Ţorláksbúđ stendur ekki á lagalegum grunni

Lögbrot
 

Fornleifur hefur látiđ rannsaka, hvernig stađiđ var ađ leyfisveitingu, ţegar endanlega var leyft ađ reisa "tilgátuhús" međ ţakpappa og steinull á tóftum Ţorláksbúđar í Skálholti. Ég hafđi samband viđ yfirmann Fornleifaverndar Ríkisins, Kristínu Sigurđardóttur, og hún sendi mér ţetta leyfisbréf frá fornminjaverđi Suđurlands, Ugga Ćvarssyni.

Ţađ sem mađur heggur eftir í ţessu makalausa bréfi, sem er í andstöđu viđ allt er reynt var ađ efla vćgi ţjóđminjalaga á 10. áratug síđustu aldar, er ţessi setning:

"Ađ öllu jöfnu leyfir FVR ekki ađ byggt sé ofan í tóftir en eins og málum er háttađ í Skálholti hefur veriđ gefiđ leyfi til ađ byggja ofan í tóft Ţorláksbúđar. Sú ákvörđun stendur á gömlum grunni, hefur sinn ađdraganda sem ekki verđur tíundađur hér."

Ţegar ég grennslađist fyrir um, hver hafđi "gefiđ leyfi áđur en ađ leyfi var gefiđ" og á hvađa "gamla grunni" sú ákvörđun stóđ, sem "hafđi sinn ađdraganda sem ekki varđ tíundađur" í leyfisveitingunni, fékk ég ţetta svar frá Ugga Ćvarssyni, sem nú ţvćr greinilega hendur sínar af ţessu einstćđa leyfi međ ţví ađ fullyrđa ađ: Ég sá aldrei formlegt leyfi til ţess arna en á 10. áratugnum var rćtt viđ Ţjóđminjasafniđ um slíka framkvćmd og ţar á bć voru  framkvćmdirnar ekki blásnar af ţó svo ađ skriflegt leyfi hafi ekki endilega veriđ veitt. Eins og gengur ţá eru slíkar ákvarđanir ekki alltaf rekjanlegar í kerfinu og satt best ađ segja veit ég ekki í smáatriđum hvernig á málum var haldiđ áđur en máliđ kom inn á borđ til mín 2009."

Ţetta er međ endemum og ungur embćttismađur hefur hér greinilega lent í miklum vandrćđum og veriđ undir mikilli pressu frá ađilum sem sitja honum hćrra í kerfinu. Ţeir bera ábyrgđ á vandalismanum, ekki hann.

Mér er ekki kunnugt um ađ ákvörđun eins og sú sem ýjađ er ađ í leyfisveitingunni hafi veriđ tekin á Ţjóđminjasafni Íslands, í fornleifanefnd eđa Ţjóđminjaráđi á tímabilinu 1992-1996. Ţetta var ekki stefna safnsins og fornleifavörslunnar, ţegar ég vann ţar. Ţjóđminjasafniđ eđa ţjóđminjavörđur hefur heldur ekkert međ ađ ákveđa svona framkvćmdir. Ákvarđanir á skjön viđ lög í kerfinu er satt best ađ segja vel hćgt ađ rekja til upphafsins. Legg ég ţví til ađ Menntamálaráđherra geri ţađ nú ţegar, og láti fjarlćgja Ţorláksbúđ viđ fyrsta tćkifćri, ţví bygging hennar er greinilega lögbrot og afleiđingar vamms í starfi ţeirra sem eiga ađ vernda fornleifar í landinu.

Einnig er ljóst, ađ gefiđ var leyfi til ađ reisa tilgátuhús sem byggđi á gamalli hefđ. Ţakpappi og steinull voru ekki í húsum á 16. öld. Leyfiđ hefur ţví veriđ misnotađ.

Greinilega má lesa bréf fornminjavarđar Suđurlands ţannig, ađ Ţjóđminjasafn Íslands beri ábyrgđ á ţví hvernig leyfisveiting hans var úr garđi gerđ áriđ 2010. Hvernig sem ţví líđur, ţá verđur hiđ rétta ađ koma fram í máli ţessu, og Ţorláksbúđ ţarf ađ finna annan stađ, ţannig ađ geđţóttaákvarđanir ráđi ekki ríkjum og lögbrot séu ekki framin.


Bloggfćrslur 16. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband