar mjög til skreytisins á annarri langhliđ skrínsins. Taliđ er ađ skríniđ hafi veriđ gert á Írlandi eđa Skotlandi á 8. eđa 9. öld.
Kirkjugripir | Breytt 15.7.2020 kl. 06:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiat Lux - 4. hluti
27.3.2012 | 05:42
Gotneskir ljósahjálmar, eđa öllu heldur ljósahjálmar í gotneskum stíl, eru ekki einvörđungu áhugaverđir gripir fyrir listfrćđinga eđa David Hockney sem getur ekki teiknađ ţá eins vel og van Eyck. Fyrir fornleifafrćđinga eru ţessir gripir mjög mikilvćg heimild. Brot úr hjálmum og ljósahöldum frá 15. öld hafa meira ađ segja fundist í jörđu á Íslandi.
Selárdalshjálmurinn, sem hangir í geymslu á Ţjóđminjasafninu, og var, ţegar ég vissi síđast til, ekki enn búinn ađ fá safnnúmer, er fegurstur ţeirra hjálma sem eru upprunnir úr Niđurlöndum og eru enn til. Hann er "listfrćđilegt viđundur", einstakur forngripur sem fyrir heppni varđveittist á hjara veraldar međan allir ađrir af sömu gerđ hurfu fyrir duttlunga tískustrauma og hirđuleysis.
Ađrir heilir ljósahjálmar međ sex eđa 9 liljum (örmum) hafa varđveist á Ísland. Reyndar hefur tveimur ţeirra veriđ rćnt" af Dönum og eru nú á Ţjóđminjasafninu (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Síđast en ekki síst eru á Íslandi til margar ritađar heimildir til um hjálmana og ljósastikur og í bronsi og messing í kirkjum. Máldagar kirkna eru allgóđ heimild um fjölda slíkra hjálma á Íslandi.
Ađrir hjálmar í gotneskum stíl á Íslandi
Hjálmurinn á efstu mynd liggur í geymslu Ţjóđminjasafns Dana. Hann ber safnnúmeriđ NM D 8073. Hann er frá fyrri hluta 15. aldar og er skráđur úr Hvammur kirke á Íslandi, sem er líklega Hvammskirkja í Dölum (Hvammssveit). Danski sjóliđsforinginn Daniel Bruun sem skrifađi mikilvćgar lýsingar um Ísland keypti hjálminn og gaf á danska Ţjóđminjasafniđ.
Ţennan hjálm er einnig ađ finna á Ţjóđminjasafni Dana, hann hefur fengiđ safnnúmeriđ NM D 1025 a og var skráđur inn í safniđ áriđ 1876. Ég man ekki eftir ţví ađ hafa séđ hann í nýlegri miđaldasýningu safnsins. Hann mun hafa komiđ úr kirkju á suđurhluta Íslands. Ţessi glćsilegi hjálmur er frá miđri 15. öld og gćti veriđ ţýskur frekar en niđurlenskur. María stendur efst međ Jesúsbarniđ og geislar af ţeim. Ljóniđ á öđrum ljósahjálmum er reyndar annađ tákn fyrir konunginn Krist sem notađ var á síđmiđöldum og ljóniđ gat líka táknađ kristna trú.
Ţennan Ljónahjálm er ađ finna í Ţjóđminjasafni og er frá Hvammi í Hvammssveit og hefur fengiđ safnnúmeriđ Ţjms. 4528. Ljósahöldin, pípurnar og skálarnar eru um 100 árum yngri en stofninn. Greinilegt er ţví ađ gert hefur veriđ viđ hjálminn á 16. öld.
Ţessi glćsilegi litli ljónahjálmur er einnig vel geymdur á Ţjóđminjasafni Íslands og er verkiđ i honum náskylt verkinu í hjálminum í Selárdal. (Ţjms. Vídalínssafn, V 138). Ekki er vitađ úr hvađa kirkju hann hefur komiđ.
Hjálmar sem illa fór fyrir
Áriđ 1913 var lítill ljónahjálmur í kirkjunni í Skálmarnesmúla í Barđastrandarprófastdćmi samkvćmt kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar:
Hjálmur lítill úr kopar međ 6 ljósaliljum litlum og ljónsmynd efst; hann er forn eins og staki stjakinn og kertakragarnir mjög líkir, en ljósapípurnar eru gegnskornar.
Ţetta sýnir okkur, ađ gotnesku hjálmarnir voru víđar til á Vestfjörđum en í Selárdal. Hjálmurinn, sem lýst var í Skálmarnesmúlakirkju af Matthíasi er nú, 100 árum síđar, ekki lengur í kirkjunni. Áriđ 1979 sá Ţór Magnússon fyrrv. ţjóđminjavörđur ljósapípur međ krönsum í gotneskum stíl af "ljósahjálmi eđa ljósastjaka" í eigu Hrafnhildar Bergsteinsdóttur (Skúladóttur frá Skáleyjum). Ţađ gćtu eins hafa veriđ ljósapípur af stjaka sem einnig voru i kirkjunni áriđ 1913. Hrafnhildur á enn ţessa ljósaskálar og notar ţá sem kertastjaka. Hrafnhildur greindi mér frá ţví (26.3.2012), ađ um 1930, ţegar foreldrar hennar, Bergsveinn Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir, hófu búskap í Múla, hafi móđir hennar fundiđ ţessa hluti liggjandi á öskuhaugnum í Múla. Víst má telja, ađ menn hafi kastađ brotnum ljósahjálmi á hauginn, eftir ađ hann hefur eyđilagst í stormi sem braut kirkjuna á 3. tug 20. aldar. [Von er á mynd af gripunum]
Veđur eru sannarlega oft váleg fyrir vestan. Í aftakaveđri ţann 31. janúar 1966 fauk kirkjan á Saurbć á Barđaströnd. Margt merkra gripa var ţar í kirkjunni og bjargađist flest úr brakinu nema koparhjálmur frá 19. öld sem eyđilagđist. Einnig var í kirkjunni fallegur hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar, sem Matthías Ţórđarson lýsti í kirkjugripaskrá sinni er hann skrifađi í hana viđ heimsókn sína á Saurbć ţann 28. júlí 1913. Ţegar átti ađ fara ađ endurreisa Reykhólakirkju ţá eldri á Saurbć tók smiđur nokkur sem annađist ţađ verk eldri hjálminn sem var í kirkjunni og fór međ hann til Reykjavíkur. Ţetta var hjálmur međ tvíhöfđa erni efst á stofninum og ljónstrýni neđst (sjá mynd). Hjálmurinn var um tíma talinn glatađur og smiđurinn, sem ekki hafđi sinnt starfi sínu sem skyldi hafđi veriđ sagt upp. Síđar fannst stofn hjálmsins í íbúđ í Reykjavík, ţar sem kirkjusmiđurinn hafđi búiđ um tíma, en á vantađi nú lljur, skálar og pípur og vissi enginn hvar ţćr voru niđur komnar. Fyrir tilstuđlan Harđar Ágústssonar listmálara sem sá um kirkjuflutninginn var gert viđ hjálminn og nýir hlutar steypti í hjálminn sem Ari Ívarsson gekk síđar frá og setti saman.
Ari Ívarsson frćđaţulur á Patreksfirđi segir mér (26.3.2012), ađ hann myndi vel eftir hjálmunum ţegar hann var ađ alast upp. Hann telur ađ hjálmurinn hafi fengiđ ranga gerđ ađ liljum ţegar hann var "endurreistur". Verđur sá sérfrćđingur sem ţetta skrifar ađ lýsa sig samţykkan ţeirri skođun, enda hefur Ari liíklega oft starađ á hjálminn ţegar hann sótti ţarna kirkju sem ungur drengur.
Jarđfundin brot og lausafundir af hjálmum eđa ljósastikum frá 15. öld á Íslandi
Fáein brot úr ljósahjálmum og ljósastikum úr messing, lausafundir og jarđfundnir, eru varđveittir í söfnum. Fyrir utan tvo hluta úr stofni úr hjálmi, sem hugsanlega hefur hangiđ í bćnahúsi í Núpakoti undir Eyjafjöllum, og sem nú er varđveittur af Ţórđi Tómassyni í Skógum, eru nokkrir fundir varđveittir í Ţjóđminjasafni Íslands. Miđađ viđ fjölda nefndra ljósahjálma sem nefndir eru í Íslenzku Fornbréfasafni kemur ţetta ekki á óvart og ekki myndi ţađ furđa mig ef fleiri brot og leifar af messingljósfćrum hafi fundist á Íslandi á síđari árum án ţess ađ ég hafi heyrt af ţví. Mega ţeir sem fundiđ hafa slíkt, fornleifafrćđingar sem og ađrir, gjarna hafa samband viđ Fornleif og gefa honum allar nauđsynlegar upplýsingar.
1) Kertapípa frá Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ljósm. Gísli Gestsson 1981. Safnnúmer ekki ţekkt.
2) Jarđfundinn armur úr ljósahjálmi međ gotnesku lagi, mjög litlum. Ţjms. 385
3) Ţjms. 2465. Kertispípa međ tilheyrandi skál af ljósahjálmi frá Breiđabólsstađar kirkju í Fljótshlíđ. Kom á safniđ áriđ 1883.
4) Ţjms. 5420. Ljónsmynd, steypt úr kopar, situr og hefur róuna[sic] upp á bakiđ; holt innan og hefur teinn gengiđ upp í genum ţađ; Ţađ er vafalaust af ljósahjálmi.
5) Ţjms. 6074. Kertiskragi úr koparhjálmi međ gotnesku lagi. ... Fundinn s.á. (1910) í moldarbarđi skamt frá Lágafelli, um 3 fađma í jörđu.
6) Ţjms. 5311. Kringlóttur hlutur úr kopar, steyptur.... Óvíst er af eđa úr hverju ţessi hlutur er, mćtti ćtla ađ hann vćri af kertastjaka eđa kertahjálmi. Páll Jóhannesson í Fornhaga afhenti safninu
7) Fundur 1. (9.7.1981) viđ fornleifarannsókn Ţjóđminjasafns undir stjórn Guđmunds Ólafssonar í Skarđskirkju á Skarđsströnd áriđ 1981. Á Skarđi var rannsökuđ gröf sem hafđi komiđ fram viđ framkvćmdir undir yngstu timburkirkjunni á stađnum. Međal funda var ljósaskál úr gotneskum hjálmi eđa tvíarma ljósastiku. Guđmundi Ólafssyni fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands ţakka ég fyrir upplýsingar um fundinn og teikningu.
Heimildir: Mikiđ af ţeirri rannsóknarvinnu sem fór í ţessar blogggreinar um ljósahjálminn frá Selárdal og ađra gotneska ljóshjálma á Íslandi, var unnir fyrir langalöngu. Mikiđ af ţví sem hér stendur birtist upphafleg í heimildarritgerđ í miđaldafornleifafrćđi viđ háskólann í Árósum voriđ 1983. Bar ritgerđin heitiđ Metallysekroner i senmiddelalderen (prřve e). Notast var viđ um 40 greinar og bćkur um efniđ.
Fimmti og síđasti hluti nćst
Kirkjugripir | Breytt 11.4.2020 kl. 10:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiat Lux - 3. hluti
25.3.2012 | 06:58
Málverk meistarans Jan van Eycks af hinum helköldu hjónum í Bryggjuborg, sýnir okkur harla vel aldur ljósahjálmsins úr Selárdal og annarra skyldra hjálma sem varđveittust á Íslandi, međan allt svipađ góss var brćtt í deiglu tímans í Evrópu. Ţessi hjálmar voru nýjasta tíska ţegar ţeir héngu í Brugge áriđ 1434 og fljótlega upp úr ţví í kirkjum uppi á Íslandi, ţar sem menn hafa alltaf elt tískuna eins og rollur.
Viđ vitum einnig, ađ uppruna flestra ţessara kjörgripa er ađ finna í Belgíu. Fyrr á miđöldum höfđu ljósahjálmar í stćrri kirkjum oft veriđ úr járni, gjarnan járngjörđ sem hékk í sverum keđjum og á gjörđina voru hnođuđ ljósahöld eđa ljósapípur. Eru slíkir hjóllaga hjálmar varđveittir víđa um Evrópu.
Hinn gotneski, niđurlenski ljósahjálmur frá Selárdal er úr messing, sem er blanda af ca 68% kopar og 32% sinki (inki). Ţví minna sem sinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki sink sem málm (grunnefni), eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu svokallađan Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, sem inniheldur mikiđ sink, saman viđ kopar sem fyrst og fremst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.
Ljósahjálmurinn frá Selárdalskirkju er svokallađ Dinanterí (Dinanderie), ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum og ambođum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til um hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. En bćđi í Ţýskalandi og Belgíu stóđ ţessi eirsteypa á gamalli hefđ, sem gerđi fjöldaframleiđslu auđvelt mál á 15. öld.
Ţetta var eftirsótt vara, eins og margt annađ frá Niđurlöndum, og höfđu Mercatores de Dinant(kaupmenn frá Dinant) heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum. Ţess vegna var líkast til auđvelt fyrir Íslendinga ađ sćkja ţessa vöru til Birstofu (Bristol) og annarra borga sem ţeir versluđu viđ, eđa ađ Hansakaupmenn hafi boriđ ţessa gripi međ sér til Íslands. Ýmsir framleiđundur gerđust ţekktari en ađrir og má nefna Jacques Jongfinger í Antvörpum, Jóses fjölskyldan í Dinant og Guillaume Lefevre í Tournay. Kannski hefur einhver ţeirra búiđ til hjálminn í Selárdal? Salmer fjölskyldan frá Dinant seldi í fleiri mannsaldra messingvöru og ađrar eftirsóttar listavöru á Englandi, svo sem altaristöflur, líkneski og listavefnađ (refla og góbelín).
Margt annađ en ljósahjálmar var framleitt úr messing í Niđurlöndum, og má nefna kertastjaka, af öllum stćrđum t.d. vegleg stykki eins og ţađ sem hér sést á stóru myndinni neđar á síđunni, en ţađ er ađ finna í dómkirkjunni í Lundi. Frá Niđurlöndum bárust mundlaugar, könnur (sjá hér), skírnarföt, vatnsdýr, rúmpönnur (til ađ hita rúm), bókahöld fyrir predikunarstóla, og svo meira lystileg stykki eins og gripirnir tveir hér ofan viđ og neđan, sem sýna glögglega ađ hinn öfgafulli materíalístíski femínismi er gamalt fyrirbćri.
Messingiđnađurinn í Niđurlöndum byggđi á miklum hluta á vilja manna í koparríkum hlutum Evrópu ađ eiga samstarf yfir landamćri viđ lönd ţar sem hćgt var ađ fá tin. Iđnađurinn var ţví oft í hćttu ţegar konungar og hertogar ákváđu ađ heyja stríđ. Áriđ 1466 réđst Karl hertogi af Búrgundalandi á borgina Dinant og var bar iđnađurinn ţar ekki barr sitt eftir ţađ. Iđnađarmenn fluttu til annarra bćja eins Brussel, Bryggju, Mecheln, Antwerpen og Tournay.
Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla gripa úr messing og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Framleiđsluferliđ var nýjung. Messinghlutir voru framleiddir í ţví sem mest líktist verksmiđjum og skipulögđ sala og útflutningur fór fram og vörulistum var dreift til söluađila. Samkeppnin var hörđ og vöruverđ gerđist hagstćđara ţví blómlegri sem salan var.
Stofnhjálmar
Hjálmurinn úr Selárdalskirkju er af ţeirri gerđ gotneskra ljósahjálma sem á fagmálinu kallast stofnhjálmar (stamkroner á dönsku). Steyptum hólkum úr messing er rađađ upp á járntein sem ber alla hluta ljósahjálmsins. Á miđhólkinn, sem oftast er breiđastur, eru settir armar í ţar til gerđ slíđur. Flatir armar eins og eru á hjálmunum frá Selárdal og á málverki van Eycks voru steyptir í sandi. Mót eđa skabelón voru pressuđ í mjög fínan steypusand og í var hellt brćddum málinum. Síđan var allt pússađ. Ađrir hlutar voru mótađir í vax, sem leirkápa var sett utan um. Málminum var hellt í mótin, og ţegar málmurinn var kólnađur var leirkápan slegin af. Hólkarnir eđa kjarni ljósahjálmanna, sem gátu veriđ margir, voru steyptur úr tveimur hlutum sem settir voru saman og síđan renndir á rennibekk. Ljósaskálar, kertapípur, og skreyti t.d. trjónan neđst eđa myndin efst, sem gat veriđ ljón eđa madonnumynd, voru steypt sér og rađađ á járnteininn.
Selárdalshjálmurinn er til ađ mynda gerđur úr 32 sjálfstćđum einingum fyrir utan járnteininn. Allt ţurfti ađ smellpassa og ţeir sem bjuggu til hjálmana merktu t.d. slíđrin á einum hólkhringnum međ 1-6 skorum og 1-6 merki voru síđan höggvin á armana, ţar sem ţeir voru festir á slíđrin. Ţetta sést vel hér ađ neđan á hólkunum tveimur sem eru frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, sem er ađ finna á Byggđasafninu í Skógum.
Kirkjugripir | Breytt 11.4.2020 kl. 10:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Fiat Lux - 2. hluti
18.3.2012 | 17:07
Sjáiđ hve hjónakornin hér á myndinni eru grá og veikluleg, ţótt konan undirleita geti litiđ út fyrir ađ vera ţunguđ og ađ ţau séu augljóslega vel í álnum (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana nokkrum sinnum).
Ţessi hjón voru vafalaust á međal ríkasta fólksins á Bryggju (Brugge á Flandri í flćmskumćlandi hluta Belgíu) áriđ 1434, ţegar meistari Jan van Eyck (ca. 1395-1441) málađi ţau og sjálfan sig. Hann sést í speglinum undir ljósahjálminum.
Lengi var taliđ ađ ţetta málverk sýndi hjónin Giovanni di Arrigo Arnolfini og konu hans Giovanna Cenami frá Lucca í Toscana á Ítalíu, sem bjuggu í Hansabćnum Brugge mestan hluta ćvi sinnar. Ţessi heimsfrćga mynd, sem nú hangir í National Gallery í London, var meira ađ segja talin vera brúđlaupsmynd ţeirra hjóna. Allar lćrđar ritgerđir urđu síđar úreltar eftir ađ bréf fannst sem sýndi ađ ţau Jóhann og Jóhanna hefđu ekki gengiđ í hjónaband fyrr en 14 árum eftir ađ ţetta litla málverk var málađ. Verkiđ er ekki stćrra en 60x82 sm. ađ stćrđ og málađ á eikarborđ.
Áđur var einnig taliđ ađ málverkiđ vćri táknum hlađiđ, sem gáfu verkinu dýpri meiningu, en ţađ verđur líklegast ađ endurskođa eftir ađ myndin hefur veriđ rannsökuđ međ innrauđu ljósi. Nú halda sumir ađ ţetta séu ekki ţau hjón, en National Gallery heldur greinilega enn í ţá skođun, en upplýsir ađ ţetta sé ţó ekki giftingamynd. En varla telgja sérfrćđingar National Gallery, ađ pör á 15. öld hafi lifađ í synd í 14 ár fyrir brúđkaup ţeirra. Brúđkaup Jóhönnu og Jóhanns var ekki haldiđ fyrr en 1447, en ţá hafđi Jan van Eyck reyndar veriđ dauđur í 6 ár. Hver veit, kannski giftist Giovanni di Arrigo Arnolfini í annađ sinn áriđ 1447, og ţá er ţetta kannski mynd frá fyrra hjónabandi? Engar ritađar heimildir eru ţó til um ţađ.
Ég hef alltaf veriđ á ţeirri skođun, ađ konan á myndinni hafi veriđ svona leiđ og karlin svo veiklulegur vegna ţess ađ ţau misstu af fallegast ljósahjálminum í Brugge áriđ 1434, ţessum međ tveimur röđum og ljóni efst. Sá síđasti í búđinni fór međ skipi til Íslands og urđu hjónin ađ láta sér nćgja ódýrara módel međ einni röđ arma og turni í stađ öskrandi ljóns. Eymdin í ásjónum ţeirra var ţví fyrst og fremst vegna materíalístiskrar vanlíđan. Ţessi tilgáta mín er engu vitlausari en margt annađ sem frćgir listfrćđingar hafa taliđ sig fundiđ eđa séđ í mynd van Eycks.
Ţess má geta, ađ maestro David Hockney setti fyrir nokkrum árum fram ţá tilgátu, ađ ýmsir meistarar endurreisnartímans í Niđurlöndum og á Ítalíu hafi notast viđ myndvarpa ţess tíma, camera obscura, og hafi varpađ öfugri mynd međ hjálp safnglers á eitthvert hvítt undirlag sem listamennirnir teiknuđu svo á eftir myndinni sem varpađ var. Hann taldi van Eyck einn af ţessum meisturum sem notast höfđu viđ camera obscura tćknina. I sjónvarpsţćtti sem BBC gerđi međ honum og Charles M. Falco eđlisfrćđingi, stilltu ţeir međal annars upp líkani af herbergi "Arnolfini" hjónanna međ ljósahjálmi. Rök Hockneys og Falcos voru ađ ţađ vćri einfaldlega ekki hćgt ađ teikna eins flókinn hlut og gotneska ljósakrónu en mótrök annarra listamanna og eđlisfrćđinga sýndu m.a. ađ safngler myndi ekki gefa ţá mynd af ljósahjálminum sem van Eyck teiknađi. Ég tel persónulega ađ góđir teiknarar getir náđ ljósahjálminum međ smáćfingu.
Hvort sem Jan van Eyck málađi ljósahjálminn í Brugge fríhendis, eđa međ hjálp safnglers í myrkraherbergi, ţá er hún mikil og góđ heimild um margt og tímasetur mjög vel ţá gerđ af messingljóshjálmum í gotneskum stíl, sem varđveittist gegnum aldirnar í kirkjum í Selárdal í Arnarfirđi, á hjara veraldar, ţar sem menn kunnu ekkert ađ teikna og vissu ekki hvađ camera obscura var fyrr en seint og síđar meir. Ţeir Selárdalsmenn áttu hins vegar hinn ekta hlut og vissu ekkert um angist Arnolfini-hjóna og deilur David Hockneys viđ listgćđinga og eđlisfrćđinga.
Eitt sinn héngu svona hjálmar víđa í evrópskum kirkjum og húsum ríkra manna. En í dag eru ţeir flestir horfnir ţví ţeir voru teknir ofan og brćddir í ađra hjálma á á 16 og 17. öld. Síđari gerđir ţekkjum viđ vel, Ţeir hafa kúlu neđst og oftast nćr klofinn örn efst á stofninum og langa og mjóa s-laga arma úr rörum. Slíkir endurreisnarhjálmar voru ekki síst framleiddir lengi vel í Svíţjóđ og bárust víđa. Einnig hvarf margt ljósahjálma á 19. öld ţegar kirkjur voru rćndar öllum málmi ţegar stríđ voru háđ.
Hjálmurinn í Selárdalskirkju er glćsilegasti hjálmurinn af sinni gerđ í heiminum, glćsilegri en hjálmur hjónanna á mynd van Eycks, en ţeir voru framleiddir í Niđurlöndum (Belgíu) á fyrri hluta 15. aldar. Enn glćsilegri gerđir voru framleiddir síđar í Ţýskalandi og eru nokkur eintök til af slíkum prakthjálmum í ţýskum listasöfnum
Íslendingar fylgdust svo sannarlega međ tískunni fyrir tćplega 600 árum síđan, og keyptu ađeins ţađ besta fyrir kirkjur sínar sálum sínum til hjálpar.
Viđ höldum ljósahjálmasögunni áfram í nćstu fćrslu,
ţar sem frćtt verđur um framleiđslusögu ţessara
gotnesku hjálma og síđar um ađra
ljósahjálma á
Íslandi
Kirkjugripir | Breytt 10.12.2020 kl. 10:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
Fiat lux
16.3.2012 | 16:25
Ţann 15. ágúst áriđ 1960 var hr. Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands staddur í Arnarfirđi ađ vísitera Selárdalskirkju. Vísitasían hófst međ guđsţjónustu kl. 2 eftir hádegi og ţjónađi sóknarpresturinn Jón Kr. Ísfeld fyrir altari. Biskup stóđ einnig viđ altari eftir predikun, en frú Magnea Ţorkelsdóttir biskupsfrú lék listilega á orgeliđ. Mikil helgi var yfir stađnum ţennan dag.
Í vísitasíugjörđinni frá 1960 er nefnt ađ kirkjan sé 99 ára gömul og í ríkiseign. Ţar stendur m.a., og skal lesiđ međ framburđi Sigurbjörns biskups:
"hefur kirkjueigandi algjörlega vanrćkt allt viđhald á henni, enda er hún stórlega skemmd af fúa, og í yfirvofandi hćttu af veđrum. Vćri ţađ mikiđ og lítt bćtanlegt tjón, ef kirkjan félli, eđa fyki, ţví ađ hún verđur ađ teljast merkilegt hús og auk ţess geymir hún marga og merka muni."
Viti menn, heimsókn biskups hefur líklega haft sitt ađ segja, ţví gert var viđ kirkjuna áriđ 1961, og mćtti ef til vill kalla ţá viđgerđ ćrlega endurbyggingu. Selárdalsprestakall hafđi reyndar ţegar veriđ lagt niđur áriđ 1907 og Selárdalssókn lögđ til Bíldudalsprestakalls. En nú er svo komiđ ađ kirkjan hefur veriđ afhelguđ og um tíma var rćtt um ađ rífa hana, sem auđvitađ kemur ekki til greina ţar sem hún er friđuđ.
Selárdalskirkja er enn ekki fokin og hefur Átthafafélagiđ Skjöldur áform um ađ fćra ţar hluti til betri vegar, enda var ţetta ađ fornu ein ríkasti kirkjustađur á Íslandi.
Myndin efst er tekin í Selárdalskirkju áriđ 1913 og ţá voru enn í kirkjunni ýmsir góđir gripir frá fyrri öldum sem sýndu ađ ţessi kirkja hafđi veriđ rík. Í loftinu hékk "ljósahjálmur góđur" samkvćmt vísitasíu biskups.
Vart er til betri kirkjugripur frá miđöldum Íslands en ţessi ljóshjálmur.
Ljósahjálmurinn í Selárdalskirkju
Fyrsti mađurinn sem gerđi sér grein fyrir hina mikla menningarlegu verđmćti ljósahjálmsins í Selárdal var Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur. Hann kom í Selárdalskirkju áriđ 1913 og sá hvađ ţar hékk neđan úr neđan úr loftţiljum og tók ljósmyndir. Hann ritađi 28. júlí 1913:
"... Ljósahjálmur stór og veglegur og forn, í gotn. stýl, allur úr kopar; 6 armar í neđra kransi en 3 í efra; nokkuđ brotnir og gallađir. Ljón situr á legg efst og vargstrjóna stendur niđur úr neđst. .."
Matthías lýsti hjálminum í kirknaskrá sinni (sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands) og teiknađi m.a. útlínur arma hjálmsins (sjá mynd neđar). Matthías kunni sína kirkjulist betur en flestir og vissi hvađ hann vildi fá á Ţjóđminjasafniđ. Hann skrifađi enn fremur:
"Hjálmur ţessi er mjög gamall og merkilegur og ćtti ađ sjálfsögđu ađ ganga til Ţjms. sem fyrst. Áriđ 1915 skrifar hann á spássíu: "Bođnar 100 kr. (eđa annar hjálmur ) í bréfi 10.III.'15. Bođinn nýl. Myrkárhjálmurinn og 50 kr. ađ auki 17.IX.1915."
Allt kom fyrir ekki. Heimamenn vildu ekki selja Ţjóđminjasafninu hjálminn, enda var hann tćknilega séđ ekki í eigu ţeirra, og ţar viđ sat, eđa ţangađ til ađ Hjörleifur Stefánsson arkitekt gerđi ţađ gustukaverk ađ taka hjálminn traustataki og fara međ hann suđur í Ţjóđminjasafn. Ţađ var á síđasta tug 20. aldar og er hjálmurinn ţar enn í geymslu engum til ánćgju, ţví hann er ekki hafđur til sýnis, ţótt hann sé merkilegasti og veglegasti ljósgjafi úr kirkju á Íslandi frá miđöldum, og ţótt víđar vćri leitađ.
Áframhald um Selárdalshjálminn á nćstu dögum
Kirkjugripir | Breytt 11.4.2020 kl. 10:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
Upp á stól stendur mín kanna ...
15.12.2011 | 07:30
Margt dýrgripa er ađ finna á Ţjóđminjasafni, sem enn hefur ekki veriđ skrifađ um ellegar af vanţekkingu. Einn ţeirra er ţessi forláta kanna sem myndin er af. Henni var lýst svo í ađfangabók safnsins í lok 19. aldar:
Ţjms. 7169
Vatnskanna úr messing, sívöl, 11,2 ađ ţverm. um bumbuna, 4,2 um hálsinn, 8,5 um opiđ, sem er međ kúptu loki yfir á hjörum viđ handarhald, sem er á einn veginn, en langur og mjór stútur er gegnt ţví á hinn veginn: 4 cm. hátt, sívalt og útrent kopartyppi er á lokinu miđju. Uppaf löminni á lokinu gengur typpi til ađ opna međ lokiđ, ef vill, um leiđ og haldiđ er í handarhaldiđ: ţađ typpi er sem dýrshöfuđ međ stórum, uppstandandi eyrum. Stúturinn er einnig sem dýrshaus og er pípa fram úr gininu á honum. Undir bumbunni er um 6,5 cm. hár fótur, 3,5 ađ ţverm. en stjettin á honum 12,5 cm. Öll er kannan međ laglegu útrensli og vel smíđuđ, há og grönn og fallega löguđ: h. er alls 33,3 cm. Útlend er hún vafalaust og líklega frá síđari hluta 16. aldar, eđa varla yngri. Hún er frá Bólstađarhlíđarkirkju og mun hafa veriđ höfđ ţar undir skírnarvatn.
Ekki er hćgt ađ fetta fingur út í svo greinagóđa lýsingu, en aldurgreiningin er hins vegar alvitlaus. Uppruninn hefur einnig veriđ greindur rangt í skrám Ţjóđminjasafnsins og ţar er nú vitnađ í Kirkjur Íslands 8. Bindi (bls. 125), ţar sem kannan er sögđ vera "ţýzk" og frá síđari helmingi 16. aldar, ţar sem slíkar könnur sjást oft á málverkum frá ţeim tíma". Er sú tímasetning fjarri lagi og verđur ţađ ađ skrifast á höfund ţess verks.
Ímikilli frćđigrein frá 1975 lýsti A.-E. Theuerkauff-Liederwald: Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert, grein til heiđurs Frau Prof. Dr. Lottlisa Behling. Í ţessari lćrđu grein kemur fram ađ málmkönnur ţeirri gerđar sem varđveittist í Bólstađarhlíđarkirkju séu flestar frá síđari hlut 15. aldar. Reyndar er ein nánasta hliđstćđa könnunnar frá Bólstađarhlíđarkirkju ađ finna á mynd á altaristöflu frá 1437 eftir Hans Multscher, sem sýnir Pílatus ţvo hendur sínar. Altaristaflan er varđveitt í Berlín, á Stiftung Preußischer Kulturbesitz.
Ekki voru ţessar messingkönnur alltaf notađar fyrir vígt vatn eđa sem skírnarkönnur. Á heldri manna heimilum í Evrópu voru ţćr notađar sem vatnskönnur eđa til handţvotta. Ţćr voru iđulega seldar međ fati úr sama efni, messing eđa bronsi, svokallađri mundlaug, en á Íslandi og öđrum Norđurlöndum voru slík föt gjarnan notuđ sem skírnarföt. Könnur međ svipuđu lagi voru einnig steyptar í tin.
Kannan úr Bólstađarhlíđarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu er úr messing, sem er blanda af ca. 68% kopar og 32% zinki. Ţví minna sem zinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki zink sem málm (grunnefni) eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, inniheldur mikiđ zink, saman viđ kopar sem helst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.
Kannan frá Bólstađarhlíđarkirkju er svokallađ Dinanterí, ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til un hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá Vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. Ţetta var eftirsótt vara og höfđu Mercatores de Dinant heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum.
Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla messingíláta og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Meira um ţađ síđar.
Hingađ til lands hefur kannan án efa borist međ Hansakaupmönnum, sem áttu mikil ítök í t.d. Dinant og sáu til ţess ađ afurđir ţessa iđnađar bárust um alla Norđurevrópu og alla leiđ til Íslands. Saga messingiđnađarins á miđöldum í Niđurlöndum og Norđvestur Ţýskalandi er mjög merkileg, en allt of viđamikil til ađ lýsa henni frekar hér.
Ţví má bćta viđ ađ í Heynesbók AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu, sem mjög líklega á ađ sýna messingkönnu, ţar sem hún er gul á litinn. Sjá enn fremur hér.
Upp á stól, stól, stól
stendur mín kanna.
Níu nóttum fyrir jól
kemst ég til manna
og ţá dansar hún Anna.
Eins og dr. phil.og úraauglýsingafyrirsćtan Árni Björnsson hefur bent á, fjallar ţessi vísa alls ekki um jólasveina. Ţeir eru ađ vísu margir um ţessar mundir á Ţjóđminjasafni, og hefur greinilega einn bćst í hópinn og heitir sá Aldavillir. Menn verđa ađ kunna deili á ţví sem ţeir eru međ í söfnum sínum.
Ítarefni:
Hatcher, J. 1973. English Tin Productions and Trade before 1550. Oxford.
ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. Rijksmusuem Amsterdam. Staatsuitgeverij. Gravenhage (den Haag).
Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1975. Die Formen der Messingkannen im 15. Und 16. Jahrhundert. Rotterdam Papers II, A contribution to medieval archaeology, (Ritstj. J.G.N. Renaud), Rotterdam 1975.
Teuerkauff-Liederwald, Anna-Elisabeth 1988. Mittelalterliche Bronze- und Messinggefässe : Eimer, Kannen, Lavabokessel.Deutscher Verlag für Kunstwissenschaft, Berlin.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983. Metallysekroner i senmiddelalderen. Hovedfagseksamensopgave, prřve e. Afdeling for Middelalder-Aarkćologi, Aarhus Universitet, maj 1983.
Kirkjugripir | Breytt 12.6.2022 kl. 15:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Kirkjukambar
9.10.2011 | 09:31
Bronskambur ţessi kom á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1941 og fékk safnnúmeriđ 12912. Hann er eins og eftirlíking eđa smćkkuđ mynd af samsettum kömbum úr horni eđa beini, sem algengir voru á Norđurlöndum á seinni hluta 12. aldar. Kamburinn er hin besta smíđ og er steyptur í einu lagi. Jafnvel skreytiđ á honum minni mjög á skreyti á venjulegum beinkömbum.
Kamburinn (á myndinni hér fyrir ofan) fannst áriđ 1937 í fornri tóft austur á Barđsnesi í Norđfirđi. Hann er 6.7 sm ađ lengd. Annar kambur úr bronsi (Ţjms. 5021) hafđi fundist um aldamótin 1900 á svokölluđum Norđlingahól hjá Melabergi á Miđnesi í Gullbringusýslu. Hann er einnig eftirlíking af einrađa kambi, sem telst til einnar af undirgerđum svokallađra háhryggjakamba. Viđ fornleifarannsóknir í Reykholti hefur einnig nýlega fundist kambur af sömu gerđ. Allir kambarnir eru líklegast frá lokum 12. aldar eđa byrjun ţeirrar 13.
Kambarnir frá Barđsnesi, Miđnesi og Reykholti eru ekki sérlega hentugir til ađ greiđa hár međ. Mjög sennilegt er ađ ţetta hafi veriđ svokallađir kirkjukambar, sem notađir voru viđ undirbúning ađ messu. Líkar greiđur, sem oftast eru úr beini, rostungstönn eđa fílstönn, hafa fundist á Bretlandseyjum, í Danmörku og Svíţjóđ og á meginlandi Evrópu og hafa veriđ túlkađir sem kirkjukambar eđa tonsúrukambar.
Taliđ er ađ kirkjukambar hafi orđi algengir ţegar tonsúran eđa krúnan (sem einnig var kölluđ kringluskurđur eđa kringlótt hár) varđ algengt međal klerka suđur í löndum á 4. öld og síđar lögleidd á 7. öld. Ţá hefur veriđ nauđsynlegt fyrir presta ađ halda hárinu í horfi.
Krúnan var mikilvćgt atriđi og mismunandi tíska ríkti viđ krúnurakstur. Í Kristinna laga ţćttií Grágás eru ákvćđi um ađ prestur verđi ađ gera krúnu sína einu sinni í mánuđi og í norskri statútu er prestum gert ađ greiđ eitt mark í bćtur er krúna ţeirra nái niđur fyrir eyrnasnepla. Illa útlítandi kirkjunnar ţjónar hafa líklegast alltaf ţótt vera til lítillar prýđi og léleg auglýsing fyrir bođunina.
Í messubók Lundabiskupsdćmis (Missale Lundense), sem er frá byrjun 12. aldar en varđveitt í prentađri útgáfu frá 1514, er greint frá ţví ađ međan prestur greiđi hár sitt eigi hann ađ biđja sérstaka bćn. Í íslenskum handritum er ađ finna skýringar á notkun kirkjukamba, t.d. í handritinu Veraldar sögur (AM 625, 4to), sem er frá 14. öld, í kafla sem heitir Messuskýring ok allra tíđa:
Er kennimađur býst til messu, ţvćr hann sér vandlega, og er ţađ í ţví markađ, ađ honum er nauđsyn ađ ţvo sig í iđrun og góđum verkum, er hann skal Guđi ţjóna. Ţađ, er hann kembir sér, jartegnir ţađ, ađ hann skal greiđa hugrenningar sínar til Guđs. Höfuđ jartegnir hjarta, en hugrenningar hár. Ţađ ađ hann leggur af sér kápu eđa klćđi og skrýđist, sýnir ţađ, ađ hann skal leggja niđur annmarka og skrýđast manndáđum.
Hugsun sú, ađ háriđ tákni hugrenningar, finnst ţegar í riti Gregoríusar mikla, Cura pastoralis, sem skýring á orđum spámannsins Esekíels um ađ hár Levítans, ţ.e.a.s. prestsins, skuli hvorki vera rakađ eđa flakandi heldur stýft.
Ímáldögum íslenskra kirkna grein frá kirkjukömbum, ýmist úr tönn eđa tré. Vegna ţess ađ ađeins er greint frá kömbum í kirkjum í Hólastifti hefur ţeirri kenningu veriđ varpađ fram ađ notkun ţeirra hafi tengst Benediktínaklaustrinu á Munkaţverá eđa tengslum Hóla viđ erkibiskupssetiđ í Lundi, ţar sem kirkjukambar virđast hafa veriđ notađir. Miklu frekar mćtti skýra fćđ kirkjukamba í máldögum úr öđrum landshlutum međ ţví ađ litlir gripir sem ţessir hafi auđveldlega fariđ fram hjá mönnum ţegar vísiterađ var.
Á Barđsnesi var bćnhús á 17. öld og gćti kirkjukamburinn bent til kirkjuhalds löngu fyrir ţann tíma.
Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.
Ljósmyndina efst hefur Ívar Brynjólfsson tekiđ.
* Kamburinn frá Reykholti var til sýnis á sýningunni Endurfundir í Ţjóđminjasafni 2009-2010. Ţví miđur láđist ađstandendum sýningarinnar ađ greina frá heimildum um ađra bronskamba á Íslandi.
Kirkjugripir | Breytt 12.6.2022 kl. 15:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)