Gamalt kók á gömlum flöskum

coca-cola_ad_american_soldier_in_iceland_1943  

Hver kannast ekki viđ akfeita jólasveininn, sem drekkur kók í einum teyg? Hver man ekki eftir kókbílnum sem keyrđi um sveitir og varđ stćrri og stćrri sem árin liđu? Hver hefur ekki séđ kóklestina, ţetta unađslega samgöngutćki sem svalar ţorsta mannkyns og tendrar jólaljósin hvert sem hún fer, nema kannski í Darfúr?

Hver man ekki eftir fallega fólkinu, af öllum mögulegum og ómögulegum kynţáttum, sem söng á hćđ (í Kaliforníu) á Ítalíu? Og allir sungu međ: "I´d like to teach the world to sing". Milljón ropum síđar og međ sćtar minningar um rotnandi tennur og kókvömb, er fróđlegt ađ minnast ţess ađ kókiđ hefur leikiđ mikilvćgt hlutverk í utanríkisstefnu (sem sumir kalla heimsveldisstefnu) Bandaríkjamanna. Rússar áttu ekki drykk eins og Coca Cola, og ţví fór sem fór.

Kókiđ kom til Íslands áriđ 1942, um svipađ leiti og Kaninn tók viđ af Bretum í hernáminu. Vildi Bandaríkjastjórn sýna sjálfri sér og heiminum, hve annt Íslendingum var um hersetuna, m.a. hvernig dátarnir svöluđu ţorsta Íslendinga međ kóki, ţar sem ţeir keyrđu um sveitir í jeppum og deildu út kóki á fólk í bćjum og til sveita. Allir teyguđu brátt kókiđ til sjós og lands.

Ćtli ţessi ţjóđardrykkur Íslendinga sé ekki meira drukkinn af Íslendingum en blávatniđ?

Međ ţessari kókminningu óska ég lesendum mínum gleđilegra jóla, og vona ađ Grýla, Leppalúđi og Jólakötturinn fari ekki illa međ ykkur. Ég er viss um ađ nokkrar ţúsundir lítra af heimsveldisgosinu muni renna niđur međ steikinni ykkar um jólin og valda ţembu og sýruátu á tönnum og í maga. Veriđ samt blessuđ og sćl. 

Hér er gömul Pepsi-saga og Sinalco-saga.

Viđbót: Ég varđ snemma kókţrćll. Nýlega greindi ég meira frá dvöl minni í Riftúni, ţađan sem 3 börn komu aldrei söm til baka:

10. júlí áriđ 1969 skrifađi ég ţađan hróđugur til móđur minnar og föđur. "Viđ erum hér heppin ađ ţađ er strákur hér og afi hanns heitir Björn Ólafsson og hann á Kóka Kóla verksmiđjuna og ţers vegna fáum viđ Kók og Kóla ađ drekka í afmćlum og segđu henni Siggu [systur minni] ţađ." Drengurinn hét Halldór, en hann lést fyrir nokkrum árum síđan. ...

from Idaho to Iceland
 
Áđur birt á www.postdoc.blog.is ţann 20.12.2010
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman ađ ţessu. Kókiđ var ekki svo áberandi ţegar ég var ađ alast upp. Fyrst var bara hćgt ađ fá litlu flöskurnar, en svo stćkkuđu ţćr lítillega á 8 áratugnum. Nú ţykir tillhlýđilegt ađ grípa međ sér minnst 12 lítra í helgarinnkaupum.

Nostalgían heldur lífinu í litlu kókinni og eru jólasixpakkarnir rifnir út um hátíđarnar.

Ég man ađ ţegar mađur fékk gefins kók sem krakki af einhverju hátíđartilefni, ţá var ţađ sparađ. Mađur gerđi gat í tappann međ naglann og dreypti á svo flaskan entist stundum daginn.

Ţetta er stórmerkileg peffsíflaska sem ţú hefur fundiđ. Kannski mikils virđi og vert ađ bjóđa framleiđandanum til kaups fyrir einhverjar skrilljónir.

Ég hef veriđ ađ finna svona gersemar á milli veggja hér á Sigló, en ţađ er allt heimaframleiđsla. Forveri appelsínsins Vallas ţar mest áberandi. Ţetta bruggađi apótekarinn hér hann Sjutt. (Man ekki hvernig ţađ var stafađ)

Meira áberandi pródukt frá honum má tíđar finna milli veggja, en ţađ eru lítil međalaglös međ korktappa sem hann notađi undir bragđbćtta elexíra og spíra sem hann seldi út um lúgu á apótekinu ţegar enginn sá til. Ćtli ég hafi ekki fundiđ nálćgt 20 svoleiđis glös.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2013 kl. 07:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Skemmtilegur pistill.  Ég get lofađ ţér ađ ţađ verđur ekki kók á mínu borđi um jól frekar en endranćr, ţađ verđur eđal rauđvín og appelsín og maltöl fyrir drenginn.  Gleđileg jól Fornleifur minn og takk fyrir skemmtileg og frćđandi skrif.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.12.2013 kl. 11:38

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ásthildur, er bćjarstjórnartrölliđ búiđ ađ stela öllum jólatrjánum ţínum og búinn ađ leggja göng undir ígloohúsiđ? Gleđileg jól samt. Ég drekk kók, og var ađ enda viđ ađ stúta einni Zero hálfslítra sem ég er sjúklega háđur nú orđiđ, enda mikill óreglumađur í kóki. Eina međferđin sem ég mćli međ er ađ ropa og drekka ekki meira en hálfan lítra á dag.

Jón Steinar, gaman ađ frétta af dropasölu Schiřtt apótekara. Ţessi glös ţín verđa líklega verđmćt áđur en langt um líđur. Skrilljón fyrir Pepsíflöskuna, ja, hvernig heldur ţú ađ ég hafi ráđ á ađ aka í Bentley og búa á herragarđi í ESB?

Nú, ţegar allt er supersćsađ, saknar mađur ţeirra daga ađ kók kom ađeins einstaka sinnum á borđiđ eđa var drukkiđ gegnum ryđgađ naglagat á tappanum eins í ţví krummaskuđi sem Jón Steinar var ađ alast upp. Ţessi drykkur hefur margt á samviskunni og margir menn sem litu eins glćsilega hómóerótískt út eins og Íslendingurinn međ árina á gömlu auglýsingunni hér ađ ofan, hefur misst vöxt og tennur í samskiptum sínum viđ ţennan fúla vökva. Ljóshćrđu stúlkurnar á auglýsingunni hafa veriđ teymdar í ánauđ til USA, jafnvel myrtar ţar í kerlingabókum, ţangađ til ađ ţćr fundust á lífi í Pepsíbeltinu. Kókdraumurinn getur oft veiđ martröđ.

FORNLEIFUR, 12.12.2013 kl. 12:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţeir eru búnir ađ gera Highway gegnum trjálundinn minn, og aka ţar um eins og enginn sé morgundagurinn, átti ađ vera 10 metra svćđi sem átti ađfara undir veginn, en varđ af einhverjum undarlegum ástćđum nćr 20 metrum, svo talsvert meira af trjám hefur veriđ eyđilagt.  Hvađ varđar kúluna, fá ţeir ađ finna til tevatnsins áđur en ţeir koma mér ţađan út.  Takk fyrir ađ spyrna.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.12.2013 kl. 12:55

5 identicon

Skemmtilegur pistill, ţetta međ  "nagla-" gatiđ kannast ég vel viđ (fćddur 1963), ţađ var hreinn unađur ađ treina sér kókiđ međ ţessu. Hreinlega eins og ađ kókiđ missti svolítiđ töfra sína síđar meir, viđ offrambođiđ. Ţađ á nú líklega viđ um flest. Ein hversdagslegasta kakan hér á bć heitir jólakaka!

Önnur jólastemming var tengd ávöxtunum.  Appelsínur sem komu í trékössum og eplin í kössum líka, lyktin mađur og bragđiđ.  Man eftir ţessu eitthvađ upp úr 1970. 

Hef stundum sett mörkin viđ ađ verslunarómenningunni á Íslandi  verđi lokiđ ţegar mađur fćr aftur góđ epli og appelsínur.   Af einhverjum ástćđum hafa bananarnir haldiđ gćđum sínum, sem aftur bendir til ađ "jóla-" brađgđiđ af appelsínunum og eplunum hafi veriđ raunverulegt en sé ekki einhver nostalgía. 

Áfram Ásthildur gangi ţér vel í brasinu viđ stjórnlyndi kerfisins og gleđileg jól allesammen! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 12.12.2013 kl. 13:27

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk fyrir mig  Bjarni minn. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.12.2013 kl. 14:13

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varđandi ahrif Kókakóla á tannheilsu, ţá fćst ţađ stađfest í ţví ađ sjálfur kókakólajólasveinninn sýnir aldrei tennur ţótt hann brosi breitt og sé óvenju stórmynntur.

Af minni alkunnu glöggskyggni hef ég lika greint hvers vegna hann virđist svona ofurhress. Litla kartöflunefiđ, skeggiđ og búttađar kinnar gera jú sitt, en útslagiđ er gert međ ţví ađ augnabrúnirnar eru settar tommunni ofar en anatómian leyfir. Ţar sem hann er einnig međ óvenjuhátt enni er svigrúm til ţessa.

Ţetta er forskot kókakóla á ađra Jólasveina, sem eru ekki merkilegri en hálfsextugir fordrukknir einsetumenn á amfetamíni.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2013 kl. 23:30

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Margir segja mig Jólasvein ţótt ég sé međ augnabrúnirnar á réttum stađ. Mig grunar ţó ţótta í ţesskonar merkimiđa.

Eitt sin kom ég til kunningjafólks hér og ţar voru gestkomandi hjón međ ţriggja ára snáđa. Ţegar sá stutti sá mig, ljómađi hann eins og sól í heiđi og hafđi ekki augun af mér hvernig sem ég fćrđi mig. Foreldrarnir voru undrandi á ţessu og sögđu ađ hann vćri venjulega mikil mannafćla og oftast smeykur viđ skeggjađa menn. Ástćđan fyrir ţessari óskiptu ađdáun kom í ljós lítlu síđar ţegar sá litli dćsti međ stjörnublik í augum: "Jólasveinninn"

Ţetta var í Júní og hátíđarglamur víđs fjarri.

Ţetta hrćđi mitt steinrunna hjarta og heimsorgin vék í nokkur augnablik.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2013 kl. 23:40

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekki viss um ađ ég sé á réttum stađ en ég var alveg heillađur af myndinni af konungsheimsókninni hans Friđriks 8 1907 sem varđ svo lík nr. 133 eftir velfortjent slett úr klaufunum. Hver skyldi hafa tekiđ ţessa mynd og sérstaklega athyglivert ađ hún er á réttum hrađa, skýr og skörp. Verst ađ geta ekki nafngreint allt fólkiđ. getur veriđ ađ tryggvi Gunnarsson sé ţarna á međal?

Halldór Jónsson, 12.12.2013 kl. 23:43

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Virkilega skemmtilegar minningar,en mig furđar á ađ kanastrákarnir sem leystu Bretana af hér á Ţingeyri,skyldu ekki bjóđa Coke,en súkkulađi fengum viđ oft. Sérstaklega eftir eltingaleiki viđ ţá,ţar sem viđ ţekktum ţá međ nafni. Algengt ađ kalla til vinar okkar; "Billy vitlausi”,sem hljóp á eftir okkur og ţóttist ćtla ađ hirta okkur,en viđ fengum súkkulađi og minnir tyggjó. Í okkar augum góđir skemmtilegir menn.

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2013 kl. 00:16

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Helga, skemmtilegar minningar sem ţú deilir međ okkur hér á gömlu deildinni. Kannski hefur Billy vitlausi veriđ svona mikill ćrslabelgur vegna ţess ađ hann var búinn ađ drekka kókiđ sitt. Lengi sögđu vinstri menn á Íslandi ađ börn ćstust viđ ađ drekka kók. Líklegra ţykir mér ađ kók hafi ađeins veriđ til hátíđarbrigđa hjá dátunum og jafnvel veriđ drukkiđ gegnum naglagat eins í ćsku Jóns Steinars. Ţeir hafa ekki haft nóg af ţví til ađ hella í krakka og frekar treinađ ţađ til ađ bjóđa laglegum gjafvaxta konum (eđa drengjum) og einstak peysufatakerlingu sopa.

Halldór, ólíklegt finnst mér ađ Friđrik 8. hafi drukkiđ kók, en mađur veit samt aldrei. Margt kom á land í Hamborg eins og frúin ţar vissi. Ég tel mig einnig geta séđ Tryggva Gunnarsson á kvikmyndinni. Einhver fleygđi ţví fram um daginn á smettiskruddu minni, ađ ţađ hefđi veriđ Bíópetersen. Hann gerđi t.d. mynd um konungskomuna 1921, en hann starfađi einnig viđ kvikmyndun međ manni sem hét Alfred Lind. Hugsanlega var ţađ ţó einhver annar sem var í för međ konungi á skipinu Birma sem tók ţessa kvikmynd. Höfundur er ekki skráđur á Dansk Filminstitut.

FORNLEIFUR, 13.12.2013 kl. 04:35

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Falleg jólasaga í júní, Jón Steinar. Ţú ert greinilega gjaldgengur jólasveinn hjá kókistum framtíđarinnar. Kannski ćttir ţú ađ reyna ađ komast á samning hjá Coca Cola, áđur en Clooney frá Cough Ness fćr starfiđ sem leanađur Santa. Ţessi feiti er ekki lengur korrekt, nú ţegar Obama ćtlar ađ berjast viđ offituna, sem ku vera versta hryđjuverkaárásin sem framin hefur veriđ í BNA.

Ég held ađ ef litla flaskan verđi tekin upp og allar ađrar stćrđir bannađar, og gulu trékassarnir endurlífgađir, ţá myndu allir kókistar heimsins hríđléttast viđ burđ á birgđunum. Áđur en menn vissu yrđu ţeir orđnir eins stćltir og sjóarinn međ árina sem gaf kanadátum undir fótinn hér forđum á ţessum ýkta Siglufirđi auglýsingaheimsins.

FORNLEIFUR, 13.12.2013 kl. 04:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband