Fćrsluflokkur: Nýjar fornleifar

Safnast ţegar í sarpinn er komiđ

Sarpurinn

Viđ leit á Sarpi (Sarpur.is) uppgötvađi ég fyrr á árinu ađ forngripur, nálhús úr bronsi, sem ég fann á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983, ţegar ég hóf fornleifarannsóknir ţar, er gert jafn hátt undir höfđi og gömlum sokkabuxum af ţjóđminjaverđi, sem eru frá ţeim tíma er hún vann sérvinnu fyrir Sigmund Davíđ í Stjórnarráđinu (sjá nánar hér).

Ţvílíkur og annar eins heiđur fyrir nálhúsiđ frá Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ kemst nú loks međ tćrnar ţar sem hćlar sokkabuxna ţjóđminjavarđar voru. 

Ég leyfir mér ađ kvitta fyrir og upplýsa ađstandendur Sarps, ađ upplýsingum um nálhúsiđ, sem ég fann á Stöng áriđ 1983, er mjög ábótavant á Sarpi, eins og ţví miđur svo mörgu öđru.

Ég hins vegar ekki ánćgđur međ ađ fótanuddtćki Árna Björnssonar ţjóđháttafrćđings hefur einnig komist á forsíđu Sarps. Ţetta tćki er reyndar sögufrćgt, ţó óţjóđlegt sé, en ţađ gerđi Árna ţó kleift ađ rita Sögu Daganna á fimmtíu vikum hér um áriđ í fullu starfi.

Ritstjóra Fornleifs langar ađ taka fram ađ rauđu pílurnar, sem benda á umrćdda gripi, hefur veriđ bćtt inn á skjámyndina af sumarstarfsmanni listasviđs Fornleifs.

Sarpurinn2

Ţjóđháttadeild Ţjóđminjasafnsins óskar nú eftir reynslusögum af fótanuddstćkjum.


Er skutlur flugu í ţyrlu

runa_i_rotterdam.jpg

Líkt og sumir karlmenn leita ólmir ađ náttúrumyndum í sveittum og lösnum tölvum sínum, leitar Fornleifur starfsmađur minn uppi myndir af gömlum dísum sem komust í úrslit fegurđarsamkeppna um ţađ leyti sem hann var sjálfur upp á sitt besta. Ţađ góđa viđ ţetta hobbý hans er ađ sjaldan fylgir vírus svo gömlum snótum. Langt er á milli góđra funda, en nýskeđ rakst hann á eina slíka mynd í Hollandi.

Ţar sem Fornleifur fermdist í tvíhnepptum jakka, er mat hans á kvenlíkamanum mjög gamaldags, en ţó afar klassískt. Hann leggur meiri áherslu á gott andlit en t.d. afturendann. Snyrtilegur klćđaburđur og t.d. heiđgular maxíkápur telur Fornleifur međal ţess fremsta sem konur geta skartađ. En allt klćđir rós, eins og Danir segja og allar konur eru fallegar á sinn hátt (svo vil ég ekki ađ einhverjir helv. femínistar fari ađ nöldra hér um gripasýningar og karlrembu).

Hátt klof er Fornleifi ekki ađ fyrirstöđu. Brjóstmáliđ skal ekki vera í stćrra lagi enda karlinn sjálfur međ innfallin brjóstkassa og heilinn skal vera fallegri á konum og betur stilltur en hoppandi ORA-baunin sem Fornleifur og ađrir menn eru oftast međ í heila stađ.

amigoe_di_curacao.jpg

Myndin sem m.a. birtist í hollenska (frísneska) blađinu Friese Koerier og víđar, og jafnvel allt vestur á Hollensku Antillaeyjum, í blađinu Amigoe di Curacau, sýnir nokkrar yngismeyjar sem voru ađ spóka sig á haustmánuđum áriđ 1957. Ţćr voru ađ sýna föt á tískusýningu sem fimm fyrirtćki í Hollandi stóđu fyrir í Zandvoort, margrómuđum strandbć vestur af Amsterdam. 

Ungfrú Rúna

Vitađ er ađ lengst til vinstri stendur ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir frá Íslandi sem lenti í öđru sćti í einni af Íslandskeppnunum sem haldnar voru áriđ 1957. Viđ hliđ hennar er mademoiselle Monique Lambert frá Frakklandi sem hafđi orđiđ 2. í Miss France fyrr á árinu 1957 og önnur á Miss Europe í Helsinki áriđ 1955. Nćst kemur engin önnur en Miss World '56, Petra Schurmann frá Ţýskalandi (sem andađist 2010 eftir glćsilegan feril). Ţvínćst kemur Corine Rottschäfer frá Hollandi, međ klórlitađ háriđ, sem varđ Miss Evrópa (og síđar Miss World áriđ 1959). Og loks lengst til hćgri Ungfrú Belgía '56, Madeleine Hotelet. Yngismeyjarnar voru ţarna á ţyrluflugvelli í Rotterdam. Ţćr eru sumar ađ bíđa eftir ţví ađ komast í fyrsta ţyrluflug ćvi sinnar. Miss Belgía virđist vera eitthvađ lasin, en  kannski var hún bara flughrćdd?

 

gluggagaeinn.jpgHér er merk kvikmynd frá Miss World keppninni í Lundúnum áriđ áriđ 1957, sem Fornleifur fann á FB Heiđars Jónssonar snyrtis. Hvar annars stađar? Heiđar er örugglega álíka slakur í fornleifafrćđi og Fornleifur er í make-uppinu, en báđir kunna ţeir hins vegar ađ meta góđan og skarpan prófíl. Á fréttaskotinu frá Lyceum áriđ 1957 sést ţokkadísin Rúna Brynjólfs frá Íslandi ţar sem hún gengur lćđugang í Lundúnum. Sumir ţurftu ađ setja upp kíkinn til ađ fatta fegurđ íslenskra kvenna, nema ađ ţađ hefi veriđ til ađ sjá smáatriđin. Rúna upplýsti ađ áhugamál hennar vćru "to travel farther and to speak more languages". Ţađ var nú meira en en Miss Finnland gerđi, en hún vann Miss World titilinn áriđ 1957. Hún talađi ađeins finnsku, rúmmennsku og slatta í  reykmerkjamállýskum, en var einnig sćmilega góđ í gufu.

runa_i_london.jpg

Rúna hafđi gott göngulag

Hvar ćtli Rúna Brynjólfsdóttir sé niđur komin í dag? Fornleifur gróf hana upp eins og allt annađ. Hún býr í úthverfi í Columbus, Ohio, og heitir Runa B. Cobey. Í gamla góđa Vísir upplýsti hún lesendur áriđ 1965 ađ hún hefđi gifst manni, Herbert Todd Cobey ađ nafni. Hann var hvorki meira né minna en međ háskólapróf í sögu frá Yale og Harvard og gćti ţví hćglega hafa orđiđ forseti. Hann var líka leikritahöfundur og gaf út vikublađ, sem er vona álíka merkilegt og ađ vera međ blogg í dag.

Í stađ ţess ađ skrifa leiđinlega dođranta um Civil War hafđi hann ofan af fyrir fegurđardísinni sinni frá Íslandi međ ţví ađ reka vélafyrirtćki, sem sérhćfđi sig í alls konar vélum og farartćkjum sem ađrir framleiddu ekki. Áriđ 1965 bjuggu ţau hjón í Georgestown í Norđvesturhluta Washington D.C. Ţótt Bertie sé nú löngu látinn er glćsileg kona eins og Rúna vart á lausu, svo jafnaldrar Fornleifs, og ţeir sem eldri eru, eru vinsamlegast beđnir um ađ sitja á strák sínum og láta hana í friđi. Dóttir Rúnu getur hins vegar hjálpađ ykkur. Hún er sérfrćđingur í slíku.

runa_i_rotterdam_naermynd_1282655.jpg

Rúna í Rotterdam


Plastöldin í Ţjórsárdal

_aki_a_jo_veldisbaenum.jpg

Öruggt tel ég ađ flestir íslenskir fornleifafrćđingar fari ekki ofan af ţeirri skođun, ađ Ţjóđveldisbćr Harđar Ágústssonar viđ Búrfell í Ţjórsárdal sé eitt besta dćmi sem til er um minnimáttarkennd íslensks ţjóđernisrembings. Hún er vitleysa í alla stađi. Ţetta vćri kannski hćgt ađ segja á diplómatískari hátt, en ég sé enga ástćđu til ţess.

Ég get manna best tjáđ mig ţjóđveldisbćinn. Ég hef rannsakađ minjar á Stöng í Ţjórsárdal, sem á ađ vera fyrirmynd Ţjóđveldisbćjarins. Kirkjan viđ ţjóđveldisbćinn er jafnvel enn meira rugl en skálinn og hef ég ritađ um ţađ áđur á bloggum mínum (hér og t.d. hér). Mestur hluti yngsta skálans á Stöng var niđurgrafinn. Líkt og skálinn á Hrísbrú í Mosfellsdal voru húsakynni á Stöng eins konar risavaxin jarđhýsi.

Ţó svo ađ Ţjóđminjasafniđ og ađrar kreddukonur séu ekki búnar ađ međtaka sannleikann, ţá fór Stöng ekki í eyđi í Heklugosi áriđ 1104, heldur ađ minnsta kosti 125 árum síđar.

Plastmottur í ţekju

Plastmotta var heldur aldrei undir torfi í ţakinu á Stöng fyrr en á 20 öld. En ţá var nú heldur betur tekiđ til höndunum viđ ađ plastvćđa dalinn.

Efst sést Kristján Eldjárn heilsa Stefáni Friđrikssyni hleđslumanni. Kristján sagđi mér sína tćpitungulausu skođun á Ţjóđveldisbćnum. Hann var meira ađ segja enn minna diplómatískur en ég, ţegar ađ Ţjóđveldisbćnum kom. Honum ţótti lítiđ til hans koma, en hefur líklega ekki getađ sett út á verkiđ í ţví embćtti sem hann var ţá í. Vonandi hafa Stefán og Kristján ekki rćtt um ágćti plastsins.

Voriđ 1980 fór ég í ferđ sagnfrćđinema viđ HÍ, ţar sem ég stundađi nám eina önn. Međal annars var var haldiđ í Ţjórsárdal. Međ í för voru prófessorarnir Björn Ţorsteinsson og Sveinbjörn Rafnsson. Sveinbjörn hafđi ekki komiđ ţangađ eftir ađ byggingu skálans var lokiđ. Ţegar inn í skálann var komiđ sagđi undirleitur og hógvćr Sveinbjörn mjög diplómatískt, og rođnađi jafnvel ţegar hann leit upp yfir ţverbita: "assgoti er ţetta hátt". Eigi vissi hann af plastinu í ţekju.

plaststong.jpg

Hinn jarpi, bandaríski gćđingur ţjóđminjavarđar er hér riđinn alveg heim í hlađ og Ţór Magnússon tekur myndir (skv. Sarpi og myndasafni Ţjóđminjsafnsins) af piltum sem eru ađ fela öll ummerki um plastiđ í Ţjóđveldisbćnum - Ljósm. Ţór Magnússon, ţó svo ađ Ţór sjáist ţarna standa og draga djöfulinn á eftir sér á mynd sem hann er sagđur hafa tekiđ.

steinsteypan_kaer.jpg

Fćstir vita sennilega, ađ ţađ ţótti öruggara ađ reisa steinsteypuveggi í Ţjóđveldisbćnum og hlađa torfiđ utan á ţá. Potemkintjöld íslenskrar ţjóđminjavörslu eru mörg og ljót.


Alveg eins og í henni Evrópu

drive_inn_stafkirkja.jpg

Ţjóđmenningarráđherra íslensku ţjóđarinnar leggur nú blessun sína yfir leikmyndaţorp á Selfossi. Nú á nefnilega ađ búa til ekta "ţjóđmenningu", ţegar sumir ađilar hafa reynt ađ eyđa henni eftir bestu getu alla 20. öldina. Nú fćr Selfoss Drive-Inn miđaldakirkju og sýnishornaţorp. Einmitt ţađ sem menn vilja sjá.

Ráđherrann sagđi ţetta í viđtali viđ RÚV:

Mér finnst ţetta alveg frábćrt, menn hafa séđ svipađar framkvćmdir í Evrópu á undanförnum árum, sem hafa heppnast gríđarlega vel, ţar sem menn hafa jafnvel veriđ ađ endurbyggja heilu miđborgirnar, og ţetta mun verđa ađ veruleika sem ég vona ađ ţađ verđi eh, koma Selfossi og Árborg rćkilega á kortiđ...

Hugmyndasmiđurinn ađ ţessu fyrirhugađa svari viđ Evrópu er víst ađ einhverju leyti ţjóđmenningarráđherra sjálfur, og er ljóst ađ hann munn koma sérvisku sinni og undarlegum skođunum rćkilega á kortiđ. Svo voru menn ađ tala um Gnarr.

Evrópusýn ráđherrans er jafnan mjög óljós, en gaman vćri ađ vita hvar menn hafi endurbyggt heilu miđborgirnar í Evrópu. Er Sigmundur ađ hugsa um endurgerđu Nikolaiviertel og Cölln hverfin í Berlin eđa bćinn Stralsund, sem DDR lét endurgera á rústum styrjaldar. Hvar féllu sprengjur á Selfossi, áđur en ţessi hugmynd kom upp? Er DDR-sjónarspil og Hollywood-leikmyndir ţađ sem á ađ fá ferđamenn til ađ stoppa á Selfossi?

bjorr_fifla.jpg

Bjórr fífla og Lođmundur Lírukassi spilar undir

lo_mundur_lirukassi_1256725.jpg

Ég býst alveg eins viđ ţví, ţegar ásatrúarmenn spila á lírukassa og drekka dósabjórr úr afrískum hobbýhornum, ţegar Day care borgarstóri tekur fyrstu rekustunguna ađ hofi ţeirra á rústum kamars viđ Kanabragga í Öskjuhlíđinni. Ţór og Óđinn geta greinilega ekki hjálpađ Selfossi úr ţessu.

Gervimenning hentar líklegast best á Íslandi. Íslendingar skammast sín greinilega enn fyrir ţađ sem ţeir hafa. Ágćtt er ađ sýna útlendingum enn einu sinni ađ Íslendingar eru snćlduvitlausir og eru ađ drepast úr minnimáttarótta. Selfoss er akkúrat stađurinn. Ţar munu héđan í frá búa sýnishornaţorparar mjög svo gervilegir. Ég mun keyra norđur heiđar nćst ţegar ég ćtla á Vík í Mýrdal til ađ lenda ekki í Bluff Town i Árnesţingi.

Hćgt er ađ heyra og sjá meira um ţessa vitleysur í fréttatíma RÚV, og ţađ var ekki kominn 1. apríl. Ef annar fréttamiđill hefđi veriđ međ ţetta, ţá hefđi ég hugsanlega trúađ ţessu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband