Nú er ţađ svart mađur

african-presence-02.jpg

Málverk frá miđöldum, endurreisnartímanum og verk hollenskra gullaldarmeistara sem sýna ţeldökkt fólk hafa alltaf heillađ mig gífurlega mikiđ.  Ég hef einnig skrifađ örsögu negra á Íslandi (sjá hér, hér og hér), sem fór í fínu taugarnar á forpokuđum Íslendingum sem telja ţađ ljótt ađ skrifa svartur og negri, en notar sjálft pempíuleg orđ eins og ţeldökkur yfir ţann hluta mannkyns sem Íslendingar hafa löngum kallađ ýmist blámenn, svarta, svertingja eđa negra.

2012-2014 var haldin merkileg sýning í Walters listasafninu í Baltimore, ţar sem sýnd var list, ţar sem svartir menn koma viđ sögu. Sýningin bar heitiđ Revealing the African Presence in Renaissance Europe.

Sérfrćđingarnir í Baltimore vissu af lítt ţekktu málverki á listasafni milljónamćrings í Portúgal (Museu Berado/sem mestmegnis er nýlistasafn) sem ţeir fengu lánađ til sýningarinnar. Mikiđ hefur veriđ síđan rćtt og talađ um ţetta málverk. Málverkiđ, sem taliđ er vera eftir hollenskan málara, er málađ á árunum 1570-80 og sýnir götulíf viđ Chafariz d´el Rey (viđ Konungsbrunn) í Alfama hverfinu í Lissabon. Myndina fyrir ofan er hćgt ađ stćkka.

Alfama, eđa réttara sagt Alhama-hverfiđ, var lengi fjölţjóđadeigla og nafniđ sjálft er t.d. arabískt. Á 16. öld bjuggu í hverfinu margir gyđingar. Í dag er ţarna allt öđruvísi umhorfs en á 16. öld, ţví hverfiđ eyđilagđist mjög í jarđskjálftanum mikla í Lissabon áriđ 1755.

blacks_and_jews_16th.jpg

Lögregla Lissabongyđinga (međ rauđa hatta) handsama ţrćl sem hlaupiđ hefur á brott

african-presence-02b.jpg
Svartur ţrćll dansar viđ hvíta ţjónustupíu, međan svartur vörđur ríđur hjá.

Málverkiđ sýnir vissulega marga negra, sem flestir voru vćntanlega húsţrćlar og ţjónar. Ţađ sem listfrćđingarnir í Baltimore gerđu sér hins vegar ekki grein fyrir, en sérfrćđingur einn í sögu gyđinga benti á, var ađ annar minnihlutahópur var einnig ríkulega til stađar á myndinni, ţ.e. gyđingarnir, sem voru oft vel stćđir kaupmenn (sem tóku beint og óbeint ţátt í ţrćlaversluninni). Síđustu gyđingarnir, sem ekki beygđu sig á bálkesti Rannsóknarréttarins, voru flestir flćmdir frá Portúgal nokkrum áratugum síđar en ţetta málverk var málađ. Ţeir flýđu til Niđurlanda, Ítalíu, Grikklands og víđar og er margt gott fólk komiđ af ţeim sem og og negrunum.

Myndin sýnir fjörugan dag viđ brunninn, ţar sem ţjónar og ţrćlar, vatnsberar, sćkja sér vatn. Ţađ er líf og fjör  í tuskunum. Fólk dansar og dađrar međan yfirvaldiđ, og ţar međ taliđ gyđingalögreglan sćkir ţrćla sem ekki var treystandi eđa höfđu fariđ á fyllerí. Meira ađ segja má sjá svartan lögreglumann ríđandi svörtum hesti, líklega á vegum kirkjunnar eđa einhvers greifa. Skođiđ og látiđ heillast.

Svona málverk er einfaldlega á viđ ferđ aftur í tímann.

african-presence-02c.jpg

Ljóst er ađ Dom Aharon de Castro y Costa ćtlađi sér ekki kristinn mann fyrir Leu sína, sama hvađ ţađ kosta ţyrfti. Aharon mundar byssu sína. Stćkkiđ til ađ sjá dramaiđ.

Fornleifur mćlir međ: Áhugaverđu bloggi Dr. Miröndu Kaufmanns sagnfrćđings.

Fyrri fćrsla Fornleifs um negralistfrćđi: Negrinn á fjölinni

 

african-presence-02d.jpg
Hvađ ţessi ţeldökki mađur gerđi til ađ verđskulda svona međferđ ćtla ég mér ekki ađ velta mikiđ fyrir mér, en hann hefur kannski orđiđ dálítiđ "fresh" viđ brunninn.

Bloggfćrslur 15. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband