Sumt er lengra úti en annađ

471745.jpg

Reynt hef ég ađ fylgjast međ tilgátum Vesturíslendingsins Kristjáns Ahronsons varđandi krossinn í Kverkarhelli (Morgunblađiđ kallar hellinn Kverkhelli, en ég er nokkuđ viss um ađ ţađ "heimilisfang" sé rangt). Ég hef heyrt af ţessari furđusögu af og til og t.d. lesiđ ţetta, ţar sem ekkert kemur fram sem beinlínis stađfestir ţessa tilgátu ţessa unga fornleifafrćđings. Ekkert kemur heldur bitastćtt fram í greininni á bls. 39 Morgunblađinu í dag.

Ţetta eru sem sagt ekkert annađ en vangaveltur. Ţađ er ekkert sem aldursgreinir krossinn í Kverkarhelli međ vissu. Vona ég svo sannarlega ađ Ahronson komi međ eitthvađ áţreifanlegt á fyrirlesturinn í dag, sem ég kemst ţví miđur ekki á. Ţeir sem komast mega gjarna senda mér upplýsingar eđa setja ţćr í athugasemdir.

Ahronson er líka dálítiđ valtur í grundvallarţekkingu á fornleifafrćđi Norđurlanda og stílfrćđi sögualdar (víkingaaldar). Áriđ 2001 birtist eftir hann grein sem hann kallar: ‘Hamarinn’ frá Fossi: Kristinn norrćnn kross međ keltneskum svip. Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags 1999, 185–9 (sjá hér).

Já, hann er verulega langt úti í hinum dimma Keltaskógi, hann Kristján Ahronson, ţví ekkert viđ hamarinn frá Fossi er "keltneskt" frekar en ţann kross sem einhver hefur krotađ í vegg Kverkarhellis. Ég sýndi manna fyrstur fram á norska hliđstćđu viđ krossinn á Fossi. Sjá t.d. hér. Ţađ hafđi Ahronson ekki getu til ađ kynna sér og er ţađ miđur.

Hvađ mönnun finnst er ekki áhugavert í fornleifafrćđi. Ţađ sem menn geta sýnt fram á međ vissu er ţađ sem skiptir ađalmáli. Ţannig er ţađ nú međ öll frćđi. Tilgátur er vissulega ágćtar, en ţađ minnsta sem menn verđa ađ láta ţeim fylgja eru frćđileg rök. Annars eru menn ađ leika sér líkt og ţeir vćru í hlutverkaleik um helgi. Fornleifafrćđi er ekki ćvintýri.

P.s. Mađurinn efst, á góđri mynd RAX, er ekki Kelti. Ţetta er bara fornvinur minn góđur, Ţórđur Tómasson í Skógum, einn fremsti fornleifafrćđingur landsins (um ţann heiđursmann skrifađi ég hér).


mbl.is Segir Kverkhelli frá um 800
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 16. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband