Fćrsluflokkur: Verslunarsaga
Hvít jól
21.12.2013 | 16:23
Flestir kannast viđ fyrirbćriđ Delft-keramík (Delft ware), sem er nafn sem hinn enskumćlandi heimur hefur gefiđ öllu leirtaui (fajansa) sem er blátt og hvítt, sama hvort ţađ kemur frá bćnum Delft eđur ei. Delft var ţó langt frá ţví ađ vera eini bćrinn í Hollandi ţar sem hin blámálađa og hvíta keramík var framleidd.
Bláhvítur fajansi var ţegar á fyrri hluta 17. aldar framleiddur í Hollandi. Hin mikla fjöldaframleiđsla á bláum og hvítum fajansa sem hófst í Hollandi upp úr 1625, átti ađ hluta til uppruna sinn ađ rekja til innflutnings og áhrifa frá Norđur Ítalíu, Spáni og Portúgal í lok 16. aldar. Umfangsminni fajansaframleiđsla hófst ţó miklu fyrr í Hollandi. Í Hollandi hófu menn einnig á fyrri hluta 17. aldar ađ líkja eftir blámáluđu skreyti á kínversku postulíni, sem barst í ć vaxandi mćli til Niđurlanda međ austurförum hollenska austurindíska kompaníinu (VOC). Blámálađi, hvíti fajansinn í Hollandi var oft undir áhrifum af skreyti á kínversku postulíni, og stundum gerđist ţađ ađ hollenskar gerđir diska og skála bárust til Kína, ţar sem Kínverjar gerđu strax vandađri eftirmyndir af ţeim úr postulíni sem betur stćđir Hollendingar 17. aldarinnar sóttust mikiđ í.
Nú er í gangi sýning sem nýlega opnađi á Borgarsafninu í Haag (Gemeentemuseum den Haag). Ţađ er ekki blámálađri Delft vöru, heldur hvítri og rjómahvítri Delft-framleiđslu, sem er gert hátt undir höfđi á ţeirri sýningu. Sýningin ber heitiđ Delfts Wit, Het is niet alles blauw dat in Delft blinkt, á ensku White Delft, Not just blue sem á íslensku gćti útlagst Ekki er allt blátt sem í Delft blikar.
Í tengslum viđ sýninguna hefur veriđ gefin út mikil bók/sýningarskrá á hollensku og ensku, og svo vill til ađ ég er höfundur ađ efni í ţeirri bók sem er einstaklega vel hönnuđ. Ţađ er svo sem ekkert merkilegt sem ég hef til málanna ađ leggja en ég hef ritađ tvo litla innskotskafla í mjög merka grein ungs og efnilegs fornleifafrćđings Ninu Jaspers sem ritar um hvítan fajansa frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem hefur fundist í jörđu í Hollandi. Bókina er hćgt ađ kaupa hér. Hollendingar keyptu t.d. hvítan, franskan fajansa fram til 1659 er ţeir seldu t.d. íslenskan fisk í Frakklandi og keyptu ţar salt, sem m.a. var notađ til ađ salta íslenskan fisk. Nina Jaspers, sem rekur fyrirtćki í Amsterdam, leiddi mig í allan sannleika um uppruna sumra ţeirra brota sem fundust í flakinu á hollenska skipinu de Melckmeyt (Mjaltastúlkunni), sem sökk í Höfninni viđ Flatey áriđ 1659, og sem byrjađ var ađ rannsaka áriđ 1993.
Skál frá Spáni eđa Portúgal sem fannst í flaki de Melckmeyt áriđ 1993. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Ţegar ég fór međ nokkur brot úr de Melckmeyt til Hollands áriđ 1995 hélt einn af fremstu sérfrćđingum Hollands í keramík á ţeim tíma, Jan Baart, ţví fram ađ hvítu diskarnir úr de Melckmeyt vćri Ítölsk vara. Mjög áhugaverđar rannsóknir Ninu Jaspers hafa aftur á móti leitt í ljós, ađ brotin hvítu sem fundust á međal bláhvítra brota í Flateyjarhöfn sé frönsk, og eitt brotanna, sem er úr fínni grautarskál er líklega frá Spáni eđa Portúgal. Verslun međ fisk frá Íslandi í höndum Hollendinga náđiđ allt suđur til Kanaríeyja um miđja 17. öldina. Saltiđ var fengiđ á Spáni, í Portúgal og Frakklandi og fiskurinn sem allir vildu var m.a. sóttur til Íslands.
Brot af ýmsum gerđum fajansa. Bylgjađa brotiđ lengst til vinstri í efri röđinni er af frönskum diski og kemur annađ hvort frá Rouen (Rúđuborg) eđa Nevers. Hinir diskarnir eru hollenskir og gćtu sumir ţeirra veriđ frá Delft eđa nálćgum bćjum. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Fyllilegri saga skipaskađans í Flatey áriđ 1659 og stćrra samhengi ţeirrar sögu reifa ég í grein sem nýlega kom út í síđasta tölublađi danska fornfrćđiritsins SKALK áriđ 2013, sem ber heitiđ Křbmand, Kaptajn og Helligmand sem hér má lesa. Í ţessari nýju grein er ađ finna upplýsingar sem ekki hafa áđur komiđ fram um leigjanda skipsins de Melckmeyt, Jonas Trellund, svo nú ţýđir ekkert annađ en ađ dusta rykiđ af dönskunni og lesa sér til fróđleiks. Jonas Trellund var danskur mađur sem snemma leitađi hamingjunnar í Hollandi, fćrđi síđan tengdafólki sínum mikil auđćfi, varđ síđar gjaldţrota í Kaupmannahöfn og endađa ćvina sem heilagur mađur í bćnum Husum í Suđur-Slésvík. Ţetta er spennandi Flateyjarsaga sem fer um alla Evrópu.
Ég stefni nú ađ ţví međ dr. Ragnari Edvardssyni, ađ halda áfram rannsóknum á de Melckmeyt i Flateyjarhöfn, og vonast til ađ sem flestir vilji styrkja ţćr rannsóknir, svo ekki sé talađ um Sigmund Davíđ og upprennandi fornleifadeild ráđuneytis hans. Sigmundur, fornir diskar og Gleđileg Jól...
Sjá einnig Allen die willen naar Island gaan og Frönsku tengslin
Verslunarsaga | Breytt 22.2.2022 kl. 06:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Alveg met
9.9.2013 | 16:09
Eins og ég hef áđur útlistađ er sjónminniđ góđur eiginleiki og kemur sér vel ţegar mađur rekst á eitthvađ merkilegt á stćrsta ruslahaugi sögunnar. Hann er ađ finna í ţeim hluta hins mikla syndadals sem kallast veraldarvefur, ţó vel fjarri Klámholti, ţar sem meginţorri fólks í dalnum ku ala manninn í göngum, götum, holum og alls kyns ranghölum.
Um daginn rakst ég á met (sjá einnig hér) sem fundist hefur í Wales, nánar tiltekiđ sem lausafundur nćrri rannsökuđum kumlateig norrćnna "víkinga" á stađ sem heitir Llanbedrgoch (boriđ fram Hlanbedrchock, en ţýđir ţađ skrýtna nafn Patrekstún eđa Patreksland). Llanbedrgoch er á eyjunni Angelsey.
Metiđ, sem er úr blýi, á sér hliđstćđu á Íslandi. Metiđ íslenska fannst áriđ 1931 á fornbýlinu Bólstađ í Álftafirđi vestri (í Helgafellssveit) (sjá hér). Ekki kannast ég viđ ađ sams konar met hafi fundist annars stađar en á Íslandi og í Wales, en á heimasíđu ţjóđminjasafni Wales er talađ um líkt met hafi einnig fundist á norđur-Englandi. Reyndar er metiđ á Englandi minna en ţađ íslenska, ađeins 57,2 gr. međan ţađ íslenska er 86,5 gr. Metin eru hins vegar međ sams konar skreyti.
Sennilega verđur ađ breyta aldursgreiningu á íslenska metinu sem á Sarpi er tímasett frá 900-1100 e. Kr. Grafreiturinn í Llanbedrgoch á Angelsey í Wales, sem Dr. Mark Redknap viđ ţjóđminjasafn Wales hefur stýrt rannsóknum á, er frá 9. - 10. öld, en skreytiđ á metinu og á mörgum gripum frá kumlateignum í Llanbedrogoch sver sig í ćtt viđ 8.-9. aldar skreyti á Bretlandseyjum.
Lengi hefur veriđ taliđ ađ blýmet eins og ţessi, sem á var sett skreytt ţynna úr málmi, eins og á ţessum tveimur metum, vćri írskt fyrirbćri í flokki međ gripum sem túlkađir eru sem "Hyberno-Norse". Mörg slík met eru afar vel gerđ og er gylling einatt varđveitt á málmţynnunni. Nýlega birtist ágćt grein eftir Mariu Panum Baastrup í SKALK (4:2013), sem lýsir ţannig metum sem fundist hafa í Danmörku.
Nú hallast fornleifafrćđingar frekar ađ ţví ađ ţessi met hafi veriđ framleidd víđar á Bretlandseyjum en bara á Írlandi. Ţessi met höfđuđu mjög til norrćnna manna á 9. öld sem ţá voru mikiđ á ferđinni á Bretlandseyjum og voru ţeir miklir kaupahéđnar og voru met á reislur ţeirra örugglega vinsćl vara. Útbreiđsla einnar gerđa meta á Íslandi, í Wales og á norđur-Englandi sýnir líflega verslun.
Margir telja ađ málmplöturnar sem sett voru á blýmetin hafi veriđ plötur af helgum skrínum, írskum eđa skoskum sem norrćnir menn rćndu úr klaustrum og kirkju og bútuđu niđur til annarra nota.
Mjög líklega hefur veriđ smelt (emaljering) í reitum skrautsins á blýmetinu frá Bólstađ, ţó ţađ komi ekki fram í doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárn, Kuml og Haugfé, eđa öđrum heimildum. En leifar smelts er ađ finna á metinu frá Llanbedrgoch.
Mest minnir mynstriđ á lóđunum frá Llanbedrgoch og Bólstađ á myntriđ á einni hliđ helgidómaskrínsins sem kennt er viđ Rannveigu, sem líklega var norsk kona sem uppi var á 10. öld. Á botnplötu skrínsins er rist RANVAIK A KISTU ŢASA. Samkvćmt rúnasérfrćđingum hafa rúnirnar veriđ ristar á 10. öld. Skrín Rannveigar er mjög lítiđ, ekki nema 13,5 sm ađ lengd. Mynstriđ á skríninu svipar mjög til skreytisins á annarri langhliđ skrínsins. Taliđ er ađ skríniđ hafi veriđ gert á Írlandi eđa Skotlandi á 8. eđa 9. öld.
Verslunarsaga | Breytt 15.7.2020 kl. 06:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Frönsku tengslin
14.7.2013 | 10:24
Kanna ein á Ţjóđminjasafninu er harla merkileg. Hún er frá miđbiki 17. aldar en var gefin safninu áriđ 1865 af Guđmundi Sigurđssyni, sem var prestur á hinni fornu kirkjujörđ Stađ á Reykjanesi (A-Barđastrandasýslu ). Kannan ber safnnúmeriđ Ţjms. 263.
Viđ fyrstu sýn virđist sem alls ekki sé hćgt ađ drekka af ţessari forláta könnu. Á hálsi hennar er gegnbrotiđ verk, ţannig ađ ćtla mćtti ađ allt sem í henni er skvettist út ef hellt vćri úr henni. En ţetta er gabbkanna, eđa gestaţraut. Könnur ţessar heita upp á ensku Puzzle jug, á frönsku Pot trompeur og á ţýsku Vexierkrug. Ţrautin er er ađ uppgötva, hvernig hćgt er ađ drekka af könnunni án ţess ađ missa dýrar veigar. Vissulega er hćgt er ađ drekka af könnunni međ ţví ađ halda um opin á hálsinum, en til ţess ţarf mađur ađ vera međ sćmilega stórar krumlur til ađ loka fyrir ţau 32 göt sem ţar eru. Leyndarmáliđ og lausnin liggur í ađ loka fyrir gatiđ á handfanginu innanverđu, sem er holt, (ţiđ sjáiđ gatiđ ofarlega og innana á haldinu). Fyrst ţarf ađ halla könnunni lítillega svo vökvinn fljóti inn í haldiđ sem er rör. Ţá er hćgt ađ sjúga vökvann áfram eftir rörinu sem liggur gegnum handfangiđ upp í kant könnunar og fram í stútinn.
Ţegar kannan kom á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1865 fylgdi sú saga ađ ţetta vćri vítabikar. Vítabikarar ţekkjast úr svokölluđum vítadrykkjum sem tíđkuđust í veislum og bođum á Íslandi fram á 18. öld. Í veislulok var borinn fram vítabikar og áttu bođsmenn ađ drekka úr honum til ađ bćta fyrir yfirsjónir sínar og um leiđ fuku oft á tíđum kersknivísur um yfirsjónir manna. En nú er ţetta ekki bikar heldur kanna, svo ólíklegt ţykir mér tilgátan um ađ kannan hafi veriđ notuđ sem vítabikar. Íslendingum hefur örugglega veriđ svo sárt um dropann, ađ ţeir hafa ekki fariđ ađ glutra niđur víni ađ ástćđulausu međ svona fíflaskap.
Kannan er úr fajansa, úr bláleir sem verđur gulur viđ brennslu. Hún er er skreytt međ lagi af hvítum pípuleir og á er málađ međ bláu og ryđrauđu blómamynstri og síđan er kannan glerjuđ međ tinglerungi.
Ekki hollensk heldur frönsk
Ţess kanna, og ađrar af sömu gerđ međ sama skreyti voru lengi taldar vera hollenskar. En á allra síđustu árum er komiđ ljós, ađ ţćr eru franskar, og flestar ćttađar frá borginni Nevers í Frakklandi.
Rannsóknir franska sérfrćđingsins dr. Jean Rosen og hollenska fornleifafrćđingsins Nina Jaspers, sem ég hef haft samvinnu viđ, sýna ađ mikiđ magn af leirvöru barst frá borgunum Nevers og Rúđuborg til Niđurlanda - og greinilega áfram til Íslands.
Um miđbik 17. aldar blómstrađi verslun Hollendinga viđ Íslendinga ţrátt fyrir einokunartilskipun. Danir áttu um miđja öldina, eins og oft áđur, í stríđi viđ erkifjendur sína Svía. Á međan björguđu Hollendingar verslun á Íslandi í áhugaleysi og getuleysi konunglegu Íslandsverslunarinnar, til ađ mynda ţegar Svíar réđust á Kaupmannahöfn í febrúar 1659. Verslun á 6. áratug 17. aldar eđa fram 1662 var sú besta sem Íslendingar höfđu lent í. En 1662 var Konungsverslunin Íslenska endurskipulögđ og var ţá erfiđara fyrir Hollendinga ađ versla.
Í Frakklandi sóttu Hollendingar m.a. salt og voru samkvćmt heimildum neyddir til ađ kaupa leirvöru um leiđ. Ţessi varningur međ öđru, m.a. ríkulega skreyttri hollenskri leirvöru var fluttur til Íslands. Ţar söltuđu menn fisk og seldu hann og skreiđ og fengu t.d. leirvöru fyrir, ţví eins og alltaf átu ekki allir ţađ sem í askana var látiđ á Íslandi. Til var fínna fólk, t.d. umhverfis Breiđafjörđ og á Vestfjörđum, sem át af hollenskum og frönskum diskum og grautinn úr skál frá Portúgal (sjá nćstu fćrslu). Íslenski fiskurinn, blautsaltađur fiskur og skreiđ, var seldur í Hollandi, Frakklandi, suđur til Spánar og Portúgals, alt suđur til Kanaríeyja, ţar sem t.d. kaupmađurinn Pedro Flaemuel á Tenerife keypti t.d. 20.000 tonn af íslenskum fiski áriđ 1657 af hollenska kaupmanninum Adriaen Pauwelszoon frá Rotterdam eins og fram kemur í tollaskjölum nótaríusar ţar í bć.
Viđ ţessa víđtćku verslun, ţar sem hollenskir kaupmenn voru potturinn og pannan, bárust gripir eins og kannan franska til Íslands. Evrópumenn, sem undir ESB-fána hafa tćmt öll miđ á umráđasvćđi sínu, eru enn sólgnir í hinn góđa íslenska fisk, svo sólgnir ađ ţeim tókst nćrri ađ lokka ţađ einfalda fólk á Íslandi sem kallar sig "krata" inn í ESB til ţess ađ ná í allan fiskinn á Íslandsmiđum. Íslendingar voru nćrri búnir ađ sjúga af gabbkönnu Evrópusambandsins.
Líklegast ţykir mér ađ Hollendingar, sem fluttu ţessa gabbkönnu og mikiđ magn leirmuna til Íslands, hafi haft gaman af ađ sjá Íslendinga lenda í vandrćđum viđ ađ drekka af ţessu íláti. Dćmigerđur hollenskur húmor.
Meira um verslunarsögu Íslendinga síđar.
Kanna á Victoria & Albert safninu í Lundúnum
Verslunarsaga | Breytt 17.9.2019 kl. 05:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)