Gamalt kók á gömlum flöskum

coca-cola_ad_american_soldier_in_iceland_1943  

Hver kannast ekki viđ akfeita jólasveininn, sem drekkur kók í einum teyg? Hver man ekki eftir kókbílnum sem keyrđi um sveitir og varđ stćrri og stćrri sem árin liđu? Hver hefur ekki séđ kóklestina, ţetta unađslega samgöngutćki sem svalar ţorsta mannkyns og tendrar jólaljósin hvert sem hún fer, nema kannski í Darfúr?

Hver man ekki eftir fallega fólkinu, af öllum mögulegum og ómögulegum kynţáttum, sem söng á hćđ (í Kaliforníu) á Ítalíu? Og allir sungu međ: "I´d like to teach the world to sing". Milljón ropum síđar og međ sćtar minningar um rotnandi tennur og kókvömb, er fróđlegt ađ minnast ţess ađ kókiđ hefur leikiđ mikilvćgt hlutverk í utanríkisstefnu (sem sumir kalla heimsveldisstefnu) Bandaríkjamanna. Rússar áttu ekki drykk eins og Coca Cola, og ţví fór sem fór.

Kókiđ kom til Íslands áriđ 1942, um svipađ leiti og Kaninn tók viđ af Bretum í hernáminu. Vildi Bandaríkjastjórn sýna sjálfri sér og heiminum, hve annt Íslendingum var um hersetuna, m.a. hvernig dátarnir svöluđu ţorsta Íslendinga međ kóki, ţar sem ţeir keyrđu um sveitir í jeppum og deildu út kóki á fólk í bćjum og til sveita. Allir teyguđu brátt kókiđ til sjós og lands.

Ćtli ţessi ţjóđardrykkur Íslendinga sé ekki meira drukkinn af Íslendingum en blávatniđ?

Međ ţessari kókminningu óska ég lesendum mínum gleđilegra jóla, og vona ađ Grýla, Leppalúđi og Jólakötturinn fari ekki illa međ ykkur. Ég er viss um ađ nokkrar ţúsundir lítra af heimsveldisgosinu muni renna niđur međ steikinni ykkar um jólin og valda ţembu og sýruátu á tönnum og í maga. Veriđ samt blessuđ og sćl. 

Hér er gömul Pepsi-saga og Sinalco-saga.

Viđbót: Ég varđ snemma kókţrćll. Nýlega greindi ég meira frá dvöl minni í Riftúni, ţađan sem 3 börn komu aldrei söm til baka:

10. júlí áriđ 1969 skrifađi ég ţađan hróđugur til móđur minnar og föđur. "Viđ erum hér heppin ađ ţađ er strákur hér og afi hanns heitir Björn Ólafsson og hann á Kóka Kóla verksmiđjuna og ţers vegna fáum viđ Kók og Kóla ađ drekka í afmćlum og segđu henni Siggu [systur minni] ţađ." Drengurinn hét Halldór, en hann lést fyrir nokkrum árum síđan. ...

from Idaho to Iceland
 
Áđur birt á www.postdoc.blog.is ţann 20.12.2010
 

Bloggfćrslur 12. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband