Hlustiđ ţiđ enn á ţetta gamla hatur?
24.2.2012 | 09:43
Ekki kemur öll forneskja úr jörđunni. Svo á viđ um Passíusálmana, sem er gert mjög hátt undir höfđi á Íslandi, ţótt innihaldiđ sé gegnumsýrt af andstyggilegum hatursglósum 17. aldar. Efniskenndar menjar eru sérfrćđiţekking Fornleifs frekar en fornir sálmar, en hatriđ í Passíusálmum Hallgríms er svo efniskennt ađ ţađ drýpur af ţví blóđ og vart er hćgt annađ en ađ fjalla um ţá hér.
Svo mikiđ álit og dálćti hafa Íslendingar á ţessum forna haturkveđskap og níđi, ađ ţegar prestur nokkur, sem valinn hafđi veriđ til ţess ađ lesa ţennan forna hatursbođskap í ár, bauđ sig fram sem biskupsefni, var hann umsvifalaust látinn hćtta lestrinum í Ríkisútvarpinu. Einhver gamall guđleysingi var látinn ţylja sálmana í útvarpinu í hans stađ. Lestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar eru greinilega svo mikill heiđur, ađ lestu hans gćti gert útslagiđ fyrir frambjóđanda í biskupskosningum. Allir vilja greinilega lesa og tönnlast á svikum, prettum, hatri, undirferli og blóđţorsta gyđinga sem ađ sögn myrtu Krist.
Stofnun Simon Wiesenthals hefur nú haft samband viđ RÚV, ţar sem sálmarnir eru lesnir á hverjum degi. Sjá hér.
Vissuđ ţiđ lesendur góđir, ađ Passíusálmarnir eru svo grasserandi af gyđingahatri 17. aldar, ađ ţeir menn sem hafa ţýtt ţá yfir á ensku (Charles Gook), og dönsku (Björn Sigurbjörnsson) hafa sérstaklega gert sér far um ađ ţýđa burt andstyggđina gegn gyđingum. Í ítalskri ţýđingu Diego Rossi og Silviu Cosimini, sem kom út áriđ 1998 var ţađ reyndar ekki gert, en sú ţýđing er mjög rétt og fullkomin miđađ viđ ensku og dönsku ţýđinguna.
Eftir stendur, ađ Íslendingar eru greinilega heillađir af safaríku gyđingahatri 17. aldar og sumir telja ţetta jafnvel ort beint upp úr Jóhannesarguđspjalli. Nei, svo er ekki, ţetta er gyđinghatur ţess tíma sem Hallgrímur Pétursson lifđi á.
Mögulegt er ađ Hallgrímur Pétursson hafi hitt fyrir Gyđinga í Glückstadt og Kaupmannahöfn. En kannski hefur hann ţó aldrei séđ eđa kynnst gyđingum og ađeins látiđ kveđskap sinn um endalok meistara síns gegnumsýrast af hatursáróđri 17. aldarinnar. Samkvćmt rannsóknum danska guđfrćđingsins Martin Schwarz Lausten í bók hans Kirke og synagoge, holdninger i den danske kirke til jřdedom og jřder i middelalderen, reformationstiden og den lutherske ortodoksi (1992), var ţađ umhverfi sem Hallgrímur var í í Kaupmannahöfn gegnumsýrt af ţessum fordómum í garđ gyđinga og bókasöfnin full af pésum međ slíku hatri sem bárust sunnar úr álfunni. Skóli Frúarkirkju, ţar sem Hallgrímur lćrđi til prests, var engin undantekning.
Ţótt hatriđ í Passíusálmunum sé frá ţví á 17. öld, er ţađ samt sem áđur gyđingahatur, og ţó ţessir sálmar séu nćrri dýrkađir í kirkjum Íslands í dag og árlega ţuldir í útvarpi af leikum sem lćrđum, guđhrćddum sem guđleysingjum, eru ţeir enn sem áđur svćsiđ gyđingahatur. Hatriđ og orđbragđi í sálmunum fer reyndar langt fram yfir ţađ sem t.d. íslenskir nasistar létu frá sér fara á prenti á 20. öld.
Nú er svo komiđ á Íslandi, ađ pólitísk rétthugsun, meira en annađ, kemur fyrir ađ menn séu međ ónot út í svarta menn, samkynhneigđa, múslíma eđa ađra minnihluta. En árlega á föstunni er útvarpađ lestri sálma sem eru fullir af gyđingahatri. Ţeir eru lesnir međ helgislepju og margir munu hlusta á ţetta. Halda mćtti ađ slepjan vćri svo yfirgengileg, ađ menn hlusti ađeins á ţetta međ einu eyranu og séu ónćmir fyrir ljótu orđavali um gyđinga. En persónulega tel ég ađ ţetta hatur seytlist inn í undirmeđvitund fólks.
Sumar fornleifar á ekki ađ friđlýsa og ég tel ađ íslensk yfirvöld verđi ađ gćta ađ sér. Međan ekkert ljótt má segja um ţá sem minna mega sín eđa ţá ofsatrúarmenn sem drepa fyrir minnstu vangát trúleysingja og heiđingja, ţá gengur ekki ađ hafa árlega frumstćđa endurtekning á illsku gyđinga í opinberum fjölmiđlum.
Gyđingar drápu ekki Jesús. Ţađ hefur páfinn í Róm meira ađ segja sýnt fram á í bók sinni. Meintur brotavilji íslenskra ađdáenda 17. aldar útleggingar á píslasögu Jesús er fyrir hendi. Ţađ er sama frá hvađa tíma gyđingahatriđ er, ţađ er og verđur gyđingahatur, og ţađ varđar reyndar einnig viđ íslensk lög. Brotin eru framin á Íslandi, og lögin eru til og heita hegningarlög.
Ekki lesa lúterskir ţennan pésa, Von den Juden und Iren Lügen, í kirkjum sínum á Íslandi, ţó ţađ sé eftir sjálfan Martein Lúther?
Best vćri ţó fyrir alla ađ setja ţessa hatursperlu íslensku ţjóđarinnar niđur í skúffu. Nóg er til af öđru uppbyggilegu efni en ónot í garđ gyđinga - er ţađ ekki annars? Eđa er ţađ hlutverk trúarsálma ađ fara međ hatursglósur um önnur trúarbrögđ og ţjóđir?
Rabbi Abraham Cooper hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles hefur nú sent Útvarpsstjóra, Páli Magnússyni, bréf og beđiđ hann um ađ brjóta ţá hefđ ađ lesnar séu upp lygar um gyđinga og svćsiđ, fornt gyđingahatur á RÚV.
Vćnti ég ţess ađ nćsti Biskup Íslands sýni sóma sinn í ţví ađ gera hiđ sama. Viđ lifum á öđrum tímum en Hallgrímur Pétursson.
Forynja, ómenning og óminjar | Breytt 11.2.2021 kl. 07:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (78)