Hin fagra framtíð

ljosaskilti_ari_1837.jpg
coollogo_com-233162008.gif
Árið 1837 eða 1838 las einn langalangafi minn um rafmagnaðan heim framtíðarinnar.  Í uppfræðandi ársriti fyrir upplýstan almúgann, Nederlandsch Magazijn sem gefið var út í Amsterdam, mátti það ár lesa um unaðssemdir framtíðarinnar með rafmagni og raflýsingu og þá möguleika sem rafstraumur átti eftir að gefa mönnum.
flikkerglas.jpg
 

Meðal þess sem menn dreymdi um var ljósapera, nánar tiltekið ljósrör (flikkerlicht), þar sem menn ímynduðu sér að lýsing skapaðist ef straumur yrði leiddur gegnum tinþráð. Rafmagnið ímynduðu menn sér að kæmi fyrst og fremst úr batteríum, svokölluðum Leydenflöskum.  Menn trúðu því, að ef þær væru margar settar saman væri til frambúðar von um að hægt væri að nota strauminn til lýsingar.

leydse_fles.jpg
 
Leydenflöskubatterí

Einnig gat karlinn lesið um unaðssemdir glerplötu sem á hafði verið sett tinþynna. Í þynnuna átti að skera út bókstafi með vasahníf! og svo leiða í gegnum þynnuna straum svo bókstafirnir lýstu með flöktandi ljósi (flikkerend licht).

Dreymdi menn þarna um fyrstu ljósaskiltin, fyrstu skjáina eða IPad ?

Langalangafi hefur vart trúað þessu rugli og tautað einhverja teutónísku með hrákahljóði í skeggið. Hann kveikti aldrei á perunni, svo mikið er víst. En nú eru þessi framtíðarsýn samtíðarmanna hans fornleifar einar og löngu kulnaðir draumar um bjarta framtíð.

nederlandsch_magazijn.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrstu kynnin af rafmagni voru tilraunir til að endurvekja látið fólk. Ung kona, Mary Shelley var viðstödd slíka tilraun með föður sínum og skrifaði Frankenstein í framhaldinu..

GB (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 09:26

2 Smámynd: FORNLEIFUR

GB, jú vissulega var rafmagnið þekkt fyrr og Mary Shelley sá "tilraunir" (samkvæmisleiki) þar sem straumur var setur á nýdauð dýr. Henni þótti það ógeðfellt og skrifaði því Frankenstein og gaf út án nafns.

FORNLEIFUR, 17.1.2014 kl. 11:40

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Draumar mínir dóu fyrir löngu

dett þó stundum um þá enn,

synd þeir skyldu verða að öngu

þannig leika örlög suma menn.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2014 kl. 13:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Veit ekkert hvernig ég á að snúa mér út úr þessu fikti. Komst við er las um löngu kulnaða drauma um bjarta framtíð. Ryfjaði þá upp þessa vísu upp sem ég gerði ehvern tíma. Ætlaði að færa hana niður,þá stökk hún upp svona gleið=þ.e. bilin breikkuðu. Kveð að sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2014 kl. 14:08

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vísan er góð þótt bilin séu breið!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2014 kl. 15:30

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekki lyklaborð þarna efst? Dell sýnist mér.

Þeir hafa sannarlega séð lengra nefi sér. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2014 kl. 16:47

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meira að segja tvö USB plöggin. Advanserað stöff.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2014 kl. 16:49

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Dell eða della? Þetta var reyndar ljósstafaborðið, en einnig var í greininni hugmynd um glerhólk sem átti að sýna myndir. Draumarnir rættust.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2014 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband