Allen die willen naar Island gaan
18.9.2013 | 09:28
Ísland hefur lengi verið hugleikið erlendum mönnum. Fyrr á tímum sóttu þeir í fiskinn og hvalinn kringum landið, og fáir eins mikið og lengi og Hollendingar. Þeir voru oft meiri aufúsugestir en t.d. Englendingar sem gátu verið til vandræða og leiðinda. Hollendingar voru ef til vill nógu líkir Íslendingum til að koma í veg fyrir að verða myrtir eins og Baskarnir sem voru brytjaðir niður af skyldleikaræktuðum stórmennum á Vestfjörðum.
Hollendingar stunduðu mikla verslun við Íslendinga sem kom sér oft vel fyrir Íslendinga, þegar Danir, í sínum endalausu stríðum við Svía, höfðu ekki tíma eða getu til að sinna þeirri einokun sem þeir komu á árið 1602.
Um það bil 30 kg. af leirkerum fundust við frumrannsókn á flaki hollenska kaupfarsins de Melckmeyt (Mjaltastúlkunnar), sem sökk við Hafnarhólma við Flatey á Breiðafirði árið 1659. Breiðafjörður kemur einmitt fyrir í hollenska þjóðkvæðinu Allen die willen naar Island gaan. Hér má sjá brot A hollensks fajansadisk með kínversku mynstri, B franskrar skálar með bylgjuðum börmum frá Nevers eða Rouen í Frakklandi, C portúgalskrar grautaskálar og D hollensks disks með skjaldamerki . Nú eru fyrirhugaðar nýjar rannsóknir á flakinu undir stjórn Ragnars Edvardssonar og Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Hingað sóttu Hollendingar hina verðmætu fálka, sem aðallinn í Evrópu sóttist mjög eftir til veiða.
Íslendingar geta þakkað þessum gestum af ýmsu þjóðerni fyrir að vera ekki afdalafífl, þótt einhverjir hafi nú ekki sloppið undan þeim örlögum, t.d. þeir sem vilja gefa landið og auðlindir hafsins stórsambandi gráðugra, hungraðra og skuldsettra menningaþjóða í suðri. Hér áður fyrr var ekki siður greindra manna að gefa hinum ríku.
Sá guli, sem sungið er um í hinni gömlu niðurlensku þjóðvísu (sem hugsanlega er frá 16. öld), sem þið getið heyrt hér, og annað silfur hafsins er enn í hávegum haft og Evrópuþjóðir nútímans eru tilbúnar að beita smáþjóðir bolabrögðum til að ná í fiskinn.
Hér fylgir lausleg íslensk þýðing á vísunni Allen die willen naar Island gaan og hér eða hér má sjá textann á hollensku og hér nótur með góðri útsetningu. Efst syngja spilamennirnir í hópnum Aija frá í Norður-Hollenska, þau heita Leo, Titia, Herman og Greetje. Neðst syngur frábær kór ungra Flæmingja vísuna.
Allir vilja Íslands til
Í hinn gula þorsk að ná,
og að fiska þar af þrá.
Til Íslands til Íslands,
Íslands til
eftir þrjátíu og þrjár ferðir
erum við enn þá til.
Rennur upp tími sem líkar oss vel,
við dönsum af sálargleði
og setjum ekkert að veði.
En svo kemur, já svo kemur
að því að halda á haf,
þá drjúpum við höfði
áhyggjum af !
Þegar vindur úr norðri þýtur
höldum við á krár
og drekkum þar af kæti.
Við drekkum þar og drekkum þar
í góðra vina böndum,
uns okkar síðasti eyrir
horfinn er úr höndum
Þegar austanvindur blæs af landi
"vindurinn er á okkar bandi"
segir skipper glaður í bragði
"og best er, já best er
jú allrabest er,
að beita fyrir hann þvert
þá á Ermasundi þú ert."
Fram hjá Lizard point og Scilly eyju
og þaðan allt til höfðans Skæra [Claire höfða á Írlandi]
Sá sem ekki þekkir þessa leið skal nú læra,
því hér kemur, já hér kemur hann
stýrimaðurinn okkar
sem gefur okkur stefnu rétta
beint á Ísland setta.
Hjá Rockall eyju við siglum svo
allt til Fuglaskerja [Geirfuglaskers],
eins og hver og einn mun ferja.
Og þaðan, já og þaðan
inn til Breiðafjarðar
þar köstum við netum
á landi grænu Njarðar.
Loks erum við Íslandsálum á
þorskinn til að fanga,
og fiska þar af þrá.
Til Ísalands, Til Ísalands,
já Íslands það,
eftir þrjátíu og þrjár ferðir
erum við ennþá að.
Meginflokkur: Fornleifafræði | Aukaflokkar: Leirker, Sagnfræði, Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:52 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert þá ekki alveg bojkotteraður úr því fyrirhuguð er rannsókn á þínum snærum við Flatey. Spennandi verður að sjá hvað út úr því kemur.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 10:44
Þorvaldur, fyrirhugað er orð sem lýsir ósk. Óskin er ekki orðin að veruleika. Langt er í land. Þangað til flýt ég eins og bauja þegar ég er ekki menningarviti án lýsis.
Ég stýrði formlega rannsóknunum í Flatey á sínum tíma og nú ætlum við Ragnar okkur að halda áfram. Enda mikil náma fróðleiks um verslun og samskipti í þessu eina flaki.
FORNLEIFUR, 18.9.2013 kl. 11:40
Here is another song of the fishermen, who sailed to Iceland in former times, this time in flamish (Belgium):
http://www.ipernity.com/doc/septentrion/11600875
It describes the monthlong journey from Dunkerke around Iceland. If you are interested I can send you the french text.
Marled
Marled (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 11:47
Hi Marled,
thank you for your information ! Everyone wanted to go to Iceland back then. Now the only want to have our fish as cheaply as possible
I have also read about this song/poem in Chants popularies de Flamands de France recueillis et publiés... by Charles Edmond Henri de Coussemaker (1855) See here. Thus it was nice to hear the song in the beautiful interpretation of Blootland. It is nearly a lullaby. I listened to it three times and nearly fell to sleep.
According to de Coussemaker the oldest known reference to this song is from the late 17th century. It could be interesting to know whether it is possibly older still.
Do you think a French version is older, or that the Flemish version is a translation? Duinkerken was until the 20th century a Flemish (Flemish dialect speaking) city, so I think that this is the original language of the song. But, who knows?
It could be interesting to know how old the song really is. It could tell us more about the former popularity of Iceland and the interest in our good fish.
FORNLEIFUR, 21.9.2013 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.