Bođunarkirkjan í Cori

cori_1244517.jpg

Sistínsku kapelluna í Vatíkaninu í Róm ţekkja flestir. Ekki ćtla ég ađ eyđa tíma mínum í umfjöllun um slíka síđpápísku, enda var nokkurra kílómetra biđröđ fyrir framan Vatíkaniđ í Róm í gćr. Ég hef líka séđ herlegheitin áđur og ţađ nćgir í ţessu lífi. Ég setti mér líka annađ fyrir en ađ heimsćkja Páfagarđ í suđurgöngunni nú. Viđ létum ţví nćgja ađ aka um í opnum Lundúnastrćtó og komum ţannig tvisvar viđ í Páfagarđi. En ég tók ţessa mynd handa Jóni Vali Jenssyni af Páfanum Rómi í sjoppu nćrri ađalsamkunduhúsi gyđinga í sömu borg.

papa_per_jon_valur_1244570.jpg
Papá 1€ ódýr

Til er önnur kirkja á Ítalíu međ freskum (veggmálverkum) sem er engu síđri en sú Sistínska. Ţađ er bođunarkirkjan (Chiesa della Santissima Annunziata) í Cori viđ rćtur bćjarhćđarinnar í Cori  í Lepinifjöllum í Latínu, suđaustur af Róm, ţar sem ég hef ađsetur ásamt fjölskyldu minni međan á Ítalíudvölinni stendur. Konan bauđ mér í ţetta stórfenglega ferđalag. Ég er bara bílstjóri og kokkur.

Viđ vorum búin ađ koma nokkru sinnum viđ hjá kirkju hinnar allraheilögustu Bođunar, en stundum hafđi gamla gćslukonan veriđ búinn ađ loka áđur en ţörf var á og hafiđ síestuna fyrr en gefiđ var til kynna á skilti viđ tröppurnar upp ađ kirkjunni. Morguninn sem viđ loksins komust inn vorum viđ einu gestirnir. Gćslukonan tjáđi mér, ađ ţví miđur kćmu ekki margir ferđamenn á ţennan fallega stađ.

Freskurnar í Bođunarkirkjunni Cori sýna helstu biblíusögurnar í 14. aldar stíl.  Hér er síđan hćgt ađ komast inn í kirkjuna í ţrívídd án ţess ađ vera í Cori og njóta lystisemda ítalskra ţjóđminja sem eru engu síđri en Sistínska kapellan í Vatíkaninu - og mađur ţarf ekki ađ bíđa í fimm klukkustundir međ heilagandann hangandi yfir höfđinu til ađ komast inn.

gamli_noi.jpg
Gamli Nói í örkinni (sáttmálsörkinni)
cori_fra_norbavej2_1244529.jpg
Cori di Latina, gula örin sýnir stađsetningu Fornleifs um ţessar mundir. Bílnum er lagt viđ hliđ Herkúleshofsins (2200 ára gamalt) rétt ofan viđ húsiđ. Smelliđ á međ músinni til ađ sjá Arnarhreiđriđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband