Fjórar drottningar í einum sal

707921


Frábćrt er ađ heyra ađ bók Jóns Ţ. Ţórs og Guđjón Friđrikssonar, Kaupmannahöfn, höfuđborg Íslands í 500 ár, sé loks ađ koma út. Hafđi ég búist viđ verkinu fyrr, en allt hefur sinn tíma, jafnvel ţótt verkiđ hafi veriđ margstyrkt af ríkustu mönnum Dana- og Íslandsveldis, lífs og liđnum.

Danadrottningu og Forseta voru afhent séreintök af bókinni, sem kemur ekki á markađ dauđlegra manna fyrr en í byrjun desember. Ţetta eru tvö bindi og munu ţau kosta 14.900 krónur, sem er líklega ekki hátt verđ fyrir 4 kílógramma bók. Ég hlakka til ađ lesa ţetta verk. Ég fć ţađ kannski ađ láni hjá Ţórhildi ţegar hún er búin ađ lesa ţađ.

Myndin hér ađ ofan segir margt. Hún er af Danadrottningu ţar sem hún skiptist á orđum um bókina viđ konung vorn Ólaf Ragnar. Greinilegt er á fasi Danadrottningar ađ hún er búin ađ finna villu. Hún er nokkuđ natin viđ slíkt.

Guđrún Nordal situr ţeim á vinstri hönd eins og Foxill Lady međ lágfótu slengda um hálsinn, búin ađ setja handritin aftur í tóma skápana í Ţjóđmenningarhúsinu. Guđrún hefur augljóslega skotiđ öđrum ref fyrir rass, eftir ađ hún hefur látiđ skikka yfirvald allra safna, Margréti Hallgrímsdóttur, til ađ setja nćturvörđ og brunatryggingu á handritin međan ţau verđa til sýnis í Ţjóđmenningarhúsin í eina viku (sjá hér).

Margrét ţjóđminjavörđur lítur dálítiđ veimiltítulega út og stjörf, ţarna fyrir aftan royalíteitin. Líklega verđur hún ađ kaupa sér einhvers konar kött um hálsinn til ađ geta klórađ sig fram á fremsta bekk. Hún stjórnar ţó húsinu sem ţau sitja í. Sigmundur Davíđ mun redda ţví, ef hún sparar alla ónauđsynlega starfsmenn og stofnanir í burtu fyrir hann, svo hann geti jafnađ skuldavanda eyđsluseggjanna. Ţannig á nefnilega ađ gera ţađ. Ţjóđernisrembingurinn í honum er bara yfirklór.

Ég hef lítiđ álit á framsóknarkóngum. Ţađ held ég líka ađ Árni Magnússon hefđi haft.


Bloggfćrslur 13. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband