Kartöflurnar þegar teknar upp í Ólafsdal

Ólafsdalur 2
Nú, þegar fornleifagúrkan virðist sprottin úr sér á Þingeyrum, berast gleðitíðindi úr Ólafsdal (í Dölum).

Þar er nú farið að rannsaka skálarúst eina, forna.  Þar eru að verki fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem þrátt fyrir hið feikiríkisbáknslega nafn er bara einkabissness fornleifafræðinga úti í bæ sem ekki fá vinnu á Þjóðminjasafninu. 

Það er heldur ekki ónýtt að fyrrverandi þjóðminjavörður, einn sá besti á 20. öld, segir okkur fréttir af skála þessum í Morgunblaðinu sl. helgi (sjá hér).

Í sjálfu sér er ekkert nýtt að koma í ljós í Ólafsdal, ef svo má að orði komast. Þarna er greinilega ekki nein fucking "útstöð" á ferðinni, eða eskimóabæli, aðeins undirmálsskáli af norskri gerð - um 20 metrar að lengd, sem virðist vera meðalstærð húsa frá söguöld á Vestfjörðum. Skálinn er með bogamyndaða veggi og við skálann eru líklega gripahús og hlaða, sem ekki er búið að fletta ofan af. Skálinn hefur að öllum líkindum verið lengdur, og má gera sér í hugarlund, að það hafi gerst eins og sýnt er með litum hér að ofan. Blálituðu veggirnir er viðbótin. Appelsínuguli liturinn sýnir grunnmynd upphaflega skálans. Sem sagt enn ein sönnun þess að húsagerð á Íslandi kom frá Noregi en ekki frá einhverjum hokinbökum með litningagalla á Bretlandseyjum.

Spennandi verður að sjá framvindu mála í Ólafsdal í sumar. Kartöflur uxu eitt sinn vel í Ólafsdal, en ef ég þekki fólkið frá Fornleifastofnun rétt er ég ekki viss um að það stundi fornleifagúrkurækt í miklum mæli. 

Og ég sem hélt að menn ætluðu að bjarga öllum rústunum og kumlunum sem eru að fara í sjóinn...

Viðbót síðar sama dag:

Nýrri mynd af rústinni sýnir að einhver minniháttar viðbygging hefur verið við hana. Myndina er hægt að sjá á FB-síður rannsóknarinnar, þar sem einni er kynnt nýtt fornleifatvist.

Ólafsdalur3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver heldur þú að sé ástæða fyrir þessum bogadregnu veggjum og hvar er þetta í Ólafsdal. 

Valdimar Samúelsson, 25.6.2018 kl. 18:45

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Á Tungunni, innarlega í dalnum. Bogadregnu veggirnir er byggingarlag sem sést um öll Norðurlönd og kom ugglaust til af því að menn vildu hafa sem mest rými umhverfis langeldinn. Menn voru ekki að líkja eftir skipi sem hafði verið hvolft eða bakinu á gelti.

FORNLEIFUR, 25.6.2018 kl. 21:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fræddu mig um eitt. Nú eru þessir veggir markaðir af tvöfaldri röð smásteina, sem varla hafa getað myndað hleðslu eða hvað? Var torf á milli? Ef svo hvar er restin af steinhleðslunni og af hverju er grunnur hennar svo mjónulegur?

mer finnst þetta ansi veiklulegt. Svo lítið grjót og lítið af því en samt raðað eins og eingöngu til að teikna út veggina. Voru timburveggir þarna?

Man eftir að hafa séð lágar grunnhleðslur á Stafkirkjum í Noregi varla meira en 2-3 lög. Burðarstolpar stoðu á hellum en ekki grafnir niður. Það blæs jú sjaldan innlands í noregi svo þess var ekki þörf. Voru þetta spýtuhús eða torfhús? 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 01:37

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Blessaður Jón Steinar, þetta hefur ugglaust verið torfhús. Nú er fornleifafræðingateymið ekki komið niður á gólf, svo ekki sést hvort torfið hvílir á fleiri lögum af steinahleðslu.

Vissulega er þetta veiklulegt fyrir veðurfarið á vestanverðu landinu, en menn grófu sig líka oft niður, gólfið var niðurgrafið miðað við veggina.Þannig fengu menn stuðning við vegginn og þakið úr jarðlögunum sem fyrir voru og einnig meiri mænishæð í skálann. Þannig var byggt á ríkulegum skálum líkt og að Hrísbrú og aðeins síðar á fyrsta skálanum á Stöng. Þessa fyndnu og jafnframt sögulausu setningu má finna Wikipeda/Hrísbrú: Rannsóknir á torfi í veggjum skálans leiddi í ljós að það var ekki tekið úr túninu nærri skálanum, heldur úr mýrinni nærri Hrísbrú.

Þegar maður finnur veggi torfhúsa nærri heila og torf sem hefur aðeins sjatnað um helming, líkt og á Stöng, er það vegna aðfokins vikurs sem styður við varðveislu torfsins. En annars staðar leggst torfið saman. Fornleifafræðingarnir munu vonandi reyna að gera sér grein fyrir því hver mörg lög af streng eða annarri hleðslu hafa verið í veggnum.

Ég hef einu sinni grafið í hús á Vestfjörðum (Í Hrútsey) sem ekki er fjarri, og mér fannst torfið allt öðruvísi en á Suðurlandi. Torf leggst saman á mismunandi hátt í gegnum aldirnar.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 07:08

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Hrútey, hét eyjan.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 07:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þennan fróðleik Vilhjálmur. Ég var með í að reisa "víkingaþorp" við Vestra horn nærri Höfn í Hornafirði þar sem skálinn var svona bogadreginn og þakið slútti til beggja stafna eins og skip á hvolfi. Veit ekki hversu sögulega rétt það var, en allavega var það að að megninu úr spýtu. Þorpið stendur enn og kvikmyndin hefur ekki verið gerð enn, sem þetta var smíðað fyrir. 

Varðandi Stafkirkjur, þá er sú elsta í Borgund ofan við Lærdal  i Sogni. Hef nokkrumsinnum komið þangað og alltaf jafn hrifinn af Nkúnstinni. Fjögur þök, jafnvel sjö ef allt er talið upp í topp. Innandyra merkilega lítið og þröngt en göng utanmeð sem eg býst við að hafi verið fyrir pöbulinn því ekki býst ég við að fleiri en prelátinn hafi verið í helgidómnum, svo lítill er hann. Kannski leyfar heiðins siðar þar sem goðinn var líklega einn um að færa fórnir í hofi á meðan próletaríið húkti utanvið. 

Nóg var af spýtu í noregi svo menn gátu leyft sér svona tildur og prjál utan um nánast ekki neitt. Maður þarf samt að skilja tíðaranda og hugsunarhátt til að skilja þetta. Slíkur skilningur verður samt alltaf grundaður á getgátum. Íslenskir forleifafræðingar eru liprir í þeirri list og fljuga langt útfyrir alla ramma vísinda. Rakhnifurinn hans Occams er ekki í verkfærakistu þeirra. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 12:09

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir utan Miðhusasilfrið og Eskimóaflikkur þá finnst mér "Gríman" frá Stóruborg vera toppurinn af öllu hjaralausu þvaðri í íslenskri fornleifafræði. Ekki síst fyrir hvað henni er haldið á lofti í sýningum, ræðu og riti. Kenning byggð á engu um eitthvað sem er miklu líklegar gömul blökk eða eitthvað heis, hvort sem það var af bænum eða af skipi. Slitför og göt eftir reipi orðin augu og munnur. Paredolían er ekki einangruð við ristað brauð í ameríku.  

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 12:26

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Svo ekki sé talað um munngígjun (gyðingahörpuna) sem fannst á Stóru-Borg.http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=461390.  Sem ungur fornleifafræðinemi benti ég Mjöll Snæsdóttur á að járngripur einn gæti verið hluti af munngígju. Ég gaukaði að henni riti sem sýndi grip sem var nokkuð líkur. Hann var þó illa teiknaður. Síðar komst ég úr skugga um, að gripurinn á Stóru-Borg gæti vart verið munnharpa. En ekki er ég samt heiðraður með að vera maðurinn sem kom vitleysunni af stað. Menn taka helst heiðurinn sjálfir, án þess að nefna aðra. Mér sýnist að Mjöll sé skráð sem finnandi flestra þeirra gripa sem skráðir hafa verið frá Stóru-Borg, þó hún hafi ekki fundið þá. Í tilvikinu með munngígjuna er ég harðánægður að vera ekkert frekar bendlaður við hana. Meiri áhyggjur hef ég að öllum þeim gripum frá Stóru-Borg sem eyðilögðust vegna þess að þeir fengu ekki forvörslu. Það er líklegast stærsti skandall íslenskrar fornleifafræði og tveimur mönnum að kenna. Þeim sem stjórnaði rannsókninni og Þór Magnússyni.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 13:37

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einn félagi minn frá Cape Cod fann lítið gable hús nálægt Kennebec river en mig minnir að þar hafi verið bogadregnar veggir. Í námunda við þetta voru tvær 45 feta grjót línur og steinar til hliðar með vissu millibili fyrir smá hliðarstoðir. Það má geta þess að fyrir framan húsið var nærri mannhæða hár steinn. Þetta allt er innanvið 1 km frá Spirit pound búðunum sem svipar til og Þingbúðir hér á Íslandi. Við megum ekki skjóta allt í kaf sem mögulega norrænir eða Íslendingar byggðu á austurströnd Bandaríkjanna. Fallegar Vörður sem byggðar voru fyrir 800 árum ásamt öðrum.   

Valdimar Samúelsson, 26.6.2018 kl. 14:18

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bændur á Stóruborg hafa líklega dansað regndansinn með þessa grímu við undirleik gyðingahörpunnar. Það hefur aldeilis verið kátt á Borg í þá daga. :D 

Eric von Däneken og Ómar Ragnarson myndu ekki stinga í stúf við neinn innan þessara stofnana með sína frjálslegu kenningasmíð. Ómar fann það út að hingað hefðu Fönikíumenn sennilega siglt fyrir kristburð af því að bóndi einn fann brot úr siglutré sem var úr sedrusviði. Íslenskir fornleifafræðingar hafa hrokkið lengra af skaftinu en það.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 16:53

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón og Fornleifur hefir ekkert verið rannsakað varðandi siglutréð úr Sedrusviðnum. Fann kannski ekki rétti maðurinn þetta.

Valdimar Samúelsson, 26.6.2018 kl. 18:26

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Valdimar, siglan týndist aftur. Aðrar sögur herma að hún hafi verið notuð í eldhúsinnréttingu á Selfossi. Það er til stofnun sem sér um svona mál. Hún gefur mönnum leyfi til að leita að heilögum grali og Gullskipum, en bannar fornleifafræðingum að vinna að verkefnum sem eru þarfari en að leita uppi Svartadauða eða finna botninn í Borgarfirði. Fornleifur skrifar aðeins stuttar frásagnir um hitt og þetta.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 22:43

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Fornleifur. Það er skárra kerfi á austurströnd USA en þar mega ólærðir menn rannsaka og skrifa umsagnir fá leifi og fornleifafræðing og hjálpast allir að við uppgröft með sjálfboðaliðum. Þeir meira að segja hafa vaktaskipti og safna saman fyrir mat þar sem áhugasamir elda.NEARA.Com . Þeir eru ekki alvitlausir bandaríkjamenn.

Valdimar Samúelsson, 27.6.2018 kl. 08:13

14 identicon

Áhugavert með torfveggina í Hrútey. Hvar get ég nálgast upplýsingar um þann uppgröft?

Sigurður Snæbjörn Stefánsson (IP-tala skráð) 9.7.2018 kl. 20:24

15 Smámynd: FORNLEIFUR

Afsakaðu, Sigurður, seinaganginn í svörum. Hann dr. Ragnar Edvardsson á Bolungarvík er til frásagnar um þann uppgröft. Hann stjórnaði rannsókninni þar með miklum ágætum.

FORNLEIFUR, 19.7.2018 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband