Herramannsmatur
13.12.2014 | 15:20
Hollendingar eru ţekktir fyrir ađ mála matinn sinn, enda hluti ţjóđarinnar miklir matmenn og ţorđi ađ láta berast á ţegar velmegun ríkti. Annar hluti Hollendinga eru sparsamir púrítanar sem í gegnum aldirnar hafa hneykslast mjög á málverkum sem sýna bruđl og allsnćgtaborđ matgćđinga yfirstéttanna á 17. og 18. öld.
Áriđ 1780 málađi Maria Margaretha la Fargue ţetta skemmtilegu ólíumálverk af fisksala sem heimsćkir hús efnađrar fjölskyldu viđ Dunne Bierkade (Ţunna bjórsgötu) í Haag (den Haag) í Hollandi. Á hjólbörum sínum er fisksalinn međ girnilegan, fallega hvítan saltfisk, sem Hollendingar kölluđu oftast klipvis (v-iđ borđi fram sem f).
Ekki er laust viđ, ađ dćma út frá svipnum, ađ hefđadömunum ţyki fiskurinn girnilegur, eđa kannski voru ţađ bara fisksalar sem ţeim ţóttu lokkandi? Ţeir hafa ađ minnsta kosti veriđ hugleiknir listakonunni, ţví hún málađi annan, ţar sem hann var ađ selja girnilegar, reyktar laxasíđur. Ţetta var víst löngu áđur en fisksalar fóru ađ hafa sterkari efni í fiskborđinu.
Mjög líklegt má teljast, ađ saltfiskurinn, sem seldur var í hús viđ Ţunna-Bjórsgötu í Haga áriđ 1780, hafi veriđ verkađur á Íslandi, ţótt ađrir upprunastađir verđi ţó ekki útilokađir.
Hafa fróđir menn á Íslandi lengi taliđ víst, ađ Íslendingar hafi fyrst lćrt ađ verka og ţurrka saltfisk á síđari hluta 18. aldar. Ţađ er ekki rétt, ţótt vinnslan hafi ţá orđiđ meiri en áđur. Saltfiskverkun var orđin ađ veruleika á fyrri hluta 18. aldar. Á fyrri hluta 17. aldarinnar votsöltuđu menn fisk i tunnur fyrir erlendan markađ, en ţađ var aldrei gert í miklum mćli. Svo var einnig fluttir úr landi svokallađur stapelvis, sem hefur veriđ fiskur sem var lagđur í stakka og ef til vill veriđ líkur signum fiski. En á 17. öldinni var skreiđin enn sú afurđ sem mest var flutt út af frá Íslandi.
Hvíta gulliđ - salt lífsins
Öll söltun var ţó háđ innflutningi á salti, og voru ađföng ţess oft stöpul, en lengst af kom saltiđ til Íslands á "einokunaröld" međ Hollendingum. Ţess ber ađ geta ađ upp úr 1770 var sođiđ salt í Reykjanesi viđ Djúp. Framleiđslan hófst áriđ 1773 en var ekki mikil (sjá hér), en nú er endurreisnaröldin greinilega hafin (http://www.saltverk.com/). Jón biskup Vídalín stakk einnig upp á ţví danskan embćttismann áriđ 1720, ađ hann sendi menn til ađ kenna saltsuđu svo framleiđsla á salti gćti fariđ fram á Reykjanesi (Gullbringusýslu), svipuđ ţeirri sem ţá var stunduđ í Noregi. Aldrei varđ neitt úr ţví.
Saltiđ í fisksöltunina kom sunnan úr Frakklandi, Spáni og Portúgal og barst til Íslands á svokallađri "einokunaröld", sem margir Íslendingar hafa misskiliđ og tengt eymd, vosbúđ og vöruskorti. Ţó svo ađ einokun (monopol) konungs á versluninni hafi veriđ komiđ á og Jón Ađils, og margar kynslóđir Íslendinga hafi séđ ţađ sem mikla ţrautagöngu, ţá gleyma menn ađ konungur seldi hćstbjóđanda, og mörgum tilfellum Hollendingum, verslunar og athafnaleyfi á Íslandi. Íslendingar seldu áfram fisk sinn, sem ţeir söltuđu međ salti sem fyrst og fremst var útvegađ af Hollendingum. Fjórar tegundir af salti voru fluttar til landsins: Spánskt, franskt, ţýskt Lynenborgarsalt (sem gat gefiđ fiski grćnan lit vegna kopars í saltinu)og salt sem sođiđ var úr sjó í Noregi á 18. öld. Algengast var svokallađ grásalt, sem mun hafa veriđ spánskt.
Verslunin viđ Ísland á 17. og 18. öld varđ hluti af Atlantshafsverslun Hollendinga og annarra stórţjóđa í verslun. Skip sem sigldu til Madeira og Kanarí á vetrum sigldu til Íslands međ salt ađ vori og sóttu m.a. saltfisk og annan varning. Saltfiskurinn var vitaskuld seldur í Hollandi, en mestmegnis var hann sendur áfram til Spánar og Portúgals og síđar Ítalíu, ţar sem hann var kallađur var bacalao, bacalhau, og bacallŕ sem sumir telja ćttađ úr basknesku (bakailo, makailao, makailo, basknesk orđinu fyrir ţorsk) en ađrir úr gamalli hollensku bakaljauw/bakkeljau. Sumir telja ţađ afmyndum orđsins fyrir ţorsk í miđaldafrönsku, cabillaud, sem fyrst kemur fyrir í varđveittum texta frá 1272. Fransmenn telja hins vegar orđiđ komiđ af niđurlenska orđinu kabeljauw.
Hvađ sem öllum ţessum ţessum fiskisögum líđur, ţá hafa flestir Hollendingar ekki hundsvit á ţví lengur hvađ salfiskur er, nema ef ţađ er saltlakkrís sem er í laginu eins og fiskur. Listfrćđingur sem síđast lýsti myndinni af fisksalanum viđ Ţunna-Bjórsgötu í Haag telur fiskinn á hjólbörunum vera flatfisk.
Frekari lesning:
Hér getiđ ţiđ lesiđ grein mína um elsta málverkiđ af skreiđ, sem Hollendingar kölluđu "stokvis" og hér grein um Jonas Trellund (sjá einnig hér og hér)og skip hans de Melckmeyt sem lýsir í hnotskurn verslunarsögu Hollendinga á 17. öld á Íslandi, öld sem frekar ćtti ađ kalla hollensku öldina í íslenskum kennslubókum en einokunaröld. Lesiđ meira um ţađ í 2. hluta um fálkasögu Íslands sem brátt verđur birt á Fornleifi. Eins mćli ég alltaf međ ţví ađ menn lesi bćkur Gísla Gunnarssonar Upp er bođiđ Ísaland (1978) og Fiskurinn sem munkunum ţótti bestur: Íslandsskreiđin á framandi slóđum 1600-1800 (2004)
Matur og drykkur | Breytt 29.6.2023 kl. 06:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)