Fćrsluflokkur: Málverk, myndir, listaverk

Ţiđ muniđ hann Jörund - eđa hvađ?

ATHUGASEMD 

5. desember birtist ţessi frétt á Pressan.is. Ţar er viđtal viđ Ţjóđminjavörđ um gripi á Ţjóđ-minjasafni Íslands, sem ég hafđi haldiđ fram ađ hefđi týnst,  og hefur mér ađ hluta til orđiđ á í messunni. Ég biđst velvirđingar á ţví ađ ég hélt ađ smámyndin af Jörundi Hunda-dagakonungi vćri týnd, svo og stytta úr safni Jóns Sigurđssonar. Á 8. áratug  síđustu aldar var mér tjáđ af nokkrum af hinum yndislegu gćslukonum safnsins, ađ postulínsstytta í safni Jóns hefđi týnst, eins og ég lýsi hér á blogginu. Ţví miđur kannađist ég ekki viđ grein Ingu Láru Baldvinsdóttur í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags og vissi ţví ekki ađ smámyndin af "Jörundi" hafi veriđ í geymslu frá ţví snemma á 8. áratug síđustu aldar. En áđur hékk hún í hliđarsal til norđvesturs af svo kölluđum fornaldarsal.

Hins vegar á ég bréfaskrif viđ fyrrverandi ţjóđminjavörđ og annan starfsmann fornleifa-vörslunnar sem leituđu til mín vegna týndra innsiglishringa frá Skálholti í Ţjóđminjasafni Íslands, ţó ég hafi aldrei skiliđ af hverju, ţar sem ég var ekki starfsmađur safnsins ţegar gripirnir týndust/hurfu. Vona ég ađ ţeir hafi komiđ í leitirnar, en mér hefur aldrei veriđ greint frá ţví međ óyggjandi hćtti. Ţađ gleđur mig hins vegar, ađ loks sé komin opinber stađfesting á ţví ađ hin forna kinga úr kumlinu í Granagiljum, sem ég ritađi nýlega um, sé týnd og tröllum gefin, ţótt ekki hafi veriđ greint frá ţví í 2. útgáfu af doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárns fyrir rúmlega 10 árum síđan, og heldur ekki annars stađar síđan kingan hvarf áriđ 1967.

Ţađ er virđingarvert af Margréti Hallgrímsdóttur ţjóđminjaverđi ađ greina Pressunni frá öđru ţví sem miđur hefur fariđ, en sem hún á engan hátt ber ábyrgđ á.

Lengi var ţví haldiđ fram, ađ málverk eftir hinn heimsţekkta danska listmálara C.W. Eckersberg (1783-1853) sýndi Jřrgen Jřrgensen, sem viđ Íslendingar köllum jafnan Jörund Hundadagakonung.

jorgen

Jörundur á Frederiksborgarsafni

Fyrir tveimur árum flutti danskur grúskari, Jřrn Dyrholm ađ nafni, erindi um málverkiđ, sem taliđ er vera eftir Eckersberg, á ţingi sagfrćđingafélagsins á Íslandi um Hundadagakonunginn. Dyrholm telur hins vegar ađ myndin sé ekki eftir C.W. Eckersberg, heldur Hans Hansen (1769-1828). Myndin er heldur ekki af Jörundi, ef trúa má Dyrberg. Fćrđi Dyrholm fyrir ţví sterk rök ađ mađurinn á portrettinu međ tćru, bláu augun og rósrauđu kinnarnar, sem hingađ til hefur veriđ bendlađur viđ Jörund, passađi ekki alveg inn í ţá lýsingu sem Englendingar gáfu af sakamanninum Jörundi, sem var dökkhćrđur og međ hnotubrún (hazel brown) augu. Ţví miđur hef ég enn ekki séđ neina grein eftir Jřrn Dyrholm  um efniđ, og gat ekki fundiđ hann í neinum skrám í Danmörku, er ég var ađ leita ađ honum til ađ reyna ađ spyrjast fyrir um útgáfu niđurstađna hans. Hér má hins vegar lesa um erindi Dyrholms í Reykjavík.

1417396.jpg
 

Jörundur sem einu sinni hékk sem er í geymslu á Ţjóđminjasafninu

Annađ málverk er til af Jörundi, ţađ er fróđir menn telja. Reyndar ćtti ég frekar ađ skrifa, ađ ţađ „var til". Málverkiđ, smámynd, hékk eftir 1948 í Ţjóđminjasafni Íslands og bar safnnúmeriđ 18974. En Ţjms. 18974 (Rétt númer er MMS 18974) hefur nú ekki hangiđ í langan tíma uppi á safninu. Málverkinu var víst hnuplađ, ađ ţví mér var sagt, og held ég ţví miđur ađ ekki sé einu sinni til af ţví almennileg litmynd (Ţetta er ekki rétt sjá athugasemd hér ađ ofan). Ég man vel eftir myndinni á Ţjóđminjasafninu í ćsku minni og bakgrunnurinn á myndinni var grćnn (svipađ ţví sem ég hef reynt ađ endurgera hér á myndinni fyrir ofan).

Jörundur á Brújorgenbridge2

 

Jörundur á Ross brú í Tasmaníu

Svo telja sumir ađ konungurinn af Íslandi hafi veriđ höggvinn í ástralskan sandstein á brú einni mjög veglegri í Tasmaníu, sem kölluđ er Ross Bridge, eftir bćnum sem hún stendur viđ.

Lista- og sakamađurinn Daniel Herbert hjó lágmyndir á brúna, sem lokiđ var viđ áriđ 1836, og mun Herbert hafa notađ ţekkt fólk og kunningja sem fyrirmyndir. Telja margir ađ mađurinn međ kórónuna sé enginn annar en Jřrgen Jřrgensen, og ýkt kvenmynd viđ hliđ konungsins er talin sýna Noruh Corbett, fyllibyttuna írsku sem Jřrgensen kvćntist ţarna andfćtis landinu sem hann stýrđi áriđ 1809. Ekki er ţađ svo galin tilgáta. En ekki ćtla ég mér ađ skera úr um hvort ţađ er rétt, ađ lágmynd sé til af konungi Íslands í Tasmaníu. 

Lítiđ hefur ţó veriđ vísađ til myndarinnar á brúnni  í Tasmaníu á Íslandi. En fyrir nokkrum árum hló ég mig máttlausan ţeg ég las viđtal viđ tvo íslenska kvikmyndagerđarmenn sem höfđu lagt leiđ sína til Ástralíu til ađ mynda fugla. Haft var eftir ţeim ađ höfundur lágmyndanna á brúnni hafi vćri Jörundur sjálfur, ađ brúin vćri í Ros (sic) og ađ Jörundur hefđi notađ steinlím sem varđ afgangs til ađ móta myndirnar. Limestone, (sandsteinn), varđ ţarna ađ steinlími hjá fuglaljósmyndurunum. Hér međ leiđréttist ţađ og bí bí og blaka.

Ađ lokum má nefna skopteikningu Jörundar sjálfs frá dansiballi í Reykjavík áriđ 1809, ţar sem ein maddaman krćkir hárkollu sinni í ljósakrónu, en menn telja sig sjá Jörund í salnum. En ţađ eru víst líka eintómar getgátur. 

Jorgensen og Norah

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband