Alveg eins og í henni Evrópu

drive_inn_stafkirkja.jpg

Þjóðmenningarráðherra íslensku þjóðarinnar leggur nú blessun sína yfir leikmyndaþorp á Selfossi. Nú á nefnilega að búa til ekta "þjóðmenningu", þegar sumir aðilar hafa reynt að eyða henni eftir bestu getu alla 20. öldina. Nú fær Selfoss Drive-Inn miðaldakirkju og sýnishornaþorp. Einmitt það sem menn vilja sjá.

Ráðherrann sagði þetta í viðtali við RÚV:

Mér finnst þetta alveg frábært, menn hafa séð svipaðar framkvæmdir í Evrópu á undanförnum árum, sem hafa heppnast gríðarlega vel, þar sem menn hafa jafnvel verið að endurbyggja heilu miðborgirnar, og þetta mun verða að veruleika sem ég vona að það verði eh, koma Selfossi og Árborg rækilega á kortið...

Hugmyndasmiðurinn að þessu fyrirhugaða svari við Evrópu er víst að einhverju leyti þjóðmenningarráðherra sjálfur, og er ljóst að hann munn koma sérvisku sinni og undarlegum skoðunum rækilega á kortið. Svo voru menn að tala um Gnarr.

Evrópusýn ráðherrans er jafnan mjög óljós, en gaman væri að vita hvar menn hafi endurbyggt heilu miðborgirnar í Evrópu. Er Sigmundur að hugsa um endurgerðu Nikolaiviertel og Cölln hverfin í Berlin eða bæinn Stralsund, sem DDR lét endurgera á rústum styrjaldar. Hvar féllu sprengjur á Selfossi, áður en þessi hugmynd kom upp? Er DDR-sjónarspil og Hollywood-leikmyndir það sem á að fá ferðamenn til að stoppa á Selfossi?

bjorr_fifla.jpg

Bjórr fífla og Loðmundur Lírukassi spilar undir

lo_mundur_lirukassi_1256725.jpg

Ég býst alveg eins við því, þegar ásatrúarmenn spila á lírukassa og drekka dósabjórr úr afrískum hobbýhornum, þegar Day care borgarstóri tekur fyrstu rekustunguna að hofi þeirra á rústum kamars við Kanabragga í Öskjuhlíðinni. Þór og Óðinn geta greinilega ekki hjálpað Selfossi úr þessu.

Gervimenning hentar líklegast best á Íslandi. Íslendingar skammast sín greinilega enn fyrir það sem þeir hafa. Ágætt er að sýna útlendingum enn einu sinni að Íslendingar eru snælduvitlausir og eru að drepast úr minnimáttarótta. Selfoss er akkúrat staðurinn. Þar munu héðan í frá búa sýnishornaþorparar mjög svo gervilegir. Ég mun keyra norður heiðar næst þegar ég ætla á Vík í Mýrdal til að lenda ekki í Bluff Town i Árnesþingi.

Hægt er að heyra og sjá meira um þessa vitleysur í fréttatíma RÚV, og það var ekki kominn 1. apríl. Ef annar fréttamiðill hefði verið með þetta, þá hefði ég hugsanlega trúað þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Fornleifur.

Þó Fornleifur sé flestum skarpari og skýrari í hugsun
þá getur jafnvel honum skotist.

Höfuðsmiður hugmyndar þessarar gat vart fundið
henni betri stað því ekkert vantar nema að fara að
vilja margra í þessum stað og taka af þjóðveg 1 í
gegnum bæ þennan og þá hverfur hann þegjandi og
hljóðalaust til miðalda og börn munu sitja að leik
í hlaðvarpanum með tæki og tól fornleifafræðingsins, þylja
galdraþulur og teikna stafi og fara með formælingar
í garð lands og þjóðar að hætti þjóðskáldsins.
Þau steypa krukku og torfslitur og torftætlur verða
leggur og skel þessa ungviðis.

Næsta skref er auðvitað að taka allt rafmagn af
og loka fyrir sendingar RÚV og annarra spillingarafla
svo allir geti nú upplifað það hjarta af torfusneplum,
fordæðu og forneskju er býr hið innra.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 12:06

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hússari, nú ertu einum of svartsýnn. Þú ert, sýnist mér, að einhverju leyti lýsa þeim forna stað Reykjavík, þar sem endalausar runur af óþarfa fornleifafræðingum eru klónaðir af nær ómenntuðum fornleifafræðiprófessorum í HÍ.

RÚV stöðvar væntanlega aldrei, því flest fólk vill ekki heyra sannleikann, hver sem hann nú er. Hjálpartæki ímyndunarveikinnar eru kannski ekki það versta á okkar tímum.Svo vinna þar skrímslafræðingar og lygafákar. Hver ætti annars að auglýsa Bluff Town á Árnesþingi en Lygaveita þjóðarinnar.

En að tímaskekkja hafi sprottið upp af þeim manni sem lofaði skuldaniðurfellingu á allt sukkliðið, er auðvitað mjög við hæfi og eðlileg afleiðing ímyndunarveiki þjóðarinnar. Hefði hann hins vegar betur gert að hella sér yfir aðrar greinar og listir en fornynju og þjóðmenningu og látið okkur sem elskum það gamla í friði? Þessi maður veit ekki einu sinni hvað antík er og telur eins og þeir sem vinna á Þjóðminjasafni, að það falli á gull en ekki á silfur.

FORNLEIFUR, 22.3.2015 kl. 13:43

3 identicon

Sæll Fornleifur.

     »Þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr
      og syngur þar Hósanna saman«.

Þorsteinn Erlingsson kvað svo.

Ég staldra við 1. efnisgrein í prýðilegu svari þínu
og held hann hafi farið offari að til væri sannleiki
hvað þá jöfnuður en sem paradox stenst þetta fyllilega
en sú meining liggur ekki að baki af hálfu skáldsins.

Bestu þökk fyrir svarið!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband