Negrinn á fjölinni

F22b
 

Nýlega skrifađi mér gamall skólafélagi minn úr MH, sem ég hef ekki séđ eđa heyrt í síđan hann bauđ mér í fisk og heimspekilega umrćđu á Hard Rock Café í Kringlunni hér um áriđ. Hann spurđi mig út í ţađ hvađ ég hafđi fyrir mér í ţví ađ ein af vangamyndunum á fjöl Dađa Dalaskalla í Ţjóđminjasafninu vćri "blámađur"*. Ţađ var vitaskuld góđ spurning og ég svara honum ekki fyrr en nú en ađ vel athuguđu máli. 

Sumariđ 1999, nánar tiltekiđ 10. júlí, birtist síđari hluti greinar sem ég ritađi um ţrćlasala í Norđurhöfum. Ţar var međal annars greint frá Kólumbusi og íslenskum sveinum í Birstofu (Bristol) og leiđrétti eina af mörgum meinlokum í verkinu Saga Íslands. Ţennan síđari hluta frásagnar minnar kallađi ég Fjöl Dađa Dalaskalla. Greinin fjallar m.a. um útskorna eikarfjöl sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands og sem er greinilega frá síđari hluta 15. aldar, en taliđ er ađ Dađi Arason, kallađur Dalaskalli, hafi átt og brúkađ hana sem rúmfjöl. Dađi veriđ uppi ca 1425-1502.

Fjölin er úr eik og ađ öllum líkindum frá Spáni eđa Portúgal. Lesa má um hana hér  og hér

F12b
 
F42b

Svo svarađ sé spurningu heimsspekingsins á Hard Rock, var ég auđvitađ leiddur af skođun ţess sem upphaflega skrifađi um fjölina og taldi vangamyndina af blámanni*. ţegar hún kom fyrst á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1881. En ađ betur athuguđu máli í kjölfar spurningar skólafélaga míns, er ég enn pikkfastur á ţeirri skođun ađ listamađurinn sem skar ţessa fjöl hafi veriđ ađ skera út mynd af negra (svörtum Afríkumanni eđa svokölluđum svertingja/ blámanni).

F32b

Allir ţeir sérfrćđingar sem ég hafđi samband viđ á söfnum ţegar ég skrifađi fyrst um fjölina voru líka á ţeirri skođun. Zigzag mynstriđ í hári vangamyndarinnar tel ég ađ sé tilraun til ađ sýna stífhrokkiđ hár. Viđ sjáum ţví miđur ekki hár hinna, betur klćddu mannanna, á vangamyndunum, en englarnir á hinni hliđ fjalarinnar eru t.d. međ liđađ hár og ekki er ţađ skoriđ út í neinni líkingu viđ hár hins meinta negra.

Negrinn á fjölinni
 

Negri Francis Drakes

Einhvern tíma á tímabilinu 1586-1588 gaf Elísabet I Englandsdrottning Sir Francis Drake verđmćtan skartgrip, sem enn er til og er kallađur The Drake Jewel. Gripur ţessi ber m.a. cameo-vangamynd úr lagskiptum sardonyx-agatsteini af negra og hvítum manni.

Steinninn hefur veriđ skorinn ţannig ađ vangamynd negrans er skorinn í efsta lag steinsins og á bak viđ hann grillir í hvítan mann, sem skorinn er í hvítt lag steinsins. Á bakhliđ skartsins er smámynd máluđ af Elísabetu drottningu og neđan úr ţessu stóra skreyti hangir stór og mikil perla. Til eru málverk af ţrćlasalanum Francis Drake frá lokum 16. aldar ţar sem hann ber ţennan skartgrip.

Drake Jewel

Gheeraerts_Francis_Drake_1591

Drake Jewel painting

Skođum steininn međ negramyndinni. Uppruni hans og aldur er ekki ţekktur og gćti hann hćglega veriđ eitthvađ eldri en hinn mjög svo samsetti skartgripur sem Elísabet I gaf Francis Drake. En vangamyndinni á cemeo steininum svipar mjög til vangamyndarinnar á rúmfjöl Dađa Dalaskalla. Hálslíniđ og hnúturinn eru af sama meiđi og á húfulausa manninum á fjöl Dađa Dalaskalla.

Hvort myndin sýnir afríkanskan höfđingja/konung eđa ţrćl er svo annađ mál. En hugsanlega er hér kominn einn af ţeim konungum Afríku sem Portúgalar höfđu samskipti viđ í lok 15. aldar. Samskipti nýlenduţjóđanna einkenndust ekki alltaf af fordómum og gegndarlausri grćđgi. Síđar, á 17 öld kom til dćmis sendiherra konungsins af Kongó, Don Miquel da Castro til Lissabon til ađ tala máli herra síns. Hann fór síđar til Brasilíu og Hollands og var hann málađur í Brasilíu og er málverkiđ ađ finna á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.

da Castro

*Vegna kjánalegrar pólitískrar rétthugsunar og almennrar hysteríu á Íslandi má nú orđiđ varla nota orđiđ negri eđa blámađur. En ég sé ađ ţessi orđ eru enn í íslenskum orđabókum, án ţess ađ ţau séu útskýrđ ţar sem fordómar eđa rasismi.

Ljósmyndirnar af fjölinni voru teknar af höfundi, en ekki Ívari Brynjólfssyni eins og ranglega var hermt í greininni í Morgunblađinu forđum. Hann tók mynd af fjölinni í einu lagi sem ekki var notuđ í greininni.

Ítarefni.

Sjá einnig pistla mína um sögu svarta mannsins á Íslandi; Svart fólk á Íslandi I, II og III.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég man rétt ţá situr blámađur viđ eina árina á víkingaskipi í byrjun ţessarar myndar. Hún er alveg yndislega fáránleg.

http://www.vernonjohns.org/snuffy1186/norsemen.html

Jón (IP-tala skráđ) 20.1.2012 kl. 13:37

2 identicon

Ef spćkjurnar eru frá Spáni eđa Portúgal og orđnar til á 15. öld er ţađ varla neitt undur ađ á ţeim sé vestur-afrískur negri. Nóg hefur veriđ af ţeim ţar um slóđir.

En er ţađ ekki eins góđ skýring ađ á fjölunum geti ađ líta landa Dalaskalla. Kunnugt er um ađ negra hafi boriđ fyrir í Ţistilfirđi, jafnvel um hávetur, og munu ţeir álíka algengir ţar og hegrar, sjá slóđina ađ neđan. Ţistilfirđingar verđa líka margir snollađir um kollinn međ árunum hef ég tekiđ eftir. Annađ eins mćtti nú meitla í eik.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=206282&pageId=2663290&lang=is&q=Negri%20%ED%20%DEistilfir%F0i%20%ED%20%DEistilfir%F0i

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 20.1.2012 kl. 16:20

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Kristján, negranum í Ţistilfirđi bregđur oft fyrir hér á blogginu. Mönnum ţykir hann enn nokkuđ merkilegur, enda sjaldséđari ţar um slóđir en suđur á Miđnesheiđi. Ţeir voru samt sumir nokkuđ dökkir á Skagaströnd hér um áriđ, kannski rómanskir?

Kannski hefur einmitt negri skoriđ fjölina fyrir Dađa, og mér dettur ţá helst í hug ađ Dađi hafi veriđ sá međ háa hattinn. En hvađ stóđ ţá X-iđ fyrir á fjölinni? Vildi útskurđarmeistarinn fá X kýrverđ fyrir? Eđa er ţetta fyrsti ţátturinn af X-Files eđa sjálfur Frum X-faktorinn?

FORNLEIFUR, 20.1.2012 kl. 17:49

4 identicon

X-iđ? Er ţađ ekki örugglega X-D[ađi]?

Ţađ vantar auđvitađ nokkuđ upp á meintan negra ađ hann skuli ekki vera dökkur á tréskurđinum. En negri gćti hann svosum veriđ fyrir ţví, en líka rómanskur kraftakarl snarhrokkinn á hár eđa jafnvel Skagstrendingur á ţorra. Munkur sem gert hefur sér krúnu gćti hann líka veriđ og ţá er hann örugglega ekki Skagstrendingur ţví ţeir hafa ávallt veriđ heimsins menn.

Hvađ hefur hann um hálsinn? Er ţetta klćđi af einhverju tagi? Skikkja eđa bura sem tekin er saman um hálsinn til skjóls og hlífđar? Eđa er ţetta klafi úr tré eđa jafnvel málmi og er ţá karlanginn kannski ţrćll?

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 20.1.2012 kl. 18:25

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Klúturinn um hálsinn minni óneitanlega á Roy nokkurn Rogers og John Waine. Ţetta skyldi ţó aldrei vear snuđađur kúasmali sem hefur veriđ Xađur međ öđrum hetjum vestursins, Cólumbusa og Amerigo. 

Ef ţetta er hin vegar klafi, ţá er ţetta bara venjulegur, kúgađur Íslendingur.

FORNLEIFUR, 21.1.2012 kl. 10:47

6 identicon

Hann er alltént nógu óhamingjusamur á svipinn til ađ svo mćtti vera.

Ţorvaldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 21.1.2012 kl. 21:12

7 identicon

Sćll Fornleifur og gaman til ţess ađ hugsa ađ ţú hafir lagt nótt viđ dag ađ undirbyggja kenningu ţína, í ţá fáeinu mánuđi sem liđnir eru síđan ég skrifađi ţér.

En sem liđ í frekari gagnaöflun, langar mig til ţess ađ spyrja aftur hvort nokkrar litaleifar sé ađ finna á fjölinni, sem kynnu ađ hafa vaskast burt ađ mestu í tímans rás.

Einnig varđandi aldursgreiningu, ţá virđast vaxtarhringir (árhringir) viđarins sjást nokkuđ glögglega á fjölinni. Vćri ekki hćgt ađ aldursgreina viđinn út frá upplýsingum um ţykkt árshringanna, jafnvel stađsetja á hnettinum uppruna viđsins (á Íberíu - eđa kannski Síberíu?).

Vonast til ađ heyra frá ţér fljótlega međ niđurstöđum.

Kveđja,

heimspekingur

Ragnar Ólafsson (IP-tala skráđ) 30.1.2012 kl. 13:55

8 identicon

En svona án gríns... eigum viđ ekki ađ vinda okkur viđ tćkifćri međ mćlitćkin upp í Ţjóđminjasafn?

R

Ragnar Ólafsson (IP-tala skráđ) 30.1.2012 kl. 14:43

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Rangar, geri ţađ ţegar ţú getur, en er ţví miđur ekki á landinu í augnablikinu.

Ég legg nú ekki nótt viđ dag međ vona frćđileg vandamál. Ţetta er eitt af tugţúsundum smáhlutum sem gerjast í höfđinu á mér. En spurning ţín var góđ. Ég svara hins vegar aldrei fyrr en ég hef svar. Ég sá svo fyrir tilviljun sjónvarpsţátt, ţar sem Drake Jewel var nefndur, og ţá hafđi ég svar handa ţér. Blessađ sjónvarpiđ. Stundum er hćgt ađ hafa not af ţví. 

Ég sá engar litaleifar á fjölinni, en árhringarannsókn gćti veriđ áhugaverđ. Kannski nóg ađ taka ljósrit af fjölinni og senda hana til einhvers sem hefur gott yfirlit yfir vöxt eikarinnar á Spáni.

Klćđnađur karlanna sem bera hatt benda mjög sterkt til loka 15. aldar. Um ţađ voru allir sérfrćđingar sem ég náđi í á sínum tíma sammála um.

FORNLEIFUR, 7.2.2012 kl. 21:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband