Kartöflurnar ţegar teknar upp í Ólafsdal

Ólafsdalur 2
Nú, ţegar fornleifagúrkan virđist sprottin úr sér á Ţingeyrum, berast gleđitíđindi úr Ólafsdal (í Dölum).

Ţar er nú fariđ ađ rannsaka skálarúst eina, forna.  Ţar eru ađ verki fornleifafrćđingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem ţrátt fyrir hiđ feikiríkisbáknslega nafn er bara einkabissness fornleifafrćđinga úti í bć sem ekki fá vinnu á Ţjóđminjasafninu. 

Ţađ er heldur ekki ónýtt ađ fyrrverandi ţjóđminjavörđur, einn sá besti á 20. öld, segir okkur fréttir af skála ţessum í Morgunblađinu sl. helgi (sjá hér).

Í sjálfu sér er ekkert nýtt ađ koma í ljós í Ólafsdal, ef svo má ađ orđi komast. Ţarna er greinilega ekki nein fucking "útstöđ" á ferđinni, eđa eskimóabćli, ađeins undirmálsskáli af norskri gerđ - um 20 metrar ađ lengd, sem virđist vera međalstćrđ húsa frá söguöld á Vestfjörđum. Skálinn er međ bogamyndađa veggi og viđ skálann eru líklega gripahús og hlađa, sem ekki er búiđ ađ fletta ofan af. Skálinn hefur ađ öllum líkindum veriđ lengdur, og má gera sér í hugarlund, ađ ţađ hafi gerst eins og sýnt er međ litum hér ađ ofan. Blálituđu veggirnir er viđbótin. Appelsínuguli liturinn sýnir grunnmynd upphaflega skálans. Sem sagt enn ein sönnun ţess ađ húsagerđ á Íslandi kom frá Noregi en ekki frá einhverjum hokinbökum međ litningagalla á Bretlandseyjum.

Spennandi verđur ađ sjá framvindu mála í Ólafsdal í sumar. Kartöflur uxu eitt sinn vel í Ólafsdal, en ef ég ţekki fólkiđ frá Fornleifastofnun rétt er ég ekki viss um ađ ţađ stundi fornleifagúrkurćkt í miklum mćli. 

Og ég sem hélt ađ menn ćtluđu ađ bjarga öllum rústunum og kumlunum sem eru ađ fara í sjóinn...

Viđbót síđar sama dag:

Nýrri mynd af rústinni sýnir ađ einhver minniháttar viđbygging hefur veriđ viđ hana. Myndina er hćgt ađ sjá á FB-síđur rannsóknarinnar, ţar sem einni er kynnt nýtt fornleifatvist.

Ólafsdalur3


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver heldur ţú ađ sé ástćđa fyrir ţessum bogadregnu veggjum og hvar er ţetta í Ólafsdal. 

Valdimar Samúelsson, 25.6.2018 kl. 18:45

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Á Tungunni, innarlega í dalnum. Bogadregnu veggirnir er byggingarlag sem sést um öll Norđurlönd og kom ugglaust til af ţví ađ menn vildu hafa sem mest rými umhverfis langeldinn. Menn voru ekki ađ líkja eftir skipi sem hafđi veriđ hvolft eđa bakinu á gelti.

FORNLEIFUR, 25.6.2018 kl. 21:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frćddu mig um eitt. Nú eru ţessir veggir markađir af tvöfaldri röđ smásteina, sem varla hafa getađ myndađ hleđslu eđa hvađ? Var torf á milli? Ef svo hvar er restin af steinhleđslunni og af hverju er grunnur hennar svo mjónulegur?

mer finnst ţetta ansi veiklulegt. Svo lítiđ grjót og lítiđ af ţví en samt rađađ eins og eingöngu til ađ teikna út veggina. Voru timburveggir ţarna?

Man eftir ađ hafa séđ lágar grunnhleđslur á Stafkirkjum í Noregi varla meira en 2-3 lög. Burđarstolpar stođu á hellum en ekki grafnir niđur. Ţađ blćs jú sjaldan innlands í noregi svo ţess var ekki ţörf. Voru ţetta spýtuhús eđa torfhús? 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 01:37

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Blessađur Jón Steinar, ţetta hefur ugglaust veriđ torfhús. Nú er fornleifafrćđingateymiđ ekki komiđ niđur á gólf, svo ekki sést hvort torfiđ hvílir á fleiri lögum af steinahleđslu.

Vissulega er ţetta veiklulegt fyrir veđurfariđ á vestanverđu landinu, en menn grófu sig líka oft niđur, gólfiđ var niđurgrafiđ miđađ viđ veggina.Ţannig fengu menn stuđning viđ vegginn og ţakiđ úr jarđlögunum sem fyrir voru og einnig meiri mćnishćđ í skálann. Ţannig var byggt á ríkulegum skálum líkt og ađ Hrísbrú og ađeins síđar á fyrsta skálanum á Stöng. Ţessa fyndnu og jafnframt sögulausu setningu má finna Wikipeda/Hrísbrú: Rannsóknir á torfi í veggjum skálans leiddi í ljós ađ ţađ var ekki tekiđ úr túninu nćrri skálanum, heldur úr mýrinni nćrri Hrísbrú.

Ţegar mađur finnur veggi torfhúsa nćrri heila og torf sem hefur ađeins sjatnađ um helming, líkt og á Stöng, er ţađ vegna ađfokins vikurs sem styđur viđ varđveislu torfsins. En annars stađar leggst torfiđ saman. Fornleifafrćđingarnir munu vonandi reyna ađ gera sér grein fyrir ţví hver mörg lög af streng eđa annarri hleđslu hafa veriđ í veggnum.

Ég hef einu sinni grafiđ í hús á Vestfjörđum (Í Hrútsey) sem ekki er fjarri, og mér fannst torfiđ allt öđruvísi en á Suđurlandi. Torf leggst saman á mismunandi hátt í gegnum aldirnar.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 07:08

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Hrútey, hét eyjan.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 07:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir ţennan fróđleik Vilhjálmur. Ég var međ í ađ reisa "víkingaţorp" viđ Vestra horn nćrri Höfn í Hornafirđi ţar sem skálinn var svona bogadreginn og ţakiđ slútti til beggja stafna eins og skip á hvolfi. Veit ekki hversu sögulega rétt ţađ var, en allavega var ţađ ađ ađ megninu úr spýtu. Ţorpiđ stendur enn og kvikmyndin hefur ekki veriđ gerđ enn, sem ţetta var smíđađ fyrir. 

Varđandi Stafkirkjur, ţá er sú elsta í Borgund ofan viđ Lćrdal  i Sogni. Hef nokkrumsinnum komiđ ţangađ og alltaf jafn hrifinn af Nkúnstinni. Fjögur ţök, jafnvel sjö ef allt er taliđ upp í topp. Innandyra merkilega lítiđ og ţröngt en göng utanmeđ sem eg býst viđ ađ hafi veriđ fyrir pöbulinn ţví ekki býst ég viđ ađ fleiri en prelátinn hafi veriđ í helgidómnum, svo lítill er hann. Kannski leyfar heiđins siđar ţar sem gođinn var líklega einn um ađ fćra fórnir í hofi á međan próletaríiđ húkti utanviđ. 

Nóg var af spýtu í noregi svo menn gátu leyft sér svona tildur og prjál utan um nánast ekki neitt. Mađur ţarf samt ađ skilja tíđaranda og hugsunarhátt til ađ skilja ţetta. Slíkur skilningur verđur samt alltaf grundađur á getgátum. Íslenskir forleifafrćđingar eru liprir í ţeirri list og fljuga langt útfyrir alla ramma vísinda. Rakhnifurinn hans Occams er ekki í verkfćrakistu ţeirra. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 12:09

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir utan Miđhusasilfriđ og Eskimóaflikkur ţá finnst mér "Gríman" frá Stóruborg vera toppurinn af öllu hjaralausu ţvađri í íslenskri fornleifafrćđi. Ekki síst fyrir hvađ henni er haldiđ á lofti í sýningum, rćđu og riti. Kenning byggđ á engu um eitthvađ sem er miklu líklegar gömul blökk eđa eitthvađ heis, hvort sem ţađ var af bćnum eđa af skipi. Slitför og göt eftir reipi orđin augu og munnur. Paredolían er ekki einangruđ viđ ristađ brauđ í ameríku.  

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 12:26

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Svo ekki sé talađ um munngígjun (gyđingahörpuna) sem fannst á Stóru-Borg.http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=461390.  Sem ungur fornleifafrćđinemi benti ég Mjöll Snćsdóttur á ađ járngripur einn gćti veriđ hluti af munngígju. Ég gaukađi ađ henni riti sem sýndi grip sem var nokkuđ líkur. Hann var ţó illa teiknađur. Síđar komst ég úr skugga um, ađ gripurinn á Stóru-Borg gćti vart veriđ munnharpa. En ekki er ég samt heiđrađur međ ađ vera mađurinn sem kom vitleysunni af stađ. Menn taka helst heiđurinn sjálfir, án ţess ađ nefna ađra. Mér sýnist ađ Mjöll sé skráđ sem finnandi flestra ţeirra gripa sem skráđir hafa veriđ frá Stóru-Borg, ţó hún hafi ekki fundiđ ţá. Í tilvikinu međ munngígjuna er ég harđánćgđur ađ vera ekkert frekar bendlađur viđ hana. Meiri áhyggjur hef ég ađ öllum ţeim gripum frá Stóru-Borg sem eyđilögđust vegna ţess ađ ţeir fengu ekki forvörslu. Ţađ er líklegast stćrsti skandall íslenskrar fornleifafrćđi og tveimur mönnum ađ kenna. Ţeim sem stjórnađi rannsókninni og Ţór Magnússyni.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 13:37

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einn félagi minn frá Cape Cod fann lítiđ gable hús nálćgt Kennebec river en mig minnir ađ ţar hafi veriđ bogadregnar veggir. Í námunda viđ ţetta voru tvćr 45 feta grjót línur og steinar til hliđar međ vissu millibili fyrir smá hliđarstođir. Ţađ má geta ţess ađ fyrir framan húsiđ var nćrri mannhćđa hár steinn. Ţetta allt er innanviđ 1 km frá Spirit pound búđunum sem svipar til og Ţingbúđir hér á Íslandi. Viđ megum ekki skjóta allt í kaf sem mögulega norrćnir eđa Íslendingar byggđu á austurströnd Bandaríkjanna. Fallegar Vörđur sem byggđar voru fyrir 800 árum ásamt öđrum.   

Valdimar Samúelsson, 26.6.2018 kl. 14:18

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bćndur á Stóruborg hafa líklega dansađ regndansinn međ ţessa grímu viđ undirleik gyđingahörpunnar. Ţađ hefur aldeilis veriđ kátt á Borg í ţá daga. :D 

Eric von Däneken og Ómar Ragnarson myndu ekki stinga í stúf viđ neinn innan ţessara stofnana međ sína frjálslegu kenningasmíđ. Ómar fann ţađ út ađ hingađ hefđu Fönikíumenn sennilega siglt fyrir kristburđ af ţví ađ bóndi einn fann brot úr siglutré sem var úr sedrusviđi. Íslenskir fornleifafrćđingar hafa hrokkiđ lengra af skaftinu en ţađ.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2018 kl. 16:53

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón og Fornleifur hefir ekkert veriđ rannsakađ varđandi siglutréđ úr Sedrusviđnum. Fann kannski ekki rétti mađurinn ţetta.

Valdimar Samúelsson, 26.6.2018 kl. 18:26

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Valdimar, siglan týndist aftur. Ađrar sögur herma ađ hún hafi veriđ notuđ í eldhúsinnréttingu á Selfossi. Ţađ er til stofnun sem sér um svona mál. Hún gefur mönnum leyfi til ađ leita ađ heilögum grali og Gullskipum, en bannar fornleifafrćđingum ađ vinna ađ verkefnum sem eru ţarfari en ađ leita uppi Svartadauđa eđa finna botninn í Borgarfirđi. Fornleifur skrifar ađeins stuttar frásagnir um hitt og ţetta.

FORNLEIFUR, 26.6.2018 kl. 22:43

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka Fornleifur. Ţađ er skárra kerfi á austurströnd USA en ţar mega ólćrđir menn rannsaka og skrifa umsagnir fá leifi og fornleifafrćđing og hjálpast allir ađ viđ uppgröft međ sjálfbođaliđum. Ţeir meira ađ segja hafa vaktaskipti og safna saman fyrir mat ţar sem áhugasamir elda.NEARA.Com . Ţeir eru ekki alvitlausir bandaríkjamenn.

Valdimar Samúelsson, 27.6.2018 kl. 08:13

14 identicon

Áhugavert međ torfveggina í Hrútey. Hvar get ég nálgast upplýsingar um ţann uppgröft?

Sigurđur Snćbjörn Stefánsson (IP-tala skráđ) 9.7.2018 kl. 20:24

15 Smámynd: FORNLEIFUR

Afsakađu, Sigurđur, seinaganginn í svörum. Hann dr. Ragnar Edvardsson á Bolungarvík er til frásagnar um ţann uppgröft. Hann stjórnađi rannsókninni ţar međ miklum ágćtum.

FORNLEIFUR, 19.7.2018 kl. 18:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband