Fćrsluflokkur: Fornlíffrćđi
Erlendur aftur genginn
30.5.2021 | 08:19
Hulda Björk Guđmundsdóttir fornleifafrćđingur, kennari og hundasérfrćđingur hefur undanfarnar vikur veriđ ađ grafa sig niđur í bćjarhauginn á Árbćjarsafni. Á fasbók sinni sýnir hún fólki myndir af áhugasömu sauđfé, sem horfir furđu lostiđ upp á mannfólkiđ grafa ofan í jörđina í stađ ţess ađ bíta hina safaríku tuggu sem ţarna vex ofan frjósamri torfunni.
Međal glápandi sauđpeningsins er Erlendur afturgenginn, athyglissjúkur ţríhyrndur hrútur međ mórauđan sauđasvip. Ég leyfi mér ađ rupla mynd Huldu af Erlendi.
Hrađskreitt og ólygiđ andaglas Fornleifs, sem eitt sinn átti amma dr. Bjarna F. Einarssonar, segir mér ítrekađ ađ ţarna sé genginn aftur hrúturinn Erlendur sem Fransmenn keyptu og fluttu úr landi á 18. öld ásamt ánni Vigdísi (međ ćrinni fyrirhöfn) og hundinum Snata, sem síđar breytti nafni sínu í Seppý. Erlendur endađi líf sitt í París og lenti í mikilli kássu sem borin var fram í Bastillunni, eftir ađ hann hafđi veriđ frćgur pinup-hrútur í dýrafrćđibókum í Frakklandi. Endalok Vigdísar voru, samkvćmt nýjustu rannsóknum mínum, meira á huldu, enda var hún heldur engin kótiletta lengur, ţegar hún sneri aftur í Sauđlauksdal eilífđarinnar eftir farsćl fyrirsćtustörf í Frans.
Myndin hér fyrir neđan er úr hrútakofa Fornleifssafns, ásamt öđrum fornum dýrafrćđimyndum af Íslendingum og fé ţeirra. Sjá enn fremur hér.
Fornlíffrćđi | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Heljarskinn - asískt útlit eđa stökkbreyting ?
9.11.2016 | 18:11
Stundum verđur manni um og ó er mađur sér útlendinga (og jafnvel Íslendinga) hamast í fornbókmenntum okkar líkt og vćru ţćr heilagur sannleikur og einhvers konar sagnfrćđirit á tag-selv-smurbrauđsborđi norrćnna frćđa.
Ţetta á vitaskuld ekki viđ um flesta útlenska sérfrćđinga sem eru hiđ besta fólk sem kann ţó margt listina ađ skjalla Íslendinga. En inn á milli leynist einn og einn grillumakari. Einmitt ţeim tekst oft nokkuđ vel upp í ađ koma ađ stađ trú á hindurvitnum, ţó svo eigi ađ heita ađ viđ séum komin svo langt fram á veginn, brott frá bókstafstrú 19. aldar og ţjóđernisrembingi sjálfstćđisbaráttunnar. Ekki batnar ástandiđ ţegar einstaka Íslendingur fer síđan ađ trúa rugli fólks sem vart getur taliđ lćst á forna texta, íslenska eđa norrćna, eđa búa sjálfir til ćvintýri og sögur til nćsta bćjar (urban myths).
Á safni einu í Noregi, nánar tiltekiđ ađ Avaldsnesi (sem fengiđ hefur nafn sitt frá Augvaldi sagnakonungi) á eyjunni Körmt (sem Norđmenn kalla Karmřy) nćrri bćnum Haugsundi í Noregi, er greint frá íslenska landnámsmanninum Geirmundi Heljarskinni .
Viđ gestum, sem ţangađ koma, blasir viđ myndin hér ađ ofan. Hún á ađ sýna Geirmund og tvíburabróđur hans Hámund á unga aldri. Sömuleiđis sýnir hún rauđhćrđan mann, Hjörr Hálfsson, konungsćttar frá Rogalandi, sem samkvćmt öđru bullukollurugli, Islendingabok.is , er forfađir minn. Hins vegar er í Íslendingabók upplýst ađ kona Hjörs Hálfssonar sé óţekkt. Ţar hefur forsvarsmönnum ćttfrćđigrunnsins brugđist bogalistin. Formóđir mín er nefnilega greinilega nefnd til sögunnar í fornum ritum og hét hún Ljúfvina. Furđa ég mig mjög á ţví, af hverju hana má ekki nefna í gagnagrunni Islendingabok.is, en grunar mig vitaskuld ađ fordómar og fáfrćđi séu líklegasta skýringin eins og fyrri daginn.
Rauđhćrđi forfađir minn (skv ofanstćđri hugmyndateikningu), hann Hjörr, var víst ţađ sem í dag er kallađ "Pussy Grabber". Hann herjađi á saklausar konur konur Bjarmalands, sem liggur norđaustur af Skandínavíu. Ţar tók hann einfaldlega verđandi konu sína, hana Ljúfvinu, herfangi, áđur en hann gerđist landnámsmađur á Íslandi.
Ljúfvina var líklega eins og fólk var flest á Bjarmalandi - af samójeđsku bergi brotin og líklega mongólóíđ í útliti. Gaman vćri ađ fá skýringu á ţví af hverju hún er strikuđ út í opinberri ćttartölu minni. Ekkert hef ég á móti ţví ađ vera komin af prinsessunni Ljúfvinu frá Bjarmalandi.
Heldur ruddaleg "bónorđsför" forföđur míns til Bjarmalands bar ávöxt og eignuđust ţau Ljúfvina og Hjörr tvíburasynina Geirmund og Hámund sem fengu báđir viđurnefniđ Heljarskinn vegna eins konar útlitsgalla sem ţeir fćddust međ.
Á fyrrnefndu safni á Augvaldsnesi er ţví haldiđ fram (međ tilvísun í Ísleskan frćđimann) ađ Heljarskinn ţýđi svört/dökk húđ, og er ţađ sagt skýra útlit og nafn tvíburabrćđranna og sér í lagi "asískt" útlit ţeirra! Ţetta kom m.a. fram á Stöđ 2 í vetur sem leiđ og selja menn á Stöđinni ţađ ekki dýrara en ţeir keyptu og hafa ađ hluta til úr skáldsögu eftir íslenska doktorinn, Bergsvein Birgisson, sem búsettur er í Björgvin í Noregi. Hann tók sig til fyrir fáeinum árum og skrifađi skáldsögu, eins konar Geirmundar sögu Heljarskinns. En fyrir utan ţann nútímaskáldskap, sem ekkert kemur málum viđ, og er ađ öllu leyti fantasía dr. Bergsveins sjálfs, er Geirmundur ađeins nefndur ađ einhverju ráđi í Landnámabók og Geirmundar ţćtti Heljarskinns. Viđ lestur frumheimildanna um ţennan forföđur minn kemur eftirfarandi í ljós:
Fćddir Geirmundr ok Hámundr heljarskinn.
Geirmundr heljarskinn var sonr Hjörs konungs Hálfssonar, er Hálfsrekkar eru viđ kenndir, Hjörleifssonar konungs. Annarr sonr Hjörs konungs var Hámundr, er enn var kallađr heljarskinn. Ţeir váru tvíburar.
En ţessi er frásögn til ţess, at ţeir váru heljarskinn kallađir, at ţat var í ţann tíma, er Hjörr konungr skyldi sćkja konungastefnu, at dróttning var eigi heil, ok varđ hon léttari, međan konungr var ór landi, ok fćddi hon tvá sveina. Ţeir váru báđir ákafliga miklir vöxtum ok báđir furđuliga ljótir ásýnis, en ţó réđ ţví stćrstu um ófríđleika ţeira á at sjá, at engi mađr ţóttist sét hafa dökkra skinn en á ţessum sveinum var. Dróttning felldi lítinn hug til sveinanna, ok sýndist henni ţeir óástúđligir. Lođhöttr hét ţrćll sá, er ţar var fyrir stjórn annarra ţrćla. Ţessi ţrćll var kvángađr, ok ól kona hans son jafnframt ţví sem dróttning varđ léttari. Ok ţessi sveinn var svá undarliga fagr, er ţrćlskonan átti, at dróttning ţóttist ekki lýti sjá á sveininum, ok sýndist henni nú ţessi sveinn ástúđligri en sínir sveinar. Síđan rćđir dróttning til kaups um sveinana viđ ambáttina. En ambáttinni sýndist svá sem dróttningu, at henni ţótti sinn sonr tíguligri, en ţorđi ţó eigi at synja at kaupa viđ dróttningu um sveinana. Ok tekr dróttning viđ ambáttarsyni ok lćtr nafn gefa ok kallar sveininn Leif, ok segir dróttning ţenna svein sinn son. En ambáttin tekr viđ ţeim dróttningarsonum, ok fćđast ţeir upp í hálmi sem önnur ţrćlabörn, ţar til ţeir váru ţrévetrir. En Leifr leikr á lófum ok hefir virđing, sem ván var, at konungsbarn mundi hafa.
En svá sem aldr fćrist á sveinana alla jafnt saman, ţá guggnar Leifr, en ţeir Hámundr ok Geirmundr gangast viđ ţví meir sem ţeir eru ellri, ok bregzt ţví meir hverr til síns ćtternis.
Hér má glögglega sjá og skilja ađ
- Ţeir brćđur voru stćrri en gengur og gerist međ kornabörn
- Ţeir voru sömuleiđis einstaklega dökkir eđa á anna hátt ófrýnilegir, svo mjög ađ móđir ţeirra vildi helst ekkert af ţeim vita, ţó svo ađ ađ hún eins og menn ćtla í dag hafi einnig veriđ dekkri á hörund en Norđmenn enda komin af konungum á Bjarmalandi.,
Ef nokkur trúanlegur kjarni er í ţessari frásögn, sem má lesa til enda hér, ţá má furđu sćta ađ kona af asísku bergi brotin hafi fćtt börn sem voru meiri af vöxtum en gerđist á međal norskra kvenna, og sér í lagi ţar sem ţeir voru tvíburar, sem oft eru heldur rýrari í vexti en einburar.
Ef Ljúfvina hefur sjálf veriđ dekkri á brún og brá, líkt og listamađurinn hefur túlkađ hana á myndinni í safninu á Augvaldsnesi, ţá má furđu sćta ađ börnin hafi orđiđ dekkri en hún sjálf, ef gengiđ er út frá ţví ađ fađirinn hafi veriđ rauđhćrđur ribbaldi međ ljósa húđ sem skađbrenndist ţegar hann berađi handleggina.
Ađ mínu viti hefur ţađ litla sem viđ vitum um Geirmund forföđur minn og fjölskyldu hans veriđ skrumskćlt í myllu frćđimanna sem eru illa lćsir eđa illa haldnir ađ pólitískri rétthugsun nútímans.
Eins og sjá má hér í ţćtti Stöđvar 2 er mýtan farin ađ snúast víđa.
Ţess vegna leyfi ég mér í vinsemd ađ benda fólki á ađ til er önnur skýring á heljarskinni tvíburanna Geirmundar og Hámundar.
Heljarskinn = cutis laxa
Ef ţeir sem tóku sér ţađ bessaleyfi ađ skrifa um hinn hörundsdökka og "asíska" Geirmund Heljarskinn, hefđu beitt rökhugsun hefđu ţeir líklega leitađ ađ öđrum skýringum á sögunni. Til er heilkenni (sem oftast nćr eru stökkbreyting) í ýmsum birtingarmyndum sem bera samheitiđ Cutis laxa (laus húđ). Oftast erfa menn ţessa kvilla vegna stökkbreytinga á X-kynlitningum.
Börn međ Cutis laxa
Helstu einkenni ţeirra sem erfa ţennan sjúkdóm, á ţví stigi ađ ţađ aftrar ţeim ekki á annan hátt en útlitsins vegna, er mikil umframhúđ. Fólk međ sjúkdóminn er oftar dekkra á hörund en skyldmenni ţeirra sem ekki hafa heilkennin. Í verri tilfellum geta menn átt viđ kvilla í liđum og limum ađ stríđa, sem jafnvel getur hindrađ gang og hreyfigetu. Sjúkdómurinn getur einnig leitt til alvarlegra afbrigđileika í líffćrum. Einnig er til sjúkdómur sem ber heitiđ Cutis verticis gyrata og sem lýsir sér í miklum húđfellingum á höfuđleđri manna.
Hér, hér , hér og hér geta menn sem áhuga hafa á cutis laxa, sem er samheiti heilkenna sem oftast erfast, lesiđ meira um heilkennin.
Geirmundur Heljarskinn og Hámundur bróđir hans voru drengir sem voru miklir af vöxtum, dekkri en foreldrarnir og höfđu mikla húđ og hold umfram ţađ sem eđlilegt gat talist. Útlit ţeirra ögrađi fegurđarmati foreldra ţeirra. Kannski hefur Geirmundur forfađir minn og margra annarra Íslendinga í ćsku veriđ eins útlítandi og Michelin-mađurinn?
En eru Íslendingar tilbúnir ađ taka ţví ađ forfađir ţeirra međ viđurnefniđ Heljarskinn hafi veriđ međ stökkbreytingu (mutation) sem veldur cutis laxa, utan ţess ađ vera asískir?
Líklegast er auđveldara ađ lesa óţarflega í kringum ţađ sem í raun og veru stendur um hann í fornum ritum og álykta, ađ hann hafi veriđ dökkur á húđ og hár og ţví eins konar Asíumađur eins og móđir hans - ekki ósvipađur börnum taílenskra kvenna á Íslandi og í Noregi.
En hafđi Ljúfvina einhverja ástćđu til ađ leggja fćđ á drengina sína fyrir ađ líkjast sér og hafa sama litarhaft og hún? Varla. "Ljótleikinn" sem olli fráhvarfi hennar frá börnum sínum var líklega annars eđlis.
Ţađ sem gerst hefur í nýrri sögu um Geirmund Heljarskinn og á veggmálverki á safni í Noregi eru selektívur skilningur og hlutlćgar skýringar sem eru ţví miđur vandamál víđar í frćđunum en á Íslandi. Ţađ er svo enn verra, ţegar menn fara ađ trúa ruglinu og jafnvel ruglinu í sjálfum sér (sjá hér).
V.Ö.V.
Skylt efni: Finnar á Íslandi
Fornlíffrćđi | Breytt 30.4.2020 kl. 13:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Hinar blautu miđaldir
3.3.2015 | 18:27
Mér hefur sýnst ađ marga fornleifafrćđinga dreymi um ađ finna eitthvađ dónalegt í jörđinni. Fáum verđur ţó af ósk sinni. Fornleifafrćđi virđist einnig höfđa mjög til kynferđislegra vangavelta hjá sumu fólki. Einstaka sinnum heyrir mađur af uppgröftrum sem voru hálfgerđar orgíur. Aldrei hef ég lent í slíkum háska.
Archaeology and Sex eru samt óumflýjanlega samtengd fyrirbćri. Ţróuđ hefur veriđ undirgrein fornleifafrćđinnar, Gender Archaeology (kynjafornleifafrćđi), ţar sem menn velta mikiđ fyrir sér, hvort Óđinn og Gunnar á Hlíđarenda hafi veriđ gay, eđa Grettir hafi veriđ međ lítinn lim. Kannski skýra tilurđ ţeirra frćđa líka eskimóa og fílamennina sem einstaka fornleifafrćđingar hafa haldiđ sig finna, t.d. viđ bć Gunnars Gunnarssonar nasista og skálds. Ef gumar hafa gaman af ţví, er ţađ allt í lagi mín vegna, og örugglega ţćgilegasta ađferđ til ađ komast hjá ţví ađ grafa og verđa skítugir eins og ađrir fornleifafrćđingar. Merkiđ hér ađ ofan, sem fannst í Bryggjuborg í Belgíu og er aldursgreint til tímabilsins 1375-1450, er einnig galopiđ fyrir túlkun. Hvađ ţarna á sér stađ, geta kynjafrćđingar líklega skýrt fyrir okkur. Kannski er ţetta gleđiganga, en eins gćti allt hćglega bent til ţess ađ ákveđin tegund af femínisma hafi veriđ iđkuđ á miđöldum í Niđurlöndum?
Ţegar ég hélt á sínum tíma til náms í fornleifafrćđi, lét ég löggilda túlka ţýđa stúdentsprófskírteini mitt yfir á dönsku, ensku og sćnsku, enda sótti ég um ađ hefja nám í nokkrum löndum, til ađ hafa vađiđ fyrir neđan mig. Sćnski túlkurinn var sćnsk kona í Reykjavík. Er ég sótti ţýđingu hennar á prófskýrteini mínu heima hjá henni, vildi hún rćđa fornleifafrćđi viđ mig, sér í lagi um frjósemisfallosa sem tíđkast höfđu í ţeim hluta Svíţjóđar ţar sem hún ólst upp. Ég var farinn ađ hugsa, ađ blessuđ konan hefđi ekki fengiđ alveg nćgju sína af slíkum tólum, og var ţví feginn ţegar karl hennar, lítill embćttismađur međ hatt, kom heim og öllu tali um typpi í sćnsku Dölunum var snögglega hćtt. Svíar hófu reyndar mjög snemma framleiđslu á limum. Litla myndin hér fyrir ofan er af lim úr hjartarhorni sem er frá steinöld. Limurinn er af veglegri stćrđ. Hún hefur greinilega líka skipt máli á Steinöld.
Böllurinn á Borg
Á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum kom margt upp úr bćjarhólnum međan ađ hann var rannsakađur af ţjóđfrćđingnum Mjöll Snćsdóttur og mörgum misjafnlega hörnuđum ungmennum sem nutu leiđsagnar hennar í votviđrasamri íslenskri fornleifafrćđi. Ég var einn ţeirra. Stóra-Borg var eins og leikfangakista, svo mikiđ fannst ţar af fornleifum, ađ viđ ungmennin sem unnu međ Mjöll sátum fram á rauđa nótt viđ ađ ţvo og skrá forngripi, og ţađ launalaust. Ég held ađ eini stađurinn, ţar sem eitthvađ dónalegt hafi komiđ úr jörđu á Íslandi, hafi veriđ á Stóru-Borg. Ţar fannst eitt sinn spýta sem hafđi veriđ tálguđ svo lystarlega til ađ hún líktist ţví sem pent fólk kallar penis erectus eđa ređur međ reisn. Tímasetningar fornminja á Stóru-Borg eru mjög á reiki, og gćti ţetta typpi hafa veriđ yngra en frá miđöldum. Spýtan var mjög sívöl og "tidslřs" eins og Danir segja.
Ţví miđur get ég ekki sýnt ykkur typpiđ og veit ekki hvort ţađ er lengur til, nema á skráningarkorti Stóru-Borgar rannsóknarinnar. Mikiđ magn fornminja úr lífrćnum efnum frá Stóru-Borg hefur eyđilagst eftir ađ ţađ var komiđ á Ţjóđminjasafniđ. Forvörslu á gripunum var ţví miđur ekki sinnt sem skyldi. Ţjóđminjavörđur hafđi meiri áhuga á fornbílum.
Hvađ ţessi viđarphallos hefur veriđ notađur í, ćtla ég ekki ađ velta frekar fyrir mér, en sumir starfsmenn rannsóknarinnar töldu öruggt ađ ţetta vćri svo kallađur dildó, eitt af hjálpartćkjum ástarlífsins eins og ţađ var síđar kallađ í auglýsingum. Kannski var ţetta dildó Önnu á Stóru-Borg? Kannski átti Hjálti viđ vandamál ađ stríđa. Ef svo er, á aldursgreining til 16. aldar mjög vel viđ. Úr ţessu verđur ţađ ţó ekki sannreynt.
Óháđ fundi priapos erecto á Stóru Borg, var oft mjög kátt í tjaldi grafara á hólnum norđan viđ bćjarhólinn sem rannsakađur var. Á hólnum var á hverju sumri reist gamalt vegavinnutjald. Inni í ţví flugu margar blautar sögur yfir samlokum, kaffi og kleinum, en aldrei ţegar gestir komu í tjaldiđ. Ţá kom yfir menn grafarţögn og frómur helgiblćr. Bestar voru sögurnar í miklum rigningum, og af ţeim var nóg undir Eyjafjöllum. Mjöll var meistari í slíkum sögum og var fyrir vikiđ á tímabili kölluđ "gamla pervertan".
Fótafrár fallus, sem ber konukríli sem ýtir á undan sér litlum sćtum fallusum (tittlingum) í hjólbörum. Merkiđ fannst í Vlaardingen í Hollandi. Aldursgreining 1375-1450. Hvađ var fólk eiginlega ađ hugsa á ţessum tíma? Líklegast um ţađ sama og í dag. Svona minjagripi ćtti nú Ređurstofan ađ hafa í verslun sinni.
Klámfengin merki og tákn
Fyrir ţá fornleifafrćđinga og ađra sem sakna dónalegra fornleifafunda, og til ađ bćta fyrir ređurmissinn á Stóru Borg birti ég hér lesendum mínum og öđrum klám og blautlegheit frá miđöldum. Mest af ţví er frá Hollandi, ţar sem slíkt hefur ávallt ţótt sjálfsagđur hlutur. Hollendingar kalla ekki allt ömmu sína.
Mikiđ er hún vígreif ţessi "pussy Royale". Sumir myndu álykta ţetta helgan stađ.
Međan ađ menn steyptu lítil pílagrímsmerki úr blý og tinblöndum, sem pílagrímar gátu keypt sér til jarteikna ţess ađ ţeir hefđu heimsótt helgan stađ eđa kirkju, var einnig á 14. og 15. öld frekar blómleg framleiđsla á alls kyns merkjum sem sýndu ređur, punghausa, píkur og pílagrímapussur í alls kyns stellingum. Ţađ merkilega viđ hin síđarnefndu merki er, ađ sumir telja jafnvel ađ ţau hafi veriđ afhent fólki af kirkjunnar mönnum.
Mín kenning er sú, ađ međan ađ "miđaldaklám" var allt "verklegt" og í höndunum á Hollendingum, ţá var ţađ allt í munninum á Íslendingum - eđa ţangađ til ađ Íslendingar reistu voldugasta fallusinn í heiminum á Skólavörđuholtinu.
Ţreyttur kóngur. Vćngina skilur mađur og krónuna, en bjallan er líklegast til ađ tilkynna ađ lókurinn sé orđinn linur, eđa ađ hann sé ađ koma nćrri Helgustöđum.
Er hér veriđ ađ gefa í skyn, hvađ pílagrímar hugsa mest um og leita ađ á ferđum sínum?
Ítarefni um "dónaleg" teikn á miđöldum:
- Fyrst skal nefnd grein hollenska keramíksérfrćđingsins Sebastiaans Ostkamps, sem ég ţekki lítillega. Ekki ţarf annađ en ađ googla Ostkaamp og vulva eđa Ostkamp og penis, ţá finna menn ţessa skemmtilegu grein: Ostkamp, S., 2009. The world upside down. Secular badges and the iconography of the Late Medieval Period: ordinary pins with multiple meanings, Journal of Archaeology in the Low Countries 1.2, 107-125. Einnig má finna greinina hér og hér.
- Ţessi grein sem einnig birtist áriđ 2009 og er eftir danska konu Ann Marie Rasmussen, sem er Lektor viđ Duke University í N-Karólínu, er mjög áhugaverđ og lýsir mest miđaldabókmenntum ţýskum međ órum um ređur og sköp. Áhugavert!
- Svo er til ágćtis bók, eđa réttara sagt greinasafn, um efniđ: Nicola McDonald (Ed.) 2006 Medieval obscenities. Boydell & Brewer Ltd. Hér er hana ađ finna Google Books.
Mikiđ safn miđaldadónaskapar er til í Vatíkaninu í Róm, en ţađ er ekki til sýnis nema fyrir útvalda.
Fornlíffrćđi | Breytt 13.2.2020 kl. 15:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)