Hin fagra framtíđ

ljosaskilti_ari_1837.jpg
coollogo_com-233162008.gif
Áriđ 1837 eđa 1838 las einn langalangafi minn um rafmagnađan heim framtíđarinnar.  Í uppfrćđandi ársriti fyrir upplýstan almúgann, Nederlandsch Magazijn sem gefiđ var út í Amsterdam, mátti ţađ ár lesa um unađssemdir framtíđarinnar međ rafmagni og raflýsingu og ţá möguleika sem rafstraumur átti eftir ađ gefa mönnum.
flikkerglas.jpg
 

Međal ţess sem menn dreymdi um var ljósapera, nánar tiltekiđ ljósrör (flikkerlicht), ţar sem menn ímynduđu sér ađ lýsing skapađist ef straumur yrđi leiddur gegnum tinţráđ. Rafmagniđ ímynduđu menn sér ađ kćmi fyrst og fremst úr batteríum, svokölluđum Leydenflöskum.  Menn trúđu ţví, ađ ef ţćr vćru margar settar saman vćri til frambúđar von um ađ hćgt vćri ađ nota strauminn til lýsingar.

leydse_fles.jpg
 
Leydenflöskubatterí

Einnig gat karlinn lesiđ um unađssemdir glerplötu sem á hafđi veriđ sett tinţynna. Í ţynnuna átti ađ skera út bókstafi međ vasahníf! og svo leiđa í gegnum ţynnuna straum svo bókstafirnir lýstu međ flöktandi ljósi (flikkerend licht).

Dreymdi menn ţarna um fyrstu ljósaskiltin, fyrstu skjáina eđa IPad ?

Langalangafi hefur vart trúađ ţessu rugli og tautađ einhverja teutónísku međ hrákahljóđi í skeggiđ. Hann kveikti aldrei á perunni, svo mikiđ er víst. En nú eru ţessi framtíđarsýn samtíđarmanna hans fornleifar einar og löngu kulnađir draumar um bjarta framtíđ.

nederlandsch_magazijn.jpg

Bloggfćrslur 17. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband