Kirkjukambar
9.10.2011 | 09:31
Bronskambur ţessi kom á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1941 og fékk safnnúmeriđ 12912. Hann er eins og eftirlíking eđa smćkkuđ mynd af samsettum kömbum úr horni eđa beini, sem algengir voru á Norđurlöndum á seinni hluta 12. aldar. Kamburinn er hin besta smíđ og er steyptur í einu lagi. Jafnvel skreytiđ á honum minni mjög á skreyti á venjulegum beinkömbum.
Kamburinn (á myndinni hér fyrir ofan) fannst áriđ 1937 í fornri tóft austur á Barđsnesi í Norđfirđi. Hann er 6.7 sm ađ lengd. Annar kambur úr bronsi (Ţjms. 5021) hafđi fundist um aldamótin 1900 á svokölluđum Norđlingahól hjá Melabergi á Miđnesi í Gullbringusýslu. Hann er einnig eftirlíking af einrađa kambi, sem telst til einnar af undirgerđum svokallađra háhryggjakamba. Viđ fornleifarannsóknir í Reykholti hefur einnig nýlega fundist kambur af sömu gerđ. Allir kambarnir eru líklegast frá lokum 12. aldar eđa byrjun ţeirrar 13.
Kambarnir frá Barđsnesi, Miđnesi og Reykholti eru ekki sérlega hentugir til ađ greiđa hár međ. Mjög sennilegt er ađ ţetta hafi veriđ svokallađir kirkjukambar, sem notađir voru viđ undirbúning ađ messu. Líkar greiđur, sem oftast eru úr beini, rostungstönn eđa fílstönn, hafa fundist á Bretlandseyjum, í Danmörku og Svíţjóđ og á meginlandi Evrópu og hafa veriđ túlkađir sem kirkjukambar eđa tonsúrukambar.
Taliđ er ađ kirkjukambar hafi orđi algengir ţegar tonsúran eđa krúnan (sem einnig var kölluđ kringluskurđur eđa kringlótt hár) varđ algengt međal klerka suđur í löndum á 4. öld og síđar lögleidd á 7. öld. Ţá hefur veriđ nauđsynlegt fyrir presta ađ halda hárinu í horfi.
Krúnan var mikilvćgt atriđi og mismunandi tíska ríkti viđ krúnurakstur. Í Kristinna laga ţćttií Grágás eru ákvćđi um ađ prestur verđi ađ gera krúnu sína einu sinni í mánuđi og í norskri statútu er prestum gert ađ greiđ eitt mark í bćtur er krúna ţeirra nái niđur fyrir eyrnasnepla. Illa útlítandi kirkjunnar ţjónar hafa líklegast alltaf ţótt vera til lítillar prýđi og léleg auglýsing fyrir bođunina.
Í messubók Lundabiskupsdćmis (Missale Lundense), sem er frá byrjun 12. aldar en varđveitt í prentađri útgáfu frá 1514, er greint frá ţví ađ međan prestur greiđi hár sitt eigi hann ađ biđja sérstaka bćn. Í íslenskum handritum er ađ finna skýringar á notkun kirkjukamba, t.d. í handritinu Veraldar sögur (AM 625, 4to), sem er frá 14. öld, í kafla sem heitir Messuskýring ok allra tíđa:
Er kennimađur býst til messu, ţvćr hann sér vandlega, og er ţađ í ţví markađ, ađ honum er nauđsyn ađ ţvo sig í iđrun og góđum verkum, er hann skal Guđi ţjóna. Ţađ, er hann kembir sér, jartegnir ţađ, ađ hann skal greiđa hugrenningar sínar til Guđs. Höfuđ jartegnir hjarta, en hugrenningar hár. Ţađ ađ hann leggur af sér kápu eđa klćđi og skrýđist, sýnir ţađ, ađ hann skal leggja niđur annmarka og skrýđast manndáđum.
Hugsun sú, ađ háriđ tákni hugrenningar, finnst ţegar í riti Gregoríusar mikla, Cura pastoralis, sem skýring á orđum spámannsins Esekíels um ađ hár Levítans, ţ.e.a.s. prestsins, skuli hvorki vera rakađ eđa flakandi heldur stýft.
Ímáldögum íslenskra kirkna grein frá kirkjukömbum, ýmist úr tönn eđa tré. Vegna ţess ađ ađeins er greint frá kömbum í kirkjum í Hólastifti hefur ţeirri kenningu veriđ varpađ fram ađ notkun ţeirra hafi tengst Benediktínaklaustrinu á Munkaţverá eđa tengslum Hóla viđ erkibiskupssetiđ í Lundi, ţar sem kirkjukambar virđast hafa veriđ notađir. Miklu frekar mćtti skýra fćđ kirkjukamba í máldögum úr öđrum landshlutum međ ţví ađ litlir gripir sem ţessir hafi auđveldlega fariđ fram hjá mönnum ţegar vísiterađ var.
Á Barđsnesi var bćnhús á 17. öld og gćti kirkjukamburinn bent til kirkjuhalds löngu fyrir ţann tíma.
Grein ţessi birtist fyrst í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994), bók sem Ţjóđminjasafn Íslands gaf út á 130 ára afmćli safnsins og sem Árni Björnsson ritstýrđi. Örlitlar viđbćtur hafa veriđ gerđar viđ grein mína hér.
Ljósmyndina efst hefur Ívar Brynjólfsson tekiđ.
* Kamburinn frá Reykholti var til sýnis á sýningunni Endurfundir í Ţjóđminjasafni 2009-2010. Ţví miđur láđist ađstandendum sýningarinnar ađ greina frá heimildum um ađra bronskamba á Íslandi.
Meginflokkur: Fornleifar | Aukaflokkar: Kirkjugripir, Menning og listir, Trúmál | Breytt 12.6.2022 kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
Ţađ virđist dálítiđ skrýtiđ ef ţessir kambar (greiđur) eru ćtlađar nánast hárlausum munkum. Á miđöldum var tonsúran miklu stćrri en nú, ţannig ađ a.m.k hálft höfuđiđ einmitt, ţar sem mestur er hárvöxurinn, var rakađur. Ađeins mjór kragi varđ eftir, eins og sjá má á mörgum miđaldamyndum. Ţessir menn höfđu litla ţörf fyrir kamb eđa greiđu. Hins vegar voru menn, og ţó einkum konur mjög hárprúđar og ýmsar flóknar hárgreiđslur stundum hafđar á ýmsum tímum, ađallega hjá konum. Mér sýnist líklegt ađ ţessar greiđur eđa kambar séu fremur ćtlađar fólki sem raunverulega hefur ţörf fyrir slíka hluti. Ég veit ţó, ađ ţú heldur öđru fram.
Vilhjálmur Eyţórsson, 10.10.2011 kl. 00:19
Nafni, hafa ber í hugrenningum sínum ađ ţessir kambar eru ađeins tćpir 7 sm ađ lengd og hafa mjög groddalegar tennur. Ţćr henta vel í ţunnt og lítiđ hár. Mér sýnist vegna ţess ađ ţetta eru "míniatúrar" af venjulegum kömbum, ađ ţeir séu ţess vegna meira táknrćnir og ţess vegna líklegastir sem rekvísít í lítúrgíunni (messusiđunum). Kringluskurđurinn á 11. og 12. öld hentar vel fyrir ţessar greiđur og visa versa, og hef ég sjálfur reynt greiđuna frá Barđsnesi á náttúrulega tonsúru mína og ekkert flćktist, ţótt ég sé afar hrokkinhćrđur. Ekki var laust viđ ađ ég skrýddist manndáđum viđ ađ prófa greiđuna.
Ekki hefur veriđ hćgt ađ fjarlćga lýs og annan ófögnuđ međ ţessum áhöldum, enda voru venjulegir beinkambar eđa kambar úr tré hentugri til ţess og til ţess ađ setja flottar hárgreiđslur og kemba langt hár.
Líklegast verđum viđ ađ leita til Villa rakara til ađ greiđa úr ţessu máli, sem ţú ert búinn ađ flćkja og flétta. Rokkgreiđa úr áli er ţetta hins vegar ekki og smyrsl í háriđ fannst ekki međ ţessum greiđum.
Prestar höfđu reynda raunverulega ţörf fyrir svona hluti í "leikariđum" (litúrgíunni/messusiđum). Svo ég stend harđur á ţví ađ kambar ţessir hafi ţjónađ kirkjunnar mönnum frekar en hárgreiđslukonum á Norđfirđi, Miđnesi og Reykholti, og kamburinn ţar er fjandkorniđ ekki kambur Snorra!
FORNLEIFUR, 10.10.2011 kl. 05:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.